Morgunblaðið - 09.04.1997, Síða 9

Morgunblaðið - 09.04.1997, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997 9 FRÉTTIR Doktors- vörn í verkfræði • ÞRÖSTUR Guðmundsson varði doktorsritgerð sína 7. nóvember sl. við efnisverkfræði- deild Notting- ham Háskóla í Englandi. And- mælendur við vörnina voru prófessor H. Jo- nes frá Univers- ity of Sheffield og dr. A. Kennedy frá University of Nottingham. Titill ritgerðarinnar var „Aggl- omeration of TiB2 particles in liquid Aluminium" eða „Kekkja- myndun TiB2 agna í bráðnu áli“. Leiðbeinendur voru dr. Þorsteinn I. Sigfússon, prófessorí eðlisfræði við Háskóla íslands, og dr. Gra- ham McCartney. Doktorsverkefn- ið var að mestu leyti unnið á eðlis- fræðistofu Háskóla íslands, í nánu samstarfi við og kostað af Alu- suisse Technology and Manage- ment, Technology Center Chippis í Sviss og London and Scandina- vian Metallurgical Co. Ltd. í Rot- herham í Englandi. Ritgerðin fjallaði um kekkja- myndun TiB2 kornasmækkara í bráðnu áli. Kornasmækkarar eru notaðir í áliðnaðinum til að fá jafna stærðardreifingu iítilla álkrystalla þegar álið storknar. Þetta er nauðsynlegttil að auð- velda alla frekari vinnslu á álinu eins og til að mynda völsun. TiB2 agnirnar eru sexstrendar flögur, hver um sig í kringum 1 mm (1 mm er um 1/1000 partur úr milli- metra) í þvermál. Afleiðingar TiB2 kekkjamyndunar geta verið margvíslegar. Þegar álið er valsað mjög þunnt (allt niður í 5-6 mm) geta TiB2 kekkirnir setið eftir fyrir framan valsana og skilið eft- ir rifna álfilmu eða hugsanlega dottið úr álfilmunni og skilið eftir göt. Þessar þunnu álfilmur eru notaðar í umbúðaiðnaði og slík göt eru skaðvænleg því að þau hleypa ljósi og gasi í gegnum álfil- muna og þar með minnkar ein- angrunargildi filmunnar og geymsluþol þess sem pakkað er. Megin niðurstöðurnar voru þær að TiB2 agnirnar hafa tilhneig- ingu til að safna utan á sig bráðn- um söltum sem finnast í álinu og þegar tvær agnir sem hafa slíka salthjúpi lenda í árekstri þá fest- ast þær saman vegna sterkra tengikrafta bráðnu saltanna (cap- illary forces). Gasmeðhöndlun getur aukið líkurnar á því að TiB2 agnirnar safni þessum bráðnu söltum um sig og því getur með- höndlun með virkum gastegund- um eins og klór og flúor aukið líkurnar á vexti stórra kekkja og þar með orsakað vandamál síðar í vinnsluferli álsins. Samanburð- urinn á niðurstöðum reiknilíkans- ins og biðtímatilraunarinnar studdi ennfremur þessa tilgátu. Þröstur Guðmundsson starfar nú hjá rannsóknar- og þróunar- deil Alusuisse, Alusuisse Techno- logy and Management, Techno- logy Center Chippis. Starfið felst bæði í grunnrannsóknum og að- stoð við úrlausn gæðavandamála hjá verksmiðjum Alusuisse í Evr- ópu. Þijú prestsembætti laus til umsóknar BISKUP íslands hefur auglýst þijú prestsembætti laus til um- sóknar. Er hér um að ræða stöðu sóknarprests í Grensáspresta- kalli, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, en sr. Halldór Gröndal, sóknarprestur, lætur af störfum vegna aldurs þar sem hann verður sjötugur 15. október nk. í öðru lagi er staða sóknar- prests í Raufarhafnarpresta- kalli, Þingeyjarprófastsdæmi, en sr. Arnaldur Bárðarson hefur sem kunnugt er verið kjörinn sóknarprestur í Ljósavatns- prestakalli, Þingeyjarprófasts- dæmi, og í þriðja lagi staða aðstoðarprests við Garðapresta- kall í Kjalarnesprófastsdæmi, en hér er um nýtt embætti að ræða. Umsóknarfrestur um prests- embættin er til 7. maí nk. og skal senda umsóknir á biskups- stofu, Laugavegi 31, 150 Reykjavík. ITALSKIR SKÓR VORLÍNAN 1997 38 ÞREP LAUGAVEGI 76 - SÍMI 551 5813 Alúðarfyllstu kveðjur ber ég þeim fjölmörgu er heiðruðu mig með heillaskeytum og á annan hátt á 104 afmælisdegi mínum 31. mars síðast- liðinn. Ég býð ykkur öllum blessunar í bráð og lengd. Þórður Kristleifsson, menntaskólakennari. sceti SOL BARBADOS Aðeins einn vinnudagur Beint leiguflug báðar leiðir islensk fararstjórn Spennandi kynnisferðir Glæsilegur aðbúnaður Golf Tennís Sundlaug Veltingastaður Verslun Bar Strönd 3ja stjörnu hótel Flugsæti u strax Aöeins Heimsferðir bjóða nú spennandi helgarferð til Mallorka á hreint ótrúlegum kjörum þann 15. maí. Þar getur þú notið lífsins yfir hvítasunnuna í yndislegu veðri og notið frábærrar aðstöðu á hóteli okkar sem er við ströndina í Palma Nova, skammt frá höfuðborginni Palma, og veitingastaðir og næturlíf allt í kring. Öll herbergi með baðherbergi og svölum. Veitingastaðir og barir, 2 sundlaugar, bamalaug, skemmtidagskrá, diskótek og að sjálfsögðu nýtur þú þjónustu fararstjóra Heimsferða Verð kr. 19.960 Flugsœti pr. mann. Skattar innifaldir. allan tímann. Flug og gisting Verð kr. 1 9.932 M.v. hjón með 2 börn. Barceló Palma Nova apartments. Verð kr. 24.960 M.r. 2 íherbergi með morgunmat, Sol Tordos, 3ja stjörnu hótel Verð kr. 28.900 M.v. 2 í herbergi, Barbados, 4ra stjörnu hótel, Palma Nova. Innifalið flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli, skattar. Bamaafsláttur kr. 5.000 Forfallagjald kr. 1.200 4ja stjörnu hótel Ferðatiihögun 15. maí - Brottför frá Keflavík kl. 17.30 Hótelíbúðir f. fjölskyldur 19. maí - Brottför frá Palma kl. 06.45 Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 562 4600 KDMDU MEÐ GOMLU SPARISKlRTEININ OG TRVGGÐU ÞÉR NÝ í MARKFLOKKUM Með endurskipulagningu spariskírteina ríkissjóðs og breytingu yfir í fáa en trausta MARKFLOKKA, verður myndun markaðsvaxta á eftirmarkaði mun traustari, söluhæfni spariskírteina eykst og markaðsstaða þeirra eflist. MARKFLOKKAR njóta daglegrar viðskiptavaktar, sem tryggir bestu fáanlegu markaðskjör fyrir kaupendur og seljendur skírteinanna á hverjum tíma. f- / / / Hér til hliðar er tafla yfir markflokka spariskírteina. Ef þú átt spariskírteini í þessum flokkum þarftu ekki að gera neinar ráðstafanir (áskrifendur eru nú þegar tryggðir í markflokkum). Ef spariskírteinin þín tilheyra ekki þessum flokkum skaltu koma með þau til Lánasýslu ríkisins og við aðstoðum þig við skipti yfir í ný spariskírteini í MARKFLOKKUM. Það borgar sig að skipta strax yfir í MARKFLOKKA. MARKFLOKKAR SPARISKÍRTEINA Flokkur Nafnvextir Lokagjalddagi SP1994 I5D 4,50% 10. 02. 1999 SP1995 I5D 4,50% 10. 02. 2000 RBRÍK 1010/00 0,00% 10. 10. 2000 SP1990 IIXD 6,00% 01. 02. 2001 SP1992 IXD 6,00% 01. 04. 2002 SP1993 IXD 6,00% 10. 02. 2003 SP1994 IXD 4,50% 10. 04. 2004 SP1995 IXD 4,50% 10. 04. 2005 SP1995 I20D 0,00% 01. 10. 2015 LANASYSLA RIKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð, sími 562 6040 UTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA • SALA • INNLAUSN • ASKRIFT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.