Morgunblaðið - 09.04.1997, Síða 22

Morgunblaðið - 09.04.1997, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Það var lagið PÁLL Guðmundsson: Krossfestingin. Morgunblaðið/Ásdís Trúarlegar tvímyndir MYNPLIST Gallerí Sævars Karls Stcinvcrk PÁLLGUÐMUNDSSON Opið kl. 10-18 virka daga og á laug- ardögum kl. 10-14 til 16. aprfl; að- gangur ókeypis. PÍSLARSAGA Krists hefur verið listamönnum yrkisefni allt frá því bið- in eftir heimsendi tók að lengjast, og menn tóku að leita leiða til að dýrka guð sinn héma megin grafar með þeim fegurstu meðulum, sem þeir gátu. Listasagan og menningarsagan öll geymir ótalin dæmi þess hversu hugleikið þetta viðfangsefni hefur verið mönnum allt frá frumkistni, og með hversu fjölbreyttum hætti lista- menn hafa leitast við að túlka pínu Krists og þannig miðla þeim tilfínning- um sem efnið hefur vakið þeim. Það er nánast hefð að þetta við- fangsefni sæki á menn í tiiefni páska, og árlega má vænta listsýn- inga sem gera passíuna að sínu helsta inntaki. Sýning Páls Guð- mundssonar er helsta slíka sýningin á þessu ári, og sameinar í hófsemi sinni einfalda framsetningu á við- fangsefninu og sérstæða notkun þess miðils, sem listamaðurinn hef- ur lengi verið að fást við. Páll hefur um langt skeið helgað sig höggmyndalistinni og þá með afar persónulegum hætti. I stað þess að vinna með hefðbundin efni þess miðils eins og leir, marmara, brons eða aðra málma hefur hann nær eingöngu sótt sinn efnivið í Bæjargil- ið við Húsafell, þar sem hann býr og starfar. Það fjölskrúðuga gtjót sem þar er að finna er eins konar þverskurður af þeim möguleikum sem íslensk náttúra hefur að bjóða á þessu sviði, og með því að laga sitt myndefni að hráefninu hefur listamanninum tekist að skapa margar sérstæðar ímyndir, sem erf- itt er að sjá að hefðu getað orðið til í öðrum miðli. í því samhengi má nefna eftirminnilega sýningu hans í Surtshelli fyrir tveimur árum, sem hefði tæpast gengið upp á nokkrum öðrum stað eða unnin í nokkurt ann- að hráefni. Nokkur undanfarin ár hefur Páll verið að þreifa sig áfram með sér- staka gerð tvímynda í stein. Hér er um að ræða að steinn er klofinn þannig að hlutarnir faila nákvæm- lega saman í sárinu, en þegar þeir eru teknir í sundur birtist mynd- verk, sem er oftar en ekki samfellt yfir báða fletina fremur en að ann- ar flöturinn sé spegilmynd hins. Þetta form tvímynda (,,diptych“) er þekkt úr kirkjulegri Iist í gegnum aldirnar í altaristöflum og helgi- myndum, sem þá voru opnar þegar helgistund fór fram, en hafðar lok- aðar þess á milli. Efniviðurinn hér og vöntun á ytri umgjörð gerir verk- in hins vegar öllu einfaldari og fölskvalausari en reyndin er um þorra þeirra helgigripa, sem íjalla um svipað efni. Hér eru tvímyndirnar opnar, og uppsetningin á skínandi málmhillur tvöfaldar þær aftur fyrir augum áhorfandans. Myndefnin eru m.a. fengin frá síðustu kvöldmáltíðinnij krossfestingunni og upprisunni. I ölium tilvikum beitir Páll fyrir sig einfaldri teikningu viðfangsefnisins, sem má segja að spretti út úr innri litbrigðum steinsins hveiju sinni; eins og oft hefur verið raunin um höggmyndir hans má næstum tala um tilbúnar myndir frá náttúrunnar hendi, sem Páll nær að laða fram með fáeinum markvissum áherslum. Hér er það t.d. litur innri flata steins- ins sem á sinn þátt í myndsköpun- inni hveiju sinni, og útlínuteikning Páls verður aðeins til að skerpa þær línur sem fyrir eru. Þessar trúarlegu tvímyndir eru sérstakir heigigripir. Við fyrstu sýn eru þetta aðeins venjulegir steinar. En í hveijum og einum reynist geymdur íjársjóður sem opnast fyrir augum manna, þegar betur er að gáð - ef til vill líkt og trúin sjálf. Eiríkur Þorláksson LEIKUST L c i k d e i 1 d Umf. Skallagríms DELERÍUM BÚBÓNIS Leikrit með söngvum í þremur þáttum eftir Jónas og Jón Múla Ama- syni. Leikstjóri: Jón Einars. Gústafs- son. Leikendur: Ólafur Gunnarsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Inga Rún Björnsdóttir, Bjöni Jóhannsson, Stef- án V. Ólafsson, Jóna Ester Kristjáns- dóttir, Ágúst Om Einarsson, Ingi- mundur Grétarsson, Helgi Samúels- son. Undirleikarar: Bjami Valtýr Guðjónsson, Haukur Gíslason. Frum- sýning í Óðali í Borgamesi 5. april. ÞETTA leikrit og fleiri frá hendi, hug og hjarta þeirra Múlabræðra hefur fyrir löngu eignast sjálfstætt iíf með þjóðinni og er á þann hátt til þvers og kruss í tíma og rúmi. Það er sett á fjalirnar einhvers staðar einu sinni hartnær ár hvert og stundum oftar og víðar og núna, uppi í Borgarnesi, hittust tvær kynslóðir og glöddust yfir öllu sam- an: Þeir sem settu Búbónis á svið í Borgarnesi fyrir þijátíu árum, og þeir sem hreyfa það nú. Og á fremsta bekk, umvafnir ástúð og hylli hjarðarinnar sem þeir gleðja, sitja þeir bræður, aldnir og ágæt- lega hróðugir og kenna hvor öðrum um það sem er bitastætt í verkinu. Bæði í gamni og alvöru. Rétt eins og allt deleríið sjálft sem í húmor sínum býður okkur okkur sjálf, breysk og klaufaleg, sjálfbirgingsleg kannski á stundum, gírug sum vissuiega, en aldrei vond. Þessi frumsýning Leikdeildar Umf. Skallagríms í Borgamesi var in- dæl. Leikhópurinn hefði þolað meiri tilsögn og markvissari, einkum í textameðferð og samæfingu, en á Nýjar bækur • Spámaðurinn eftir Kahlil Gi- bran er komin út í 13. útgáfu, en bókin kom fyrst út árið 1958, í þýðingu Gunnars Dal, en hann þýddi jafnframt Mannssoninn eft- ir sama höfund, skáldverk sem fjallar um Jesúm Krist og hefur notið mikilla vinsælda. Sjálfur seg- einhvern hátt skiptir það ekki meg- inmáli þegar niður er sest og ljósin hafa sáldrast út í myrkrið. Því hvert mannsbarn veit að slíkur klaufa- skapur er hluti af ögmn áhuga- mannaleikhússins, í senn sjálfstæð- ur spennuvaldur og uppspretta gríns. Jóna Ester Kristjánsdóttir skap- ar skemmtilega Siggu vinnukonu. Hún álappast um sviðið, nærsýn með afbrigðum og klaufsk með leikrænum tilþrifum og öryggi. Mest mæðir þó á Ólafi Gunnars- syni sem Ægi Ó. Ægis forstjóra og leysir hann hlutverk sitt vel úr hendi. Sömu sögu er að segja um Björn Jóhannsson sem leikur jafn- vægismálaráðherrann. Hann er að sækja í sig veðrið og verður áreið- anlega öruggari í textameðferð og valdmannslegri, slóttugri í fasi með aukinni æfingu. Leikstjórinn, Jón E. Gústafsson, má hjálpa þeim félögum til að samæfa söngvana dálítið betur. Ágúst Örn Einarsson og Helgi Samúelsson eru báðir ágætlega kjánalegir í hlutverkum sínum, rétt eins og vera ber. Þá tókst Stefáni V. Ölafssyni vel upp sem Leifi Róberts og sýndi hann ágæt tilþrif. Það gerði Inga Rún Björns- dóttir einnig sem Guðrún Ægis og sást hvernig henni tókst að lifa sig betur inn í hlutverkið eftir því sem á leið. Ingimundur Grétarsson var reffilegur sem Einar í Einibeija- runni og Guðrún Kristjánsdóttir flaustursleg sem heildsalafrúin sem afber ekki að eiga ekki bíl- númer undir tíu. Undirleikarar slógu gamalkunna tóna af leikni. Sviðsmyndin var ágæt. Ég heyrði á frumsýningargestum að þeim fannst sýningin ágæt. Þá er hún það, þessi sýning. Það var Iagið. Guðbrandur Gíslason ir Gunnar: „Vegna þess að ég tel það skyldu rithöfundar að þýða öndvegisrit annarra þjóða þýddi ég Spámanninn og Mannssoninn eftir Kahlil Gibran. Án bóka hans getur engin menningarþjóð verið. Eg tel þessar bækur jafngóðar." Bókaútgáfan Muninn gefur bók- ina út. Um útlit sá Kristján Jó- hannsson. Bókin er 112 síður. Konur skelfa FRÆÐIRIT Bókmcnntafræöi FYRIR DYRUM FÓSTRU. GREINAR UM KONUR OG KYNFERÐI í ÍSLENSKUM FORNBÓKMENNTUM eftir Helgn Kress. Háskóli íslands, Rannsóknarstofa í kvennafræðum, 1996,244 síður. í FYRIR dyrum fóstru er fjallað um íslenskar fornbókmenntir frá kvennafræðilegu sjónarmiði. Bókin inniheldur sjö greinar eftir Helgu Kress, prófessor í almennri bók- menntafræði við Háskóla Isiands. Greinamar, sem skrifaðar eru á tutt- ugu ára tímabili, hafa allar birst áður en standa nú saman á einni bók og er það vel, því þannig varpa þær ljósi hver á aðra og á fræðin sem iiggja þeim til grundvallar. Helga Kress lítur á íslenskar forn- bókmenntir sem texta „sem er búinn til úr tungumáli og á sér uppsprettu í ákveðnum menningarlegum og fé- lagslegum veruleika, táknkerfi sem verður til og ber að túlka í sam- hengi margra þátta“ (167). Hún leggur áherslu á að þær geti „því aðeins gefíð merkingu og verið „heimildir" að tekið sé mið af bók- menntalegum eiginleikum þeirra, svo sem sjónarhorni, myndmáli, formgerð og orðræðu, en ekki látið sitja við þá innihaldsgreiningu sem svo mjög hefur einkennt íslenska bókmenntasögu — og sagnfræði- hefð“ (168). Hún lítur ekki á þær sem „sannsögulegar heimildir í þeim skilningi að þær segi frá atburðum sem raunverulega hafa gerst, heldur sýna þær hugmyndir um veruleikann og viðhorf til hans“ (167). Nálgun í þessum anda verður að teljast vænleg, eini gallinn á henni er sá að hér setur Helga íslenskar forn- bókmenntir allar undir einn hatt en með því er sú hætta fyrir hendi að ólíkir merkingarheimar renni saman í einn á kostnað sérkenna einstakra bókmenntagreina, enda tekur Helga réttilega fram að textarnir séu „mjög mismunandi eftir bókmennta- tegundum" (168). Helga Kress skrifar á auðskiljan- legu máli, greinarnar eru rökfastar, þeim er umfram allt ætlað að koll- varpa viðteknum sannindum eldri fræðimanna og varpa nýju ljósi kvennafræðanna á texta sem karl- menn hafa til skamms tíma verið nær einir um að túlka. Hún glímir því ekki aðeins við merkingu text- anna heidur einnig við þröngsýna og karllæga túlkunarhefð; þá merk- ingu sem textarnir hafa fengið í meðförum texta- og bókmennta- fræðinga. Þetta kemur skýrt fram í titilgrein bókarinnar. I henni fjallar Helga um vísu Helgu Bárðardóttur í Bárðar sögu Snæfellsáss og sýnir fram á tilhneigingu túlkunarhefðar- innar til að skipta konu út fyrir karl í síðasta vísuorði kvæðisins. Meðferð kvæðisins verður táknræn fyrir það hvernig bókmenntastofnunin svo- kallaða hefur þaggað niður í konum, komið þeim fyrir á milli þankastrika eða innan sviga neðanmáls, því hún hefur ekki aðeins átt erfítt með að viður- kenna konur sem ge- rendur eða talendur í texta heldur einnig sem mögulega skapendur hans (sjá 69). Þetta viðhorf liggur öllum rannsóknum Helgu til grundvallar. í túlkun hennar verður kvæðið ekki aðeins að tákni um kvenfjandsamlega túlkunarhefð heldur einnig að fyrsta æt- tjarðarljóðinu sem verð- ur til er kvenskáldinu er „á táknrænan hátt hrint út úr samfélagi vaxandi karlveldis“ (100). Þáttur kvenna í merkingarheimi íslendingasagna er einnig lykilatriði í greininni Staðlausir stafír þar sem fjallað er um slúður sem uppsprettu frásagnar í Islendingasögum. Það vegur að karlmennskuímyndinni og hetjuskapnum og er að mati Helgu grundvallarhugtak í merkingarheimi sagnanna. Hetjuhugsjónin verður ekki einhlítt einkenni á íslendinga- sögum heldur má einnig líta á þær sem paródíur, „þær eru tal um tal, sögusagnik‘ (133). Hún hafnar því að frásagnirnar séu jafn hlutlægar og rannsóknarsagan hefur viljað vera láta: „Hetjuhugsjón sagnanna og sæmdarhugtaki er í sífellu ógnað af hlátri gróteskunnar, ögrun hins kven- lega og flæði slúðursins" (133-4). Eitt sterkasta bindiefni greinanna eru hugmyndir um margröddun, grótesku og karnival, sem Helga sækir í smiðju rúss- neska bókmenntafræð- ingsins_ Mikhails Bak- htins. Út frá þeim hug- myndum gengur hún á skjön við túlkanir ýmissa fræðimanna með því að líta á Fðst- bræðrasögu sem skop- stælingu hetjuhug- sjóna, paródíu á stjórn- laust þjóðfélag þar sem alþýðan líður fyrir heimskulegar hug- myndir yfirvaida. Að mínu viti gengur gró- teskugreiningin best upp í þessari grein; í henni gerir Helga þá fræðimenn hlægilega sem í hátíðleika sínum hafa ekki komið auga á íroníu textans og við- heldur þannig gróteskunni sem afar erfítt að líta framhjá þegar Fóst- bræðrasaga er annars vegar. Sagan einkennist að mati Helgu ekki af hetjulegu raunsæi heldur grótesku raunsæi; Þorgeir og Þormóður eru skopstæling karlmennskunnar, þeir hafa allt aðrar hugmyndir um sjálfa sig en umhverfið og sagan sjálf sem hlær að þeim. Helga er þó í ákveð- inni mótsögn við sjálfa sig, eins og hún bendir reyndar sjálf á í formála, þegar hún túikar Njálsbrennu í sam- nefndri grein sem eitt allsherjar karnival því hún segir á öðrum stað að heimar Fóstbræðrasögu og Njálu séu gjörólíkir sem vissulega má til sanns vegar færa. Helga kýs í seinni tíð að líta á karniyalið sem „eitt helsta kennimark" íslendingasagna en með því grefur hún undan þeirri skoðun að þær séu hetjubókmenntir og falli betur að hugmyndum Bak- htins um epík en hláturmenningu miðalda. Þeir sem ekki eru tilbúnir tii að skrifa undir viðhorf Helgu geta litið á greinina um Njálsbrennu sem dæmi um grótesku þar sem öllu er snúið á hvolf en grínið hittir höf- undinn sjálfan fyrir að vissu marki. Efnismesta og nýjasta greinin, „Grey þykir mér Freyja“ fjallar um konur, kristni og karlveldi í íslensk- um fornbókmenntum. í henni túlkar Helga frásagnir af kristintökunni út frá kvennafræðilegu sjónarhorni kynferðis og hugmyndun um karni- val og hrærir um leið upp í hinni viðurkenndu mynd sem íslandssag- an hefur haldið að þjóðinni um krist- intökuna. Ilún leggur áherslu á að kristnin sé karllegt fyrirkomulag í íslenskum fornbókmenntum, ná- tengt veraldiegu valdi; fyrirkomulag sem komið var á með ofbeldi og mútum. Inn í frásagnir af kristintök- unni les hún karnival og grótesku, hárreysti og ráðabrugg; Þorgeir Ljósvetningagoða segir hún hafa skriðið undir feldinn af skömm yfir því að hafa þegið mútur og ætla að fara að svíkja félaga sína (sjá 185). Vald tungumálsins í táknkerfi Helga Kress

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.