Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997 25 AÐSEIMDAR GREINAR Ef koldíoxíð væri út- flutningsvara væri allt með felldu VÍST er að hagur þjóðarinnar er efstur í huga öllum þeim sem láta sig varða upp- byggingu iðnaðar á íslandi. En þegar ólík sjónarmið varpa blæ sínum á orð og skrif, oft full ástríðu, kann að gleymast að til- gangurinn er góður og mönnum gengur ekki nema gott eitt til. Með þetta í huga, og með allri virðmgu fyrir verkum þeirra sem vinna heils hugar að efnahagsuppbyggingu landsins, leyfl ég mér að varpa fram nokkrum þönkum, ef þeir gætu orðið til að efla já- kvæða umræðu um íslensk orku- og iðnaðarmál. Um viðhorf Fyrst má nefna að viðhorf stjórn- valda til viðbragða almennings og eigin skuldbindinga í umhverfis- málum eru hugsanlega ekki í þeim anda sem vænlegastur er til að leiða þjóð og bú til betri vegar. Merki þessa má finna í athuga- semdum umhverfisráðuneytis í Mbl. 28. janúar við greinargerð Högna Hanssonar. Þótt rétt sé far- ið með staðreyndir um lagalega þætti hnýtir ráðuneytið sig hér í fjötra orðalags og missir sjónar á hugsjón og tilgangi rammasamn- ings Sameinuðu þjóð- anna um loftslags- breytingar sem vitnað er í. í skýrslu íslenskra stjórnvalda til Ríó-ráð- stefnunnar sem og framkvæmdaáætlun þeirra vegna ramma- samnings SÞ eru ítrek- aðar eigin skuldbind- ingar íslands til um- hverfisverndar. Þótt vægi þeirra sé ekki lagalegs eðlis er orðstír lands í veði. Margar þjóðir hafa þann hátt á að tala fjálglega um umhverfisvernd á al- þjóðlegum vettvangi en leita svo skjóls í pilsfaldi skilgreininga og orðalags þegar mæla á efndir. Þótt þetta sé viðtekin venja væri það síður ef ísland temdi sér sama leik. Umhverfisráðuneytið segir að framganga þess í meðhöndlun umhverfismats fyrir álver á Grundartanga sé ekki í andstöðu við þjóðréttarlegar skuldbindingar íslands. Þau orð skyldi enginn ve- fengja en hér missa þau marks. Rammasamningurinn, sem og allir alþjóðlegir samningar, byggist fyrst og fremst á sameiginlegum viljayfirlýsingum aðildarlanda sem gefnar eru í góðri trú. Sérstakar skuldbindingar koma þar yfirleitt til viðbótar, og þá oft er nokkur tími er frá liðinn til þess að aðstæð- ur verði betur metnar. Aftur á móti er í rammasamningnum lýst yfir að sú hætta sem stafar af aukinni losun gróðurhúsaloftteg- unda, sem og yfirlýstur vilji aðild- arlanda til að hefta slíka mengun, skuli lýsa mönnum veginn í öllum ákvarðanatökum um efnahagsþró- un. Þótt samningur að lögum sé ekki brotinn er hugsjónin svikin ef ríkisstjórnin undanskilur ákvarðan- ir um stóriðju frá samhengi um- ræðu um losun koltvíoxíðs. Trú annarra ríkja á orðheldni íslend- inga í meðferð umhverfismála kann þá að bíða hnekki, og þar af leið- andi trúverðugleiki okkar í tengd- um efnum, eins og verndun lífríkis sjávar. Um aðferð Enginn ætlast þó til þess að við fórnum tækifærum til vænlegar efnahagsþróunar fyrir það eitt að sýnast öðrum betri í þessum efn- um. Engu að síður sýnist mér að sú þróun sem mörkuð er þessa stundina varpi okkur á braut sem er allt önnur og öllu verri en þær leiðir sem önnur vestræn ríki hafa ætlað sér að fara. Þjóðarframleiðsla á hvern íbúa í stærstu iðnríkjum OECD hefur aukist stórlega síðastliðna tvo ára- tugi á sama tíma og losun koltviox- íðs hefur nánast staðið í stað. Þetta er merki þess að orkunotkun fyrir hverja framleidda einingu hefur dregist saman. Það sem olli þess- Freyr Sverrisson ari þróun öðru fremur var stór- hækkað olíuverð á áttunda ára- tugnum sem leiddi af sér aukna nýtni. Svipuð þróun varð á íslandi þegar jarðvarmi leysti olíu af hólmi að mestu leyti til húshitunar. En nú hafa þrotið handhæg tækifæri til að minnka olíunotkun og draga úr þeirri mengun sem henni fylgir nema til komi ný tækni og aðferð- ir í samgöngum og fiskveiðum. Hitt er annað mál, að okkur er í lófa lagið að takmarka mengun frá nýjum aðgerðum í iðnaði. Þótt koltvíoxíðsmengun frá ál- veri sé af öðrum toga en frá brennslu olíu verður samt sem áður að telja slíka mengun með heildartölum fyrir landsfram- leiðslu. Hér hefur umhverfisráðu- Álveríð sem reist yrði á Grundartanga var lagt af í Þýskalandi, segir Freyr Sverrisson í fyrri grein sinni, óháð ákvörðun um hvort það yrði endurreist hér. neytið lagt til að aukin losun koltvíoxíðs frá iðnaði skuli ekki talin með gagnvart rammasamn- ingnum á þeirri forsendu að neysla framleiðslunnar sé ekki innan- lands og sé mengunin því „út- flutt“. Þetta stangast hins vegar á við vinnureglur Alþjóðlegrar nefndar um loftslagsbreytingar (Intergovernmental Panel on Cli- mate Change) þar sem tekið er fram að öll losun gróðurhúsaloft- tegunda frá iðnaði skuli teljast til þess lands þar sem mengunin á sér stað. Yrði heldur enginn annar til þess að eigna sér hana. Við íslendingar tökum til að mynda ekki neina ábyrgð á stór- kostlegum umhverfis- og félags- legum vanda sem oft hlýst af báxítgreftri og súrálsvinnslu sem sér álverum eins og þvi sem er í Straumsvík fyrir hráefni. Gríðar- mikið rask hlýst af slíkum iðnaði, bæði gagnvart náttúrulegu um- hverfi og fólki sem oft er hrakið af búi undan ágengni landsstjórna og fjölþjóðafyrirtækja. Niðurstað- an er svo efnahagsþróun sem er siðferðilega ótæk í alla staði. Haldreipi stjórnvalda er að þrátt fyrir mikla tvíoxíðsmengun frá nýju álveri sé ísland engu að síður að uppfylla fyrirheit rammasamn- ingsins um „sameiginlegá ábyrgð aðildarríkja“ með því að leggja til hreina orku í stað kola. Þessi rök- semd er þó gölluð fyrir tvennar sakir. í fyrsta lagi eru engin álver reist í vestrænum iðnríkjum lengur án þess að til komi vatnsorka. Er því ekki um val að ræða milli kola- orku á meginlandi Evrópu og vatnsorku á íslandi. Álverið sem reist yrði á Grundartanga var lagt af í Þýskalandi óháð ákvörðun um hvort það yrði endurreist hér. í öðru lagi er ekki rökrétt að áætla að eitt álver komi ávallt í stað annars. Sterk rök eru fyrir því að með því að leggja til ódýra orku séu ríki eins og ísland að stuðla að óeðlilegri þenslu á heims- markaði áls. Fleiri álver kunna að vera reist en raunveruleg þörf er á. Vegna samkeppni milli orkusala eins og Venesúela, Kanada og ís- lands er orkuverð lágt og aukið hlutfall auðlindatekna er fært yfir á hendur framleiðendanna (kaup- enda orkunnar). Þeir geta þá auk- ið við framleiðslu sína og samt haft hagnað af þótt þensla þrýsti markaðsverði niður á við. Reyndar er samkeppni súrálsframleiðenda sama marki brennd, álframleið- endum í hag. Höfundur er við doktorsnám við Fletcher School ofLawand Diplomacy í Boston í Bandarikjunum. Náttúruvemd á villigötum? ÞEIR, sem lesa þessa fyrirsögn, munu eflaust slá því föstu, að hana skrifi maður sem er andvígur allri náttúruvernd, en svo er þó ekki. Náttúru- vemd er nauðsynleg, en það er eins með hana og mörg önnur hugsjónamál, að það má snúa henni til and- hverfu sinnar og það hafa öfgamenn stund- um_ gert. Áður en ég fjalla meira um þetta, verð ég að segja landsfólki einhver deili á sjálfum mér. Ég er Eyfirðingur og ég ann minni sveit og öræfunum þar suður af, ásamt víðáttunni þaðan til allra átta. Ég starfaði mörg ár í Nátt- úruvemdarnefnd Eyjafjarðarsýslu og var reyndar lengst af formaður hennar. Viðhorf ýmissa öfgamanna „Það er ekki öll vitleysan eins“ er stundum haft að máltæki. Það má víða finna þessum orðum stað í íslensku þjóðlífi og þar á meðal í viðhorfi fólks til öræfanna okkar. Eitt sinn kom fram sú fullyrð- ing, að það væri ekki rétt að stemma stigu við sandfoki. Náttúr- an átti að ráða gerðum sínum sjálf. f sambandi við það get ég ekki látið hjá líða að minnast á Haga- vatn og Sandvatn sunnan Langjök- uls. Afrennsli þessara vatna gróf sig niður, svo vötnin minnkuðu mikið og upp kom mik- il sandbreiða, sem norðanvindurinn reif upp og feykti með sér niður yfir afréttar- löndin og allt niður í byggð. Þegar svo var komið, var farið fram á leyfi Náttúru- verndarráðs til að mega setja stíflu í út- rennslið svo aftur hækkaði í vötnunum og sandurinn hætti að eyðileggja afréttir byggðamanna. Þetta leyfi fékkst ekki, því náttúran átti að ráða sínum gerðum. Þó fékkst leyfi til þess að útbúa smá- stíflu, svo útrennslið græfi sig ekki dýpra en orðið var. Þessi neitun var byggð á þeirri reglu, að ár fengju að ráða hvernig þær rynnu, en þó var gerð sú undantekning á því, að það mátti veita þeim aftur undir brýr, sem þær höfðu brotist fram hjá og var það reyndar virð- ingarverð undantekning. Uppgræðsla hefur oft verið litin hornauga, einkum ef það voru notaðar erlendar jurtir til græðsl- unnar og var lúpínan þar mesti skaðvaldurinn. Hún var svo slæm, að það var efnt til liðsafnaðar og farin herferð gegn henni. Náttúru- öflin áttu að fá að vinna sín skemmdarverk í friði. Sem betur fer voru ekki allir náttúruunnendur á sama máli, en það bar mest á kröfum þeirra, sem höfðu hæst, eins og oft vill verða. Það var fólk, sem hafði vanið sig Angantýr H. Hjálmarsson á að horfa aðeins á eina hlið á hverju máli. Hinar hliðarnar komu þeim ekki við og allt sem aðrir bentu á tilheyrði málinu ekki að þeirra dómi. Stefna þessa flokks var sú, að láta náttúruöflin ótru- fluð í sínum gerðum. Þetta óhappa- fólk virðist ekki hafa áttað sig á því, að það eru að mestu leyti við - nútímafólkið - og forfeður okk- ar, sem áttum sök á þessari hnign- un í gróðurfari landsins allt frá landnámi. Auðvitað ber okkur að reyna að vinna upp það gróðurtap, sem orðið er af mannavöldum. Sem betur fer hefur örlítið áunnist á því sviði, en betur má ef duga skal. Hörmungarsaga gróðursins í Landnámabók segir, að land hafi allt verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru er landnámsmenn settust hér að. Því til viðbótar vit- um við, að ýmiss konar gróður hefur einnig hulið hálendið utan Á botni stöðuvatna, seg- ir Angantýr H. Hjálm- arsson, myndast brátt gróður og margs konar lífverur þrífast þar. jökla, nema þar sem ung hraun huldu yfirborð landsins, eða þar sem jökulár höfðu flætt yfir. Nú er allt gjörbreytt. Meirihluti þessa gróðurs er horfinn og mörg- um jurtategundum er alveg búið að útrýma. í framhaldi af þeirri staðreynd koma ýmsar spurningar fram í huga manns. Sú fyrsta og mikilvægasta er: Er það ekki skylda okkar að klæða landið aftur í sinn græna skrúða eftir fremstu getu? Ber okkur ekki að fjölga plöntu- tegundum, þótt við getum ekki skilað landinu sömu plöntutegund- um til baka og þar uxu fyrrum? Hvers vegna má ekki nota er- lendar plöntur til uppgræðsu, ef þær skila besta árangrinum? Með þessari síðustu spurningu á ég við lúpínu og ýmsar erlendar tijátegundir, sem ofstækismenn hafa oft rekið horn sín í, en þó verð ég að viðurkenna, að það ber talsvert minna á því homaskaki nú en fyrir fáum árum. Sumir hafa þó horn sín enn á kafi í lúpín- unni. Fjallavötnin Margir amast við þeim miðl- unarlónum, sem hafa verið mynduð á hálendinu vegna vatnsvirkjana. Ég skil þessa menn miklu betur en hina, en þó skil ég þá ekki til fulls. Finnst þeim þessi stöðuvötn ljót? Skemma þau landið að einhveiju leyti eða ásýnd þess? Vilja menn kannski láta ræsa þau fram aftur? Þeir sem eru andvígir þessum stöðuvötnum, vildu þá ef til vill einnig láta ræsa fram fleiri fjalla- vötn eins og Þórisvatn, vötn á Arnarvatnsheiði, Tvídægra og víð- ar? Mér finnst mikil prýði að fjalla- vötnum og ég sé ekki að þau skemmi landið í heild sinni. Auðvit- að hefur einhver gróður farið und- ir vatn í þeim uppistöðum, sem Landsvirkjun hefur látið gera. En landið jafnar sig. Á botni þessara vatna myndast brátt vatnagróður og margs konar lífverur þrífast þar og m.a. verður þar talsverð sil- ungsveiði þegar tímar líða. Ég tek til dæmis Kvíslarveitu. Meirihluti þess svæðis, sem hulinn er á botni hennar, var gróðursnauðir melar, sem voru engum til nytja né yndis- auka. Með tímanum fer svo að vaxa gras við vatnsborðið og að lokum myndast svo jarðvegur með- fram þessum vötnum. Ég ferðast mikið um hálendið og fer á hverju sumri suður yfir Sprengisand og oft sömu leið heim aftur, en einnig kem ég stundum norður Kjöl til baka. Ég hef þess vegna séð þá breytingu, sem hefur orðið í nánd við þessa fjallvegi í sambandi við virkjanaframkvæmd- imar. Frá veginum séð hafa þarna bæst við nokkur falleg fjallavötn, sem gleðja augu margra ferða- manna. Mest ber þó á Blöndulóni og vötnunum á Sprengisandi. Þar sem hæst ber á veginum í nánd við þessi lón, má oft sjá margt ferðafólk njóta þess að líta yfír þessi mannanna verk. Ég er þess fullviss, að þessu fólki fýndist það óbætanlegur skaði, ef vatninu yrði aftur hleypt úr þessum vötnum. Ég sný mér nú aftur til þess flokks, sem vill engar breytingar gera á útliti landsins og skora á hann að rökstyðja sitt viðhorf með gildum rökum - bæði hagfræðilegum og tilfínningalegum. Til að fyrir- byggja misskilning, vil ég taka það fram, að ég, sem gamall náttúru- verndarmaður, er mótfallinn því að land sé rifið sundur og opin sárin skilin eftir. Þar á ég fyrst og fremst við efnisnámur. Við í Náttúraverndarnefnd Eyjafjarðar- sýslu leyfðum aldrei umrót eða efnistöku, nema vitað væri fyrir- fram hvernig unnið yrði að efni- stökunni og tryggt væri að allt yrði lagað vel til að verkinu loknu. Við litum þannig á, að nýta bæri gæði landsins, en menn yrðu a.m.k. að skila landinu jafngóðu að verki loknu, helst yrðu staðirnir að líta betur út en áður. Þetta tókst í flest- um tilfellum með ágætum og það var sjaldgæft að við þyrftum að vanda um við menn að frágangi loknum, en þó kom fyrir að við kröfðumst endurbóta. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri og formaður Náttúruverndarnefndar Eyjafjarðarsýslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.