Morgunblaðið - 09.04.1997, Síða 38

Morgunblaðið - 09.04.1997, Síða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Ástkær faðir minn, sonur okkar og bróðir, BIRKIR HUGINSSON, Áshamri 3 F, Vestmanneyjum, lést á Sjúkrahúsi Vestmanneyja þann 7. apríl. Elísa Birkisdóttir, Albína Elísa Óskarsdóttir, Huginn Sveinbjörnsson, Oddný Huginsdóttir, Viðar Huginsson. Hjartfólgin föðursystir okkar, JÓHANNA FRIÐFINNSDÓTTIR, Hjarðarhaga 64, lést á sjúkrahúsi Reykjavíkur 5. apríl. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni föstu- daginn 11. apríi kl. 15.00. Áslaug, Ragnar, Unnur og Ása Aðalsteinsbörn og fjölskyldur. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR RUNÓLFSSON fyrrverandi kennari, Kleppsvegi 22, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 7. apríl. Börn, tengdadætur og barnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJÖRN KÁRI BJÖRNSSON, Háaleitisbraut 22, Reykavík, sem andaðist 2. apríl, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. apríl kl. 13.30. Þeir, sem vilja minnast hins látna, láti Slysa- varnafélag [slands njóta þess. Magdalena M. Ólafsdóttir, Berglind Björnsdóttir, Eiríkur Þorsteinsson, Birna Björnsdóttir, Scott E. Zoll, Steinar, Ásgeir og Ross. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BRYNJÓLFUR BRAGI JÓNSSON fyrrv. leigubílstjóri, Vanabyggð 3, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtu- daginn 10. apríl kl. 13.30. Guðrún Sigurbjörnsdóttir, Björg Brynjólfsdóttir, Ásmundur Jón Jónsson, Geirlaug M. Brynjólfsdóttir, Arnór Arnórsson, Sigrún Brynjólfsdóttir, Ásgrímur Þór Benjamínsson, Hrefna Brynjólfsdóttir, Þorvaldur i. Þorvaldsson og barnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför SIGRÍÐAR ELÍSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á hjúkrunar- heimilinu Eir. Anna Elísdóttir, Gunnlaugur Elísson, Ragnar Elísson, Víglundur Elísson, Þorsteinn Elísson, Hellen Benónýsdóttir og fjölskyldur. LEIFUR JÓNSSON + Leifur Jónsson fæddist á Gunn- Iaugsstöðum í Staf- holtstungnahreppi 31. október 1912. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu 1. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Jón Þó- rólfur Jónsson, bóndi, og kona hans Jófríður As- mundsdóttir. Leif- ur var sjöundi í röð sextán systkina sem komust upp. Hinn 14. desember 1939 kvæntist Leifur eftirlifandi eiginkonu sinni, Aslaugu Ellu Helgadóttur. Þau eignuðust fimm börn, eitt lést í frum- bernsku en hin eru: 1) Helgi Friðrik, f. 1.6. 1940, fiskmats- maður, kvæntur Dóru Her- varsdóttur, þau búa á Litla Teigi í Bæjarsveit. 2) Odd- björg, f. 31.1. 1945, húsmóðir á Miðfossum í Andakílshreppi, gift Gísla Jónssyni, bónda þar. Okkar ástkæri afi er látinn. Við minnumst hans sem yndis- legs og afar hjartgóðs manns. Við hlökkuðum alltaf mikið til þegar við vissum að afi og amma ætluðu að koma í sveitina til okkar í heim- sókn. Afi var afar handlaginn maður. Hann smíðaði fyrir okkur hús í búin okkar, „Litla bæ“ sem var stór kofi sem við lékum okkur mikið í, sleða handa öllum til þess að renna sér á snjónum og fleira. Alltaf var afi þolinmóður við okk- ur og með bros á vör, og alltaf var hann til í að koma með okkur að gera eitthvað skemmtilegt, t.d. fara í sund, á hestbak og fleira. Þegar við komum í heimsókn tii afa og ömmu á Garðabrautina var ósjaldan dreginn upp spilastokkur og spilað. Þar kenndi afi okkur fjöldann allan af spilum. Svo þegar við komum með litlu strákana okkar í heimsókn til langafa og langömmu lék afi við þá eins og hann lék við okkur þeg- ar við vorum lítil. Alltaf stökk afi til og náði í myndavélina til að taka myndir af litlu strákunum sínum. Seinni part dags 1. apríl þegar okkur var tilkynnt að elskulegi afi okkar á Akranesi væri dáinn kom það yfir okkur eins og reiðarslag, því afi hafði alltaf verið til staðar 3) Jón Þórir, f. 30.11. 1948, lög- reglumaður á Akranesi, kvæntur Jennýju Asgerði Magnúsdóttur. 4) Jófríður, starfs- maður á Hvan- neyri. Barnabörn- in eru sextán og barnabarnabörnin ellefu. Leifur og Ella bjuggu í Kot- húsum á Akranesi (Vesturgata 101) til ársins 1980, þá fluttu þau á Garð- arsbraut 10 og hafa búið þar síðan. Leifur fór ungur að vinna fyrir sér, var m.a. við störf á Rauðasandi, í Síðumúla og Reykholti. Hann stundaði sjó- mennsku til ársins 1956, fór þá til starfa í Sementsverk- smiðju ríkisins og vann þar til ársins 1987. Útför Leifs fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. fyrir okkur, og til hans gátum við alltaf leitað. En nú er afi okkar farinn og skilur eftir sig stórt skarð í hjörtum okkar allra, sem fyllist þó af minningum um yndislegan mann. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku afi, hafðu bestu þökk fyrir allar dýrmætu og ógleymanlegu stundirnar sem við áttum með þér. Þær minningar verða aldrei frá okkur teknar. Jón, Aslaug Ella, Kristín, Leifur og Guðfinna. Elsku besti afi, nú ertu farinn frá okkur. Það var yndislegt að fá að kynnast þér, vera með þér og eiga ást þína, því að af henni áttir + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, INGIMUNDUR SÆMUNDSSON, Sörlaskjóli 56, lést á Landakotsspítala föstudaginn 4. apríl. Útförin fer fram frá Neskirkju föstudaginn 11. apríl kl. 13.30. Guðlaug Þ. Jónsdóttir, Elín Sæunn Ingimundardóttir, Kári Jakobsson og barnabörn. + Útför eiginkonu minnar, KRISTÍNAR MARKÚSDÓTTUR, Laufvangi 8. Hafnarfirði, er lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði mánu- daginn 31. mars sl., fer fram frá Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði fimmtudaginn 10. apríl kl. 13.30. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda, Haraldur Gíslason. þú nóg. Takk fyrir allt, elsku besti vinur. Hafdís Ósk^ Hjalti Örn og Heiðar Örn. Svo kvöddumst við, sem löngum áður, eins og við myndum hittast einn næsta daginn, en mál þitt fylgdi mér milt og rótt úr garði, og samanfléttað sem geislar tunglsins við götunnar apríihúm gleymdu stefi úr fornu helgiljóði. (Þorst. Valdemarsson.) Þannig kvað skáldið, er hann kvaddi góðan vin. Þetta erindi kom mér í hug er ég kveð góðan vin og velgerðarmann Leif Jónsson frá Gunnlaugstöðum í Stafholtstungum. Hann var af kunnum borgfirsk- um ættum og ólst upp í stórum systkinahópi á Gunnlaugsstöðum, í hinu fagra og sögufræga Borgar- fjarðarhéraði. Eigi munu efnin hafa verið mikil né stór í foreldrahúsum. Hóf Leifur því ungur að sjá sér farborða. Vann hann hin ýmsu land- búnaðarstörf á heimaslóðum sínum. Á þessum árum kynntist hann Áslaugu Ellu Helgadóttur frá Tungu við Reykjavík, en árið 1939 gengu þau í hjónaband. Var þetta hans stóra heillaspor. Fluttu þau til Akraness þar sem þau stofnuðu heimili í Kothúsum, en þar bjuggu þau um 40 ára skeið. Réðst hann þar á skip og var sjómaður framan af ævi sinni, en varð síðan starfs- maður í Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi. Síðar er árin færðust yfir og börnin komust á legg, fluttu þau hjón að Garðabraut 10 á Akranesi, þar sem hann bjó til dauðadags. Eignuðust þau fimm mannvænleg börn, en eitt þeirra lést í bernsku. Fundum okkar Leifs og Ellu bar saman fyrir nær hálfri öld. Vorum við Eyrún kona mína bæði að ljúka námi. Höfðum við eignast dreng, Arnór, er þá var ungbarn. Hafði Eyrún alist upp á Litla-Bakka á Akranesi, sem er næsta hús við Kothús. Var gamalgróin vinátta og samgangur milli þessara heimila. Þegar hér var komið sögu bauðst Ella til að taka drenginn að sér, þar til námi væri lokið. Reyndust þau hjón honum eins og bestu foreldrar. Var hann orðinn eins og eitt af börnum þeirra og man ég gjörla hve erfitt var fyrir þau að skilja við hann, er hann kom til okkar að nýju. Hér var eigi ver- ið að tíunda hlutina eins og stundum er komist að orði, heldur stóð kær- leiksfaðmur þeirra hjóna opinn. Við nánari kynni mín af Leifi varð mér brátt ljóst að þar fór drengur góður. Hann var hæglátur maður, íhugull með sterka réttlæt- iskennd. Ekkert var honurn kærara en heimilið hans. Því helgaði hann alla starfskrafta sína. Hann og hamingjudísin hans, hún Ella, áttu mjög gott með að gera heimilið að því véi glaðværða og rausnar, er geymast mun í minningunni. Það hefir verið sagt, að minning sé ekki aðeins mynd, sem geymist. Sönn minning sé eign, verðmæti, sem vera mun hið innra með manninum er stundir líða. Svo er um minning- una um Leif Jónsson. Við hjón stöndum í ævarandi þakkarskuld við þennan ágæta vin sem nú er genginn á vit feðra sinna. En hann varð bráðkvaddur á heim- ili sínu, nú er unaður vors og blíðu færist óðum yfir hið fagra Borgar- fjarðarhérað, er Leifur unni svo mjög. Þegar þessi góði vinur er nú all- ur, finnst okkur skarð fyrir skildi og við sakna vinar í stað. Með þessum fátæklegu línum langar mig til þess að þakka honum okkar góðu kynni við mig og mína og sendi Ellu og börnum hans, svo og ástvinum öllum, hjartanlegar samúðarkveðjur og bið þeim bless- unar Guðs í sorg þeirra. Árni Sigurðsson. Elsku afi. Góðvild þín og hlýja í okkar garð mun geymast í hjörtum okkar alla tíð. Takk fyrir allt. Daníel Birgir, Leifur og Arnar Freyr, Kothúsum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.