Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Myndasýning frá Græn-
landi og Færeyjum
MYNDAKVÖLD Ferðafélags ís-
lands verður á miðvikudagskvöldið
9. apríl í félagsheimilinu í Mörk-
inni 6.
Fyrir hlé mun Jón Viðar Sig-
urðsson jarðfræðingur sýna mynd-
ir og segja frá ferð sl. sumar um
afskekktar slóðir í norðvesturhluta
Grænlands. Sagt verður frá
gönguferð um eyjuna Nuugaatsiaq
sem er norðan við Uummannaq
og einnig siglingu norður til veiði-
mannaþorpsins Kullorsuaq sem er
900 km norðan við heimskauts-
baug.
Eftir hlé sýnir Ágúst Guð-
mundsson jarðfræðingur myndir
víða að frá Færeyjum, bæði frá
dvöl sinni þar á síðastliðnu sumri
og frá árinu 1983.
Kaffiveitingar verða í hléi en
myndakvöldið hefst kl. 20.30 og
eru allir velkomnir.
Ferðafélagið efnir til göngu-
ferðar á Suður-Grænland 8.-17.
júlí og Færeyjaferðar 4.-12. júní.
Upplýsingablöð fást á skrifstof-
unni. Ferðafélagið minnir á heilla-
óska- og áskriftalista vegna af-
mælisrits Ferðafélagsins, Ferða-
bók Konrads Maurens, en hægt
verður að skrá sig á myndakvöld-
inu. Næstkomandi sunnudag hefst
raðganga í tilefni 70 ára afmælis
Ferðafélagsins, gengið verður um
Valhúsahæð og Suðurnes.
Vinningar í Happdrætti
Slysavarnafélags íslands
Utdráttur 4. apríl 1997
Opel Vectra station 2.0I kr. 2.220.000
165302
Opel Astra station 1.61 kr. 1.540.000
125095
Opel Corsa 3ja dyra 1.41 kr. 1.120.000
6942
Lúxusferð f. 2 til Asíu kr. 400.000
37727 50914
Ferð f. 2 í 2 vikur til Mallorka eða Benidorm kr. 150.000
428 35407 53044 78242 112159 121003 132724 144510 148636 174442
13355 37226 56023 80041 112781 122831 133103 145110 149929 178572
17730 42867 59623 84900 116173 125686 139383 146751 156471 182512
21081 46073 71272 88862 118318 128184 141474 146965 158775 184355
31309 49052 75670 108854 118855 129129 141569 148550 159936 184613
Ferð f. 2 í 3 vikur til Mallorka eða Benidorm kr. 190.000
6516 34308 51809 65380 71785 80445 97977 110001 131299 163302
6750 42485 53229 66518 77504 87505 103963 111490 147540 170108
7583 51137 55936 71723 78990 88303 105431 125443 154112 185212
Ferð f. 2 í 3 vikur til Portúgai kr. 180.000
16467 25671 39365 62198 65077 70062 110537 125284 141389 148038
19128 31109 41761 63755 66918 94519 114759 126903 141421 175981
19500 38412 51477 63953 67809 106806 124634 137079 147873 181339
Ferð f. 2 til Kúbu 13.- 18. nóvember kr. 100.000
25667 49572 62525 73856 78595 82389 87488 96159 154766 168833
46293 51245 64196 77726 81416 87351 95649 98387 158614 186273
Ferð f. 2 á haustdögum til Dublinar kr. 60.000
1163 12819 46755 61341 74290 94644 111591 134372 152345 172662
1429 13254 49676 61631 75292 99822 116443 135377 157486 180845
2813 15543 49810 67759 76283 100558 117790 137851 158796 181243
2982 22859 50438 68186 77868 101842 121829 139555 159344 182542
5548 25539 54885 69871 79711 101863 122971 141936 161418 184594
5859 26239 54909 70091 80933 102612 127291 143912 166028 184766
7626 32494 55552 70430 83983 104040 127696 146780 166164 185406
9473 35678 59306 71344 84127 107458 128032 148667 169911 186016
10837 44503 59414 72149 85080 108033 130295 149123 171225 187646
12070 46016 61009 73987 85429 109493 131139 150448 171314 188217
Ferð f. 2 til Þýskalands með siglingu á Rín kr. 145.000
3853 36049 58554 65066 77519 81288 116868 120601 125476 159569
18173 49342 64645 66649 77672 95594 118981 123275 129089 169771
Vinningar í aukaútdráttum 5., 12., 19. og 26. mars
Töfrar Dublinar að verðmæti kr. 60.000,-
6714, 7347, 32756, 34565, 41469, 85789,124216,143070
Mallorka, Benidorm að verðmæti 150.000,-
15949, 59271,80814,100904:
Við þökkum góðar móttökur og veittan stuðning!
HAPPDRÆTTI
SLYSAVARNAFÉLAGS ÍSLANDS
Grandagarður 14, sími: 562 7000
I DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags
Lyklakippur
frá Vara
VARI hefur frá árinu 1992
selt lyklakippur með
skráningamúmeri sem eru
þannig að skilvís fmnandi
slíkrar lyklakippur getur
látið Vara vita eða skilað
henni í næsta póstkassa og
berst hún honum að
kostnaðarlausu til Vara.
Skráningarnúmerið í
gagnagranni Vara vísar
svo á réttan eiganda lykla-
kippunnar. VARI lætur
hann vita og eigandinn
getur vitjað hennar tii Vara
eða til finnanda. Yfir 1200
lyklakippur bera nú merki
Vara og hver sitt
skráningamúmer sem í
tölvuskrám Vara era
skráðar á eiganda og/eða
staðgengils í flarveru hans.
Margar lyklakippur hafa
þannig komist til skila og
endurfundimir orðið til að
gleðja eigendurna.
Þessi gangur mála er þó
því aðeins virkur að eigandi
lyklakippunnar hafí skilað
til Vara upplýsingum um
hvert á að hringja ef lykla-
kippan berst Vara. Á því
er nokkur misbrestur að
eigaendur lyklakippanna
hafi látið Vara vita hver
er eigandi hvers skráning-
amúmers en þar sem þær
lyklakippur týnast jafnt og
aðrar, og berst með póstin-
um til Vara, hafa safnast
nokkrar lyklakippur sem
ekki er hægt að koma til
skila. eigendum Vara-
lyklakippna sem nú sakna
þeirra er bent á að mögu-
legt er að þær hafi borist
til Vara. Þeir geta hringt í
Vara í síma 552-9399 til
að spyijast fyrir um hvort
þeirra lyklakippa hafí skil-
að sér. Sá sem sannað get-
ur eignarrétt sinn á þeim
lyklakippum sem nú era í
vörslu Vara getur fengið
hana afhenta höfuðstöðv-
um Vara að Þóroddsstöðum
í Skógarhlíð.^
Viðar Ágiistsson,
framkvæmdastjóri.
Grín að
biblíusögnm
VELVAKANDA barst eft-
irfarandi bréf:
„Við heitum Atli og Védís
9 og 6 ára. Við erum á
móti því að það sé verið
að gera grín að biblíusög-
um, að síðustu kvöldmál-
tíðinni og svoleiðis vegna
þess að Jesú er heilagur
og góður maður og grínið,
það er sýnt á almannafæri
úr Spaugstofunni. Grín að
Jesú er yfirleitt rangt.
Okkur fannst þetta ekkert
fyndið."
Átli Björn Helgason og
Védís Alma Jónsdóttir,
Hafnargötu 3, Vogum.
Tapað/fundið
Blár barnaskór
fannst
ÞRJÚ böm úr Langholts-
skóla fundu stakan bláan
barnaskó nr. 21 á girðingu
við Grasagarðinn þann 7.
apríl. Upplýsingar í síma
553-2185.
Hálsmen tapaðist
HÁLSMEN tapaðist 1.
apríl í Laugardalssund-
lauginni, í búningsklefa
eða á bílastæði. Hálsmenið
er með litlum steinum.^
Skilvís finnandi vinsam-
lega hringi í síma
553-2090.
Karlmannshjól
fannst
KARLMANNSHJÓL, ný-
legt, fannst við Ægissíðu
sunnudaginn 6. apríl. Upp-
lýsingar í síma 551-2635.
Dýrahald
Svartur köttur
fannst á
Seltjarnarnesi
SVARTUR köttur með
hvítar hosur og hvítt trýni
fannst á Víkurströnd á
Seltjarnarnesi. Upplýs-
ingar í síma 561-7214 eða
568-2900.
Persnesk læða
tapaðist
PERSNESK læða sem
heitir Þóra týndist í Foss-
vogsdal laugardaginn 5.
apríl. Kisan er eyrnamerkt
en ólariaus. Upplýsingar í
síma hjá Önnu 562-3251.
SKÁK
Umsjón Margcir
Pctursson
STAÐAN kom upp á New
York Open skákmótinu sem
lauk um um helgina. Carlos
Cuartas (2335), Kólumbíu,
var með hvítt, en Patrick
Wolff (2575), Bandaríkjun-
um, hafði svart og átti leik.
18. - Bxg3!! 19. Dxg3 -
f4 20. Dc3 — exd4 og hvít-
ur gafst upp. Eftir 21. Dxd4
- Dg4+ 22. Kf2 - Df3+
23. Kel — He8+ er orðið
stutt í mátið.
57 stórmeistarar kepptu
á mótinu í New
York, þar á meðal
fjórir íslenskir. Röð
efstu manna: 1,—2.
Krasenkov, Póllandi
og Bologan, Moldav-
íu 8 v. af 9 möguleg-
um. 3.-6. Oll, Eist-
landi, D. Gurevich,
Bandaríkjunum,
Onísjúk, Úkraínu og
Ibragimov, Rúss-
landi 7 v.
Jóhann Hjartar-
son komst upp í
7.—21. sæti með 6'A
v. eftir slæma byijun
á mótinu. Þeir Helgi Olafs-
son, Þröstur Þórhallsson og
Hannes Hlífar Stefánsson
hlutu allir 5'A vinning og
urðu í 47.-77. sæti.
Fjórmenningarnir halda
nú til Las Vegas í Nevada
og tefla þar á öðru svipuðu
móti um næstu helgi.
~ 1—________________
SVARTUR leikur og vinnur
HÖGNIHREKKVÍSI
Víkveiji skrifar...
GAMALGRÓINN ÍR-ingur kom
að máli við Víkveija í liðinni
viku og hafði sitthvað að athuga við
skrif Víkveija sl. miðvikudag, þar
sem Víkveiji lýsti skíðaiðkun sinni
um bænadagana og páska. ÍR-ingur-
inn vildi í fyrsta lagi beina því til
Víkveija og reyndar annarra, að nota
ekki nafnorðið Hengiissvæði, þegar
rætt væri um skíðaaðstöðu IR-inga
og Víkinga í Hamragili og Sleggju-
beinsskarði. Hann lagði rika áherslu
á að þeir sem í áratugi hefðu byggt
upp skíðaaðstöðu íþróttafélaga sinna
í Hamragili og Sleggjubeinsskarði,
væru viðkvæmir fyrir því, þegar
menn tækju sig til og gæfu svæðinu
nýtt nafn, Hengilssvæðið í þessu til-
viki, sem væri rangnefni. Víkveiji
reyndi að malda í móinn og sagðist
m.a. hafa sínar upplýsingar af sím-
svaranum í Bláfjöllum, þar sem veitt-
ar eru upplýsingar um Bláfjöll, Skála-
fell og Hengilssvæðið. ÍR-ingurinn
svaraði að bragði, að margoft hefði
verið reynt að fá umsjónarmenn
Bláfjallasvæðisins til þess að leið-
rétta rangnefnið, en slíkt hefði eng-
an árangur borið. Raunar hélt hann
því fram að þeim í Bláfjöllum væri
heldur í nöp við aðstöðuna í Hamrag-
ili og Sleggjubeinsskarði.
EKKI var athugasemdum ÍR-
ingsins lokið, þegar hér var
komið sögu, heldur fékk Víkveiji
orð í eyra, fyrir að hafa haldið því
fram í liðinni viku, að veðrið á föstu-
daginn langa hefði verið svo afleitt,
að ekki hefði hundi verið út sig-
andi. Kvaðst hann hafa verið í blíð-
viðri á skíðum í Hamragili þennan
dag, þannig að þótt ekki hafi viðrað
til skíðaiðkunar í Bláfjöllum á föstu-
daginn langa, hafi færi og veður
verið með besta móti í Hamragili
þann dag. Hér með er þessum at-
hugasemdum ÍR-ingsins við skrif
Víkveija komið á framfæri ogvon-
andi gleymdist ekkert.
XXX
AÐ er eins og þjóðin geti ekki
á heilli sér tekið, eftir páska-
grín Enn einnar stöðvarinnar, því
vart er um annað meira rætt. Vík-
verji hallast þó að því, að það sé
ekki allur almenningur, sem er svo
upptekinn af þessum þætti þeirra
Spaugstofumanna og eftirmála
hans, heldur einkum þeir, sem eru
fastagestir í Þjóðarsálinni - Vík-
veija liggur við að nefna þann
þátt „Þjóðarböl" en ekki Þjóðar-
sál. Skyldu ekki margir vera þeirr-
ar skoðunar, að þessi útvarpsþátt-
ur hafi engu hlutverki að gegna
lengur, eða jafnvel að hann hafi
aldrei haft neinu hlutverki að
gegna? Víkverji hefur síðustu ár
ekki heyrt þáttinn nema mjög
stopult og þá fyrir einskæra tilvilj-
un. Þegar hann heyrir brot úr
Þjóðarsálinni verður honum einatt
hugsað til þess, að annað eins
raus, röfl og blaður sé vandfundið
- að nú ekki sé talað um persónu-
legar svívirðingar og vandlætingu
„hálfheilagra" manna, sem líta á
sjálfa sig sem sjálfskipaða varð-
hunda þjóðlífsins á öllum sviðum.
Er það ekki einkennilegt, þegar
hlustað er á svona spjallþætti í
öðrum löndum, að þeir virðast
vera á öðru og hærra plani? Það
er eins og stjórnendum takist, með
því að seinka örlítið á beinu út-
sendingunni, að vinsa vitleysing-
ana úr röðum viðmælenda úr,
þannig að í flestum tilvikum kom-
ist þeir aðeins í loftið, sem hafa
í raun og veru eitthvað til málanna
að leggja. Væri ekki ráð fyrir
Þjóðarsálarmenn að kynna sér
þetta „Delay-System“ svolítið?