Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 1
88 SÍÐUR B/C
82. TBL. 85. ÁRG.
LAUGARDAGUR 12. APRÍL1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Ofriðlegt
í Hebron
ÁTÖKIN milli Palestínumanna
og ísraelskra hermanna halda
áfram, ekki aðeins í Jerúsalem,
heldur einnig víða á Vestur-
bakkanum. Þessi mynd var tekin
í Hebron í gær og sýnir Palest-
ínumann kasta steini fyrir hús-
horn á ísraelska hermenn, sem
þar biðu. Um 16 Palestínumenn
særðust í átökunum.
------» ♦------
Lögunum
um Kúbu
breytt?
Brussel. Reuter.
E VRÓPU S AMB ANDIÐ (ESB)
kvaðst í gær hafa náð samkomu-
lagi við Bandaríkjastjórn í deilu
þeirra um bandarísk lög um refsi-
aðgerðir gegn Kúbu. Samkomulag-
ið gæti orðið til þess að lögunum
yrði breytt.
Sir Leon Brittan, sem fer með
viðskiptamál innan framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins, sagði
að samkomulagið ætti að gera ESB
kleift að fresta því að vísa deilunni
til Heimsviðskiptastofnunarinnar.
Peter Guilford, talsmaður Britt-
ans, sagði að Bandaríkjastjórn
hefði samþykkt að beita sér fyrir
því að bandaríska þingið breytti
lögunum gegn því að ESB legði
ekki fram formlega kvörtun fyrir
Heimsviðskiptastofnunina á mánu-
dag eins og Evrópusambandið hafði
hótað.
Deilan snýst um svokölluð
Helms-Burton lög, sem miða að því
að einangra kommúnistastjórnina
á Kúbu. Evrópusambandið leggst
gegn því ákvæði laganna að banda-
rískir ríkisborgarar geti höfðað mál
í Bandaríkjunum gegn erlendum
fyrirtækjum sem fjárfesta í eign-
um, sem voru þjóðnýttar eftir bylt-
inguna á Kúbu.
Reuter
Indlands-
stjórn fallin
Nýju-Delhi. Reuter.
H.D. DEVE Gowda, forsætisráðherra
Indlands, beið lægri hlut í atkvæða-
greiðslu um traust á ríkisstjórnina á
þingi í gær. Gekk hann strax á fund
forseta landsins þar sem hann lagði
fram afsagnarbeiðni og er búist við
nýjum kosningum bráðlega.
Indverska sjónvarpið sagði, að
292 þingmenn af 542 í neðri deild-
inni hefðu greitt atkvæði gegn
Gowda en 158 stutt hann.
Haft er eftir þingmönnum, að
Einingarflokkur Gowda og Kongr-
essflokkurinn, sem áður studdi ríkis-
stjórnina en snerist gegn henni, hafi
reynt að komast að samkomulagi
um nýjan forsætisráðherra til að
komast hjá nýjum kosningum. Það
mun ekki hafa tekist og ekki er
búist við, að núverandi þing komi
sér saman um aðra ríkisstjórn.
Þýska sendiráðið í Teheran grýtt vegna niðurstöðu þýska dómstólsins
Sendiherrar ESB-ríkj-
anna í íran kallaðir heim
Bonn, Brussel, Teheran. Reuter.
FLEST Evrópusambandsríkin
ákváðu í gær að kalla heim sendi-
herra sína í Teheran en í fyrradag
komst þýskur dómstóll að þeirri nið-
urstöðu, að ráðamenn í Iran hefðu
skipað fyrir um morð á flórum Kúrd-
um í Þýskalandi. Hundruð manna
grýttu í gær þýska sendiráðið í Te-
heran en Akbar Hashemi Rafsanj-
ani, forseti írans, sagði, að uppi-
standið væri aðeins bylur, sem gengi
fljótt yfir.
Öll Evrópusambandsríkin nema
Grikkland kölluðu heim sendiherra
sína í Teheran og það sama gerðu
einnig stjórnvöld í Astralíu og Nýja-
Sjálandi. Þakkaði þýska utanríkis-
ráðuneytið Evrópuríkjunum fyrir
samstöðuna og franska stjórnin var-
aði íransstjórn við að grípa til
hefndaraðgerða gegn þýskum eða
evrópskum hagsmunum.
Um 3.000 manns söfnuðust. sam-
an fyrir utan þýska sendiráðið í
Teheran í gær, grýttu húsið og hróp-
uðu ókvæðisorð um Þýskaland,
Bandaríkin og ísrael. Rafsanjani,
forseti landsins, reyndi hins vegar
að gera lítið úr viðbrögðum Evrópu-
ríkjanna við niðurstöðu þýska dóm-
stólsins og sagði, að moldviðrið væri
runnið undan riíjum Bandaríkja-
manna og ísraela og myndi hjaðna
fljótt. Minnti hann á, að Evrópuríkin
hefðu kallað heim sendiherra sína
vegna dauðadómsins yfir rithöfund-
inum Salman Rushdie en síðan sent
þá aftur „með afsökunarbeiðni".
Talsmenn þýsku stjórnarinnar
vildu lítið um málið segja í gær og
kváðust hafa áhyggjur af 530 Þjóð-
verjum í íran.
Bandaríkjastjórn fagnar
Mike McCurry, talsmaður Banda-
ríkjastjórnar, sagði í gær, að niður-
staða þýska dómstólsins væri í sam-
ræmi við það, sem stjórnin í Wash-
ington hefði lengi haldið fram, að
íransstjórn stundaði hryðjuverka-
starfsemi í öðrum löndum. Viðbrögð
Evrópuríkjanna væru því eðlileg.
Stjórn og stjórnarandstaða í
Rússlandi hafa hins vegar samein-
ast um að treysta böndin við Irani
enn betur en áður. Kom það fram
hjá Boris Jeltsín, forseta Rússlands,
þegar hann tók á móti forseta ír-
anska þingsins í Moskvu í gær.
Þáttur þýsku
leyniþjónustunnar
Þýska dagblaðið Frankfurter All-
gemeine Zeitung sagði í gær, að
þýska leyniþjónustan hefði gert
dómstólnum í Berlín kleift að kveða
upp úr með, að íranskir ráðamenn,
forseti landsins, æðsti trúarleiðtogi
þess og ráðherra leyniþjónustumála,
hefðu fyrirskipað morðið á fjórum
kúrdískum andófsmönnum 1992.
Hefði það tekist með víðtækum hler-
unum á öllum fjarskiptum við ír-
anska sendiráðið í Bonn og með
upplýsingum frá „háttsettum heim-
ildamönnum í íran“.
Flutningar á fjölþjóðaliðinu til Albaníu hefjast eftir helgi
*
Italskur herflokk-
ur til Durres
Tirana. Rcuter.
FYRSTU ítölsku hermennirnir
komu til Albaníu í gær til að und-
irbúa aðgerðir fjölþjóðlegra örygg-
issveita sem eiga að greiða fyrir
matvæla- og lyfjaflutningum til
nauðstaddra Albana.
Þetta er í fyrsta sinn frá síðari
heimsstyrjöld sem Italir fara fyrir
fjölþjóðlegum hersveitum. Gert er
ráð fyrir að 6.000 hermenn frá sex
ríkjum - Frakklandi, Spáni, Rúm-
eníu, Tyrklandi og Grikklandi, auk
Ítalíu - taki þátt í aðgerðunum.
„Við vitum að aðgerðunum fylgir
áhætta en við vonum að Albanir
skilji að við erum hér til að hjálpa
þeim,“ sagði yfirmaður 20 ítalskra
hermanna sem gengu fylktu liði um
bryggju í Durres. „Eru öll þessi
læti út af 20 hermönnum?" spurði
fimmtugur Albani, sem fylgdist með
40 erlendum fréttamönnum reyna
að ná viðtölum við hermennina.
Ekkert lát á átökum
Rúmlega 200 manns hafa beðið
bana og 700 særst frá því upp-
reisnarmenn náðu suðurhluta
landsins á sitt vald í liðnum mán-
uði. Ekkert lát virðist enn á blóðs-
úthellingunum og til átaka kom í
bænum Fier þegar 15 vopnaðir
menn reyndu að ráðast inn í t'áð-
hús bæjarins.
Rcuter
ALBÖNSKU börnin tóku vel á móti fyrstu 20 ítölsku hermönnun-
um, sem komu til hafnarborgarinnar Durres í gær, og heilsuðu
þeim að hermannasið. Á mánudag hefjast eiginlegir liðsflutning-
ar til Albaníu en alls verða 6.000 manns í gæsluliðinu.
Lúðu- og
steinbíts-
eldi styrkt
Ósló. Morgunblaóið.
LÚÐA, skelfiskur og steinbít-
ur eiga að verða nýju eldisteg-
undirnar í Noregi og hafa
stjórnvöld lagt fram 600 millj.
ísl. kr. til að koma starfsem-
inni af stað.
Laxinn ber höfuð og herðar
yfír allt annað í eldinu en
norska stjórnin vill renna fleiri
stoðum undir mannlífið á
landsbyggðinni.
Hefur hún ákveðið að styðja
þá, sem vilja hefja eldi á lúðu,
skelfiski og steinbíti, en í Nor-
egi hafa farið fram miklar til-
raunir með eldi þessara teg-
unda. Verður styrkurinn veitt-
ur á næstu fjórum árum til
þeirra, sem vilja reyna fyrir
sér með þessar tegundir.