Morgunblaðið - 12.04.1997, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 12.04.1997, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 0 Atakið Berjumst gegn brjóstakrabbameini Sérmerktir bolir til styrktar baráttunni KR ABB AMEIN SFÉL AG íslands hefur fengið leyfi frá samtökum bandariskra tískuhönnuða til að selja hér á landi sérmerkta boli til að afla fjár til átaksins Berj- umst gegn brjóstakrabbameini, sem er verið að hleypa af stokkunum. Bolirnir eru seldir í helstu tískuverslununum. Samtök bandarískra tísku- hönnuða hleyptu þessu átaki af stokkunum í Bandaríkjunum haustið 1994 undir kjörorðunum „Fashion Targets Breast Canc- er“, eða Tískan gegn brjósta- krabbameini. Ralph Lauren var frumkvöðull að átakinu. A stórri tískusýningu Joe Boxer í Reykjavík um helgina ætlar Nicholas Graham, eigandi fyrirtækisins og fulltrúi sam- taka bandariskra tískuhönnuða, að vekja athygli á baráttunni gegn brjóstakrabbameini og hvelja til stuðnings við Krabba- meinsfélagið. „Berð þú heilsu þína fyrir bijósti?" í tengslum við átakið hefur verið gert veggspjald með mynd af Hólmfríði Karlsdóttur sem var valin fegursta kona heims 1985. Fleiri veggspjöld fylgja í kjölfarið. Krabbameinsfélagið hefur gefið út nýjan bækling sem nefnist „Berð þú heilsu þína fyrir brjósti?" í bæklingnum er lögð áhersla á mikilvægi þess að konur þekki sinn eigin líkama og fylgist með breytingum á honum, stundi sjálfskoðun bijósta og mæti reglulega í brjóstamyndatöku. Morgunblaðið/Kristinn ÁTAKIÐ var kynnt á fundi í gær og við það tækifæri klæddu þau sig í bolina Hólmfríður Karls- dóttir, María Ellingsen, Nicholas Graham, Vigdís Finnbogadóttir og Guðrún Agnarsdóttir. Metviðskipti á hlutabréfamarkaði og áframhaldandi verðhækkanir í gær Hlutabréf seldust fyrir 350 milljónir króna METVIÐSKIPTI urðu með hluta- bréf á Verðbréfaþingi íslands og Opna tilboðsmarkaðnum í gær. Samtals seldust hlutabréf fyrir tæpar 350 milljónir króna, en síð- ast var metið slegið í viðskiptum miðvikudaginn 26. mars sl. þegar bréf seldust fyrir 260 milljónir. Til marks um vöxtinn á þessum mark- aði má nefna að viðskiptin námu einungis 3,7 milljónum fyrir réttu ári, þann 11. apríl 1996. Gengi hlutabréfa hækkaði um- talsvert í viðskiptum gærdagsins og nam hækkun þingvísitölu hluta- bréfa tæplega 1%. Nemur hækkun vísitölunnar nú 22,6% frá áramót- um. Viðskipti með hlutabréf í sjávar- útvegsfyrirtækjum voru sérstak- MIKIL keppnisgleði ríkir í skíða- löndum Reykvíkinga í Bláfjöll- um og Skálafelli um þessa helgi, en þar fer fram Unglingameist- aramót íslands á skíðum. Alls keppa um 600 ungmenni á mót- lega áberandi í gær og var bróður- parturinn bréf í SR-mjöli, Þormóði ramma, Vinnslustöðinni og Haraldi Böðvarssyni. Bréf í SR-mjöli hækka um 11% Hlutabréf í SR-mjöli hækkuðu verulega í verði strax í gærmorgun eftir að kunngert var um mikinn hagnað fyrirtækisins á síðasta ári. Gengið varð hæst 8,20 en lækkaði á ný þegar leið á daginn og undir lok dagsins urðu viðskipti miðað við gengið 7,55. Er það um 11% hækkun frá því daginn áður, en samtals námu viðskipti með bréf í félaginu um 50 milljónum króna. Þá urðu ennfremur viðskipti fyr- ir um 105 milljónir í Þormóði inu. Mótið var sett með formleg- um hætti á Austurvelli í fyrra- kvöld og að þvi ioknu troðfylltu starfsmenn, keppendur og for- eldrar þeirra Dómkirkjuna og áttu þar ánægjulega stund. ramma, en þar af voru seld bréf í einu lagi fyrir tæpar 92 milljónir. Hækkaði gengið úr 5,40 í 5,80 eða um 7%. Hlutabréf í Marel hækkuðu sömuleiðis í gær úr 19,50 í 20 og kann sú hækkun að stafa af því að tilkynnt var um að gengið hefði verið verið frá samningi um kaup Marels á öllum hlutabréfum í Carnitech A/S. Þá eru ónefnd umtalsverð við- skipti með hlutabréf Olís, en ein viðskipti urðu með bréf fyrir 23 milljónir á genginu 6,50. Verð hlutabréfa í Samhetja hf. var í gærmorgun 11,10, en við lok viðskipta í gær voru seld bréf á genginu 12,30. SÍFELLT færri ungir læknar hér á landi fara í sérnám á sviði skurð- lækninga og einungis fáir þeirra snúa heim aftur að námi loknu. Meðalaldur lækna í mörgum sér- greinum skurðlækninga er nú yfir fimmtíu ár þannig að ef svo heldur áfram sem horfir verður hér veru- legur skortur á skurðlæknum á næstu 10-20 árum. Af þessu hefur stjórn Skurð- læknafélags íslands verulegar áhyggjur, eins og fram kom á fé- lagsfundi þeirra, sem haldinn var í gær á Hótel Loftleiðum í tengslum við skurðlæknaþing sem nú stendur yfir. Stutt starfsævi Sérnám í skurðlækningum og undirgreinum hennar er eitt lengsta og kröfuharðasta sérnám læknis- fræðinnar og því er virk starfsævi skurðlækna stutt, oftast nær frá fertugu til 65 ára aldurs, að sögn Sigurgeirs Kjartanssonar, for- manns Skurðlæknafélags íslands. Markaðurinn að dýpka og breikka Halldór Friðrik Þorsteinsson, verðbréfamiðlari hjá Kaupþingi, sagði að þessi miklu viðskipti sýndu að hlutabréfamarkaðurinn væri að dýpka og breikka. „Eftir- spurnin kemur úr öllum áttum, þótt hún sé að miklu leyti frá stofn- anafjárfestum. Lífeyrissjóðir eru mun virkari en áður, en áhugi al- mennings er einnig orðinn mikill og spákaupmönnum fer fjölgandi. Fjöldi viðskipta hefur margfaldast og miklar breytingar orðið á mark- aðnum á nokkrum mánuðum. Þetta er jákvæð þróun sem styrkir markaðinn og jafnar hugsanlega sveifiurnar," sagði hann. Skurðaðgerðir eru hátækniað- gerðir og er þróunin á öllum sviðum mjög hröð. Þannig er talið að helm- ingunartími kunnáttu skurðlæknis sé um fimm ár, sem þýðir að eftir fimm ár er helmingurinn af því sem hann kann og gerir í dag orðinn úreltur. Þess vegna er þörf á mun meiri endurmenntun og þjálfun en áður þegar aðgerðir voru einfaldari. Þá er bent á að svo virðist sem hugarfar hafi breyst í þá átt að nú sé það ekki lengur gefið að ungt fólk sem fer utan til framhaldsnáms snúi heim til starfa að því loknu og ástæða þess sé léleg kjör og mikið vinnuálag hér. Kjör skurð- lækna, t.d. á öðrum Norðurlöndum og í Bandaríkjunum, eru miklum mun betri en hér á landi og því ekki undarlegt að ungum læknum þyki lítt spennandi að koma heim til starfa meðan laun og starfsskil- yrði skurðlækna eru eins og raun ber vitni. ■ Gekk vonuni framar/33 Óvenjumikill rottu- gangur í Laugardal Rotta í sundi MORGUNHRESSIR fastagestir í Laugardalslauginni í Reykjavík voru mættir eins og venjulega fyrir klukkan sjö í gærmorgun í röð við afgreiðsluna. Klukkan sló, gestir hlupu gangana í sturtu og stungu sér svo í kalda laugina. Einn þeirra synti af kappi á braut 4 sem er um miðbik laugarinnar, en nú brá honum i brún, sundglöð rotta var á undan honum. Rottunni leist ekki á eftirförina og svindlaði sér upp á flotlínu sem skilur brautirnar að og komst með henni i rennuna á bakkanum. Þar hljóp hún, og fleiri gestir komu auga á hana. Loks tókst henni að komast upp á bakkann og hverfa úr sjónlinu. Sjónarvottur sagði í samtali við Morgunblaðið að rottan hefði ver- ið Ijósbrún að lit og fréttin af henni borist um laugarnar eins og eldur í sinu. Rann sundgleðin af gestunum. Nokkrir kvörtuðu við sundlaug- arverði innandyra sem sögðu að rottan væri ekki á þeirra yf irráða- svæði og vísuðu á útibaðverði í tuminum. Höfðu gestir á orði að verðirnir hefðu virst hafa mestar áhyggjur af því að rottan væri ekki í sundskýlu eins og skylt er. Aður gerst boðflennur Kristján Ögmundsson, for- stöðumaður sundlaugarinnar, segir að óvenjumikill rottugangur sé í Laugardalnum um þessar mundir, Framkvæmdir eru við ræsi í dalnum og hugsanlegt að rottur komi þaðan. Kristján segir að rottur hafi áður gerst boðflennur í sundlaug" inni. Á sólardegi fyrir nokkrum árum brá rotta sér í laugina en þá voru um 2.000 manns í sund- lauginni og á bökkunum að sóla sig. Kom mikið fát á gesti. Kristján segir að klór sé í laug- inni sem vinni gegn sóttkveikjum og hafi verið bætt meira klóri í laugina. Kristján segir að alltaf sé hætta á þessu við útisundlaug- ar. Rottumar komist alls staðar inn. Morgunblaðið/Þorkell Gleði í skíðabrekkunum Stefnir í skort á skurðlæknum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.