Morgunblaðið - 12.04.1997, Side 12

Morgunblaðið - 12.04.1997, Side 12
12 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hagstofan kynnir nýja neyslukönnun og vísitölugrunn Helmingfur útgjalda í mat, húsnæði og bíla Hagstofa íslands kynnti í gær nýjan vísitölu- grunn sem byggist á viðamikilli neyslu- könnun sem gerð var 1995. Ný vísitala neysluverðs sem bygg- ist á vísitölugrunninum verður gefin út næst- komandi mánudag. Meðalneysla heimila á ári í neyslukönnun 1995 eftir búsetu Fjárhæðir eru á meðalverðlagi Höfuðborgar- 1995 (þúsundir króna) svæðið Annað þéttbýli Dreifbýli Meðaltal Matur og óáfengar dr.vörur 387,1 16,8 421,2 17,3 422,6 21,3 399,7 17,4 Áfengi og tóbak 79,8 3.5 65,5 2,7 64,0 3,2 74,4 3,2 Fötogskór 156,5 6,8 169,0 7,0 147,2 7,4 158,5 6,9 Húsnæði, hiti og rafmagn 426,6 18,5 414,2 17,0 318,3 16,0 410,9 17,9 Húsgögn, heimilisbún. o.fl. 139,9 6,1 3,0 150,0 6,2 105,8 5,3 138,5 6,0 Heilsugæsla 70,3 80,5 3,3 55,1 2,8 71,1 3,1 Ferðirog tlutningar 320,1 13,9 384,7 15,8 311,1 15,7 335,1 14,6 Póstur og sími 33,5 1,5 33,7 1,4 23,3 1,2 32,4 1,4 Tómstundirog menning 316,3 13,7 303,1 12,5 252,3 12,7 305,6 13,3 Menntun 22,4 1,0 26,3 1,1 9,9 0,5 21,9 1,0 Hótel, kaffihús og veit.staðir 126,9 5,5 138,1 5J 91,6 4,6 125,6 5,5 Ýmsar vörur og þiónusta 229.6 91 243,8 101 184,8 91 227,9. 9,9 Alls 2.309.1 100% 2.430,0 100% 1.985.9 100% 2.301.6 100% Fjöldí heimita (fjöldi í heimili) 857 (2,65) 351 (3,0) 167 (3,40) 1.375 (2,82) HAGSTOFAN gerir neyslu- könnun á fimm ára fresti í þeim tilgangi helst að finna grundvöll fyrir út- reikning vísitölu neysluverðs, sem m.a. er notuð til að meta almennar verðlagsbreytingar, til alþjóðlegs samanburðar, til verðtryggingar fjárskuldbindinga og lífeyrisskuld- bindinga og við útreikninga á kaup- mætti. Neyslukönnunin 1995 var með svipuðum hætti og könnun sem gerð var 1990. Tekið var tilviljunar- kennt úrtak úr þjóðskrá án tillits til búsetu, fjölskyldustærðar, tekna eða atvinnu. Þátttaka í neyslukönnuninni var 51% og tóku alls þátt í henni 1.375 heimili af öllu landinu með 4.159 einstaklingum. Safnað var upplýs- ingum um öll útgjöld heimilanna, en í stað þess að skrá nákvæmlega öll útgjöld gátu þátttakendur skilað kassakvittunum. Þessari aðferð hef- ur hvergi verið beitt áður í neyslu- könnun svo vitað sé, og fengust tveir fimmtu hlutar færslna í allri könnun- inni með þessum hætti og rúmlega helmingur færslna í matar- og drykkjarvörum. I neyslukönnuninni kemur fram að meðalútgjöld heimilanna_ 1995 voru 2,3 milljónir króna á ári. í dreif- býli voru meðalútgjöldin 2,0 milljón- ir, 2,3 milljónir á höfuðborgarsvæð- inu og 2_,4 milljónir króna í öðru þéttbýli. I dreifbýli fer hærra hlut- fall heimilisútgjalda til kaupa á mat en á höfuðborgarsvæðinu. í dreifbýl- inu vegur matarliðurinn 21,3% en á höfuðborgarsvæðinu vegur hann 16,8%. Húsnæðisliðurinn er aftur á móti hærri í höfuðborginni en í dreif- býli, eða 18,5% á móti 16,0%, þrátt fyrir að hita- og rafmagnsútgjöld séu 70% hærri í dreifbýli. Samræming innan EES Hagstofan hefur undanfarin ár tekið virkan þátt í samstarfi við þró- un neysluverðsvísitalna ríkja Evr- ópska efnahagssvæðisins og sam- ræmingu þeirra aðferða sem aðildar- ríkin beita við gerð vísitölugrunns, flokkun útgjalda, söfnun verðupplýs- inga og útreikning vísitölunnar, og hefur þessi samræming leitt til nokk- urra breytinga á vísitölugrunninum. Að sögn Hallgríms Snorrasonar hagstofustjóra hefur komið í Ijós að vísitölureikningar hér á landi stóðu síst lakar en í nágrannalöndunum, og hér hafi þegar verið búið að taka upp að nokkru leyti aðferðir sem felast í samræmingunni. Hins vegar dragi gerð vísitölugrunnsins og síðan útreikningur vísitölunnar nokkurn dám af þessu samræmingarstarfi. Litlar breytingar í samantekt Hagstofunnar um nýja vísitölugrunninn kemur fram að litlar breytingar hafa orðið á sam- setningu vísitölugrunnsins en sam- setning einstakra flokka hefur tekið nokkrum breytingum. Hlutfall út- gjalda af heildarútgjöldum hefur minnkað í flokkunum matvara og drykkjarvara, áfengi og tóbak, föt og skór, húsnæði, hiti og rafmagn og tómstundir og menning. Hins vegar hefur orðið aukning á vægi liðanna húsgögn og heimilisbúnaður, heilsugæsla, ferðir og flutningar, póstur og sími, menntun, hótel, kaffihús og gististaðir og ýmsar vörur og þjónusta. Yfirleitt eru þess- ar breytingar litlar og stafa af breyt- ingum aðferða, skilgreininga og flokkunar fremur en af raunveru- legri breytingu á samsetningu út- gjalda. Hlutfallslegur samdráttur mat- vöruútgjalda stafar m.a. af þeirri breytingu á neyslumynstri að kaup skyndibita, sem fram koma undir veitingalið í vísitölugrunninum, hafa farið vaxandi á kostnað matvöru- kaupa. Innan matvöruliðarins hefur neysla á kjöti og fiski minnkað en kaup á pasta aukist. Þá hefur neysla á sælgæti, gosi og safa aukist. Ástæða þess að húsnæðisliður vísitölunnar vegur nú minna en í gamla grunninum er fyrst og fremst vegna breyttrar skilgreiningar á viðhaldi, sem leiðir af nýrri út- gjaldaflokkun og samræmdum skil- greiningum á alþjóðavettvangi. Samkvæmt því er meiriháttar við- hald og endurnýjun húsnæðis skil- greint sem fjárfesting en til neyslu telst aðeins minniháttar viðhald og viðgerðir. Utgjöld heimila vegna heilsu- gæslu mælast svipuð nú og í neyslu- könnuninni 1990, en talið er að áhrif aukinnar samkeppni á lyfja- markaði séu ekki komin að fullu fram í vísitölunni. Aukning í liðnum ferðir og flutningar stafar m.a. af auknum bílakaupum og einnig mælast meiri útgjöld til loftflutn- inga. í heild mælast verðbreytingar í nýju vísitölunni 0,2% lægri frá ársmeðaltali 1995 til mars 1997 í nýja grunninum en miðað við sam- setningu neysluverðsvísitölunnar eins og hún var. Hlutfallsleg skipting útgjalda í Vísitölugrunnur (%) vísitölu neysluverðs - mars 1997 Gamall Nýr Breyt. Matur og óáfengar drykkjarvörur 17,3 17,0 -0,3 Matur 15,4 14,9 -0,5 Brauð og kornvörur /íT~a\ 2,6 2,8 +0,2 Kjöt f \ 3,8 3,3 -0,5 Fiskur l / 1,0 0,7 -0,3 Mjólk, ostar og egg 3,2 3,1 -0,1 Olíur og feitmeti 0,5 0,4 -0,1 Ávextir 0,9 1,0 +0,1 Grænmeti, kartöflur og aðrir rótarávextir 1,5 1,2 -0,3 Sykur, sultur, hunang, síróp, súkkul. og sælg. 1,3 1,7 +0,4 Aðrar matvörur 0,6 0,7 +0,1 Drykkjarvörur óáfengar 1,9 2,1 +0,2 Kaffi, te og kakó 0,5 0,5 0,0 Qosdrykkir, safar og vatn 1,4 1,6 +0,2 Áfengi og tóbak 3,6 3,2 -0,4 Áfengi 1,7 1,7 0,0 Tóbak 1,8 1,5 -0,3 Föt og skór 7,6 6,5 -1,1 Föt 6,3 5,3 -1,0 Skór 1,3 1,2 -0,1 Húsnæði, hiti og rafmagn 17,9 17,3 -0,6 Greidd húsaleiga 0,0 2,4 +2,4 Reiknuð húsaleiga Xx 8,8 8,1 -0,7 Viðhaid og viðgerðir á húsnæði / m \ 4,2 1,1 -3,1 Annað vegna húsnæðis lu p 1,8 2,1 +0,3 Rafmagn og hiti 1 m m I 3,1 3,6 +0,5 Rafmann 1LU LLl 1 1,4 1,6 +0,2 Hiti 1,7 2,0 +0,3 Húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. 5,6 5,9 +0,3 Húsgögn og heimilisbúnaður o.fl. 2,6 2,3 -0,3 Vefnaðarvörur 0,5 0,9 +0,4 Raftæki 0,9 1,0 +0,1 Borðbúnaður, alös, eldhúsáhöld 0,4 0,5 +0,1 Verkfæri og tæki fyrir hús og garð 0,3 0,3 0.0 Ýmsar vörur oq biónusta til heimilishalds 0,9 1,0 +0,1 Heilsugæsla 3,0 3,2 -0,2 Lyf og lækníngavörur 1,0 1,2 -0,2 Heilsugæsla 1,9 1,9 0,0 Sjúkrahús 0,1 0,0 +0,1 Ferðir og flutningar 14,8 15,8 +1,0 Kaup ökutækja 5,6 6,2 +0,6 Bílar 5,4 6,0 +0,6 Önnur flutningatæki /^T^\ 0,2 0,2 0,0 Rekstur ökutækja / *KR Imí \ 8,1 7,6 -0,5 Varahlutir I ‘ Ji . L 1,1 1,3 +0,2 Bensín og olíur I 4,7 4,5 -0,2 Viðhald og viðgerðir w 1,5 1,0 -0,5 Annað vegna ökutækja 0,9 0,9 0,0 Flutningar 1,1 2,0 +0,9 Flutningará vegum 0,5 0,8 +0,3 Flutningar í lofti 0,5 1,1 +0,6 Flutninqar á sjó 0,0 0,1 +0,1 Pöstur og sími 1,0 1,3 +0,3 Póstur og sími ; 1,0 1,3 +0,3 Póstur 0,1 0,1 0,0 Símtæki 0,0 0,1 +0,1 í Símabiónusta 0,8 1,0 +0,2 Tómstundir og menning 15,3 14,2 -1,1 Sjónvörp, myndbönd, tólvur o.fl. 1,2 1,7 +0,5 Tómstundir, stærri tæki o.fl. 0,6 0,1 -0,5 Tómst.vörur, leikföng, garðyrkja og gæludýr 1,4 1,7 +0,3 íþróttir, fjölmiðlun og happdrætti 6,3 6,0 -0,3 Blöð, bækur og ritföng 2,9 2,8 -0,1 Pakkaferðir 3,1 1,9 -1,2 Menntun 0,6 1,0 +0,4 Menntun 0,6 1,0 +0,4 Hótel, kaffihús og veitingastaðir 4,6 5,3 +0,7 Veitingar 4,2 5,0 +0,8 Gisting 0.5 0,3 -0,2 Ýmsar vörur oq þjónusta 8,5 9,3 +0,8 Persónuleg þjónusta 2,8 2,7 -0,1 Persónulegir hlutir 0,3 0,6 +0,2 Félagsleg þjónusta 1,1 1,2 +0,1 Tryggingar 2,8 2,6 -0,2 Fjármálaþjónusta ó.t.a. 0,1 1,1 + 1,0 Ónnur biónusta ó.t.a. 1.4 1.2 -0.2 Alls 100.0 100.0 — Mat lagt á viðskipta- og rekstrarfræðimenntun í menntastofnimum á háskólastigi Brýnt að huga að verkaskiptingu EKKI hefur verið hugað nægilega vel að verkaskiptingu á milli þeirra skóla á háskóla- stigi sem bjóða nám í viðskipta- og rekstrar- fræði og möguleika þeirra til sérhæfingar eða samvinnu. Brýnt er að huga að slíkri stefnu- mótun þar sem hafinn er undirbúningur að stofnun nýs verslunarháskóla á vegum Versl- unarskóla íslands. Þetta kemur m.a. fram í nýlegri skýrslu svokallaðs stýrihóps um mat á viðskipta- og rekstrarfræðimenntun við Háskóla Islands, Háskólann á Akureyri, Samvinnuháskólann á Bifröst og Tækniskóla íslands sem kynnt var á blaðamannafundi í menntamálaráðuneytinu í gær. í úttektinni kemur hins vegar fram að mik- ið starf hafi verið unnið við uppbyggingu og endurskipulagningu viðskipta- og rekstrar- fræðináms undanfarin ár, námið sé fjölbreytt og námsefni við hæfi. Vinna að þessu mati hófst síðla árs 1995, er menntamálaráðuneytið bað viðkomandi skóla um að skipa fulltrúa í stýrihóp sem hefði umsjón með verkefninu. Að sögn Þor- kels Sigurlaugssonar formanns stýrihópsins voru markmiðin með matinu fjögur. í fyrsta lagi að greina sterkar og veikar hliðar við- skipta- og rekstrarfræðimennt.unar á Islandi. í öðru lagi að gera tillögur um áherslur og úrbætur í menntun á þessu sviði. í þriðja lagi að afla kerfisbundinna upplýsinga um við- skipta- og rekstrarfræðimenntun hér á landi sem auðveldi samanburð við önnur lönd. Og í fjórða lagi að auðvelda skólunum að þróa í framhaldi af þessu einhverjar frekari matsað- ferðir fyrir háskólamenntun. Stýrihópurinn vann verkið með því að standa fyrir könnunum meðal útskrifaðra nemenda úr skólunum fjórum og meðai forsvarsmanna átján stórra fyrirtækja og stofnana sem ráðið hafa viðskipta- og rekstrarfræðinga til starfa. Þá tilnefndi stýrihópurinn ytri matshóp sem heimsótti skólana og lagði mat á námið í hverj- um skóla á grundvelli sjálfsmatsskýrslna sem skólarnir unnu og upplýsinga sem fram komu í heimsókninni. í niðurstöðum stýrihópsins kemur fram að brottfall nemenda á fyrstu námsárum í við- skipta- og rekstrarfræði sé of mikið, sérstak- lega við viðskiptaskor Háskóla íslands, en það leiði til sóunar fjármuna og tíma nemenda og kennara. Viðskiptaskor þarf að geta takmarkað nemendafjölda Þorkell segir að af þessum sökum þurfi að gera viðskiptaskor kleift að takmarka inn- göngu nýrra nemenda og draga þannig úr brottfalli, „enda hafi nýiegar kannanir sýnt að það er vilji á meðal nemenda innan Háskól- ans að gera það,“ segir hann. Auk þess kemur fram í skýrslunni að efla þurfi sérstaklega nám í upplýsinga- og tölvu- tækni og nám á sviði fjármála, sölu- og mark- aðsfræða. Þorkell segir að þetta sé að sjálf- sögðu misjafnt eftir skólum, en þetta sé svið sem mætti leggja meiri áherslu á. Þá kemur fram að almennt sé skortur á íslensku efni til kennslu í viðskipta- og rekstr- arfræði og segir Þorkell að til að bæta úr þvi væri hægt að nota fleiri rannsóknir úr ís- lensku atvinnulífi, þar sem séríslensk einkenni væru dregin fram. „En væri þessum þætti sinnt gæti það einnig stuðlað að auknum tengslum við atvinnulífið," segir hann. Kostnaður á hvern nemenda lægstur í Háskóla Islands í niðurstöðum stýrihópsins kemur einnig fram að erfitt sé að fá hæfa kennara til kennslu í viðskipta- og rekstrarfræði, en að huga þurfi að því að gera kennslustofnanir á þessu sviði betur samkeppnisfærar við atvinnufyrirtæki um kjör og aðbúnað fyrir starfsfólk. Til lausn- ar á þessu er m.a. lagt til að skólar leiti í auknum mæli eftir fjárhagsstuðningi einkaað- ila og að slíkur stuðningur dragi ekki sjálf- krafa úr fjárveitingum ríkisins. Þá kemur fram í skýrslunni að fjöldi nem- enda á hvern kennara í skólum sem bjóði við- skipta- og rekstrarfræðimenntun sé misjafn eftir skólum og því sé kostnaður á hvern nem- anda mismunandi. í því sambandi bendir Þor- kell á að kostnaður á hvern nemenda sé lægst- ur í Háskóla íslands. Hann segir jafnframt að jafna þurfi út fjölda nemenda á kennara og þar af leiðandi að styrkja betur möguleika skólanna til að veita góða menntun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.