Morgunblaðið - 12.04.1997, Page 45

Morgunblaðið - 12.04.1997, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 45 ARNAR KARL BRAGASON + Arnar Karl Bragason var fæddur á Hvammstanga hinn 17. desember 1977. Hann lést á Hvammstanga 27. mars síðastliðinn og fer útför hans fram frá Hvammstangakirkju 5. apríl. Engin orð fá lýst þeim óbærilega söknuði sem fylgir dauða þínum, elsku vinur minn. Mig langar til að fá að kveðja þig almennilega og þetta eru mín kveðjuorð til þín. Eg gleymi því aldrei hvenær ég hitti þig fyrst. Það var á unglinga- ! balli í Víðihlíð árið 1989 eða 1990. Þú hafðir fengið spurnir af því I hver ég væri svo þú vast þér upp ’ að mér, kynntir þig og sagðir mér í óspurðum fréttum að þú værir frændi minn. Einnig sagðistu koma heim um sumarið til að heimsækja Krumma. Ég man viðbrögð mín, ég var upp með mér að þú, svona sætur strákur, vildir kynnast mér en umfram allt dáðist ég að hisp- 1 ursleysi þínu. Þú varst svo algjör- lega laus við feimni. Upp frá þessu urðum við hinir bestu vinir og í | mínum augum varstu einn besti og traustasti vinur sem hægt var að hugsa sér. Þú varst svo opinn og einlægur. Stundum þegar þú varst úti að vinna horfði ég á þig út um gluggann og beið þess að þú kæm- ir inn svo að ég gæti hitt þig. Enda beið ég þess alltaf með óþreyju að þú kæmir í sveitina. Um sauðburðinn tókum við nætur- vaktirnar til að geta verið tvö sam- an og spjallað án afskipta fullorð- inna. Það eru sennilega einu skemmtilegu næturvaktirnar sem ég hef tekið að mér. í fjögur yndisleg ár varstu minn besti vinur og gat ég alltaf sagt þér allt. Stundum læstum við okk- ur inni í herbergi og töluðum um okkar hjartans mái enda var alltaf verið að stríða okkur á því að við værum kærustupar. Fólk skildi bara ekki að strákur og stelpa gætu verið svona miklir vinir. Þú m.a.s. hjálpaðir mér í mínum ástar- málum og ég þér í þínum. Það geta sennilega ekki margir 12-16 ára unglingar hvor af sínu kyninu státað af því! Svo skildu leiðir, ég fór í heimavistarskóla og svo til Reykjavíkur í menntaskóla en þú fórst á Krókinn í skóla. Enn þrátt fyrir fjarlægðina milli okkar og minna samband rifjaðist vináttan fljótt upp þegar við hittumst á sumrin og alltaf varstu duglegur að koma í heimsókn heim að Mel- um. Ég veit þó að á þessum tíma byijaði þín erfiða barátta gegn óvininum Bakkusi og hans fylgi- fiskum. Þess vegna varð ég svo ánægð og glöð eftir að þú komst úr meðferðinni, nýr og betri mað- ur, og ákvaðst að koma í sveit til Ingunnar og Magnúsar. Ég var viss um að nálægð mín og Þóru Huldar, sem ég veit að þú barst mikinn hlýhug til, mundi hjálpa þér og styðja þig. En þú varst svo ungur og ekkert er erfiðara en heyja svona baráttu á þessum aldri. Ég viðurkenni líka að ég gerði mér ekki grein fyrir því hve erfitt það er að vera ungur alkó- hólisti og brást því kannski ekki rétt við. Ég var þó og er alltaf hjá þér í mínu hjarta. Ég mun aldrei gleyma þér og æsku okkar saman. Hver var það sem fékk mig til að hætta að hræð- ast hesta og þora að fara á hest- bak? Hver var það sem allta fékk mig til að hlæja, hversu illa sem mér ieið? Hver var það sem alltaf vildi ailt fyrir mig gera? Hver er eini strákurinn sem nokkurn tíma hefur allsgáður horft í augu mér og sagt: „Þú ert besta vinkona mín og frábær stelpa"? Allt þetta gerðir þú og sagðir, Amar, og enginn annar. Ég gleymi því heldur aldrei þegar ég var eitthvað döpur og ekki nógu ánægð með sjálfa mig og þú sagðir við mig: „Þú ert svo falleg stelpa og getur náð þér í hvern sem er, ég er hissa á því að þú skulir vera á lausu.“ Það var ómetanlegt að heyra þetta og mér leið strax miklu betur því ég vissi að þú meintir þetta. Þú vissir alltaf hvað ég þurfti og vildi heyra. Það | HALLGRÍMUR ' HANSSON + Hallgrímur Hansson fædd- ist í Hoiti á Brimilsvöllum, Snæfellsnesi, 15. mars 1916. Hann lést áheimili sínu í Skaftahlíð 9 hinn 21. mars síð- astliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey. Fallinn er frá sómamaður mik- * ill, Hallgrímur Hansson. Mig langar að minnast hans í örfáum línum, sem góðs félaga og vinar. Honum kynntist ég fyrst hausið 1977, þá vann hann við húsasmíðar í Húnaþingi. Ég var þá að hefja byggingu þurrheyshlöðu og vantaði smið og meistara til að | hefja verkið. Mér fannst nærtækast 9að leita til Halla, eins og hann var jafnan kallaður af vinum og kunn- | ingjum sínum. Hann var þama í sveitinni og víðar, með fleiri verk í höndunum. Ekki stóð upp á hann að taka verkið að sér, enda maður- inn forkur duglegur og úrræðagóð- ur er upp komu einhver vandamál, alltaf sá hann leið til að leysa þau á farsælan hátt. Upp frá þessum samskiptum okkar tókust enn frek- 8 ari kynni, því um haustið 1982 var ] hann búinn að koma sér upp sex M hrossum sem hann hafði verið með • í hagagöngu á Þingeyrum. Þar höfðu orðið ábúendaskipti um vorið og þurfti hann því að víkja með þau þaðan. Og á réttardaginn þetta ár kom hann til mín og spurði hvort ég gæti tekið þau fyrir sig í haga- göngu og umsjá í einhvern tíma. Það var sjálfsagt að gera það, enda var ég með fá hross sjálfur. Upp ur þessu fer hrossunum að fjölga hjá honum enda mikil ræktun í gangi. Eftir nokkur ár ákvað Halli að taka á leigu jörðina Hjarðar- tungu, sem var að losna úr hefð- bundinni ábúð. Hana var hann með i fimm ár, en þá fer hann með hópinn suður í Borgarfjörð. Hrossin voru búin að gefa hon- um mikið, enda eyddi hann ómæld- um tíma og fyrirhöfn í þau. Halli átti fleiri áhugamál, t.d. (J siiungsveiði í Húnavatni og vötnum Á á Grímstunguheiði er hann var ™ þarna fyrir norðan. Hann vann yfirleitt langan vinnudag en þrátt fyrir það settist hann ósjaldan niður við hannyrðir á kvöldin, það var gaman að sjá allan útsauminn hans heima í Skaftahlíðinni. Halli hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og lét þær ákveðið og skýrt í ljósi og vildi fá skýr svör og kannski vegna þess átti hann einhvetja andstæðinga í málum er upp komu í umræðunum, en eftir sem áður var hann vinur vina sinna. Þegar ég kynntist Halla 1977 var hann búinn að glíma við Bakk- us í mörg ár og fannst honum sá leikur vera orðinn bæði langur og strangur og var farinn að hugsa í alvöru fyrir því að leita sér aðstoð- ar sem hann svo og gerði tveimur árum síðar. Og stóðst hann þessa + Magnús Brynjólfsson fædd- ist í Kaupmannahöfn 11. febrúar 1936. Hann lést á heim- ili sínu í Reykjavík 24. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 4. apríl. Mig langar að kveðja hann Magga frænda minn eins og við systkinin kölluðum hann með þessum fátæk- legu orðum. Ég vil þakka honum allar þær góðu stundir sem ég átti með honum og Sigrúnu á Tómasar- haganum þegar ég var barn. Eg var þeirra forréttinda aðnjót- andi að Maggi og Sigrún tóku mig oft með sér á skíði og í önnur ferða- lög í sumarbústað til vinafólks síns. Þetta voru góðar stundir ein með þeim og hurfum við á vit ævintýr- anna. Mér er alltaf minnisstætt þegar ég gisti hjá þeim nóttina fyrir ferm- inguna mína í ró og næði. Sigrún dedúaði við mig eins og ég væri prinsessa og Maggi tók myndir af mér áður en ég fór í kirkjuna og gerði að gamni sínu. freistingu. En eftir sem áður hafði hann gaman af að veita vín og vera meðal ölglaðra gangnamanna og í réttum í Vatnsdalnum á haust- in. Halli fór í göngur fyrir mig í nokkur haust og stóð sig með ágætum, þótt hann væri kominn nálægt sjötugu. Hann var ótrúlega heilsu- hraustur um dagana, þó að hann þyrfti að gangast undir skurðað- gerð fyrir nokkrum árum vegna illkynja sjúkdóms, þá var hann ekki með neitt vol né víl og hristi hann þetta af sér eins og margt annað er á móti blés. Hann var ekki mikið fyrir að bera tilfinning- ar sínar né sorgir á borð fyrir aðra, heldur hafði þær bara útaf fyrir sig. Ég kveð góðan vin og félaga og þakka honum samfyljgdina. Ég votta Jónasi, Asdísi og barnabörnunum Hallgrími, Ólafi, Viktoríu, Ágústu og Agnesi inni- lega samúð. Ég bið góðan Guð að styrkja Sigrúnu og Magnús og vaka yfii þeim. Lít upp, mín sál, í hæðum hátt. Þú hvíldarstaði í vændum átt. Og æðra líf án enda. Þar munt þú englum helgum hjá þíns hæsta föður auglit sjá. Þar mun þig mein ei henda. Þar fær þú nær lambsins stóli lífs í skjóli loks að búa, fyrir Krist, vom konung trúa. (Helgi Hálfdanarson.) Sigurlaug Guðrún. Handrit afmælis- og minningargrein; skulu vera vel frá gengin, vélrituð eð; tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess þess Mbl@centrum.is en nánari upp- lýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Eggert Konráðsson. MAGNÚSM. BRYNJÓLFSSON hjálpar mér í þessari miklu sorg að þessir hlutir voru sagðir. Ég lét þig líka heyra hvað mér fannst þú yndislegur vinur og þó hef ég alltaf verið lokuð tilfinningalega. Það var bara svo auðvelt að opna sig fyrir þér. Þú ert líka einn skemmtileg- asti og fyndnasti strákur sem ég hef kynnst og enn í dag er ég að hafa eftir einhveija fyndna brand- ara sem þú sagðir mér. En eftir erfiða baráttu og allt of erfið ár fyrir ungan, yndislegan dreng ákvaðstu að fara og skildir eftir stórt skarð í hjarta mínu sem aldrei verður fyllt. En ég veit að þú munt alltaf vera hjá okkur og ég mun alltaf minnast þín sem vinarins sem gaf mér einar skemmtilegustu stundir ævi minnar. Ég sakna þín. Ég bið Guð um að halda verndarhendi yfir Braga, Laufeyju, Kára, Sveini, Kolbrúnu og öðrum aðstandendum á þessum sorgar- tímum. Heiðrún Sigurðardóttir. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lifsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gieymist eigi og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku Arnar Karl, við þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar og þú kenndir okkur svo margt gott og varst svo góður við okkur eins og önnur börn. Arnar, þín verður sárt saknað en vonandi líður þér vel á þínum nýja stað þar sem aðrir fá að njóta þinnar einstöku manngæsku og hlýleika. Elsku Bragi, Laufey, Kári, Sveinn, Kolbrún og ijölskyldur, guð gefi ykkur styrk í sorg ykkar. Hrafnhildur, Bryndís, Elvar, Andri, Þorsteinn og Sóley. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur hlý- hug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, LEIFS JÓNSSONAR, Garðabraut 10, Akranesi. Áslaug Ella Helgadóttir, Helgi Friðrik Leifsson, Dóra Hervarsdóttir, Oddbjörg Leifsdóttir, Gfsli Jónsson, Jón Þórír Leifsson, Jenný Ásgerður Magnúsdóttir, Jófríður Leifsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega samúð og vinarhug vegna fráfalls eigminmanns míns og föður okkar, KRISTJÁNS PÉTURSSONAR, byggingameistara, Hlyngerði 2, Kristjana Árnadóttir, Guðrún Katla Kristjánsdóttir, Brynjar Kristjánsson. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, LÁRU SIGURJÓNSDÓTTUR. Valdís Þorsteinsdóttir, Alfreð Konráðsson, Krístín Þorsteinsdóttir, Jóhann Guðmundsson, Steinar Þorsteinsson, Marí Frydendal, Þóra Þorsteinsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabamabarnabörn. + Innilegar þakkir til þeirra, sem sýndu samúð við andlát og útför JÓSEPS HANNESSONAR, Álfaskeiði 33, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Sólvangi. Sigríður Jósefsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar, STEFÁNS DAVÍÐSSONAR, Haugi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Hvammstanga fyrir góða umönnun. Böm, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.