Morgunblaðið - 12.04.1997, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 49
FRÉTTIR
Neytendasamtökin
fagna því að ekki
verður af samruna
NEYTENDASAMTÖKIN hafa sent
frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu
um samruna innanlandsflugs Flug-
leiða og Flugfélags Norðurlands:
„Vegna nýlegs úrskurðar sam-
keppnisráðs um samruna innan-
landsflugs Flugleiða og Flugfélags
Norðurlands vilja Neytendasamtökin
minna á þá staðreynd að í dag búa
íslenskir neytendur við fákeppnis-
markað í flugi eins og skýrt kemur
fram í gögnum samkeppnisráðs með
úrskurðinum. Þrátt fyrir að gefa eigi
flugrekstur fijálsan síðar á þessu
ári er ljóst að erlend flugfélög muni
ekki hefja flug á flugleiðum innan-
lands um ófyrirsjáanlega framtíð.
Umræddur samruni hefði því enn
aukið á fákeppnina. Neytendasam-
Starfsemi
Borgarholts-
skóla kynnt
BORGARHOLTSSKÓLI, fram-
haldsskólinn í Grafarvogi, býður
íbúum Grafai-vogshverfa og Mos-
fellsbæjar að koma og kynna sér
starfsemina sunnudaginn 13. apríl
kl. 13-17.
Skólinn hóf starfsemi sína í nýju
og glæsilegu húsnæði haustið 1996.
Þar fer fram fjölbreytt bóklegt og
verklegt nám og skólinn leggur sig
fram um að hver nemandi fái nám
við sitt hæfi. Brautir skólans eru
Ijölmenntabraut, félagsfræðibraut,
náttúrufræðibraut og tungumála-
braut, félagsþjónustubraut, versl-
unarbraut, iðnnám á sviði bíl- og
málmiðna, námsbraut fyrir þroska-
hefta/ijölfatlaða og eins árs
fornám.
Borgarholtsskóli er að stíga sín
fyrstu skref og hafa íbúar Grafar-
vogshverfa og Mosfellsbæjar ekki
átt þess kost að kynnast því fjöl-
breytta starfi sem þar fer fram.
Opna húsið á sunnudaginn veitir
þeim tækifæri til að skoða fram-
haldsskólann sinn.
Salka Valka
í Mosfellsbæ
Hveragerði. Morgunbiadið.
LEIKRITIÐ Salka Valka eftir Hall-
dór Kiljan Laxness í flutningi Leikfé-
lags Hveragerðis verður sýnt í Bæj-
arleikhúsinu Mosfellsbæ í kvöld,
laugardagskvöld, klukkan 20:30.
Leikritið hefur verið sýnt í Hvera-
gerði undanfarið og hlotið mjög góða
dóma. Leikstjóri er Inga Bjarnason
en með helstu hlutverk fara Svala
Karlsdóttir, Magnús Stefánsson,
Sólveig Jónsdóttir, Sævar Helgaspn,
Sigurður Blöndal og Margrét Ás-
geirsdóttir.
Aðeins verður um þessa einu sýn-
ingu að ræða á höfuðborgarsvæðinu.
Gengið á milli
mannvistar-
minja í Eld-
varpahrauni
ÚTIVIST stendur fyrir gönguferð á
milli staða í Eldvarpahrauni á
Reykjanesi sunnudaginn 13. apríl
þar sem mannvistarminjar hafa
fundist.
Um er að ræða hellisskúta, smá-
gerðar húsatóftir, rétt o.fl. Stutt frá
eru fornleifar þ. á m. tvær alfara-
leiðir milli Járngerðastaðahverfis og
Staðarhverfis og Njarðvíkurfitja.
Farið verðu með rútu frá Umferð-
armiðstöðinni kl. 10.30 og frá Fitja-
nesti í Reykjanesbæ kl. 11.15.
Ganga hefst við Orkuverið í Svarts-
engi kl. 12.
tökin fagna því að ekki verður af
þessum samruna.
Raunar er það skoðun Neytenda-
samtakanna að með vísan í 18. gr.
samkeppnislaga hefði samkeppnis-
ráð átt að banna með öllu þennan
samruna. Það var hins vegar niður-
staða samkeppnisráðs að setja skil-
yrði fyrir samrunanum, skilyrði sem
flugfélögin sætta sig ekki við og
hafa hætt við sameiningu. Því ber
að fagna.
Jafnframt lýsa Neytendasamtökin
yfir undrun sinni á viðbrögðum sam-
gönguráðherra. Neytendasamtökin
minna á að kjörnir fulltrúar almenn-
ings eiga að gæta hagsmuna al-
mennings en ekki einstakra fyrir-
tækja.“
Tónsmiðurinn
Hermes í Ævin-
týra-Kringlunni
TÓNSMIÐURINN Hermes kemur í
dag kl. 14.30 í Ævintýra-Kringluna
og skemmtir börnum með hljóðfæra-
leik og söng. Guðni Franzson klarí-
nettleikari leikur Hermes en sér til
aðstoðar hefur hann Daníel Þor-
steinsson sem mætir með harmoník-
una.
Guðni Franzson hefur farið víða
sem tónsmiðurinn Hermes. Hann
byijaði í Gerðubergi með tónleika
fyrir börn þar sem hann spilaði lög
frá ýmsum löndum.
Ævintýra-Kringlan er barna-
gæsla og listasmiðja fyrir börn á
aldrinum 2-8 ára á 3. hæð í Kringl-
unni. Opið kl. 14-18 virka daga og
kl. 10-16 laugardaga.
„í sóttkví“ sýná
í bíósal MIR
RÚSSNESKA kvikmyndin „í
sóttkví" __ (Karantín) verður sýnd í
bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudag-
inn 13. apríl kl. 16. Myndin er frá
áttunda áratugnum og ieikstjórinn,
Ilja Frez, sá hinn sami og leikstýrði
myndinni sem sýnd var sl. sunnu-
dag, „Fyrstabekkjarbarni". Eins og
sú kvikmynd fjallar „í sóttkví" um
sitthvað sem á daga yngstu kynslóð-
arinnar drífur. Enskir textar. Að-
gangur ókeypis.
Parkinson-
samtökin
opna reikning
EVRÓPU SAMBAND Parkinson-
samtaka hefur tilnefnt 11. apríl dag
Parkinson-sjúklinga í Evrópu. í til-
efni þess hafa Parkinson-samtökin
á íslandi opnað reikning í Lands-
banka íslands, Laugavegi 77, þar
sem allir þeir sem vilja styrkja sam-
tökin geta lagt inn á reikning nr.
0111-26-25.
Parkinson-samtökin gefa út
fréttabréf 5-6 sinnum á ári með
upplýsingum til félagsmanna auk
annarra upplýsingabæklinga. Sam-
tökin hafa aðstöðu á Laugavegi 26.
Hárið í Hvassa-
leitisskóla
LEIKFÉLAG Hvassaleitisskóla hef-
ur í hálft ár æft. hluta söngleiksins
Hárið. Söngleikurinn var sýndur
þriðjudaginn 8. apríl á árshátíð
skólans. Á sunnudaginn kl. 15 verð-
ur opin sýning á Hárinu og er miða-
verð 250 kr.
Leikstjóri Hársins er Kristín
Thors en hún leikstýrði einnig
Rocky Horror sem var sett upp á
árshátíð Hvassaleitis í fyrra.
Bjartmar Þórðarson aðstoðaði leik-
endurna við dans og „pósur“.
NESKIRKJA í Reykjavík á
vígsluafmæli um þessar mundir
en hún var vígð 14. apríl 1957
af þáverandi biskupi Islands,
herra Ásmundi Guðmundssyni.
í tilefni afmælisins verður há-
tíðarguðsþjónusta næstkomandi
sunnudag kl. 14. Ræðumaður
verður Þorsteinn Pálsson,
kirkjumálaráðherra. Ritningar-
lestra annast sr. Guðmundur
Óskar Ólafsson og Kristín Bög-
eskov djákni. Inga J. Backmann
syngur einsöng. Orgelleik og
söngstjórn annast Reynir Jónas-
son. Prestarnir sr. Frank M.
Halldórsson og sr. Halldór Reyn-
isson þjóna fyrir altari. Sinfóníu-
hljómsveit áhugamanna undir
sljórn Ingvars Jónassonar mun
leika i hálfa klukkustund á undan
guðsþjónustunni. Að henni lok-
inni mun prófessor Guðmundur
Magnússon, formaður sóknar-
nefndar, flytja ávarp. _
Neskirkju teiknaði Ágúst Páls-
son húsameistari. Kirkjan tekur
um fimm hundruð manns í sæti
ef lausir stólar eru nýttir, auk
rýmis í safnaðarheimili þar sem
fjölþætt starf fer fram alla daga
vikunnar.
Fjörutíu ár frá
vígslu Neskirkju
Afmælisganga
Ferðafélags Islands
Gengið á
Valhúsahæð -
Suðurnes
í TILEFNI af 70 ára afmæli Ferða-
félags íslands efnir félagið til fjöl-
margra styttri eða lengri afmælis-
ferða. Fyrsta ferðin er nú á sunnu-
daginn kemur, 13. apríl, en þá er
gengin fyrsti áfangi í léttri rað-
göngu um útivistarsvæði höfuð-
borgarinnar. Raðgangan er farin í
6 ferðum frá Seltjarnarnesi um
göngustíga upp í Heiðmörk.
Afmælisgangan á sunnudaginn
er tileinkuð fyrstu Seltjarnarnesför
Ferðafélagsins 13. apríl 1936. í
göngunni verður farið um Valhúsa-
hæð, framhjá Nesstofu og út á
strönd Suðurness.
Brottför er frá Ferðafélagshús-
inu að Mörkinni 6, neðan Valhúsa-
hæðar. Áætlaður göngutími eru 2
klst. og er ferðin tilvalin fjölskyldu-
ganga. Verð 200 kr. fyrir fullorðna
en ekkert fyrir 15 ára og yngri.
Hótel- og matvælaskólinn
Galakvöld-
verður útskrift-
arnema
ÚTSKRIFTARNEMENDUR í Hót-
el- og matvælaskólanum í Kópavogi
verða með galakvöldverð sunnudag-
inn 13. apríl sem samanstendur af
9 réttum og víni.
í fréttatilkynningu segir að þarna
verði þeir nemendur sem munu út-
skrifast í vor að æfa sig fyrir prófið
og hafi verið ákveðið að bjóða þeim
sem áhuga hefðu á að koma og
snæða kvöldverð með frábærri þjón-
ustu. Aðeins 60 sæti eru í boði og
er verðið 5.000 kr. fyrir mat og vín.
■ WHIPLASH á íslandi, samtök
fólks með tognun í hálsi og baki,
heldur fund __ mánudagskvöldið 14.
apríl kÉ 20 í ÍSÍ hótelinu í Laugar-
dal. Gestur fundarins verður Hall-
gi-ímur Þ. Magnússon læknir. All-
ir sem áhuga hafa eru velkomnir á
fundinn.
LEIÐRÉTT
Málþingum
klassíska
menningu
FÉLAG um átjándu aldar fræði
heldur málþing sem ber yfirskrift-
ina „Klassísk menning og ritstörf
íslendinga á 17. og 18. öld“, í dag,
laugardag. Málþingið verður haldið
í Þjóðarbókhlöðunni, 2. hæð, kl.
13.30.
Svavar Hrafn Svavarsson, forn-
fræðingur, flytur erindi um latnesk
fræði á 17. og 18. öld. Sigurður
Pétursson, lektor, ræðir um klassísk
áhrif í latínukveðskap íslendinga á
17. og 18. öld. Kristján Árnason,
dósent, ræðir um ljóðaþýðingar úr
latínu fyrir 1800 og Margrét Egg-
ertsdóttir, bókmenntafræðingur,
ræðir um klassískar fyrirmyndir í
kveðskap á 17. og 18. öld.
Fundarstjóri er Steinunn Inga
Ottarsdóttir, bókmenntafræðingur.
Rangfeðraður
í TVÍGANG undanfarna daga hefur
Morgunblaðið rangfeðrað Þorstein
V. Þórðarson, innkaupa- og mark-
aðsstjóra ísafoldar, sem hafið hefur
innflutning á áburði, eins og fram
kom hér í blaðinu í fyrradag og aft-
ur í gær. I fréttunum var Þorsteinn
sagður Þorvaldsson. Áréttað skal að
Þorsteinn er Þórðarson og er hann
beðinn velvirðingar á mistökunum.
Sími á hvolfi
í DAGLEGU lífi í gær á blaðsíðu
B2 sneri mynd af síma, sem Katrín
Pétursdóttir hannaði, öfugt. Beðist
er velvirðingar á þessum mistökum.
Gisti ekki fangageymslu
í FRÉTT sl. miðvikudag um ungl-
ingsstúlkur sem struku frá meðferð-
arheimili í Skagafirði, var sagt frá
handtöku vinkonu einnar þeirra í
húsi við Þórsgötu. Stúlkan hafði
samband við blaðið og sagði það
ranghermi í fréttinni, að hún hefði
gist fangageymslu nóttina eftir.
Kirkjuvika
í Bústaða-
kirkju
VIKUNA 13.-20. apríl verður hald-
in kirkjuvika í Bústaðakirkju þar
sem leitast er við að hafa fjölbreytta
dagskrá sem höfðar til sem flestra.
Markmið kirkjuvikunnar er fyrst
og fremst að kalla fólk til kirkjunn-
ar, opna hana meir en ella og bjóða
sóknarbörnum og velunnurum þátt-
töku í starfinu. Dagskráin er fjöl-
breytt alla daga vikunnar, segir í
fréttatilkynningu.
Ólafsstofa Hjaltasonar
Við upphaf kirkjuvikunnar predik-
ar biskupinn yfir ísiandi og fyrrum
sóknarprestur Bústaðakirkju, hr.
Ólafur Skúlason. í lok messunnar
mun hann vígja altari í Ólafsstofu
Hjaltasonar en Leifur Breiðfjörð
myndlistarmaður hefur byggt upp
og myndskreytt altarið með gler-
listaverki.
Stofan ber nafn Ólafs Hjaltasonar
sem var fæddur 19. janúar 1950 og
lést 27. mars 1968. Hann var eitt
fermingarbarna í fyrsta hópi Ólafs
Skúlasonar þegar hann kom til þjón-
ustu í Bústaðaprestakalli. Fjölskylda
Ólafs Hjaltasonar hefur árlega gefið
minningargjafir sem varið hefur ver-
ið til uppbyggingar Ólafs-stofu.
Af annarri dagskrá kirkjuvikunn-
ar má nefna myndlistarsýningu
ÆJU í kirkjunni.
Mæðgna- og feðgakvöld
Kynning á kristilegum barnabók-
um verður í barnamessu sunnudag-
inn 13. apríl þar sem Karl Helga-
son, ritstjóri Æskunnar og abc, mun
lesa ásamt fleiruin nokkra valda
kafla úr kristilegutn barnabókum.
Þessi kynning er í samvinnu við
Félag íslenskra bókaútgefenda.
Kirkjukór Bústaðakirkju verður
með Schubertstónleika með fjöl-
breyttri dagskrá og þátttöku ein-
söngvara og tónlistarfólks.
Þá verður mæðgna- og feðga-
kvöld þar sem annars vegar mæður
og dætur og hins vegar feður og
synir koma saman til þess að efla
tengsl og samband sín á milli.
Kvenfélag Bústaðakirkju verður
með fund á mánudagskvöldi og eru
ungar konur í sókninni sérstaklega
boðnar á þann fund. Æskulýðskvöld
verður á föstudagskvöldið.
Opinn AA fundur verður í kirkj-
unni á laugardegi þar sem allir eru
velkomnir og sérstaklega eru fjöl-
skyldur AA manna og kvenna hvatt-
ar til þátttöku.
Kyrrðarstundir með orgelleik
verða öll kvöld kirkjuvikunnar kl. 18.
Kirkjuvikunni lýkur með guðs-
þjónustu þann 20. apríl kl. 14 en
að messu lokinni verður haldinn að-
alfundur Bústaðasóknar.
OPIÐ OLL KVOLD
VIKUNNARTIL KL 21.00
HRINGBRAUT I 19, -VIÐ|L HÚSIÐ.
Opiö alla
daga vikunnar
22
LYFIA
Lágmúla 5
Slmi 533 2300