Morgunblaðið - 24.05.1997, Page 4

Morgunblaðið - 24.05.1997, Page 4
4 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞESSI sjón blasti við íslendingunum þremur þegar þeir stigu efst á Everestfjall og þeir festu á mynd stórfenglegt útsýnið yfir Himalayafjallgarðinn. íslensku fjallgöngumennimir komnir í grunnbúðir á Everest Áfallalaus ferð niður ísfallið ÍSLENSKU fjallgöngnmenn- imir Björa Ólafsson, Einar Stefánsson og Hallgrímur Magnússon komu í grunnbúð- ir á Everestfjaili snemma í gærmorgun að íslenskum tíma eftir nokkurra klukkutíma göngu úr þriðju búðum yfir Khumbu-ísfallið. Fjallgöngumennirnir náðu tindi Everest á miðvikudags- morgun en hafa síðan fikrað sig niður á við. Björa sagði þá alla vera við góða heilsu og líta þokkalega út. „Við höfum verið lengi á leiðinni niður. Við hresstumst þegar við komum í þriðju búð- ir og vorum svo heldur sneggri á leiðinni niður í dag og komumst áfallalaust niður af ísfallinu í síðasta skiptið," sagði Björa. Hann sagði að ísfallið hefði verið gerbreytt frá því þeir fóru þar upp síðast og það hefði verið ótrúleg sjón. 22 á tindinn í gær Þegar rætt var við Björa í gær biðu íslendingarnir frétta af öðrum fjallgöngumönnum sem fóru á tind Everest í gær. „Við brutum ísinn ef svo má segja. Ég vissi um 3-4 leið- angra sem voru tilbúnir til uppgöngu og um leið og frétt- ist að við hefðum komist upp ætluðu allir að reyna og flest- ir voru að stíla inn á þennan dag,“ sagði Björa. Gott veður var á fjallinu í gær og var það jafnvel talinn síðasti mögulegi uppgöngudagurinn á þessu ári. Samkvæmt fréttaskeyti iteuíers-fréttastofunnar náðu 22 fjallgöngumenn tindi Ever- est í gær sömu Ieið og íslend- ingarnir fóru tveimur dögum áður. Er þetta næstmesti fjöldi sem þangað hefur komist á einum degi en flestir fóru upp 10. maí 1993 eða 40 talsins. Einn þeirra sem kleif fjallið í gær var Tashi Tenzing, sonarsonur Sherpans Norgay Tenzing sem komst fyrstur á Everesttind ásamt Edmund Hillary árið 1953. Tenzing, sem er 32 ára gamall, býr í Ástralíu. Afi hans lést árið 1986. Sonur Hillarys, Peter, komst á Everesttind árið 1990. I gær náðu einnig fjall- göngumenn frá Bandaríkjun- um, Finnlandi, Mexíkó, Kanada og Malaysíu, á tindinn ásamt fylgdarmönnum. Mala- ysíska sjónvarpið sýndi beint frá því þegar fjallgöngumenn- irair reistu fána Malaysíu á tindinum. LÖGREGLAN handtók í fyrrinótt tvo menn um tvítugt sem höfðu verið stöðvaðir á bifreið er tekin hafði verið í óleyfi af bílasölu nokkru áður. Mennirnir reyndu að hlaupa laganna verði af sér, en náðust. Um er að ræða svokallaðan nytjastuld, en brögð hafa verið að því sainkvæmt upplýsingum frá lögreglu að bifreiðar hafí verið fengnar að láni á bílasölum til Eeuíers-fréttastofan sagði einnig í sérstakri frétt frá afreki íslendinganna þriggja. í gær höfðu alls 35 fjallgöngu- menn náð á Everesttind á þessu ári Neapaimegin. Á afmæli í dag Talsvert langan tíma tók fyrir íslensku Qallgöngu- mennina að laga sig að þunna loftinu í hlíðum Everst. Björn sagði að ekki þyrfti sérstakan aðlögunartíma þegar komið væri niður. „Við verðum hér í grunn- búðum í 2-3 daga og röltum svo niður í 2.000 metra hæð. Hins vegar er það svo, þegar líkaminn er vanur þunna loft- inu, að þegar maður kemur úr svona ferðum þarf miklu minni svefn fyrstu vikuraar á eftir; þá duga 4-5 tímar,“ sagði Björa. I dag á Hallgrímur Magnús- son afmæli og verður 31 árs. „Sjálfsagt höldum við eitthvað upp á það og kannski bakar strákurinn og gerir okkur ein- hvern dagamun," sagði Björn. reynsluaksturs án þess að þeir sem það gera hafí verið beðnir um skil- ríki og þeir hafí ekki skilað öku- tækjunum aftur. Bifreiðar hafa fundist annars staðar, jafnvel á öðrum bílasölum, þar sem önnur ökutæki hafa verið fengin að láni í sama tilgangi. Mennimir sem handteknir voru í fyrrinótt eru grunaðir um að hafa leikið þennan leik oftar. Lögreglan hyggst fylgjast með bílasölum. Kolbeinseyjardeilan »Mjög gagnleg- ur“fundur og annar fijótlega EMBÆTTISMENN frá ís- landi annars vegar og Dan- mörku fyrir hönd Færeyja og Grænlands hins vegar héldu samningafund í Kaupmanna- höfn á þriðjudag um mörk efnahagslögsögu ríkjanna. Deilt hefur verið um lög- sögumörkin milli íslands og Grænlands annars vegar og íslands og Færeyja hins vegar en Danir viðurkenna ekki Kolbeinsey og Hvalbak sem grunnlínupunkta íslenzku lög- sögunnar. Að sögn Tómasar H. Heið- ar, aðstoðarþjóðréttarfræð- ings í utanríkisráðuneytinu, var fundurinn „mjög gagnleg- ur“. Tómas segir að aðilar hafi gert ítarlega grein fyrir rökum sínum og sjónarmiðum í málinu. Þeir hafi orðið sam- mála um að halda annan fund fyrri hluta júní. Auk Tómasar Heiðars tók Róbert Trausti Ámason, sendiherra íslands í Kaup- mannahöfn, þátt í samninga- fundinum fyrir íslands hönd. Framkvæmd- ir í Straums- vík á undan áætlun Ztirich. Morgunblaðið. ALUSUISSE tilkynnti í vik- unni að stækkun álversins á íslandi gengi betur en reiknað var með og henni yrði lokið nokkram mánuðum fyrr en áætlað var. 120 af 160 einingum í nýju keralínunni, keralínu 3, hefur verið komið fyrir. Nýju kerin verða tekin í notkun í júlí en stækkun steypuskálans verð- ur lokið í ágúst. Stækkuninni átti að ljúka í árslok. Formleg athöfn í tilefni af stækkun ISAL verður vænt- anlega haldin 17. október. Framleiðslugeta álversins eykst um 62.000 tonn við stækkun verksmiðjunnar, eða úr 100.000 tonnum í 162.000 tonn. Heildarkostnaður við stækkunina er um 230 milljón svissneskir frankar, eða 11,5 milljarðar ísl. króna. Átta fundir í Karphúsinu ÁTTA stéttarfélög áttu fundi með viðsemjendum sínum hjá ríkissáttasemjara í gær. Kennarar, Félag frétta- manna, Félag starfsfólks í veitingahúsum, Félag hjúkr- unarfræðinga, Flugfreyjufé- lag íslands, Sjúkraliðafélag íslands, Félag flugmála- starfsmanna Verkalýðs og sjómannafélag Keflavíkur vegna starfsmamia ríkisins hjá Sjúkrahúsi Suðurnesja áttu fundi með viðsemjendum sínum í gær. Fundur með hjúkranar- fræðingum og viðsemjendum þeirra er boðaður hjá ríkis- sáttasemjara í dag. Tóku bíla í óleyfi á bílasölum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.