Morgunblaðið - 24.05.1997, Side 6

Morgunblaðið - 24.05.1997, Side 6
6 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR íbúar við Miklubraut stöðvuðu umferð á háannatíma í gær „VIÐ hlustum alltaf á ykkur - hlust- ið þið núna á okkur,“ stóð á einum borðanum sem íbúar við Miklubraut héldu á og beindu að akandi umferð á gatnamótum Lönguhlíðar og Miklubrautar sem þeir stöðvuðu í um tíu mínútur um fimmleytið í gær til þess að vekja athygli á óviðun- andi ástandi af völdum hávaða- og loftmengunar við Miklubraut. Krafa íbúanna er að Miklabraut verði lögð í stokk frá Snorrabraut að Stakka- hlíð en í tillögum borgaryfirvalda er aðeins gert ráð fyrir stokk frá Snorrabraut að Reykjahlíð. Hátt á þriðja hundrað manns var saman komið á gatnamótunum kl. fimm og stöðvaði bíia sem þar bar að. Ekki voru allir ökumenn jafn ánægðir með þær aðgerðir, sumir flautuðu og reyndu að brjóta sér leið yfir gatnamótin en aðrir biðu rólegir meðan íbúarnir mótmæltu. Talsmaður húmanista boðaður í viðtal hjá lögreglu Mótmælin voru skipulögð af Hverfísverkefni húmanista og íbúum við Miklubraut í sameiningu. Ætlun þeirra var að loka gatnamótunum algerlega en lögreglan í Reykjavík leyfði mótmælin með vissum skilyrð- um. Að sögn Jónasar Hallssonar að- stoðaryfirlögregluþjóns var ætlun lögreglunnar að draga úr allri umferð um götuna með því að loka við gatna- mót Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar annars vegar og við gatna- mót Miklubrautar, Snorrabrautar og Bústaðavegar hins vegar og hleypa aðeins strætisvögnum, neyðarbflum og öðrum þjónustubílum framhjá eft- ir þörfum. „í okkar huga var það aldrei ætlunin að fólkið fengi að loka eins og það gerði með því að strengja borða yfír Miklubrautina, þannig að þetta fór öðru vísi en við höfðum gefið heimild til. Hins vegar skiljum við alveg þessi sjónarmið fólkins en það er annað mál,“ segir Jónas. Að- Morgunblaðið/Ásdís UNGIR sem aldnir íbúar Miklubrautar stöðvuðu umferð á gatnamótum Lönguhlíðar og Miklubrautar í gær. spurður um málalok segir hann að málið verði skoðað strax eftir helgi og talsmaður húmanista, Júlíus Valdimarsson, boðaður í viðtal á mánudag. Lögreglustjóri muni síðan ákveða framhaldið. í yfirlýsingu frá íbúum við Miklu- braut segir m.a. að þeir mótmæli þeim áformum yfirvalda sem fram koma í tillögum að nýju aðalskipu- lagi borgarinnar en þar er gert ráð fyrir að leyst verði að hluta úr vanda íbúa við neðanverða Miklubraut með lagningu hennar í stokk ofan við Snorrabraut að Reykjahlíð, framhjá Rauðarárstíg. „Mótmæli okkar snú- ast um það að einungis er verið að taka á litlum hluta vandans, en íbú- ar við alla Miklubraut frá Snorra- braut að Stakkahlíð búa við óviðun- andi ástand í mengunarmálum," segir ennfremur í yfirlýsingunni. Ibúarnir telja ástandið sýnu verst við gatnamót Lönguhlíðar og Miklu- brautar, þar sem rúmlega 50 þúsund bílar á sólarhring stöðva við umferð- arljós, menga og gefa svo í til að komast að næstu ljósum. Þeir benda á að þetta skapi margfalda mengun miðað við rennandi umferð um 40 þúsund bíla framhjá gatnamótum Miklubrautar og Rauðarárstígs en nálægt fyrrnefndu gatnamótunum búi mun fleira fólk en það sem fram- komin tillaga borgaryfirvalda muni gagnast. Tillaga íbúa kynnt á málþingi á Kjarvalsstöðum í dag Tillaga íbúanna við lausn vandans verður kynnt á Fimmta hverfismál- þingi húmanista fyrir Hlíðar, Holt og Norðurmýri á Kjarvalsstöðum í dag kl. 14. í fréttatilkynningu frá Hverfisverkefni húmanista segir að borgarfulltrúum sé boðið til mál- þingsins til að hlýða á mál íbúanna og svara fyrirspurnum þeirra og eru íbúar í hverfunum kringum Miklatún hvattir til að mæta og sýna sam- stöðu um málefni hverfisins. Miklabraut verði lögð í stokk að Stakkahlíð Deilt um skýrslu um nám á háskólastigi Aðrar forsend- ur vænka hag Islands ísland er í þriðja sæti á lista OECD-þjóða um prófgráður í æðra háskólanámi, sam- kvæmt skýrslu Tryggva Þórs Herberts- sonar hjá Hagfræðistofnun HÍ. „ÞAÐ er rangt í skýrslunni um kennslu, nám og rannsóknir á há- skólastigi að hér séu færri háskóla- menntaðir en í OECD löndunum," segir Tryggvi Þór Herbertsson hjá Hagfræðistofnun Háskóla íslands í samtali við blaðið. „Skýrsla mennta- málaráðherra er að öðru leyti góð en ég er ekki sáttur við forsendurn- ar sem sýna laka stöðu íslands með- al þessara þjóða,“ segir hann. Tryggvi segir að höfundar skýrsl- unnar beri háskólastigið hér á landi saman við tölur í OECD sem spanna bæði framhaldsstig og háskólastig og því séu íslendingar svo neðarlega í töflunni. „Eg held að umræðan núna um fáa háskólamenntaða hér sé byggð á sandi,“ segir hann. Tryggvi Þór gerði skýrsluna Menntun, mannauður og framleiðni fyrir menntamálaráðherra í febrúar síðastliðnum og þar kemur fram að íslendingar eru með flestar próf- gráður allra þjóða í heiminum. Næst- ir koma Kanadamenn og svo Banda- ríkjamenn. En Tryggvi bar háskóla- gráður íslendinga saman við háskóla- gráður í OECD ríkjunum og sleppti stiginu á undan sem spannar fram- haldsskóla eins og Fósturskólann. Tryggvi segir ástæðuna fyrir þessum mismun i skýrslunum vera ranga flokkun í skýrslunni um Hlutfallsleg skipting vinnuafls á aldrinum 25-65 ára eftir menntunarstigi árið1993 í nokkrum ríkjum OECD SB ísland Bandaríkin Þýskaland Sviss Noregur Svíþjóð Bretland Danmörk Frakkland Spánn OECD 0% 20% 40% 60% 80% 100% kennslu, nám og rannsóknir á há- skólastigi sem lögð var fram á Al- þingi í liðinni viku. I skýrslu Tryggva sem hann vann á vegum Hagfræðistofnunar Há- skóla íslands fyrir menntamálaráð- herra og skilaði í febrúar stendur: „Að lokum hafa 16% íslenskra starfsmanna prófgráðu úr háskóla. 10% hafa fyrstu háskólagráðu en 6% hafa lokið æðri gráðu í háskóla. OECD-meðaltaiið er 11% og er ís- land í þriðja sæti hvað háskóla- menntun varðar. Aðeins Bandaríkin og Kanada hafa hærra hlutfall há- skólamenntaðra starfsmanna. Ef framhalds- og háskólastigið er iagt saman kemur í ljós að ísland trónir á toppnum hvað varðar tvö efstu skólastigin með 34% en OECD-með- altalið er 19%. Þegar meðalskólagangan er skoð- uð, þ.e. sá tími sem starfsmenn hafa eytt í skóla, virðist ísland standa illa. Ef hinsvegar fjöldi prófgráða er skoðaður þá er fjöldi þeirra meiri en víðast hvar annars staðar. Niður- staðan er því að fjöldi stunda á ba- Síma- skráin komin út SÍMASKRÁIN 1997 er komin út og verða afhendingarseðlar póstlagðir á mánudag. Gegn framvísun seðilsins á næstu póst- og símstöð fá símnot- endur afhenta eina skrá í einu bindi með linri kápu. Rétthafi hvers símanúmers fær eina skrá. Gegn 185 kr. aukagjaldi er hægt að fá símaskrána tvískipta í linu bandi; höfuð- borgarsvæðið og landsbyggð- ina. Einnig má fá skrána í einu harðspjaldabindi fyrir 185 kr. Þeir sem óska eftir skránni tvískiptri með harðri kápu greiða 370 kr. en grunn- verð fyrir hveija aukaskrá í einu bindi með linri kápu er 750 kr. í skránni er vandað kort af höfuðborgarsvæðinu ásamt götuheitum með tilvísun í kortin. Þar er einnig leiðakort SVR og Almenningsvagna en að öðru leyti er skráin með hefðbundnu sniði. Nýja síma- skráin tekur gildi föstudaginn 30. maí nk. Rafiðnaðar- menn hjá P&S sam- þykktu í GÆR voru talin atkvæði í kosningu um nýgerðra kjara- samning milli Rafiðnaðar- sambands íslands og Vinnu- veitendasambands íslands vegna Pósts og síma hf. Á kjörskrá vrou 247, at- kvæði greiddu 206 eða 83,4%. Já sögðu 152 eða 73,7%. Nei sögðu 53 eða 25,7%. Auður var 1 seðill eða 0,5%. Samn- ingurinn var því samþykktur. kvið prófgráðu er mjög mismunandi milli landa. Af þessum tölum má vera ljóst að íslendingar standa vel að vígi, hvað snertir fjölda menntamanna." „Tryggvi miðar við bachelor- háskólagráðu og meistara- og dokt- orsgráðu í öllum löndunum í sinni skýrslu," segir Arnór Guðmundsson deildarsérfræðingur í Mats- og eftir- litsdeild menntamálaráðuneytis, „en við tökum stigið á undan með, og ég vann í samvinnu við Hagstofuna að því að aðlaga fyrir ísland þessa alþjóðlegu flokkun um það skólastig sem nefnist 5 ISCED, en á því stigi eru skólar sem krefjast stúdents- prófs en veita ekki háskólagráðu." Arnór segir að í nýju skýrslunni sé þessi framhaldsskólamenntun tekin með eða skólar eins og Fóstur- skólinn, Þroskaþjálfaskólinn, efstu stig í Myndlistaskólanum, Tónlistar- skólinn í Reykjavík og fleiri. „Það liggja því ólíkar forsendur að tölum Tryggva og okkar,“ segir Arnór, og að skýringin á mismuninum sé að fimmta stigið hér sé fremur fámennt en fjölmennt í hinum OECD-löndun- um. „Hér flokkast um þúsund manns á þessu stigi af 7000 á háskólastigi en um helmingur í Bandaríkjunum," segir hann. „Okkar tölur leiða fyrst og fremst í ljós að það vantar fjölbreytni á háskólastigið,“ segir Arnór. „Miðað við önnur lönd vantar stutt og starfs- tengt háskólanám.“ Hann er sammála Tryggva um að íslendingar séu vel staddir gagn- vart æðri menntun eins og tölurnar sýna en „hinsvegar sýna hans tölur ekki fram á skortinn á stuttu námi,“ segir Arnór að lokum. í i : I ! \ \

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.