Morgunblaðið - 24.05.1997, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Kynnmgarmál R-Llstans 1 borginni
Margt hefur misfarist
-segir Ingibjörg Sólrún borgarstjóri
ÞETTA verður ljúft Sigrún mín, við getum notað mest af gamla draslinu aftur . . .
Fækka stangadögum
í Laxáum 150
LAXÁRFÉLAGIÐ hefur fækkað
stangadögum á veiðisvæðum sínum
í Laxá í Aðaldal um 150 fyrir kom-
andi sumar. Þetta er gert í tilraun-
askini með tilliti til þess að veiði
hefur farið minnkandi í Laxá síð-
ustu sumur. Gera menn sér vonir
um að hvoru tveggja gerist, að álag-
ið á laxastofn árinnar minnki og
veiðimenn fái meira í sinn hlut í
bættri veiði.
í gtað þess að veiða með tólf
stöngum á svæðunum frá upphafí
til enda veiðitímans verður nú veitt
á átta stangir frá 20.-28. júní, 12
stangir frá 28. júlí til 19. ágúst,
átta stangir frá 19.-31. ágúst og
loks á sex stangir frá 31. ágúst til
9. september.
„Þetta er 150 daga fækkun á
stangadögum. Það hefur verið
minnkandi veiði í ánni síðustu sum-
ur og þó ég sé bjartsýnn á upp-
sveiflu í sumar þá þykir okkur þetta
sniðug hugmynd að skoða. Við
þurfum að aðlaga þetta verðlaginu
og breytum því nokkuð. Það verður
hærra á dýrasta tímanum, en held-
ÆÐARFOSS AR í Laxá í Aðaldal.
ur lægra þar fyrir utan og tillit
tekið til stangafjölda hveiju sinni.
Útkoman er nánast óbreytt sölupp-
hæð veiðileyfa. Nú fá menn stærri
svæði til að veiða stóran hluta veiði-
tímans og það eykur líkur á veiði.
Hugmyndin er að hver og einn fái
meira í sinn hlut á sama tíma og
við minnkum álagið á ánni,“ sagði
Orri Vigfússon formaður Laxárfé-
lagsins í samtali við blaðið.
Hafbeitarlax í Núpaá
Landeigendur við Núpaá á Snæ-
fellsnesi hafa fengið undanþágu hjá
landbúnaðarráðuneytinu til að
sleppa hafbeitarlaxi í ána til að
drýgja veiði.
Það hefur oft verið gert áður,
en var bannað í fyrra eins og ann-
ars staðar í kjölfarið á kýlaveikifár-
inu í EUiðaánum og Kollafírði sum-
arið 1995.
Vitað er að leigutakar Laxár í
Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi
hafa einnig fullan hug á að fá haf-
beitarlax í ána, en þeir voru einnig
á undanþágum til síðasta sumars.
Laxinn er nú nær allur fenginn hjá
Lárósi á Snæfellsnesi.
Reykskynjarar í öll hús í Garði
Garöi. Morgunblaðið.
FÉLAGAR í Kiwanisklúbbnum Hofi
hafa að undanfömu gengið í öll hús
í þorpinu og fært húseigendum
reykskynjara að gjöf.
Þetta er gert í tilefni 25 ára af-
mælis klúbbsins og er verðmæti
skynjaranna 327.600 krónur. Fyrr
á árinu færðu þeir börnum í bænum
endurskinsborða og veifur á reið-
hjól.
Reykskynjaramir eru af bestu
gerð, viðurkenndir af Bmnamála-
stofnun ríkisins. Þeim fylgir fjögurra
síðna bæklingur þar sem fram koma
allar upplýsingar um staðsetningu,
uppsetningu, viðhald og þjónustu.
Félagar í Kiwanisklúbbnum Hofi
em 21. Þeir bjóða mönnum að koma
á fundi félagsins næsta vetur, en
þeir eru haldnir hálfsmánaðarlega
í Samkomuhúsinu. Formaður
klúbbsins er Þorvaidur Kjartansson.
Helzta tekjuöflun klúbbsins er flug-
eldasala.
Alfasala SAA um helgina
Forvarnir
í verkiog
brosandi álfar
Einar Gylfi Jónsson
*
ARLEG álfasala
SÁÁ fer fram
dagana 23. til
25. maí. Allur hagnaður
af sölu álfanna rennur
til forvarnadeildar SÁÁ.
Starf deildarinnar miðar
að því að veita þeim aðil-
um fræðslu sem tengjast
eða vinna með ungling-
um, þar á meðal foreldr-
um, kennumm og
íþróttafélögum. Mark-
miðið er að viðkomandi
aðilar geti markað sér
stefnu og öðlist þekkingu
til að vinna að forvömum
gegn áfengis- og vímu-
efnaneyslu unglinga.
Deildarstjóri forvarna-
deildar er Einar Gylfi
Jónsson sálfræðingur.
- Hveijar eru helstu
áherslur forvarnadeildarinnar?
„Fram til þessa hafa forvarnir
fyrst og fremst beinst að því að
ræða við unglinga og fá þá til
að taka þá skynsamlegu ákvörð-
un að nota ekki áfengi né önnur
vímuefni. En fullorðna fólkið
virðist hafa staðið hjá og ekki
sinnt þessum málum sem skyldi.
Við sjáum til dæmis hvernig úti-
vistartímar ungmenna hafa þró-
ast og hvernig opinská ölvun
unglinga á almannafæri hefur
verið látin afskiptalaus. Allir eiga
þessir unglingar foreldra sem
nauðugir viljugir láta þetta við-
gangast. Við höfum því lagt
megináherslu á að ná til hinna
fullorðnu sem tengjast börnum
og unglingum í Ieik og starfi, til
dæmis foreldra, grunnskóla-
kennara og íþróttaþjálfara. Sér-
staklega beinum við athygli okk-
ar að foreldrum ungra barna, en
þar er oft um að ræða ungt fólk
sem ennþá drekkur áfengi í
óhófi. Það skapast varasamt
ástand þegar foreldrar eru ófær-
ir um að sinna börnum sínum
vegna ölvunar, jafnvel um hveija
helgi.
Við viljum hvetja foreldra til
að umgangast áfengi á ábyrgan
hátt og vera börnum sínum til
fyrirmyndar. Markmiðið er að
skapa unglingum að-
stæður þar sem ekki
er rökrétt að drekka
áfengi eða neyta ann-
arra vímuefna. En
auðvitað beinum við
athyglinni líka að
unglingunum sjálfum og viljum
heyra þeirra viðhorf, það má
ekki gleymast."
- Hvaða verkefni eru á döf-
inni?
„Um síðastliðin áramót hófst
víðtækt forvarnaverkefni sem
við stöndum að í samvinnu við
fimm meðalstór sveitarfélög,
Akranes, Egilsstaði, Húsavík,
Mosfellsbæ og Vestmannaeyjar.
Þau hafa nú unnið að því að
marka sér heildstæða stefnu í
vímuvörnum og sett sér lang-
tíma- og skammtímamarkmið.
Vinna að þessum markmiðum
er í höndum heimamanna, en
undir handleiðslu og ráðgjöf for-
varnadeildar.
Við höfum tekið höndum sam-
an við íþróttabandalag Reykja-
víkur um að öll tíu hverfafélögin
í borginni fái fræðslu fyrir stjórn
og þjálfara yngri flokkanna um
► Einar Gylfi Jónsson er
fæddur í Vestmannaeyjum
árið 1950. Hann lauk BA
prófi í sálfræði frá Árósa-
háskóla árið 1979 og starfaði
eftir það hjá Félagsmálastofn-
unum Reykjavíkur og Kópa-
vogs. Hann var forstjóri
Unglingaheimilis ríkisins um
sex ára skeið, en starfar nú
sjálfstætt sem sálfræðingur,
auk þess að vera deildarsljóri
forvarnadeildar SÁÁ. Einar
er kvæntur Ingibjörgu Péturs-
dóttur.
áhrif áfengis á líkamann, hlut-
verk þjálfara sem mótunaraðila
og uppalenda, mikilvægi sam-
starfs við foreldra og svo fram-
vegis. Þjálfarar og forvígismenn
íþróttafélaga á Akureyri og
Ákranesi, í Grindavík og Kópa-
vogi hafa einnig fengið slíka
fræðslu og markmiðið er að auka
enn frekar forvarnagildi íþrótta.
Við stóðum í vetur fyrir þema-
viku í grunnskólanum í Sand-
gerði, þar sem skólastarfíð var
meira og minna undirlagt um-
fjöllun og verkefnavinnu um
vímuefni. Við útveguðum
fræðsluefni, bæði fyrir nemendur
og kennara, og héldum fundi
með foreldrum. Mikil ánægja var
með hvernig til tókst
og strax í byijun
næsta skólaárs mun
um tugur grunnskóla
standa fyrir slíkri
viku.
Við erum einnig að
byggja upp samstarf við heil-
sugæsluna og stöndum fyrir
námskeiðum fyrir starfsfólk í
haust.“
- Hvaða þýðingu hefur álfa-
salan fyrir starfsemina?
„Álfasalan er ein mikilvæg-
asta fjáröflunarleið SÁÁ, en
samtökin kosta mjög mikilvæga
þætti í starfsemi sinni sjálf, þar
á meðal forvarnadeildina. Með
því að kaupa álfinn gefst al-
menningi kostur á að styðja for-
varnastarfið. Sjálfboðaliðar
munu ganga í hús og verða á
fjölförnum stöðum eins og
Kringlunni og ég hvet almenning
til að taka sölufólkinu vel. Kjör-
orð álfasölunnar að þessu sinni
er: „Forvarnir í verki“ og álfur-
inn er nú í fyrsta sinn brosandi,
en það sýnir að við erum bjart-
sýn á að starf okkar skili ár-
angri.“
Ná til þeirra
sem skapa
unglingunum
aðstæður