Morgunblaðið - 24.05.1997, Page 24

Morgunblaðið - 24.05.1997, Page 24
MORGUNBLAÐIÐ 24 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997 11 IM Það styttist í að fyrstu laxveiðimennirnir gangi fram á ár- bakkana, vaði út í og sveifli út fyrstu köstum nýrrar vertíð- ar. Að vanda eru það Norðurá og Þverá í Borgarfirði sem opna fyrstar, en sfðan koma hinar árnar allar í kjölfarið. Allt frá því að síðustu vertíð Iauk undir lok september í fyrra hafa áhugamenn um veiði velt vöngum yfir því hvemig muni ganga í sumar og það ekki að ástæðulausu því margar hætt- ur steðja að laxinum og skipta sköpum um hvernig árgöng- unum reiðir af. Vikulokin ræddu við þrjá þrautreynda veiði- menn, þá Orra Vigfússon, Þórð Pétursson og Þórarin Sig- þórsson, og fékk álit þeirra og væntingar um veiðisumarið sem í hönd fer. LAXilMIM ESSI umræða er eilífðarmál áhuga- manna um veiði. Menn spá í út- hafsveiðarnar sem Orri Vigfússon hefur glímt við að uppræta síðustu árin, ástand sjávar, bæði við strendur landsins á þeim tíma sem gönguseiðin fara úr ánum og ekki síður á hafbeitarslóðunum hvar sem þær eru. Menn sá í seiðabúskap laxveiðiánna og almennt ástand til lands og sjávar í víðu samhengi. Beðið er eftir mati fiskifræðinga sem geta ekki vikið sér undan að svara. Stundum ganga spár þeirra eftir, en þær hafa líka bilað illa og það eykur á spennuna. Þegar stundin rennur upp á bökkum borg- firsku stóránna frægu geta veiðimenn vart þverfótað fyrir fjölmiðlum. Reynsla þeirra Orra, Þórðar og Þórarins á árbökkunum spannar vel á aðra öld og laxarnir sem þeir hafa dregið á land úr flestum ám landsins skipta þúsundum. Þeir hafa séð þetta allt áð- ur, muna tímana tvenna og fátt kemur þeim á óvart. Ekki nakkur hlutur staélist „Það er afskaplega erfitt að spá í þetta og ég verð að viðurkenna að ég hef ekki fylgst nógu vel með seiðastatusinum. Þá hefur ekki nokkur hlutur staðist sem spáð hefur verið hin seinni ár. Það sem mér dettur þó til hug- ar er, að vorið hefur verið kalt og göngur gætu því orðið seinni en ella, sérstaklega norðanlands og norðaustan," segir Þórarinn Sigþórsson tannlæknir. Þórarinn veltir einnig fyrir sér heildar- myndinni: „Hvað sem gerist í sumar þá verð- ur að fást svar við því hvað sé að gerast í hafinu. Að hugsa sér að síðan árið 1975 hef- ur heildarlaxveiði minnkað úr 4 milljónum fiska í 800.000 fiska í fyrra og það þrátt fyr- ir aukna friðun í sjó og aukið hlutfall af eld- islaxi í heildaraflanum. Þetta eru ískyggileg- ar tölur og ég tel alveg ljóst að laxinn veiðist í miklu meira magni í hafinu en menn gera sér grein fyrir og þá á öllum aldursstigum. Stóraukið álag á árnar er einnig umhugs- unarefni, veiðitími er lengdur og skotfærir vegir eru lagðir fram með öllum bökkum. Mér hefur lengi fundist að það ætti bara alls ekki að veiða í september og friða mikilvæg hrygningarsvæði eftir föngum eftir miðjan ágúst. Að drepa hrygnu sem komin er að hrygningu er eins og að skjóta gæs á eggj- um. Ég er að vísu grimmur veiðimaður, en það þarf að draga línur til þess að glóra sé í sókninni. Haustveiði fer einfaldlega illa með ámar,“ bætir Þórarinn við. Orri Vigfússon Tæpt meðaiiag_____________________ „Ég held að veiðin í sumar verði í tæpu meðallagi. Það verði þokkalega góð veiði suð- vestan- og vestanlands, en kuldinn sumarið 1995 valdi því að frekar lítið verði af stórlaxi nyrðra framan af sumri. Aftur á móti á ég von á því að smálaxagöngur verði góðar á svæðinu, en komi ekki fyrr en í ágúst þar sem árferði hefur verið óhagstætt á Norður- landi í vor. Þá á ég von á því að Rangárnar komi á óvart í sumar fyrir mikla veiði. Ann- ars getur brugðið til beggja vona, því und- anfarin ár hafa veiðar á villtum laxi í Norð- ur Atlantshafi nánast hrunið þrátt fyrir aukna friðun í sjó,“ segir Orri Vigfússon for- maður Laxárfélagsins og Norður Atlantshaf- slaxasjóðsins. Um „sína á, Laxá í Aðaldal", segir Orri: „Ég vona að það verði þokkaleg aukning frá í fyrra, kannski 1500 laxa veiði sem byggist á líflegum smálaxagöngum." Orri er einnig „heimamaður“ við Selá í Vopnafirði, en hann reiknar með erfiðari tíð á þeim slóðum. „Ég Þórður Pétursson bjóst við miklu meiri veiði í fyrra en raunin varð, væntingamar skiluðu sér ekki. Ég hugsa að það verði svipað nú, svona 600-800 laxar.“ Lenda seiðin í fluttrullunum ? Þórður Pétursson hefur verið leiðsögumað- ur og veiðieftirlitsmaður við Laxá í Aðaldal um langt árabil. Hann segist vera „sæmilega bjartsýnn með sumarið", eins og hann orðar það. „Veiðin hefur að vísu verið á niðurleið í Laxá síðustu sumur, en sérfræðingarnir segja að seiðabúskapur í ánum hafi almennt verið góður og mælingar í fyrra bentu til þess að ástandið í sjónum hafi verið gott. Ef sumarið verður ekki nokkuð gott þá ótt- ast ég að eitthvað sé í gangi sem við höfum ekki leyst og áttum okkur ekki á. Það hefur hvarflað að mér að ein orsökin sé að seiðin kunni að lenda í loðnuaflanum, sérstaklega eftir að farið var að nota flottrollin. Það er sagt að seiðin séu í fimm efstu metrunum og því á svipuðum stað í fæðuleitinni og loðnan auk þess sem gönguseiði eru mjög lík loðnu og það getur verið erfitt að sjá seiðin í loðnu- kösinni. Kunningi minn einn var á loðnu í fyrravor og hann tók eftir því að það komu fullorðnar gráslepp- ur upp með loðnunni. Þegar hann fór að gæta bet- ur að, fann hann slatta af grásleppuseiðum. Ég gæti vel trúað því að rækjutrollin gætu tekið sitthvað annað en rækju og þetta gæti þurft að athuga ef í jjós kemur að laxinn skilar sér ekki þrátt fyrir gott ástand til lands og sjávar,“ sagði Þórður. Hvað er að marka drauma? GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Hverjar eru skýring- ar sálfræðinnar á draumum? Hvaða merkingu er hægt að leggja í þá? Geta þeir sagt fyrir um óorðna atburði? Svar: Hér í blaðinu eru reglu- legir pistlar um drauma, þannig að lesendur ættu að fá allnokkra fræðslu um þetta fyrirbrigði. Það sakar þó ekki að greina í örstuttu máli frá kenningum og rannsóknum í sálfræði, geðlækn- isfræði og lífeðisfræði sem varp- að geta ljósi á eðli og merkingu drauma. Draumar eru íslendingum ákaflega hugstæðir og margt hefur verið um þá skrifað. I ís- lendingasögunum eru þeir mikið notaðir til að leggja grunn að at- burðarás í sögunum og oft hefur verið greint frá draumum sem þóttu hafa forspárgildi. Fræði- menn hafa einnig lagt sitt af mörkum. Björg Þorláksdóttir Blöndal var ein af þeim fyrstu sem lagði stund á sálfræði og lauk doktorsprófi frá Svartaskóla í París árið 1926. Doktorsrit hennar nefnist Svefn og draumar og var gefin út á íslensku sama ár. Síðasta bók dr. Matthíasar Jónassonar, prófessors í uppeld- isfræði, (Eðli drauma, Rvík 1983) er ítarleg umfjöllun um rann- sóknir og kenningar um drauma, og greinir bæði frá lífeðlisfræði- legum og sálfræðilegum skýring- um á þeim. A rannsóknarstofu geðdeildar Landspítalans hafa um nokkurra ára bil verið gerð- ar rannsóknir á svefni samfara lækningum á svefntruflunum. Draumsvefn er eitt skeið svefns, sem skýrt má sjá í mælitækjum, svefnritum, sem þar hafa verið hönnuð. Draumsvefn einkennist af sérstökum heilabylgjum sam- fara hröðum augnhreyfingum og má þá sjá að að draumur er í gangi. Gerist þetta nokkrum sinnum á nóttu. Hvað er það sem framkallar draum og ræður efni hans? I mörgum tilvikum má rekja drauminn til einhvers atriðis eða atburðar sem hefur verið í huga dreymandans í vökuástandi nokkru áður. Það þarf ekki alltaf að virðast mikilvægt atriði og gleymist jafnvel fljótt í vöku, en hefur engu að síður grópast þannig í undirvitundina að það leiðir til draumferlis. Þá hefur verið sýnt fram á með tilraunum að áreiti í svefni eða svefnrofum getur kallað fram draum. Það einkennilega við drauma er að okkur finnst þeir oft efnismiklir og hljóta að taka langan tíma. Stundum geta þeir virst ná yfir marga klukkutíma, jafnvel daga eða ár, en í reynd vara þeir að- eins skamma stund, jafnvel nokkrar sekúndur. I bók sinni, Furður sálarlífsins (ísl. þýðing, Rvík 1963), segir norski sálkönn- uðurinn, prófessor Harald Draumfarir Schjelderup, frá tilraunum sínum með drauma. Ein tilraun hans var á þessa leið: Maður í dásvefni var sefjaður á þá leið að áður en hann vaknaði dreymdi hann ljóslifandi draum. Draumurinn byrji á sama augna- bliki og ákveðið hljóðmerki væri gefið. Um leið og hljóðmerkið hætti, mundi hann vakna og muna drauminn. Schjelderup lét síðan vekjaraklukku hringja í 1 sekúndu. Prófaður vaknaði strax, og aðspurður sagðist hann hafa sofið vel og dreymt heilmikið. Hann var á ferð í enskum lög- reglubíl, en þeir hafa einmitt slíkan bjölluhljóm. Hann átti að aka í honum á sjúkrahús til að heimsækja einhvern og lá mikið við. Hann lýsti leiðinni, m.a. um Oxford Street í London, þar sem hann tók eftir öllum verslum þar. Þegar til sjúkrahússins kom var sírenan tekin úr sambandi og hann vaknaði. Að mati dreymandans tók ferðin næstum klukkustund, en í reynd varaði draumurinn aðeins í 1 sekúndu. Hugsunin lýtur ekki sömu lög- málum í draumi og í vöku. Veru- leikinn ræður ekki hugsuninni, sem ei ruglingsleg og í draumi ferðast maður í tíma og rúmi oft án nokkurs rökræns samhengis. f draumnum er maður ekki átt- aður á stað og stund og að því leyti líkist hann helst geðveikisá- standi. Þegar menn vakna og reyna að muna drauminn getur það oft reynst erfitt, vegna þess að hann er í engu rökréttu, veruleikatengdu, samhengi. Þá er eins líklegt að menn endur- skapi drauminn í huga sér og þannig getur hann orðið að skilj- anlegri atburðarás og þá kannske mun lengri en hann var í raun og veru. Sálkönnun sem kenning og lækningaaðferð styðst mjög við drauma. Sál- könnun skiptir sálarlífinu í tvö meginsvið, Þaðið sem er dulvit- að, órökrænt, stjómast af frum- stæðum hvötum og lýtur ekki lögmálum veruleikans, og Sjálfið sem er rökrænt, veruleikatengt og að mestu meðvitað. í sálkönn- un er litið svo á að í draumum megi skoða hið frumstæða, dul- vitaða sálarlíf, og þeir séu lykill að þeim öflum, löngunum og kenndum, sem móta atferli okk- ar, hugsun og tilfinningalíf. Draumurinn sé því ekki annað en dulvitaðar kenndir í frum- stæðum og stundum táknrænum búningi, sem sálkönnuðurinn túlkar síðan fyrir sjúklingi sínum og hjálpar honum þannig að verða sér meðvitandi um hvað er að gerast innra með honum. Er berdreymi þá ekki til? Hafa draumar ekkert forspár- gildi? Þessu hefur sálfræðin enn ekki getað svarað á óyggjandi hátt. Rannsóknir í duíarsálfræði hafa leitt líkur að því að sumt fólk hafi hæfileika sem stundum eru nefndir yfirskilvitlegir, t.d. skyggnigáfu, fjarhrif og ber- dreymi, en erfitt hefur reynst að fá vísindalega staðfestingu eða viðurkenningu á þessum niður- stöðum. Eitt sinn las ég athygl- isverða bók, þar sem höfundur- inn setur fram þá kenningu að tíminn sé afstætt hugtak og sé ekki allur þar sem hann er séð- ur. I daglegu lífi horfum við til baka í tíma eins og minnið leyf- ir, en við sjáum einnig svolítið fram á við og högum gerðum okkar í samræmi við það. Við er- um á jafnsléttu og sjáum því ekki lengra, en í draumnum er eins og við höfum klifið upp á fjall og við sjáum lengra framundan og inn í framtíðina. Hér er um skemmtilega samlík- ingu að ræða, en röksemdafærsl- an fyrir henni er flókin. Ekki skal lagður dómur á það hvort í henni felist sannleikskorn, en það er líka svo margt sem við vitum ekki enn. • Lesendur Morgvnblaðsins gela spurt sálfræðinginn um það sem þeim liggur i hjarta. Tekið er á mótí spurningum d virkum diigum milli klukkan 10 og 17 í súna 569 1100 og bréfum eða súnbréf- um merkt: Vikulok, Fax 5691222.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.