Morgunblaðið - 24.05.1997, Page 26

Morgunblaðið - 24.05.1997, Page 26
26 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Bónus selur aftur M&M sælgæti í DAG, laugardag, geta viðskipta- vinir allra Bónusverslana keypt sælgætið M&M, bæði hnetukúlur og brúnar M&M töflur. „Við ákváðum að setja M&M í sölu aftur þvi við teljum að rikið geti ekki bannað okkur að selja vöruna hér í verslunum þegar það selur sjálft M&M í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli. Það eru sömu lög sem gilda um hollustu fyrir Reykjavík og Keflavíkurflugvöll,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson hjá Bónusi. „Það er afar ósanngjamt að einungis þeir sem hafa efni á að ferðast til útlanda geti keypt sér M&M sælgæti.“ - Nú seldist M&M síðast upp á hálftíma í Bónusi. Eru birgðimar nægar að þessu sinni? „Við eram með miklu meira magn núna en síðast. Við fengum engar athugasemdir við söluna þá svo við reiknum ekki heldur með að athugasemdir verði gerðar núna,“ segir Jón Ásgeir. Hvað kosta pakkningamar og hvað era þær stórar? „Þetta era 200 grömm sem við seljum á 229 krónur,“ segir hann. Spurt og svarað um neytendamál Hvers vegna fæst hvergi melatónín? í BANDARÍKJUNUM er hægt að kaupa melatónín í stórmarkaði. Hversvegna er hvergi hægt að fá þetta efni hér? Svar: „Bandaríkin era alveg sér á parti með að selja lyfíð án lyfseð- ils því annarsstaðar er melatónín flokkað sem lyf“, segir Magnús Jóhannsson prófessor í ly§afræði við læknadeild Háskóla Islands. Hann segir að í sumum tilfellum sé hægt að fá hjá lækni undan- þágubeiðni um innflutning á mela- tóníni og sú undanþága gildi í heilt ár. Fyrir þá sem ekki vita hvað melatónín er þá er um að ræða efni sem heilaköngullinn myndar ^emantccMóið Útskriftargjafir, glæsilegt úrval Tráhærl ^uerá***. DEMANTAHUSIÐ Nýju Kringlunni, sími 588 9944 og virðist gagnast sumum við svefnleysi. Magnús segir hinsvegar að efnið hafí ekki verið rannsakað ítarlega og því takmarkað hægt að segja til um virkni þess að öðra leyti eða hvort það geti verið skað- legt í of stóram skömmtum. „Þetta er lyf samkvæmt Evr- ópskum og íslenskum lögum og einstaklingar mega ekki flytja inn lyf til eigin nota frá ríkjum utan EES“, segir Guðrún S. Eyjólfsdótt- ir forstöðumaður Lyfjaeftirlits rík- isins. Hún segir að reglumar séu settar til að gæta hagsmuna þeirra sem lyfin nota, til að ganga úr skugga um að þau séu af þeim gæðum sem til er ætlast. „Það gilda um lyf strangar inn- flutningsreglur og það era ákveðin fyrirtæki sem mega flytja inn lyf. Meðan þessi vara telst lyf og kem- ur utan þessa svæðis er bann á henni.“ Guðrún segir að ekki sé litið á Melatónín sem lyf í Banda- ríkjunum heldur fæðubótarefni. Gæðaeftirlit er ekkert með fæðu- bótarefnum þar í landi og lítið vit- að um gæði þessara efna þaðan. Plato café Bakaðar kartöflur eða svartfuglssalat EINN gesturinn kemur reglulega á Plato café. Hann sest í homið sitt, pantar sérríglas og finnur sér bók til að lesa. Gísli Ingi Gunnarsson eigandi Plato café segir að bækum- ar séu einmitt í hillunum til að fólk geti fundið sér lesefni og gluggað í bækur um leið og það drekkur kaffíbollann sinn eða fær sér kvöld- mat. Gísli rak um nokkurra ára skeið Pizza 67 í Vestmannaeyjum en hef- ur að undanfömu verið að gera upp þetta húsnæði í Lækjargötunni. „Margir segja að það sé óðs manns æði að ætla að fara að opna eitt veitingahúsið í viðbót. Ég hef hins- vegar trú á þessu og er með ólækn- andi áhuga á matargerð," segir hann. Gísli hefur engar prófgfráður í matreiðslu upp á vasann en segist hafa lært af góðu fólki, hefur lesið sér til og fíkrað sig áfram. 40 tegundir af grænmeti Gísli ætlar að leggja áherslu á fylltar kartöflur og fjölbreytileg salöt. „Salatblandan sem notuð er hefur að geyma um fjöratíu tegund- ir af grænmeti og síðan er ég með á listanum til að mynda heitt anda- salat, heitt svartfuglssalat, tómat- salat og svo framvegis. Líklega koma salötin til með að endur- spegla grænmetisúrval og fersk- leika hveiju sinni.“ - Hvað með þessar fylltu kartöfl- ur? „Fylltar kartöflur era tilbúnar á mjög skömmum tíma ef fólk hefur ekki mikinn tíma. Sumar era fylltar Chili con carne-kartafla. Láttu þægindin ganga íyrir! ■ -• • • COSMO (J) Þeir eru mjúkir Þeir eru léttir Þeir hafa „höggdeyfa" Þeir passa fullkomlega Fœturnir geta „andað“ ecco með ostum, kjöti eða físki og það getur verið gott að fylla þær með grænmeti og í raun öllu hugsanlegu. Fólk getur auðveldlega nýtt alls- kyns afganga heima í bakaðar og fylltar kart- öflur. Þetta er spurning um að láta hugmynda- flugið ráða ferð.“ Pönnukökur í morgunmat Fram til þessa hefur Gísli opnað Plato kaffí klukkan ellefu á morgnana en í næstu viku opnar hann stað- inn sinn klukkan rúm- lega sjö á morgnana. Hann ætlar nefnilega að bjóða viðskiptavin- um sínum upp á morg- unmat. „Ég verð með pönnukökur að hætti Bandaríkjamanna, spæld egg og beikon og er með ýmislegt fleira í pokahorninu. Ég er viss um að þetta kemur til með að henta ýmsum eins og til dæmis vaktafólki og einnig útlend- ingum." Eftirréttaseðillinn hjá Gísla er heimatilbúinn. „Allt er heimatilbúið héma. Ég baka sjálfur kökumar og bý til ísinn." Þá stendur til að bjóða upp á sérstaka ostabakka. „Við verðum með tvær tegundir af ostabökkum til að byija með, sterka osta og mildari. I þessu sambandi verð ég í sam- vinnu við Ostahúsið í Hafn- arfirðinum. Ostamir era tilvaldir í eftirrétt en fólk á líka að geta komið við iijá okkur í rólegheitum og fengið sér rauðvínsglas og osta.“ Við báðum Gísla að end- ingu að gefa lesendum auð- velda uppskrift að fylltum kartöflum. Hann segir að fylltar kartöflur séu skemmtileg tilbreytni. Lykillinn er að setja kartöflumar ekki í álpappír. Þær era einfald- lega þvegnar og þerraðar og þeim skellt í ofninn við 185°C í um 40-50 mínútur, eftir því hvort kartöflumar era mjöl- eða vatnsmiklar. Best er að stinga pijóni í kartöfluna til að sjá hvort hún sé tilbúin. Gísli segist ætíð nota tvær kartöflur á mann því ís- lenskar kartöflur séu minni en víða erlendis. Ostofyllt kartofflo Auðveldast er að kaupa tilbúna ostasósu þó lesendur geti líka spreytt sig á að bræða osta saman Morgunblaðið/Jón Svavarsson GÍSLI Ingi Gunnarsson eigandi Plato café. í potti. Þegar kartaflan er búin að vera í ofninum í 40-50 mínútur er hún tekin út og skorin í sundur. Best er að hafa ílát undir kartöfl- una sem hún fellur ofan í eins lítinn djúpan disk. Fyllingin: Mexíkósk ostasósa i dós (fæst í stórmörkuðum) 1 tsk. basil 1 tsk. oregano 1 tsk. kjötkraftur Þetta er látið malla saman í potti uns farið er að sjóða vel. Hellt milli kartöfluhelminganna og borið fram með nýbökuðu brauði og salati. Chili con (arne-kartaffla 500 g niðurskornir tómatar í dós (Hunts) 500 g nautahakk sem búið er að steikja 1 fíntsaxaðurlaukur 200 g útvatnaðar og soðnar nýrnabaunir (mó sleppa) 5 brotin lórviðarlauf 1 tsk. chilipipar _____________'Msk. salt__________ 1 msk. kjötkraftur rifinn Mozzarella ostur Kartaflan er klofin í tvennt og sett á lítinn djúpan disk. Allt nema Mozzarella-osturinn er látið malla saman í potti í um 15-20 mínútur. Fyllingin er síðan sett milli kartöfluhelminganna og rifna ostinum stráð yfír. Borið fram með nýbökuðu brauði og salati. ■ KCHAPORTIÐ ^ Folaldagrillkjöt á góda verdi Folaldahryggjasneiðar á tilbóðsverði kr. 469,- kílóið Hann Benni hinn kjötgóði er með gómsætt folaldakjöt á tilboðsverði um helgina ásamt lambakjöti á sprengiverði sem tekið er eftir. Láttu sjá þig i hinni einu sönnu Kolaportsstemmningu um hclgina. ^ompudí.? ar helgina Opiðlaugardagaogsunnudagakl.11-17

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.