Morgunblaðið - 24.05.1997, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997 27
Bændagisting, sumarhúsabyggðir, fjölbýlishús
Allir leikvellir falla und-
ir nýjar öryggisreglur
Morgunblaðið/Ásdís
VÆNTANLEGIR staðlar um ör-
yggi leikvallatækja og leikvalla
eiga ekki einungis við leikskólalóð-
ir heldur leikvelli á öllum opinber-
um stöðum, við ijolbýlishús,
bændagistingu, sumarhúsabyggðir
og svo framvegis. Að sögn Guð-
laugar Richter hjá Staðlaráði ís-
lands er verið að vinna að gerð
reglugerðar um öryggi leikvalla og
kemur hún til með að vísa í um-
ræddan staðal.
„Fram að þessu hafa litlar ör-
yggiskröfur verið gerðar til leik-
valla þannig að eflaust þarf víða
að gera töluverðar breytingar,“
segir Guðlaug.
Þeir sem eru þegar með velli á
sínum snærum þurfa að kynna sér
nýjar reglur og gera áætlun um
úrbætur. Guðlaug segir að þeir sem
eru að huga að gerð leikvaliar
ættu að snúa sér til fagfólks til
að fá lóðina teiknaða upp. Það
skiptir máli hvemig skipulag vall-
arins er og hversu rúmgott pláss
þarf að vera fyrir hvert tæki. Hún
bendir á að við rólur þurfí t.d að
vera sérstakt undirlag sem dregur
úr höggi.
Þá þarf að huga
að því fyrir hvaða
aldurshóp tækin
eru ætluð. Það er
ekki hægt að stilla
upp hlið við hlið
sparkvelli og sand-
kassa svo dæmi sé
tekið. Guðlaug
bendir á að ætli
íbúar fjölbýlishúss
til dæmis að smíða
sjálfír sandkassa sé
að ýmsu að huga.
Það þarf að velja
rétt efni og máln-
ingu, vel þarf að
ganga frá skrúfu-
endum og kassa-
brúnum, auk þess
sem rétt hæð þarf
að vera á brúnun-
um. Auk þess þurfa
íbúamir að skipta
árlega um sand.
Guðlaug segir að
staðladrögin sé hægt að nálgast
hjá Staðlaráði og bamaslysafull-
trúi Slysavarnafélagsins veitir leið-
beiningar varðandi leikvallaöryggi.
Enn er óvíst hvenær reglumar
taka gildi en fólk fær ákveðinn
aðlögunartíma sem nota má til
undirbúnings.
IMýtt
Morgunblaðið/Júlíus
Ný krydd o g
grillpakkar frá
Pottagöldrum
NÝ krydd hafa bæst í kryddlínu
Pottagaldra. Um er að ræða eðal-
hvítlaukssalt og eðal-svínasteikar-
krydd.
Þá hefur Sigfríð Þórisdóttir eig-
andi Pottagaldra einnig sett saman
grillpakka fyrir sumarið. Um er að
ræða annaðhvort tvær eða þijár teg-
undir í pakka, kryddið Lamb Islan-
dia, eðal-kjúklingakrydd og eðal-
steik- og grillkrydd. Með grillpökk-
unum fylgir svokölluð Galdrabók og
þar er að finna uppskriftir að ýmsum
réttum og upplýsingar um hin ýmsu
krydd.
FAÐU ÞER EINN - DAGLEGA 'W
Garpur er kröftugur drykkur sem býr yfir
miklu og hressandi ávaxtabragði og er ríkur
að kalki og C-vítamíni. Uppistaðan er mysa
en í henni eru öll helstu bætiefni mjólkurinnar.
Garpur er góður á íþróttaæfinguna,
í skólann, fjallið, bíltúrinn og bústaðinn.
Tré og runnar
Lauftré • Skrautrunnar • Barrtré
Sækið sumarið til okkar
Harðgerðar, stórar og fallegar plöntur eru aðalsmerki okkar.
ÍSLENSKUR EINIR
(JUNIPERUS COMMUNIS)
GRÓÐRARSTÖÐIN
BERGFURA
(PINUS
UNCINATA)
TVIoiic Æ
UGRÓF18. SÍM/ 581 4288, FAX 581 2228 . |1 V
STJÖRNUGRÓF
ELÍNORSÝRENA
(SYRINGAX PRESTONIAE ('EUNOR)
• Sumarblómog
plærar plöntur
Opnunartímar:
• Virka daga kl. 9-21
» Umhelgarkl. 9-18
Agúrka
- ein með öUu
Islensku agúrkurnar eru komnar í bæinn,
ferskar, girnilegar og á fínu verði.
Nartaðu í eina ferska, smelltu annarri
á grillið og prófaðu uppskriftirnar.
Gúrka gerir þér gott.
1 agúrka
1/41 hreint jógúrt eða AB mjólk
safi úr 1/2 sítrónu
1 -2 hvítlauksrif
1 -2 matsk. saxaður graslaukur
Þetta hentar vel með hvaða mat
sem er, ekki síst grilluðum réttum
eða bragðsterkum og það á líka
við um næstu uppskrift
1 agúrka skorin í u.þ. b.
1 sm þykka bita
40 g smjör
þúrrulaukur smátt skorinn
1 tsk. saxað ferskt dill
1/2-1 dl sýrður rjómi
1 tsk. sítrónusafi
salt og pipar
Steikið púrrulaukinn í smjörinu,
bætið fljótlega gúrkunum saman
við og kriddið með dillinu. Leyfið
að malla í 10 mínútur, hrærið vel
í á meðan. Bætið sýrða rjómanum
út í og sítrónusafanum og kryddið
með salti og pipar.
Rxckjti- og gúrkuréttur
Tvxr gúrkur
2 msk. olía
2 msk. rifin
engiferrót
1 hvítlauksrif
púrrulaukur
250 g rœkjur
salt
Sósa
4-5 msk. sérrí
(eða kjúklingasoð)
3 msk. edik
2 msk. sojasósa
1-2 tsk.
maísenamjöl
1/2-1 tsk. sykur
Skrælið gúrkurnar, skerið þær í
tvennt og síðan í u.þ.b. tveggja
sm bita. Erlendis eru gúrkur með
stærri fræ og þau þá skorin burt.
Á íslenskum agúrkum er það yfir-
leitt óþarfi. Hitið olíu á pönnu og
setjið gúrkubitana í og 1 skeið af
engifer. Hitið í 3 mínútur og takið
síðan af pönnunni. Hitið olíuna og
bætið út í hvítlauk, afganginum
af engifer, lauk og rækjum og látið
krauma í 3 mínútur. Þá hellið þið
sósunni yfir og hellið síðan yfir
gúrkurnar.
I QÚrkusósa
1 agúrka
1/2 dl hvítvín
25 g hveiti
40 g smjör
11/21 kaffirjómi
1 tsk. sítrónusafi
salt og pipar
Afhýðið agúrkuna en skiljið eftir
svolítið af hýðinu til að fá lit á
sósuna. Skerið gúrkuna í tvennt
og setjið helminginn í mat-
vinnsluvél ásamt hvítvíninu.
Skerið hinn helminginn af
gúrkunni í þykkar sneiðar og
steikið þær við lágan hita í
smjörlíkinu í u.þ.b. 10 mínútur.
Bætið hveitinu út í og hrærið
þar til það hefur blandast vel.
Hellið þá smám saman agúrku-
og hvítvínssafanum saman við
og hrærið vel í á meðan. Látið
malla við lágan hita í fimrn
mínútur, bætið þá sítrónusafa,
salti og pipar út í.
Þessi sósa er sérdeilis góð með
steiktum eða soðnum fiski.
1 agúrka
1 -2 msk. olía
4 msk. hvítvín
(mysa eða epla-cider)
2 msk. sykur
salt
Skerið gúrkuna í stöngla.
Hitið olíuna og þegar hún er
orðin heit setjið þá vín og sykur
saman við og hrærið vel í.
Þegar þetta er farið að snarka
bætið þá við agúrkum og
saltið. Eldunartírrti er ekki
nema 3-4 mínútur. Gúrkur
matreiddar á þennan hátt eru
mjög góðar með öllum asísk-
um mat sem og sterkum mat.
ÍSLENSK GARÐYRKJA
<£aftu/ þcA/ Ctáa/
ARGUS / ÖRKIN /SÍA SA006