Morgunblaðið - 24.05.1997, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 24.MAÍ1997 45
SIGURÐUR
SIGURMUNDSSON
+ Sigurður Sigur-
mundsson var
fæddur í Reykjavík
10. mars 1971.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur
14. maí síðastlið-
inn. Foreldrar hans
eru Hugborg Sig-
urðardóttir, f. 4.
júlí 1949, og Sigur-
mundur Arin-
björnsson, f. 2. júní
1949, skipstjóri á
Eyrarbakka. Systk-
ini Sigurðar eru
Arnrún, f. 13. mars
1969, hennar maður er Guð-
mundur Marteinsson, f. 11. júní
1968, þeirra dóttir er Hugborg,
f. 3. nóvember 1986, Ágúst, f.
20. mars 1973, Lena, f. 8. mars
1976, hennar sonur er Sigur-
mundur, f. 1. júní 1995.
Sigurður var ókvæntur og
barnlaus og bjó hjá foreldrum
sinum á Eyrarbakka.
Útför Sigurðar fer fram frá
Eyrarbakkakirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Kom, huggari, mig hugga þú,
kom, hönd, og bind um sárin,
kom, dögg, og svala sálu nú,
kom, sól, og þerra tárin,
kom, hjartans heilsulind,
kom, heilög fyrirmynd,
kom, ljós, og lýstu mér,
kom, líf, er ævin þver,
kom, eilífð, bak við árin.
(V. Briem.)
Þetta bænavers sálmaskáldsins
frá Stóra-Núpi kom í huga mér,
þegar fjölskylda Sigurðar stóð við
dánarbeð hans að kveldi 13. maí
sl. til að kveðja hann hinstu kveðju.
Dauðinn kom svo óvænt, óásættan-
legur og engum vörnum komið við
þegar holskefla harmsins reið yfir
og sópaði allri von í burt. En sorg-
in er heilög, Guði vígð tilfinning,
skírð í afli saknaðar og tára eins
og smyrsl til að draga úr mesta
sviðanum eftir sáran missi og veita
nýja von.
Það er erfítt að kveðja hann Sig-
urð okkar, vita hann horfinn í
blóma lífsins og eiga aldrei framar
von á að sjá hann eða heyra. Hann
var þó ekki oft samvistum með
okkur. Stuttan tíma var hann á
heimili okkar þegar hann var að
undirbúa sig fyrir starf kokks og
alltaf var hann jafn ljúfur og hæg-
ur í allri umgengni við okkur. Starf
hans á stuttri ævi var á sjónum
og þeir hafa ekki verið háir í loft-
inu, bræðumir, þegar þeir fóm
fyrst á sjó með pabba sínum.
Sjómennskan hefur verið honum
í blóð borin og þar fann hann sinn
starfsvettvang. Nú síðast var hann
kokkur á bátnum Andey, sem gerð-
ur er út frá Þorlákshöfn. Það var
svo merkilegt með hann Sigurð að
hvort sem hann var á sjó eða landi,
var hann háður einhverri veiði-
mennsku. Hann var ekki búinn að
vera lengi í landi, þegar hann tók
veiðistöngina sína og fór vestur að
á til að veiða, og marga stundina
hefur hann unað við að renna fyrir
sjóbirting í Ölfusánni. Ég má til
með að minnast á annan þátt í lífs-
starfí Sigurðar, en það var sjálf-
boðastarf hans í björgunarsveitinni
„Björg“ á Eyrarbakka. Þar var
hann góður liðsmaður og alltaf
boðinn og búinn að veita það lið
sem hann gat. Starf björgunar-
sveitar í litlu sjávarþorpi verður
aldrei metið eins og vert er, og þar
finna ungir menn verðugt verkefni
til að láta gott af sér leiða. Og
minningu Sigurðar verður best
haldið á lofti með að styrkja og
efla það starf sem þar er unnið.
Hann Sigurður okkar var ekki
maður fjöldans og að sumu leyti
fannst mér hann einfari í lífi sínu.
Þó veit ég að hann eignaðist sína
vini. Fáa, en góða vini, sem tóku
þátt í störfum hans og
leikjum og sýndu hon-
um trú og hollustu
sprottna af einlægu
vinarþeli. Oft leit hann
inn til okkar, þegar við
vorum í litla húsinu
okkar austur á Eyrar-
bakka, gaf okkur sitt
hlýja bros, þótt hann
stæði stutt við. Hann
gleymdi ekki hejdur að
líta til hennar Ágústu,
langömmu sinnar,
meðan hún dvaldi á
Sólvöllum á Eyrar-
bakka, það sagði hún
okkur sjálf.
Og svo er kveðjustundin allt í
einu runnin upp. Kveðjustund, sem
okkur fannst svo órafjarri, en verð-
ur ekki umflúin. Og eftir standa
foreldrar hans, elsku Diddi minn
og Hugga, systkinin, ömmur og
afar og hvað er hægt að segja
þeim til huggunar? Hvað er hægt
að gera til að sefa sorg þeirra og
söknuð? Eftir lifir minning um góð-
an dreng. Eftir lifir vonin um
endurfund. Við ljúkum þessum fá-
tæklegu kveðjuorðum með versum
úr sálminum hans Valdimars
Briem.
Og þegar blessuð bömin frá oss deyja,
í bæn og trú þá kenn þú oss að þreyja,
og seg við hvem, er sorgin þyrmir yfir:
Þinn sonur lifir.
Já, þegar sjálfír vér til heljar hnígum
og hinsta fetið lífsins þreyttir stígum,
í sjálfum dauða sagt það verði'oss yfír:
Þinn sonur lifir.
(Vald. Briem.)
I þeirri trú og von kveðjum við
Sigurð okkar og biðjum Guð að
blessa minningu hans og styrkja
foreldra hans, systkini og aðra
ættingja í þeirra miklu sorg.
Kveðja frá
afa og ömmu í Álfheimum.
Elsku frændi okkar er dáinn.
Hvemig getur það verið, þú sem
varst svo ungur og áttir eftir að
gera svo margt við líf þitt. Það er
svo óendanlega sárt að þurfa að
kveðja þig, elsku Sigurður okkar.
En minningarnar eru margar og
ljúfar. Á uppvaxtarárunum var
mikill samgangur milli systranna
Huggu og Beggu og þar af leið-
andi urðum við frændsystkinin eins
og stór systkinahópur. Ófáar voru
heimsóknir bakkakrakkanna til
okkar í Votó og var þá margt brall-
að.
Þú varst alltaf svo blíður og
góður, svo rólegur og sagðir ekki
margt. Orð þín geymdir þú í huga
þínum og leyfðir lífinu í kringum
þig að ganga sinn vanagang. Þú
varst svo tillitssamur og vildir öll-
um vel. Ég man eftir þér þegar þú
varst ekki nema 4-5 ára. Eg var
nýbúin að skúra og sat inni í eld-
húsi með ptjónana mína þegar ég
heyrði að þú varst að ávíta frænk-
ur þínar, þær Siggu og Jóhönnu,
og Ágúst bróður þinn. Þið höfðuð
öll verið að leika ykkur í ófrágeng-
inni lóðinni á Heiðmörk 6 og voruð
á leið inn. En þá stoppaðir þú hers-
inguna og sagðir að Begga frænka
væri nýbúin að skúra og þess vegna
ættu allir að fara úr stígvélunum.
Ég man alltaf hvað ég var hissa á
því að svona lítill pjakkur hefði
hugsun á þessu.
Þegar við urðum eldri urðu sam-
verustundirnar færri, en þá sjaldan
við hittumst var það alltaf jafngam-
an og voru ósjaldan einhveijar
bernskuminningar riQaðar upp.
Eins og þegar þið Agúst tókuð
ykkur til og kláruðuð súkkulaðið
úr jóladagatölum okkar systkin-
anna, okkur til mikillar gremju þá
en hláturs í dag.
Þetta sem upp er talið er bara
lítið brot af þeim minningum sem
við eigum um þig. Ekki kæmi okk-
ur það á óvart að þú værir nú hjá
honum Sigurmundi langafa þínum
eitthvað að stússast, þið voruð svo
miklir vinir þegar þið voruð hér.
Við gleymum aldrei fallega brosinu
þínu, hvernig augun pírðust og
fallegu spékopparnir komu í kinn-
arnar. Við elskum þig öll og gleym-
um þér aldrei.
í dimmum skugga af löngu liðnum vetri
mitt ljóð til þín var árum saman grafið.
Svo ungur varstu, er hvarfstu út á hafíð,
hugljúfur, glæstur, öllum drengjum betri.
Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína
sem hefði klökkur gígjustrengur brostið.
Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið,
sem hugsar til þín alla daga sína.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna
sem horfðu eftir þér í sárum tega,
þá blómgast enn, og blómgast ævinlep
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki
um lífsins perlu í pllnu augnabliki.
(Tómas Guðmundsson.)
Elsku Hugga, Diddi, Arnrún,
Ágúst og Lena. Það eru ekki til
þau orð sem ná að segja það sem
í hjarta okkar býr til að sýna ykk-
ur samhug okkar. Við biðjum Guð
að styrkja ykkur í þessari miklu
sorg.
Bergrún, Sigríður,
Jóhanna og Gunnar.
Sú mynd við mér brosir,
þó burtu sért þú.
Ó, svo björt er þín minning.
Hún lýsir mér nú.
(Iðunn Steinsdóttir)
Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér,
vaka láttu mig í þér.
Sálin vaki, þá sofnar lif,
sé hún ætið í þinni hlíf.
(Hallgrímur Pétursson.)
Minning þín eru perlur í hjarta
okkar. Ekki getum við munað neitt
slæmt sem þú gerðir, allt lífíð var
eins og gleðileikur, allt gekk upp
í hlátri og gríni. Þú varst einn af
þeim sem virkilega voru til staðar.
Ég hugsaði alltaf að Bakkus
myndi koma ykkur í koll einhvem-
tímann, en aldrei bjóst ég við því
sem gerðist.
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljós sem skina glaðast,
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið logaskæra
sem skamma stund oss gladdi,
það kveikti ást og yndi
með öllu sem það kvaddi
þótt burtu úr heimi hörðum
nú hverfí ljósið bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(Friðrik G. Þórleifsson.)
Efst er mér í huga þegar þú
sást ekkert nema systur mína, þá
daga varstu eins og heimalningur,
þeir dagar voru yndislegir. Því að
einn af þínum bestu hæfíleikum var
að fá fólk til að hlæja og það gerð-
irðu þessa daga. En ekkert varð
úr áætlunum þínum en þið urðuð
mjög góðir vinir enda hættir þú
ekkert að koma.
Dóttir okkar hændist mjög að
þér enda var erfítt að líka ekki vel
við þig. Það var eitthvað við þig
sem dró til sín fólk, e.t.v. hvað þú
varst opinn.
Nú sit ég hérna, vinur, og blaðið
ekki orðið blautt því ég er ekki
ennþá búin að átta mig á þessu.
Ég var að tala við hann vin okk-
ar, Gumma, og við skildum þetta
ekki alveg, hvers vegna þú.
Við eigum svo margar minningar
saman, t.d. þegar við fórum hring-
inn saman og skemmtum okkur svo
vel. Nær alltaf þegar við höfum
spjallað vel saman eftir það hefur
verið minnst á hringferðina frægu.
Ég man vel þegar við fórum
snemma vors í Veiðivötn með tjald
og ætluðum að tjalda, það rigndi
svo mikið að við hefðum eins getað
tjaldað í vatni, svo við fengum leyfi
til að hýrast í gömlum kofa sem
míglak reyndar en var annars gott
skjól gegn roki og kulda. Þama
vorum við reyndar ekki til að sofa
svo þetta skipti ekki máli.
Veiðidellan átti hug þinn allan
og svo var það í þetta skiptið líka.
Aflinn var reyndar ekki mikill í
þetta sinn. Aflann skildi nú vefja
í plast og geyma í snjóskafli þar
til farið yrði heim. Á heimferðar-
degi skyldi aflinn sóttur, ekki var
nú glæsilegt um að litast í skaflin-
um, allt sundurtætt og ógeðfellt,
var nú veiðibjallan búin að halda
veislu og lítið varið í leifarnar.
Svona var margt í okkar vina-
hópi, það var ekki svo „nojið“ ef
það bara gekk upp. Eins og þegar
við grilluðum á teinakoppnum í
Skaftafelli hérna um árið og pyls-
urnar vom allar úti í gráu krómsp-
reyi.
Það er margs að minnast og alls
góðs, ég vil þakka fyrir samfylgd-
ina, góði vinur.
Eg gæti haldið áfram lengi, lengi
að rifja upp minningar um ævin-
týri okkar en mun eiga þau í minn-
ingunni um góðan dreng með létta
lund og bros í hjarta.
Elsku Diddi, Hugga, Arnrún,
Gústi, Lena og aðrir aðstandendur,
góður guð styrki ykkur í ykkar
miklu sorg. Þín er sárt saknað, vin-
ur.
Ingólfur og Ragna.
Elskulegur bróðir okkar og mág-
ur, Sigurður Sigurmundsson, sem
lést 14. maí síðastliðinn, verður
jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju
í dag.
Það er erfítt til þess að hugsa
að við eigum aldrei eftir að sjá
hann aftur eða hlusta á veiðisög-
urnar hans. Sigurður var mikill
veiðimaður og var búinn að und-
irbúa sumarið vel, það sáum við
SNORRI
GUÐJÓNSSON
■4- Snorri Guðjónsson fæddist
• í Garðshorni, Glerárþorpi,
5. desember 1921. Hann lést á
Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri 8. mars síðastliðinn
og fór útför hans fram frá
Akureyrarkirkju 18. mars.
Það togar, það seiðir, hið salta haf,
þó sjóði þar títt á keipum
og stormurinn hristi hrimgað traf
og hrikti í siglu og reipum,
og Rán vilji fleyin færa í kaf
í freyðandi öldusveipum.
Þá vaknar hin forna víkingslund
og vorþrá í sjómanns barmi.
hann kveður allt heima á hljóðri stund
með húmbyrgða dögg á hvarmi,
og ótrauður snýr á Ægisfund,
þó ei fyrir dögun bjarmi.
Hann leysir festar, og landi frá
hann legpr í drottins nafni.
Hans hönd er örugg, en orðin fá —
er ávallt hinn sami og jafni.
Hans afkomuvon og aflaþrá
er eggjandi fyrir stafni.
Er sædrifnir leita heim í höfn
af hafinu vaskir drengir,
og glottir að baki dökkbrýn dröfn
og duna við kólgustrengir,
er bjart um garpanna brimfáð nöfn,
- þá birtir og daginn lengir.
(Guðmundur E. Geirdal.)
Takk fyrir allt og allt, kæri
frændi.
Hjalti, Friðjón Már og Snorri.
þegar við litum inn í herbergið
hans. Hann var búinn að hnýta
margar flugur sem hann hefur
ætlað að nota í veiðina í sumar.
Hann hafði mjög gaman að allri
veiði. Það er sárt að hugsa til þess
að maður eigi aldrei eftir að sjá
hann bera veiðistangirnar sínar út
í bíl eins og hann gerði nær dag-
lega þegar hann var ekki á sjó.
Eða þegar hann var að koma úr
veiðiferð og var að bera úr bílnum,
fisk, gæs eða rjúpur. Hann var
mikið fyrir að veiða og vera úti og
stundum fórum við systkinin með
honum. Oft tók hann Hugborgu
frænku sína með sér og þegar þau
komu til baka kom Hugborg og
sagði frá veiðiferðinni, hvert þau
fóru og hvað þau veiddu. Sigurður
var líka mikill kokkur og bauð okk-
ur stundum í mat og það var þá
ýmist villibráð eða fiskur sem hann
hafði eldað handa okkur.
Sigurður var mjög gjafmildur
hvort sem var á sjálfan sig eða
annað. Hann var alltaf svo ánægð-
ur þegar hann kom til okkar og
færði okkur afrakstur veiðinnar.
Sigurður var félagi í Björgunar-
sveitinni Björgu á Eyrarbakka og
starfaði mikið með henni. Það sýn-
ir vel hversu hjálpsamur og góður
hann var.
Það er stórt skarð höggvið í
systkina- og vinahópinn nú þegar
hann er farinn. Okkur langar að
þakka Sigurði fyrir allar góðu
stundimar í gegnum árin sem voru
allt of fá. Sigurður var góður bróð-
ir og vinur.
Elsku Sigurður, hafðu þökk fyrir
allt og allt.
Þú lifir i hugum okkar um alla
eilífð.
Arnrún, Guðmundur,
Ágúst og Lena.
Elsku Sigurður minn, nú ertu
dáinn og kominn upp til Guðs. Það
er svo skrítið að þú skulir vera
farinn frá okkur, þú sem varst allt-
af svo góður. Þú tókst mig stundum
með að veiða þó að ég hefði ekki
sömu þolinmæði og þú við veiðina.
Þú varst líka duglegur að passa
mig þegar ég var minni og mamma
var í skólanum. Hálsmenið sem þú
gafst mér í jólagjöf síðustu jól ætla
ég að passa og geyma vel.
Elsku Sigurður minn, ég veit að
englarnir passa þig núna.
Þín frænka,
Hugborg.
Frágangur
afmælis-
ogminning-
argreina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin,
vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt,
að disklingur fylgi útprentun-
inni. Það eykur öryggi í texta-
meðferð og kemur í veg fyrir
tvíverknað. Þá er enn fremur
unnt að senda greinarnar í
símbréfí (5691115) og í tölvu-
pósti (MBL@CENTRUM.IS).
Auðveldust er móttaka svo-
kallaðra ASCII skráa sem í
daglegu tali eru nefndar DOS-
textaskrár. Þá eru ritvinnslu-
kerfin Word og WordPerfect
einnig nokkuð auðveld úr-
vinnslu.
Um hvern látinn einstakling
birtist ein uppistöðugrein af
hæfílegri lengd, en aðrar
greinar um sama einstakling
takmarkast við eina örk, A-4,
miðað við meðallínubil og
hæfilega línulengd, - eða 2200
slög (um 25 dálksentimetra í
blaðinu). Tilvitnanir í sálma
eða ljóð takmarkast við eitt
til þrjú erindi. Greinarhöfund-
ar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni
undir greinunum.