Morgunblaðið - 24.05.1997, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997 61
_____MYMDBOMP_
MYWPBÖMD
Frábær skemmtun
Næturkossinn iangi
(The LongKiss Goodnight)_
Spennumynd
★ ★★
Framleiðandi: Forge. Leikstjóri:
Renny Harlin. Handritshöfundur:
Shane Black. Kvikmyndataka:
Guillermo Navarro. Tónlist: Alan
Silvestri. Aðalhlutverk: Geena
Davis og Samuel L. Jackson. 115
mín. Bandarikin. New Line
Cinema/Myndform 1997. Myndin
er bönnuð börnum innan 16 ára.
SAMANTHA er kennari og hús-
móðir í litlum bæ. Hún hefur verið
minnislaus frá því
að hún fannst fyrir
átta árum meðvit-
undarlaus á
strönd. Við áfall
byrjar hún að sjá
myndir úr fyrra lífi
sínu og brátt er
hún komin í mik-
inn lífsháska
ásamt einkaspæj-
aranum Mitch.
Þetta er besta bandaríska spennu-
mynd sem ég hef séð í langan tíma
og sérstaklega fyrir það að vera ólík
þeim hasarmyndum sem ganga yfir
mann og eru allar eins. Aðalpersón-
umar tvær eru skemmtilegar; Davis
er algjör töffari og Jackson er fynd-
inn halloki (ísl. þýð. á „looser"). Hú-
morinn er ágætur, þ.e.a.s. hann er
öðmvísi og það kemur á óvart. Um-
fram allt em það þó brellumar sem
standa upp úr, þær em frábærar.
Myndin er spennandi og fyndin, en
á það einnig til að vera grátbrosleg
og jafnvel sorgleg og þar af leiðandi
einfaldlega skemmtileg. Þótt Harlin
sé mjög góður spennumyndastjóri og
hans hlið myndarinnar lýtalaus, þá
em allar þessar nýju uppákomur
handritinu mikið að þakka. í því er
hvergi dauðan punkt að finna og
framvinda sögunnar þýtur áfram.
Jackson og Davis hafa þegar sannað
sig margoft og gera það hér aftur í
góðum samleik. Geena Davis er nátt-
úmlega gella aldarinnar eftir þessa
mynd, næst á eftir Anne Parillaud
úr Nikitu hans Luc Besson. Ég ráð-
legg því stúlkum sem sætta sig yfir-
leitt við að fá útrás fyrir stráka-
komplexana með því að reykja vindla
og keyra stóra bíla, að stökkva út á
leigu sem fyrst. Þær munu fá ærlegt
kikk út úr þessari mynd.
Hildur Loftsdóttir.
Glettin eins
o g vera ber
i
i
i
i
i
i
Emma
(Emma) ________________
Gamanmynd
★ ★ ★
Framleiðandi: Matchmaker Films.
Leikstjóri og handritshöfundur:
Douglas McGrath eftir samnefndri
sögu Jane Austen. Kvikmyndataka:
Ian Wilson. Tónlist: Rachel Port-
man. Aðalhlutverk: Gwyneth
Paltrow, Toni Colette, Greta Scacc-
hi, Ewan McGregor, Alan Cumm-
ings, Jeremy Northam og Sophie
Thompson. 116 mín. Bretland.
Miramax/Skifan 1997.
EMMA Woodhouse er ung stúlka
af heldri ættum. Eina áhugamál
hennar er að para
saman ættingja
og vini. Þegar hún
reynir að koma
bestu vinkonu
sinni saman við
prest nokkum
veðjar hún á rang-
an hest. Hún held-
ur þó áfram við
iðju sína, og brátt
er hún sjálf flækt
i ástarmálin. Sögum Austen hafa
verið gerð rækileg skil í kvikmynd-
um og sjónvarpi á undanfömum
missemm. Satt er að sögur hennar
eru skemmtileg ádeila á yfirborðs-
mennsku heldra fólksins í upphafi
síðustu aldar í Bretlandi. Þær búa
yfir ótrúlegri glettni og háðskum
húmor miðað við tímann sem þær
em skrifaðar á. Það verður hins
vegar seint sagt að þær risti sérlega
djúpt. Þessi kvikmynd um Emmu
nær þessari glettni einstaklega vel.
Oft tekst myndavélinni að túlka það
sem hefði þurft nokkrar blaðsíður
af orðagjálfri til að segja í bókinni.
Handritið er einstaklega hnitmiðað
og skemmtilegt. Leikaramir eru
mjög vel valdir í öll hlutverkin, en
drottningin er án nokkurs efa Gwyn-
eth Paltrow í hlutverki Emmu. Hún
er einstaklega heillandi og fullkomin
í hlutverkið. Það væri gaman að sjá
hana í fleiri bitastæðum hlutverkum
brátt. Hér koma fram margar mjög
skemmtilegar persónur eins og Séra
Elton leikinn af Alan Cummings og
Miss Bates leikin af Sophie Thomp-
son. Stærri stjömur eins og Toni
Colette og Ewan McGregor féllu al-
gerlega í skuggann af þeim. Emma
er skemmtileg og hlý mynd um
mannlegar tilfinningar, sem ég
mæli með fyrir alla.
Hildur Loftsdóttir
MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU
Fræknar stúlkur í
fjársjóðslelt
(Gold Diggers: The Secret of Bear
Mountain)-k k 'h
Sú fyrrverandi
(The Ex) k
Lokaráð
(Last Resort)'h
Varðeldasögur
(Campfire Tales)-k k
Vörðurlnn
(The Keeper)k
Verndarenglarnír)
(Les Anges Gardiens-k
Reykur
(Smoke)k k k 'h
Eyðimerkurtunglsýkl
(Mojave Moon)k k 'h
Marco Polo
(Marco Polo)k k
Tækifærlshelvítl
(An OccasionalHell)k k
Adrenalín
(Adrenalin)
Golfkempan
(Tin Cup)k ★ ★
Drekahjarta
(Dragonheart)k k k
Meðeigandinn
(The Associatejk 'h
Ráðgátur: Hverfull tíml
(The X—Files: Tempus Fugit)k k 'h
Kekklr
(Curdled)k'h
Strákar
(Boys)k
Líf eftlr Plcasso
(Surviving Picasso)k 'h
Stelpuklíkan
(Foxfire)k k'h
Nlðurtalning
(Countdown)k k 'h
Kappa
PÁLL ÓSKAR kynnir KAPPA og
áritar nýju plötuna sína í dag
kl. 12-14.
Áritaðar plötur fylgja öllum KAPPA
íþróttagölum meðan birgðir endast.
Músik
og Sport
Reykjavfkurvegi 60 Slmar 555-2887 og 555-4487
&
ít
*c.
Það er alltaf vandi að velja réttu tölvuna og
sérstaklega þegar þú ætlar að kaupa 40 stykki.
Eftir mikla athugun varð Hyundai Pentium ATX
tölvan frá Tæknivali fyrir valinu
og við erum alsæl:
Pentium ATX 3.5 FD
með intel CPU 586DX
133MHz 32MB EDO
innra minni 2110MB
harðurdiskur 16X BTX
geisiadrif 100 MBT intel
netspjald 15 tommu
SVGA súperskjár
Við ertivn
okkar...
Hjá xnetis færðu aðgang að bestu fáanlegum tölvum og
fylgibúnaði fyrir aðeins 400 krónur á tímann.
Úrval hugbúnaðar á hverri net
opnunartilboðin koma þér skemmti
Opið alla
Nóaatúni 17 - sími 562 903
. ..,.