Morgunblaðið - 31.05.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.05.1997, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Flugleiðir hætta flugi á Patreksfjörð íslandsflug fjölgar ferðum JÓN Gauti Jónsson, bæjarstjóri í Vesturbyggð, kveðst telja afar slæmt íbúanna vegna að Flugleiðir hafi hætt áætlunarflugi til Patreks- fjarðar. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að heimamenn séu varla búnir að átta sig á stöðunni, breytingin sé það nýtilkomin. „Það er ljóst að þetta þýðir að samkeppn- in er farin og það er slæmt,“ segir hann. íslandsflug er með áætlunar- flug á Bíldudal og tekur svipaðan tíma að fara frá Patreksfirði á Bíldu- dalsflugvöll og á Patreksfjarðarflug- völl. íslandsflug mun frá og með nk. mánudegi bæta við tveimur ferðum á Bíldudal. „Við þurfum að fara alveg fyrir fjörðinn til að komast á Patreksfjarð- arflugvöll og þó að leiðin norður úr til Bíldudals sé eitthvað lengri í kíló- metrum talið er hún greið og fljótfar- in,“ segir Jón Gauti. íslandsflug bætir við tveimur ferðum á Bíldudal Hann segir samkeppnina hafa gagnast mjög vel og að þjónusta við svæðið hafi verið mjög góð þar til nú, þegar Flugleiðir hætta að fljúga á Patreksfjörð. Að sögn Ómars Benediktssonar, framkvæmdastjóra íslandsflugs, mun félagið auka þjónustuna á Bíldudal frá og með næsta mánu- degi. „Við höfum flogið daglega á Bíldudal gegnum ísafjörð og Flat- eyri en nú verður beint flug á Bíldu- dal daglega. Auk þess setjum við inn kvöldflug tvisvar í viku,“ segir hann. Frá og með mánudeginum verður beint morgunflug alla daga nema sunnudaga og að auki kvöldflug miðvikudaga, föstudaga og sunnu- daga. „Þegar við byrjuðum að fljúga á Bíldudal vorum við með um 3.000 farþega á Bíldudal og Flugleiðir voru með um 6.000 á Patreksfjörð. Nú hefur þetta snúist við og þeir eru með um 2.500 og við 6.500. Þetta er eiginlega eini staðurinn á landinu þar sem við höfum mátt keppa óheft við Flugleiðir á markaðnum. Því þó að hér sé um sitthvorn staðinn að ræða, þá er þetta sami markaðurinn og þar höfum við náð góðum ár- angri. Ég held mér sé óhætt að segja að við höfum sinnt markaðnum þama mjög vel og fólk á suðurfjörð- unum getur staðfest það,“ segir Ómar. FRETTIR_________________________________ Útskrift stúdenta frá Verslunarskóla íslands BIRKIR Rúnar Gunnarsson, 3. efsti á stúdentsprófi frá Versl- unarskóla íslands, og umsjónarkennari hans, Ingi Ólafsson. Birkir 3. efsti á prófum BIRKIR Rúnar Gunnarsson varð 3. efsti á stúdentsprófi frá Versl- unarskóla Islands, við útskrift sem fram fór í gær. Meðalein- kunn hans var 8,64 og er Birkir fyrsti og eini blindi nemandinn sem útskrifast frá skólanum. Aðspurður segist Birkir fyrst og fremst þakka árangurinn góðri skipulagningu. Birkir er mikill sundmaður og keppti á Ólympíuleikum fatlaðra sl. haust með frábærum árangri. Hann segist þó hafa minnkað við sig sundæfingarnar nú í vetur til að geta einbeitt sér betur að nám- inu. Segir hann skólann hafa út- vegað sér glósur og annað á tölvudiskum og að góð aðstoð kennaranna hafi gert honum kleift að stunda námið á jafnrétt- isgrundvelli við aðra nemendur skólans. Hann segir flesta þá sem svipað sé ástatt fyrir kjósa að stunda nám við Menntaskólann við Hamrahlíð vegna stuðnings- kennslunnar sem þar er í boði en persónulega hafi hann ekki séð ástæðu til að eltast við hefð- ir og valið þá námsleið sem hon- um hugnaðist best. Einstaklega móttækilegur Tölvur og stærðfræði eiga hug hans allan og hyggur Birkir á framhaldsnám í tölvunarfræði í Bandaríkjunum. Hann segir framtiðina felast í tölvum og að í þeim séu möguleikarnir fólgnir, góð þekking í stærðfræði og á tölvum geti nýst sem grunnur undir hvað sem er. Aðspurður segir hann ár sín við Verslunar- skólann hafa verið frábær en bætir við að reyndar séu öll ár góð þegar litið er til baka. Ingi Ólafsson, umsjónarkenn- ari Birkis, segir hann mjög dug- legan nemanda og einstaklega móttækilegan. Það sé ótrúlegt hvað Birkir geti meðtekið mynd- ræna hluti og að það sé ekki síð- ur lærdómsríkt fyrir kennarann að Ieita nýrra leiða við að koma námsefninu til skila. Það hafi verið nauðsynlegt að fara sömu leið og Birkir, loka augunum og reyna að framkalla mynd í kollin- um. „Hér eru allir velkomnir og ef einhver hefur sérþarfir þá tökum við á því þegar þar að kemur,“ sagði Ingi. Þjóðmálakönnun 46% myndu kjósa lista jafnaðar- manna SAMKVÆMT niðurstöðum þjóð- málakönnunar Félagsvísindastofn- unar Háskóla íslands fyrir þing- flokk jafnaðarmanna myndu 45,7% þeirra sem afstöðu tóku í könnun- inni kjósa lista sameinaðra jafn- aðarmanna ef í boði væru þrír list- ar, þ.e. listi Sjálfstæðisflokks, listi Framsóknarflokks og listi samein- aðra jafnaðarmanna. 36,6% þeirra sem afstöðu tóku sögðu að þeir myndu kjósa lista Sjálfstæðisflokks og 17,7% sögðu að þeir myndu kjósa lista Framsóknarflokks. í sambærilegri könnun sem gerð var í nóvember og desember síðast- liðnum svöruðu 39,5% aðspurðra að þeir myndu kjósa lista samein- aðra jafnaðarmanna, 37,5% svör- uðu að þeir myndu kjósa lista Sjálf- stæðisflokks og 23% svöruðu að þeir myndu kjósa lista Framsóknar- flokks. Könnun Félagsvísindastofnunar var gerð dagana 22.-29. maí síðast- liðinn og var stuðst við slembiúrtak úr þjóðskrá sem náði til 1.200 manna á aldrinum 22-75 ára af öllu iandinu. Vegna mistaka við töku úrtaks duttu aldurshóparnir 18, 19, 20 og 21 árs út og kann það að hafa haft áhrif á meginnið- urstöður. jr Skipt um rúðu SKIPT hefur verið um rúðu á neðstu hæð Ráðhússins en eins og sjá má var gamla rúðan illa farin og sprungin. Að sögn húsvarðar er ekki vitað hvað gerðist en sennilegt er að mynd- ast hafi lítil sprunga sem síðan stækkaði ört. Morgunblaðið/Ásdfs Hlutabréf í Áburðarverksmiðjunni hf. Tvö gild til- boð bárust Alþjóðlegt nám í MH MENNTASKÓLINN við Hamra- hlíð hefur gerst aðili að alþjóða- samtökum IBO (International Baccalaureate Organisation), sem eru samtök 700 skóla í rúm- lega 90 löndum. Þetta gerir hon- um kleift að fara af stað með alþjóðlegt nám, IB-nám, sem viðurkennt er í háskólum víða um heim, m.a. í Cambridge, Harvard og víðar. Námið tekur tvö ár eftir eins árs undirbúning og fer það allt fram á ensku utan áfanga í íslensku og öðrum tungumálum. Lokaprófið er yfirfarið af er- lendum prófdómurum. Gert er ráð fyrir að taka inn 22-25 nemendur í IB-námið næsta haust. ■ Meirihluti/31 ÞRJÚ tilboð bárust í hlutabréf ríkisins í Áburðarverksmiðjunni hf. og töldust tvö þeirra gild við fyrstu yfirferð. Samkvæmt sölulýsingu gafst bjóðendum kostur á að gera tilboð í öll hlutabréf ríkisins að nafnverði einn milljarður króna eða minnihluta. Tilboðin skyldu miðast við staðgreiðslu kaupverðs eigi síð- ar en 20. júní næstkomandi. Tvö af tilboðunum þremur hljóð- uðu upp á staðgreiðslu. Þau voru annars vegar frá Gufunesi ehf., sem bauð 725.000.725 kr. í öll hlutabréfin, og hins vegar barst tilboð upp á 617.000.000 kr. í öll hlutabréfin frá Kaupfélagi Eyfirð- inga, Kaupfélagi Skagfirðinga, Kaupfélagi Árnesinga, Kaupfélagi Þingeyinga, Sláturfélagi Suður- lands, Bændasamtökum íslands, Vatnsveitu Reykjavíkur, Hitaveitu Reykjavíkur, Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Eignarhaldsfélag- inu Álþýðubankinn hf. Tilboðin voru opnuð hjá Hand- sali í gær og verða þau nú yfirfar- in af framkvæmdanefnd um einka- væðingu og Handsali hf. Tillaga verður svo gerð til landbúnaðarráð- herra um hvaða tiiboði skuli tekið, en samkvæmt sölulýsingu skal til- kynna um niðurstöðu í síðasta lagi 6. júní 1997. Sjómannadagurinn haldinn í 60. sinn Viðeyjar- sund þreytt á sjómanna- daginn SJÓMANNADAGURINN er hald- inn hátíðlegur í sextugasta sinn. íslandsmót verður í handflökun og hefst kl. 11 í dag í tjaldi á Mið- bakka Reykjavíkurhafnar og kl. 13 opnar Sjóminja- og smiðju- munasafn Jósafats Hinrikssonar í Súðarvogi. Ef veður leyfir verður gerð tilraun til Viðeyjarsunds. Heimir Arnar Sveinbjörnsson ætlar að synda frá Viðey kl. 13 og taka land við Grófarbryggju kl. 15. Sjö sveitir frystiskipa ætla að keppa í knattspyrnu og reiptogi á íþrótta- svæði Leiknis í Breiðholti. Sjó- mannahóf verður svo á Hótel ís- landi um kvöldið. Hin eiginlegu hátíðarhöld hefj- ast svo á sjálfan sjómannadaginn á morgun. Fánar verða dregnir að húnum skipa í Reykjavíkurhöfn og minningarguðsþjónusta verður í Dómkirkjunni kl. 11. Þá verður lagður blómsveigur á leiði óþekkta sjómannsins. Nöfn látinna sjómanna á minningaöldur Tíu nöfn látinna sjómanna verða sett á minningaöldur Sjómanna- dagsins sem voru reistar fyrir ári við kapelluna í Fossvogi. Guð- mundur Hallvarðsson, formaður sjómannadagsráðs, segir að um 1.300 sjómenn hafi farist frá 1938 þegar sjómannadagurinn var hald- inn hátíðlegur í fyrsta sinn. Þar af liggi um 400 sjómenn í votri gröf. Utihátíðarhöld verða við Reykja- víkurhöfn og hefjast þau kl. 13. Þá verður opið hús í Hrafnistu í Reykjavík frá kl. 13.30-17 sem er 40 ára á þessu ári. Hrafnista í Hafnarfirði er 20 ára á þessu ári og verður opið hús þar einnig frá 13.30-17. ■ Fjölbreytt dagskrá/50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.