Morgunblaðið - 31.05.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.05.1997, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR USS, grillaðu bara nokkur boðorð með pylsunum eins og ég gerði Kalli minn. . . Morgunblaðið/Ásdís Ársreikningar Reykjavíkurborgar 1996 Hærri kostnaður við ráðstefnur ogutanferðir KOSTNAÐUR við ráðstefnur og kostnaður hækkað á árinu 1996. ferðir til útlanda á vegum Reykja- Fram kemur að áformað sé að víkurborgar hækkaði milli áranna ■ ' færa kostnað af ráðstefnum og Undir Póst- hússtræti SIGMUNDUR starfar hjá Pósti og síma og hér er hann í stokk undir Pósthússtræti að kanna símalínur sem þar iiggja. ----» ♦ ♦--- 1.743 íbúar Seljahverfis mótmæla aðal- skipulagi ÍBÚAR í Seljahverfí afhentu í gær Guðrúnu Agústsdóttur, forseta borgarstjórnar, lista með 1.743 und- irskriftum. Um var að ræða áskorun á borgarstjórn og borgarskipulag Reykjavíkur að fella tengibraut úr Fífuhvammshverfi í Kópavogi inn á Jaðarsel í Seljahverfi út af aðal- skipulagi Reykjavíkur 1996 til 2016. Jafnframt að Arnarnesvegur yrði felldur út af aðalskipulagi Reykja- víkur og leitað yrði leiða til að leggja hann austan Vatnsendahvarfs, en ekki vestan eins og gert er ráð fyrir á aðalskipulagi. 1995 og 1996 um rumar 7,7 milljónir eða úr rúmum 26,3 millj- ónum í 34 milljónir árið 1996 en hann var rúm 31,6 milljón árið 1994. Þetta kemur fram í svari borgar- ritara við fyrirspum í borgarráði frá borgarráðsfulltrúum sjálf- stæðismanna um kostnað við ráð- stefnur og ferðir til útlanda. Þar segir enn fremur að veruleg- ur sparnaður hafi náðst árið 1995 vegna þess meðal annars að bera þurfti allar ferðabeiðnir undir borgarstjóra til samþykktar en þrátt fyrir það eftirlitskerfí hafí ferðalögum inn í ramma einstakra rekstrareininga á næsta ári enda séu ekki rök fyrir öðru en að for- stöðumenn beri ábyrgð á þeim út- gjöldum eins og öðrum. Borgarritari telur líklegt að þessi útgjaldaliður fari vaxandi enda sé á því skilningur að starfs- „q^mi og stjórnendur geti fa|ifb sér í nyt þekkingu og reynslu sem þeir afli með því að sækja fundi og ráðstefnur erlendis. Hins vegar sé lögð áhersla á að mörkuð verði stefna um hvaða fundi skuli sækja og að grein verði gerð fyrir því í starfsáætlun hverrar stofnunar. Vinnuhópur Eystrasaltsráðs á Islandi Styrkja lýðræðis- legar stofnanir Ole Frijs-Madsen VINNUHÓPUR Eystrasaltsráðsins hélt fund í Reykja- vík í lok síðustu viku. Öle Frijs-Madsen er formaður vinnuhópsins sem fjallar um styrkingu lýðræðislegra stofnana. Frijs-Madsen var fyrst beðinn um að gera grein fyrit Eystrasaltsráði. „Eystrasaltsráðið var stofnað árið 1992 og er skipað meðlimum Eystra- saltslandanna þriggja, Norðurlandanna fimm, Rússlands, Póllands og Þýskalands. Einnig hefur Evrópusambandið fulltrúa innan ráðsins. Vegna stekra tengsla íslands við Eystra- salts- og Norðurlönd hefur það verið meðlimur ráðsins síðan í maí árið 1995.“ - Hvert er hlutverk þessa til- tekna vinnuhóps? „Þrír vinnuhópar eru starfandi á vegum ráðsins. Hópurinn sem er staddur á íslandi fjallar um styrkingu lýðræðislegra stofnana en auk hans eru starfandi vinnu- hópar um efnahagsmál og öryggi í kjarnorkumálum. I vinnuhópnum eru fulltrúar utanríkis- eða dómsmálaráðu- neyta aðildarríkjanna. Hópnum er ætlað að fylgjast með þróun lýðræðis í aðildarríkjunum og aðstoða við að koma á stofn lýð- ræðislegum stofnunum. Að und- anförnu höfum við einnig fjallað um mannréttindamál og þá sér- staklega réttindi minnihluta- hópa.“ - Geturðu nefnt dæmi um mál sem hópurinn hefur verið að fjalia um? „Á íslandi höfum við m.a. rætt stofnun embættis, sem samsvar- ar embætti umboðsmanns Al- þingis, í Eistlandi en Eistland er eina ríkið innan ráðsins sem ekki hefur slíkt embætti. Formaður Eystrasaltsráðs hefur fjallað um málið og mælt með því að slíkri stofnun verði komið þar á fót. Vinnuhópurinn hefur rætt hvern- ig standa beri að því. Nokkurrar andstöðu hefur gætt gegn hugmyndinni í Eist- landi þar sem spurningar hafa vaknað um hlutverk embættisins. Eistlendingar óttast einnig að þetta kalli á breytingar á stjórn- arskránni, sem er flókið mál og þungt í vöfum. Við fréttum hins vegar í dag að tillaga um stofnun embættisins verði sennilega lögð fram innan árs. Á Islandi höfum við einnig rætt skýrslu formanns Eystra- saltsráðs en hann vinnur sjálf- stætt og fjallar um hvert það mál sem hann ákveður að taka upp. I skýrslunni fjallar hann um minni- hlutahópa, innflytjend- ur, kosningarétt og réttinn til að bjóða sig fram til kosninga. Hann leggur til að út- lendingar fái kosningarétt til bæj- arstjóma eftir þriggja ára dvöl í landinu. Þetta er ekki tilfellið í öllum löndunum en breytingar eru víða í burðarliðnum og áhugavert að fylgjast með þeim. í Reykjavík höfum við hitt borgarráð og fengið upplýsingar um það hveijir geta kosið í borg- arstjórnarkosningum. Á íslandi geta einungis Norðurlandabúar kosið til sveitarstjóma án þess að gerast ríkisborgarar og þá eftir að hafa búið á íslandi í þrjú ár. Við höfum borið þetta saman við önnur aðildarlönd. í sumum landanna fá allir útlendingar að ► Ole Frijs-Madsen er dansk- ur lögfæðingur. Hann starfar í danska utanríkisráðuneytinu þar sem hann vinnur að Eyst- ra að ljúka eins árs formennsku í vinnuhópi sem hefur það að markmiði að styrkja lýðræðis- legar stofnanir. kjósa eftir að hafa dvalið ákveð- inn tíma í landinu en i öðrum fær enginn kosningárétt án þess að gerast ríkisborgari. Við höfum einnig hitt fulltrúa Alþingis, kynnt þeim ráðið og vinnuhópinn auk þess sem við ræddum eiginleika lýðræðis, þjóðaratkvæðagreiðslu, beint lýð- ræði og urðum margs vísari um það hvernig hlutimir em gerðir á íslandi." - Hverjar eru ástæður þess að hópurinn fundar nú á íslandi? „Þetta er síðasti fundur hóps- ins undir dönsku forsæti og fyrsti fundur ráðsins á íslenskri grund. Á íslandi má bæði fínna sögu um gamalgróið lýðræði og erlend yf- irráð. Okkur fannst ástæða til að funda á íslandi bæði vegna þess að ísland er nýr meðlimur innan ráðsins, og einnig fannst okkur mikilvægt fyrir önnur að- ildarlönd, og þá á ég sérstaklega við löndin austan Eystrasalts, að kynnast sögu þess. Island hefur einnig sterkar lýðræðislegar stofnanir svo sem embætti um- boðsmanns Alþingis." - Hvað er svo á döfinni að þessum fundi loknum? „í sumar flyst formennska ráðsins frá Lettlendingum til Dana og formennska vinnuhóps- ins frá Dönum til Lettlendinga. Fyrsta júlí tekur því danski utan- ríkisráðherrann við formennsku í ráðinu. Danir vinna nú að undirbúningi næsta árs og munum við leggja sérstaka áherslu á umhverfísmál á svæðinu. Einnig munum við leggja áherslu á efnahags- og stjórnsýslulega aðstoð við þau aðildarlönd sem sótt hafa um inn- göngu í Evrópubandalagið. Við munum einnig fást við mál sem varða öryggi almennings, svo sem skipulagða glæpastarf- semi, umhverfísmál og kjam- orkuvá, en þetta eru allt mál sem við teljum til mannréttindamála. Þá hugsum við okkur að vinna að mannréttindamálum innan hersins, athuga hvort menn hafí þar tækifæri til að áfrýja ákvörð- unum yfírmanna sinna og reyna að þróa stöðu einhvers konar tals- manns sem hermenn geti beint kvörtunum sínum til.“ Lýðræði og erlend yfirráð - I í I 1 I { l 1 I t i 1 I í \i ii
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.