Morgunblaðið - 31.05.1997, Side 24
24 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Samsteypusljórnin í Tyrklandi
Erbakan missir
þingmeirihluta
Ankara. Reuters
Reuter
Talebanar á undanhaldi?
RÍKISSTJÓRN Tyrklands missti
þingmeirihluta sinn í gær er Yildi-
rim Aktuna, þingmaður Sannleiks-
stígsins, sagði af sér. Búist hafði
verið við afsögn Aktuna um nokk-
urt skeið en með henni fellur fylgi
ríkisstjórnarinnar niður í 275 þing-
sæti af 550.
Ciller vill taka við
„Samstarfsflokkurinn er að
reyna að breyta grundvallargild-
um lýðveldisins og notar trúar-
brögð sem pólitískt verkfæri,"
sagði Aktuna, fyrrum heilbrigðis-
málaráðherra, er hann tilkynnti
afsögn sína á blaðamannafundi.
Sagðist hann eiga von á að fjórir
þingmenn Sannleiksstígsins til
viðbótar, segðu af sér á næstu
dögum en Aktuna er fimmti þing-
maður flokksins sem segir af sér
á innan við viku.
HART er nú deilt um það innan Atl-
antshafsbandalagsins (NATO) hve
mörgum ríkjum eigi að bjóða inn-
göngu. Á tveggja daga fundi utanrík-
isráðherra NATO, sem lauk í Sintra
í Portúgal í gær, skiptust menn í tvo
. hópa og var meirihlutinn fylgjandi
því að fímm ríki fengju inngöngu. I
dagblaðinu The New York Times í
gær sagði að ísland hefði verið eina
ríkið, sem hefði lýst yfír stuðningi
við að takmarka nýja félaga í NATO
við þijú ríki, og þess utan hefði
Madeleine Albright, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna verið einmana
í málflutningi sínum.
Níu ríki gerðu grein fyrir því á
fundinum að þau væru fylgjandi því
að Rúmenum og Slóvenum yrði boðin
innganga í NATO auk þeirra þriggja
þjóða, sem oftast eru nefndar, Pól-
veija, Tékka og Ungveija. Þau voru
Belgía, Frakkland, Grikkland, Ítalía,
Kanada, Lúxemborg, Spánn og Tyrk-
land. Bandaríkjamenn, Bretar, ís-
lendingar og Þjóðveijar vilja að þrem-
ur ríkjum frá Austur- og Mið-Evrópu
verði hleypt inn í bandalagið, en vilja
þó ekki útiloka að þau verði fleiri.
Til stóð að Tansu Ciller, for-
maður flokksins, hitti Erbakan,
forsætisráðherra og formann
samstarfsflokksins, á föstudag.
Kvaðst hún ætla að leggja að
Erbakan að láta sér eftir stöðu
forsætisráðherra en samið hafði
verið um að hún tæki við af hon-
um á næsta ári. Ciller telur sig
geta komið ríkisstjórninni út úr
þeim ógöngum sem hún hefur
ratað í undir stjórn Erbakans og
Velferðarflokksins.
Erbakan, sem er fyrsti íslamski
forsætisráðherra Tyrklands, lenti
milli steins og sleggju, í febrúar,
er valdamenn innan hersins
kröfðust þess að hann samþykkti
aðgerðir gegn íslömskum áhrif-
um.
Óttast er að óstöðugleiki í efna-
hagsmálum aukist mjög komi til
stjórnarslita og kosninga.
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra staðfesti í samtali við Morgun-
blaðið að á hádegisverðarfundi í
fyrradag hefði stækkun NATO verið
rædd og þótt áhersla hefði verið lögð
á að ekkert yrði sagt frá honum
hefði kvisast hvað þar gerðist.
„Lýsti eindregnum skoðunum“
„Það er rétt að ég lýsti mjög ein-
dregnum skoðunum á fundinum um
það að stækkunin yrði sem minnst
þannig að þremur ríkjum yrði boðin
aðild, hugsanlega fjórum. Það vill
svo til að síðar á fundinum kom í
ljós að skoðanir okkar fara heim og
saman við skoðanir Bandaríkjanna."
Halldór sagði að hann hefði sagt
að í fyrsta lagi yrði að hafa í huga
þær kröfur, sem gerðar væru til
þeirra, sem gengju í NATO. „Ef
ekki verður stækkað í samræmi við
þær kröfur mun það minnka álit
aðila á bandalaginu," sagði ráðherr-
ann. „Það er mjög mikilvægt að
SVO virðist sem hersveitir Tale-
ban-hreyfingarinnar í Afghanist-
an séu á undanhaldi eftir hörð
átök síðustu daga en andstæðar
fylkingar hafa sent frá sér mót-
sagnakenndar yfirlýsingar um
gang stríðsins.
Andstæðingar Talebana segj-
ast hafa náð að umkringja her-
sveitir þeirra norður af Kabúl
þessi stækkun geti farið vel fram
og ég er þeirrar skoðunar að verði
of mörg ríki tekin inn í einu sé lík-
legt að ekki muni takast jafn vel til.“
Halldór sagði að yrði bandalagið
stækkað mjög mikið fyrst í stað
væri mjög líklegt að næstu umferð
stækkunar seinkaði úr hófí fram og
mundi gera að verkum að hið nýja
Evrópu-Atlantshafssamvinnuráð
verði ekki jafn kröftugt og ella og
starfíð þar ekki jafn mikilvægt.
Sagði ráðherrann mikilvægast af
öllu að bandalagið yrði áfram sterk
stofnun, sem gæti tekið ákvarðanir
með skömmum fyrirvara.
Með þjóðþingin í huga
Halldór kvaðst einnig hafa lagt
áherslu á þá skoðun að eftir því fleiri
ríki fengju inngöngu yrðu minni líkur
á að hægt yrði að samþykkja stækk-
unina endanlega í þjóðþingunum, sem
þurfa að staðfesta hana. „Það er lík-
legra að þjóðþingin staðfesti tiltöiu-
og segjast hafa náð tveimur mik-
ilvægum borgum í norðri og
norðvestri.
Burhanuddin Rabbani forseti,
sem verið hefur útlægur frá
valdatöku Talebana, er sagður
kominn til norðurhéraða Afg-
hanistans. Segjast menn hans
hafa náð sömu stöðu og fyrir 8
mánuðum.
lega litla stækkun í byijun,“ sagði
hann. „Síðan er um íjármálaleg rök,
sem styðja minni stækkun, því að
hér um að ræða veruleg útgjöld, sem
leggjast á allar bandalagsþjóðirnar,
og eftir því, sem fleiri ríki koma inn,
þeim mun meiri verða útgjöldin."
Halldór sagði einnig að það væri
afar mikilvægt að það væri ljóst að
bandalagið yrði áfram opið. „Við
höfum verið ákveðið þeirrar skoðunar
að Eystrasaltsríkin ættu að fá aðild
og við getum ekki fallist á það að
það verði einhver önnur skilyrði, sem
þeim verði sett, en ýmsar aðrar þjóð-
ir standa frammi fyrir. Þess vegna
er það þeim í hag að stækkunin verði
takmörkuð."
Það kom á óvart hversu mikill
stuðningur var við að fímm nýjum
ríkjum yrði hleypt inn í bandalagið.
Það sýnir að ekki ríkir sátt um hvern-
ig NATO eigi að líta út í framtíð-
inni. Javier Solana, framkvæmda-
stjóri NATO, fær það verkefni að
fínna málamiðlun. Tími hans er
naumur því tilkynna á um hvaða ríkj-
um verður boðin innganga á leiðtoga-
fundi NATO í Madrid í júlí.
Þýzka stjórnin
og Bundesbank
Enffin
mala-
miðlun
Frankfurt. Reuter.
ÞÝZKA stjórnin og seðlabankinn
Bundesbank leituðu í gær mála-
miðlunar í harðri deilu þeirra um
endurmat á verðgildi gullforða
bankans, sem ríkisstjórnin hefur
uppi fyrirætlanir um en bankinn
er andsnúinn.
Að mati sérfræðinga er engin
lausn á deilunni í sjónmáli. Lík-
legast þykir þó að stjórnin neyti
pólitísks aflsmunar til að ná vilja
sínum fram þrátt fyrir harða
gagnrýni fjölmiðla og áskoranir
á fjármálaráðherrann Theo Wa-
igel að segja af sér.
Stjórnin kann þó að verða að
greiða það dýru verði að hrinda
áformum sínum í framkvæmd,
þar sem með því mun hún senni-
legast tapa miklu af því trausti
sem ríkisstjórnir annarra Evr-
ópusambandsríkja hafa borið til
hennar. Sum þessara Evrópu-
ríkja hafa gripið til vafasamra
aðferða til að hagtölur landa
þeirra nái að uppfylla skilyrði
Maastricht-samningsins fyrir
aðild að Efnahags- og mynt-
bandalagi Evrópu, EMU. Þýzka
stjórnin hefur gagnrýnt þessar
aðferðir oftsinnis.
Ennfremur hættir stjórnin á
að Bundesbank hætti stuðningi
við myntbandalagið. Bankinn
gæti jafnvel reynt að slá EMU-
áformunum á frest eða koma
þeim út af sporinu, af ótta við
að hin nýja sameiginlega Evr-
ópumynt verði of veik.
Fámenn
mótmæli
í Kinshasa
Kinshasa. Reuter.
HERMENN gerðu vopnaleit á
heimili eins af leiðtogum
stjórnarandstöðunnar í Lýðveld-
inu Kongó, áður Zaire, í gær,
en engin vopn fundust. Leitin
var gerð eftir að fullyrt var að
lífverðir leiðtogans, Kibassa
Maliba, hefðu skotið úr vélbyss-
um út í loftið. Stuðningsmenn
Etiennes Tshisekedis, fyrrver-
andi forsætisráðherra, efndu til
mótmælagöngu í Kinshasa í gær
en aðeins nokkur hundruð manns
tóku þátt í henni.
Maliba var áður fylgismaður
Tshisekedis en gekk úr flokki
hans fyrir ári. Gerðu stuðnings-
menn Tshisekedis hróp að líf-
vörðum Maliba og hvöttu her-
menn til til að gera leit að vopn-
um hjá honum.
Deilt um stækkun NATO á utanríkisráðherrafundi í Portúgal
Níu aðildarríki gegn
Islandi og Bandaríkjunum
Halldór Ásgrímsson sagði að ekki mætti veikja
NATO með því að taka inn of mörg ríki
Prestskosningar
í Garðaprestakalli
§tuðningsfólk Hans Markúsar Hafsteinssonar vill þakka drengilega kosningabaráttu
fyrir prestskosningar í Garðaprestakalli sem fara fram í dag. Það er von okkar að
kirkjan standi heil eftir og safnaðarstarfið verði áfram öflugt og líflegt í Garða-
prestakalli. Við sem þekkjum Hans Markús vitum að hann er maður sem þjónar
íbúum Garðaprestakalls af heilindum og samviskusemi.
í dag gefst tækifæri til að hafa áhrif. Ykkar skoðun skiptir máli, þegar gengið er
til kosninga um þann prest sem þið viljið að þjóni ykkur næstu árin.
Notið rétt ykkar.
Stuðningsfólk Hans Markúsar Hafsteinssonar