Morgunblaðið - 31.05.1997, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 31.05.1997, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 31. MAÍ1997 25 Deilt um dularfullt tyggjó Jerúsalem. Reuter. PALESTÍNSKUR embættis- maður hefur sakað ísraela um að hafa sett ástar- og ófijó- semislyf í tyggigúmmí sem ætlað var Palestínumönnum. Pakkar með því fundust á mörkuðum í Gaza og á Vestur- bakkanum. Eftirlitsmenn sjálfsstjórnar- svæða Paiestínumanna rákust á tyggigúmmíið við reglubund- ið eftirlit. Utan um það voru myndir af kynferðislegum toga og var varað við því að gefa börnum það. Er tyggigúmmíið var sent á rannsóknarstofu kom í ljós að það innihélt kyn- ferðislega örvandi hormóna og kann að valda ófijósemi. Segja Palestínumenn tyggjóið vera frá ísrael og að það hafi átt að „skapa vanda í palestínsku þjóðfélagi og ganga af íslömskum og pajest- ínskum gildum dauðum.“ ísra- elar þverneita þessum ásökun- um og segja þær fráleitar. Palestínumönn- um boðin 40% V esturbakkans? Jerúsalem. Reuter. BENJAMIN Netanyahu, for- sætisráðherra ísraels, hyggst bjóða Palestínumönnum yfirráð yfir um 40% lands á Vesturbakk- anum í lokaáfanga friðarvið- ræðna þjóðanna, að því er fullyrt er í dagblaðinu Haaretz. Fréttir af þessum áætlunum hafa vakið mikla reiði á meðal Palestínu- manna sem hafa gert ráð fyrir því að lokasamkomulag, sem á að liggja fyrir í maí 1999, veiti þeim yfirráð yfir nær öllum Vesturbakkanum, sem ísraelar náðu á sitt vald árið 1967. Talsmenn Palestínumanna, þeirra á meðal aðstoðarmaður Yassers Arafats, leiðtoga sjálf- stjórnarsvæðanna, voru ómyrkir í máli er þeir gagnrýndu meint tilboð Netanyahus og kröfðust þess að ísraelar ræddu yfirráð Vesturbakkans við Palestínu- menn í stað þess að leika sér að tölum. Netanyahu viðurkenndi í út- varpsviðtali í gær að hann hefði ákveðnar hugmyndir um loka- samkomulagið við Palestínumenn en neitaði því jafnframt að nokk- urt landakort væri til. Annað ísra- elskt dagblað, Yedioth Ahronoth hefur fullyrt að til standi að af- henda Palestínumönnum 60% Vesturbakkans. ísraelar hafa látið af hendi stóra hluta Gazasvæðisins, sjö borgir og bæi á Vesturbakkanum og hluta þeirrar áttundu sam- kvæmt friðarsamkomulagi við Palestínumenn. Yfir tvær milljón- ir Palestínumanna búa á Gaza og Vesturbakkanum. TILBOÐ ÍSRAELA Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra ísraels, hyggst bjóða Palestínumönnum yfirráð yfir um 40% Vestur- bakkans í lokaáfanga friðar- samninganna, að því er fullyrt var í dagblaðinu Haaretz í gær. REUTERS Rætt um hvort leyfa eigi hass til lækninga Fylgja Danir í fót- spor Kalifomíubúa? UMRÆÐA er nú hafin í Dan- mörku um hvort leyfa eigi hass í lækningaskyni. Afstaða lækna virðist hafa breyst hratt að undan- förnu og síðustu daga hafa nokkr- ir virtir læknar lýst yfir áhuga á því að nota hass til lækninga, auk þess sem lesendabréf streyma til dagblaða þar sem menn lýsa fjálg- lega ágæti kannabisefna, að því er segir í Aftenposten. Fylgjendur þess að hass verði leyft í lækningaskyni vísa til Bandaríkjanna en samkvæmt lög- um í Kaliforníu er krabbameins- og alnæmissjúklingum leyfilegt að kaupa kannabisefni. Lögin eru hins vegar afar umdeild þar sem þau bijóta í bága við alríkislög. „Ef það [hass] hefur góð áhrif munum við gera tilraunir með það. Við getum ekki hafnað því, eingöngu vegna þess að það er ólöglegt,“ segir Per Sjogren, yfir- læknir við Bispebjerg-sjúkrahúsið í Kaupmannahöfn, en Sjogren stýrir þar deild fyrir kvalastillandi meðferð. Rök þeirra sem vilja leyfa hass í lækningaskyni eru þau að hass dragi úr ógleði sem margir finni fyrir þegar þeir eru í lyfja- og geislameðferð, auk þess sem það dragi úr verkjum og auki matar- lyst. Þá hefur verið fullyrt að hass geti komið í veg fyrir að flogaveik- ir fái köst. Þeir eru þó margir sem eru and- vígir hassinu, t.d. Ulla Tornæs, þingmaður Venstre, sem segir málið nú enn eina tilraun vinstri- manna til að fá hass lögleitt. Kínversk blaðakona fær frelsisverðlaun Berst fyrir frelsi kínverskra fjölmiðla KÍNVERSKI blaðamaðurinn Gao Yu tók nýverið á móti UNESCO/ Guillermo Cano-verðlaununum, sem ætlað er að stuðla að frelsi fjölmiðla í heiminum. „Dómnefndin samþykkti sam- hljóða að velja Gao Yu, sem árum saman hefur barist fyrir frelsi §öl- miðla í heimalandi sínu,“ sagði franski blaðamaðurinn Claude Moisy, formaður dómnefndarinnar. „Hún hefur goldið og geldur enn fyrir baráttu sína fyrir óháðum fjöl- miðlum með frelsi sínu.“ Gao hóf feril sinn árið 1979 þeg- ar hún gerðist blaðamaður hjá kín- versku fréttaþjónustunni. Árið 1988 varð hún aðstoðarritstjóri vikulegs hagfræðitímarits, sem andófsmenn úr röðum mennta- manna ráku. Hún vann einnig sem lausamaður hjá fjölda dagblaða í Kína og Hong Kong. I nóvember 1988 birti hún grein í Mirror Monthly, sem gefið er út í Hong Kong, og var gagnrýnd fyrir í Kína. Kallaði borgarstjóri Peking hana „óvin fólksins". Hún var handtekin eftir mótmælin á Torgi hins himn- eska friðar árið 1989 og látin laus 14 mánuð- um síðar vegna heilsuleysis. Hún var hand- tekin aftur 2. október 1993 og í nóvember 1994 var hún dæmd í sex ára fangelsi fyrir að „leka ríkis- leyndarmálum". Gao er 52 ára gömul. Að sögn Alþjóðasamtaka dag- blaða (FIEJ) er Gao meðal að minnsta kosti 35 rithöfunda og blaðamanna, sem um þessar mund- ir eru í haldi í Kína. Verlaunin voru veitt fyrsta sinni í ár og eru þau kennd við kólumb- íska blaðamanninn Guillermo Cano Isaza, sem var myrtur fyrir að stunda atvinnu sína. Ætlunin er að verðlaunin verði veitt árlega héðan í frá á alþjóðlegum degi fijálsrar blaðamennsku. Gao Yu Jnintf í dag í versfun okkar að Funahöfða 19 frá kl. 13:00 - 17:00 Cancfccle/ Ævintýraleg innrétting Eldhússtörfin geta verið ævintýri líkust ef umhverfið er spennandi og andrúmsloftið rétt. Candide-eldhúsinnréttingin, sem sameinar frábært útlit og einstaklega þægilega vinnu- ■ aðstöðu, er hönnuð af Studio Granda og framleidd í Trésmiðjunni Eldhús og bað. Allir sem staðfesta pöntun á Candide-eldhús- innréttlngu fyrir 1. júlí n.k. fá ókeypis spennandi nýjung frá Candide með innréttingunni, auk þess sem nöfn þeirra lenda í lukkupottinum okkar. Dregið verður eitt nafn úr pottinum og fær sá heppni i vinning hinn glæsilega Ijósakassa, „Birting," úr Candide. Trésmiðjan Eldhús og bað er íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun, smíði og ráðgjöf á sviði innréttinga. Það hefur langa reynslu í að leiðbeina fólki við val á innréttingum og leggur áherslu á faglega ráðgjöf, hagstætt verð og góða og lipra þjónustu. Líttu inn og láttu okkur aðstoða þig. Trésmiðjan Funahöfða 19-112 Reykjavfk • Slmk 577 1600
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.