Morgunblaðið - 31.05.1997, Síða 33

Morgunblaðið - 31.05.1997, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997 33 SÖGUÞING „ÍSLAND: Dönsk áhrif á 19. öld?“ er yfirskrift fyrsta fyrirlestrarins, sem fluttur verður á söguþinginu í dag, þar sem rammaefnið „Island og umheimurinn" er skoðað frá ýmsum hliðum. Fyrirlesturinn flytur Gunnar Harðarson heim- spekingur. „Þetta er að vissu leyti leikur að hugmyndum. Ég byija á því að skoða hugtakið áhrif, hvernig við notum það,“ segir Gunnar, en í hugtakinu segist hann greina þrjá meginþætti. „Síðan er spurningin hvort þetta hugtak sé heppilegt til að gera grein fyrir þeim þáttum ís- lenzkrar menningar sem eiga ræt- ur að rekja til sambands Islands og Danmerkur. Erum við að nota rétt hugtak? Er eitthvað á bak við hugtakið sem skekkir myndina hugsanlega," spyr Gunnar, og byijar þess vegna á því að skoða hugtakið áhrif nánar. ísland og umheimurinn Notkun hugtaksins „áhrif“ skoðað un fyrirmynda. Allt séu þetta jafn- framt tegundir orsakasambanda, bendir Gunnar á. Dæmi finnast um öll form danskra áhrifa Niðurstaðan úr skoðun Gunnars er sú að það megi sjá dæmi um öll þijú form áhrifa Dana á ís- landi. „Það má segja að Danir hafi að vissu leyti skapað grundvöllinn undir íslenzka ríkinu,“ segir Gunn- ar, enda hafi íslenzka stjómarskrá- in lítið breytzt frá því Kristján IX Danakonungur færði íslendingum hana að gjöf árið 1874. En auk stjórnarskrárinnar tek- ur Gunnar grískukennslu í Bessa- staðaskóla sem dæmi um dönsk menningaráhrif á Íslandi, sem fólk sé almennt ekki meðvitað um. „Ég nota kennslu í Bessastaðaskóla og verk Sveinbjarnar Egilssonar sem dæmi um slík áhrif,“ segir Gunnar. Dönsku áhrifin sem Gunnar segir að séu að baki grísku- kennslu í Bessastaðaskóla og í Lærða skólanum er sérstök menntastefna, sem nefnist ný- húmanismi, sem hafi komið fram á seinni hluta átjándu aldar og verið áhrifamikil í upphafi þeirrar nítjándu. „Við íslendingar erum ekki vanir því að setja þessar skólastofnanir hér á landi í sam- band við þessa stefnu. Þannig er þetta dæmi um áhrif, sem menn eru ekki fyllilega meðvitaðir um,“ segir Gunnar, og bætir við: „Síðan er spurningin hvort ekki séu fleiri svona atriði, sem okkur finnst sjálfsagt að telja þjóðleg og ís- lenzk, sem má hins vegar rekja til sambandsins við Danmörku.“ Að endingu segir Gunnar fyrir- lesturinn ekki stefna fyrst og fremst að því að koma fram með einhveijar niðurstöður, heldur sé markmiðið framar öðru að vekja spurningar. Gunnar Harðarson „Áhrif felast í því að sá sem hefur áhrifin breytir einhveiju hjá þeim sem verður fyrir þeim og hann skilur þetta eftir sig.“ Þetta hvort tveggja, breytingin og það hvað er skilið eftir, er mismun- andi varanlegt. Og hvoru tveggja er hægt að koma í kring með mismunandi hætti, segir Gunnar. „í fyrsta lagi með hótun um beina valdbeitingu, síðan með for- tölum, sem fá viðkomandi til að líta hlutina sömu augum. Svo er það sem oftast er talað um í menn- ingu og listum; það er þegar menn taka sér eitthvað til fyrirmyndar. Og þá er spurningin: Hverjar eru forsendurnar fyrir því að menn taka sér þetta til fyrirmyndar frekar en eitthvað annað?“ Þetta eru sem sagt að mati Gunnars hinir þrír þættir áhrifa - hótun um valdbeitingu, fortölur og sköp- ÍSLENZKA stjórnarskráin: dæmi um varanleg dönsk áhrif. fimmtudag til sunnudags Stjúpur 20 stk. kf 699«- Blandaðir litir Stjúpur 10 stk. t!<_r' 379^ Hreinir litir Fjólur 10 stk. Gular og bláar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.