Morgunblaðið - 31.05.1997, Síða 34
34 LAUGARDAGUR 31. MAÍ1997
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDÁSTJÓRI
RITSTJÓRAR
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Skiptar skoðanir um
fiskveiðistjórnun Færeyinga
Færeyingar
AUKINN ÁHUGIÁ
SKIPULAGSMÁLUM
FÓLK ER orðið sér mjög meðvitandi um skipulagsmál.
íbúar í Seljahverfi boðuðu á miðvikudagskvöld til borg-
arafundar til að mótmæla áformum um að tengja Jaðarsel
við Fífuhvammsveg í Leirdal, en tillaga um tengingu þessa
er gerð í aðalskipulagi Reykjavíkur 1996 til 2016. Um er
að ræða stofnbraut samkvæmt skipulagi, en á fundinum í
fyrrakvöld skoruðu fundarmenn á borgaryfirvöld að falla
frá fyrirhugaðri tengingu, en huga hins vegar að tengingu
austan Vatnsendahvarfs, þar sem aðstæður séu betri.
Árekstrar vegna skipulags- og byggðaþróunar hafa
ítrekað komið upp á yfirborðið og hefur fólk mótmælt kröft-
uglega áformum sveitarfélaga um lagningu vega og öðrum
framkvæmdum. Fyrir fáum dögum var umferð stöðvuð um
Miklubraut, því að íbúar þar og í Hlíðum vildu mótmæla
áformum borgaryfirvalda, sem talin voru ófullnægjandi,
um að færa umferð í stokk undir Miklubraut til að draga
úr mengun. íbúarnir vilja að stokkurinn nái lengra í austur.
í febrúar mótmæltu íbúar við Reykjanesbraut tvöföldun
hennar fyrir Setbergslandi og töldu að breyttar forsendur
rýrðu verðmæti íbúða þeirra. í upphafi árs 1996 urðu há-
vær mótmæli vegna nýs skipulags í Garðabæ vegna vegar
út Álftanes og tengivegar frá Arnarnesvogi. Mótmælt var
vegi um Gálgahraun, sem er á náttúruminjaskrá, og er
vinsælt útivistarsvæði. Loks má minna á miklar deilur í
borgarstjórn, sem spruttu af byggingu íbúðarhúsa við
Sæbraut. Rætt var um hávaðamengun frá umferð og urðu
lyktir málsins, að húsin voru lækkuð um 3 til 4 hæðir og
viðunandi hljóðvist tryggð.
Eins og sést af þessum dæmum eru það mengunarmál
aðallega, sem fólk setur fyrir sig, bæði loft- og hljóðmeng-
un, svo og þung umferð um íbúðahverfi en einnig eru
dæmi um mótmæli vegna náttúruminja. Skipulagsyfirvöld
verða greinilega að fara varlega og kollvarpa ekki fyrra
skipulagi, sem var forsenda lóðaúthlutunar. Eignir geta
rýrnað við aðgerðir skipulagsyfirvalda.
KOSNINGAR
í INDÓNESÍU
STÓRSIGUR Golkar-flokksins í Indónesíu kom fáum á
óvart. Flokkur Suhartos forseta hefur unnið allar þær
sex kosningar örugglega, sem haldnar hafa verið frá því
núverandi kosningakerfi var tekið upp í landinu árið 1971.
Þótt Indónesum sé vissulega leyft að láta álit sitt í ljós í
kosningum hefðu þessar kosningar vart talist lýðræðislegar
í hinum vestræna heimi. Tveimur „stjórnarandstöðuflokk-
um“ er leyft að bjóða fram og allir frambjóðendur verða
að hljóta blessun yfirvalda, sem jafnframt hafa alla fjöl-
miðla í járngreipum.
Það er helst hið mikla ofbeldi, er einkennt hefur aðdrag-
anda kosninganna, sem sýnir ákveðna undiröldu gegn
stjórnarfari Suhartos. Verst hefur ástandið verið á Austur-
Tímor, fyrrum portúgalskri nýlendu, er Suharto innlimaði
í Indónesíu á áttunda áratugnum. Kröfur íbúa Austur-
Tímor hafa verið barðar niður með ofbeldi og jafnvel pynt-
ingum, líkt og greint var frá í frétt í Morgunblaðinu í
gær. Myndir, er andspyrnuhreyfingin á Austur-Tímor hefur
smyglað til Vesturlanda, sýna hrottalegar aðfarir indó-
nesískra hermanna á eyjunni.
Indónesía er eitt fjölmennasta ríki veraldar, íbúar eru
200 milljónir, og efnahagsþróunin hefur verið mjög ör þar
undanfarin ár líkt og í fleiri Asíuríkjum. Hagvöxtur hefur
verið allt að 7% og erlent fjármagn streymt inn í landið.
Stjórnarandstæðingar og fulltrúar sjálfstæðissinna á Aust-
ur-Tímor hafa sakað ríki utan Indónesíu um að loka augun-
um fyrir stöðu mannréttindamála vegna ríkra efnahags-
legra hagsmuna í landinu.
Það er hins vegar líklegt að það verði einmitt hin efna-
hagslega velgengni, sem að lokum muni verða Suharto að
falli. Fjölmenn og auðug millistétt er orðin til í Indónesíu,
er smám saman mun gera kröfu um pólitísk áhrif. Sátt
kann að hafa ríkt um hið pólitíska kerfi Indónesíu er ríkið
var fátækt þróunarríki. Það stenst hins vegar vart að við-
halda stöðnuðu fjölskylduveldi og harðstjórn ætli Indónesía
að skipa sér í hóp þeirra Asíuríkja, sem mestrar velgengni
njóta. Dæmin frá Suður-Kóreu og Tævan sýna að um-
skipti munu fyrr eða síðar eiga sér stað.
leiðina
Á síðasta árí vÖipuðu Færeyingar kvóta-
kerfínu fyrír roða og tóku upp sóknar-
stýringu í fískveiðum sínum. í Færeyjum
ríkir nokkur sátt um fískveiðistjómunina
en menn greinir þar á um hvemig kerfíð sé
-t-------------------------5»-:---
best í framkvæmd. Helgi Mar Amason
var í F æreyj um og ræddi við aðila innan
sj ávarútvegsins um þessi mál.
ASÍÐASTA ári tóku færeysk
stjómvöld upp sóknarstýr-
ingu í fiskveiðum sínum og
lögðu til hliðar kvótakerfi
sem verið hafði við lýði frá árinu
1994. Mörgum sýnist sitt um ágæti
slíkrar fískveiðistjórnunar en almennt
virðist ríkja sátt um hana í Færeyjum.
Telja Færeyingar að þar með komi
þeir í veg fyrir brottkast afla og ólög-
legar Iandanir. Þó greinir menn á um
hvernig eigi að ná sem mestri hagræð-
ingu út úr kerfinu.
Fyrir daga kvótakerfísins voru veið-
ar Færeyinga nánast frjálsar og stýr-
ing veiðanna fór aðeins fram með
svæðalokunum. Árið 1990 fór að draga
verulega úr þorskafla Færeyinga en
þá varð afli þeirra um 13.500 tonn,
samanborið við um 22.000 tonna afla
árið áður. Enn dró úr veiðunum næstu
tvö ár og náði lágmarki árið 1993
þegar aflinn varð aðeins um 6.000
tonn. Ljóst þótti að grípa þyrfti til
nokkuð harkalegra aðgerða og kvóta-
kerfí var komið á árið 1994. Heildar-
þorskkvóti var ákveðinn 10.000 tonn.
Árið 1995 kom hinsvegar í ljós að
þorskstofninn var að rétta úr kútnum
og meðafli þeirra skipa sem voru á
ufsaveiðum, sem gengu vel á þessum
tíma, var mikill. Afleiðingamar voru
þær að talsvert var hent af þorski eða
honum landað undir röngu nafni.
Fljótlega kom því fram mikil and-
staða við kvótakerfið í Færeyjum,
einkum vegna þess að löggjöfín tak-
markaði verulega flutning aflaheim-
ilda milli skipa og því gátu menn ekki
keypt kvóta fyrir þann meðalafla sem
þau fengu. í framhaldi þessa var skip-
uð nefnd sem fjalla átti um framtíð
veiðistjórnunar við Færeyjar. Hana
skipuðu fulltrúar fiskvinnslu, útgerð-
armanna, sjávarútvegsráðuneytisins,
auk fiskifræðinga. Nefndin komst síð-
an að þeirri niðurstöðu að taka upp
svokallað sóknarkerfi, þar sem skipa-
flotanum yrði úthlutað ákveðnum
dagafjöida til veiða. Veiðar skipanna
vom óheftar á sóknardögum. Við
ákvörðun dagafjölda var tekið mið af
afla og sókn Færeyinga síðustu 10
árin og var flotanum skipt í fimm
flokka eftir stærð, þar af var togurum
skipt í tvo flokka.
Þorskaflinn tvöfaldast
Á síðasta ári varð sprenging í þor-
skafla Færeyinga og nam veiðin í
fyrra um 40.000 tonnum og hefur
sjaldan verið meiri. Veiðin hefur jafn-
framt gengið vel á þessu ári og bygg-
ist einkum á tveimur árgöngum frá
árunum 1992 og 1993, sem nú eru
komnir inn í veiðistofnin. Fiskifræð-
ingar höfðu ekki gert ráð fyrir þess-
ari miklu veiði og svo virðist sem
þessi mikla þorskgengd hafi komið
þeim, se_m og sjómönnum, í opna
skjöldu. Á sama tíma brást ufsaveiðin
sem hafði svo gott sem bjargað Fær-
John Petersen, sjávarút-
vegsráðherra Færeyinga
Dögum verður
fækkað
JOHN Petersen, sjávarútvegsráðherra
Færeyja, segir að sóknardögum verði
fækkað á næsta ári, samkvæmt til-
mælum Alþjóða
hafrannsóknar-
áðsins (ICES), því
líklega hafi of
mörgum dögum
verið úthlutað í
upphafi. Hann
segir að í kjölfar
dagafækkunar
verði að liðka fyrir
framsali daga á
milli skipa til að
auka hagræðingu.
„Að mínu mati hefur reynsla okkar
af sóknarkerfínu til þessa verið mjög
góð. En því er ekki að neita að líklega
hefur hluti flotans fengið of mörgum
dögum úthlutað í upphafi. Við höfum
því alltaf gert ráð fyrir að dögum yrði
fækkað, samkvæmt tilmælum Alþjóða
hafrannsóknaráðsins. Miðað við
38.000 tonna afla á síðasta ári er það
mitt mat að við þolum 30% niðurskurð
á veiðunum," segir Petersen.
Hann segist þeirrar skoðunar að
sóknardagakerfi hafi marga kosti
fram yfir kvótakerfí. „í sóknardaga-
kerfinu kemur allur fískur að landi,
brottkast aflans verður mun minna
því sjómenn þurfa ekki að henda
meðafla aftur í hafíð. Á meðan kvóta-
kerfð var við lýði var þetta talsvert
vandamál því þá höfðum við tiltölu-
lega lítinn þorskkvóta. Þegar þorsk-
gengd jókst við eyjarnar á ný var
okkur Ijóst að eitthvað varð að gera
því annars kæmust skipin- hreinlega
ekki á sjó. Nú eru mörg svæði eru
lokuð fyrir trollveiðum en handfæra-
bátar eru sömuleiðis að fá góðan afla.
Fiskifræðingar segja þorskstofn-
inn í mjög góðu ástandi í dag. Við
höfum farið vel yfir stöðu mála nú í
vor og fiskifræðingar hafa viljað láta
reyna á kerfið í eitt ár. Einu vanda-
málin sem upp hafa komið tengjast
minnstu bátunum en þegar kerfið
verður komið í fastar skorður fá þeir
líklega úthlutað um 100 dögum á
ári. Togararnir eru nú með 243 daga
en þeim verður að öllum líkindum
fækkað samkvæmt þeim tilmælum
sem komu frá ICES.“
Sóknarkerfið hentar
Færeyingum betur
Petersen segist samt sem áður ekki
vilja halda því fram að sóknarkerfið
sé eina lausnin, né heldur sé það mik-
eyingum fyrir horn á hinum mögru
árum þorskveiðanna. Hrygningar-
stofn þorsksins við Færeyjar var sam-
kvæmt mati færeyskra fiskifræðinga
um 86.000 tonn og því ljóst að verið
er að veiða nær helming áætlaðrar
stofnstærðar. Alþjóða hafrannsókn-
aráðið (ICES) hefur nýlega skilað af
sér skýrslu um stöðu fiskistofna við
Færeyjar og er þar lagt til að Færey-
ingar dragi úr sókn sinni í þorskstofn-
inn um 30%. Ennfremur var lagður
til 30% niðurskurður í ufsaveiðum.
Almenn sátt um
sóknarkerfið
í Færeyjum ríkir almenn sátt um
sóknardagakerfið en þó greinir menn
nokkuð á um hvernig kerfinu sé best
hagað. Margir óttast að með úthlutun
sóknardaga, verði afkastageta flotans
aukin til muna og því erfitt að hafa
stjórn á veiðunum og þannig gengið
of nærri fiskistofnum.
í tillögum nefndarinnar sem fjallaði
um skipuiag sóknarkerfisins var gert
ráð fyrir frjálsu framsali sóknardaga
milli skipa. í meðferð þingsins var
framsalið hinsvegar takmarkað veru-
lega og er nú aðeins heimiit að fram-
selja sóknardaga til fimm ára og er
því ekki um varanlegt framsal að
ræða. Þetta hefur verið gagnrýnt
nokkuð í Færeyjum og spyija margir
hvernig ná megi fram sem mestri
hagræðingu með þessum hætti.
ið betri lausn en kvótakerfið. „Þegar
tilmæli koma um að veiða eigi til
dæmis 50.000 tonn en það er svo
metið að veiða megi 100.000 tonn,
þá skiptir í raun ekki máli hvaða físk-
veiðistjórnun er við lýði, sóknarkerfi
eða kvótakerfí. Það sem skiptir pólí-
tískt mestu máli er að halda sig við
þau tilmæli sem eru gefín. Ef tilmæl-
in eru 50.000 tonn þá á að fara eftir
því. Þá hef ég trú á að sóknarkerfið
sé betra en kvótakerfið. Þannig náum
við best að tryggja að ekki sé veitt
meira en leyfílegt er, því þá neyðast
sjómenn eklri til að henda físki í sjó-
inn, heldur koma með allan afla að
landi.“
Þarf að gefa framsal
sóknardaga frjálst
Peterson segir almenna sátt ríkja
í Færeyjum um að hafa þennan hátt
á fiskveiðunum. „Þegar ég kynnti Iög-
in í þinginu tóku allir flokkar afstöðu
með sóknarkerfinu. Það þarf að koma
fijálsu framsali sóknardaga inn í lög-
in, því ef við þurfum að skera veru-
lega niður sóknardaga, er ljóst að
fækka þarf í skipaflotanum og því
þarf að vera hægt að færa daga á
milli báta svo hagkvæmnin verði
meiri. Ef framsal á sóknardögum
verður ekki gefíð fijálst, verður erfítt
að hemja afkastagetu flotans," segir
Petersen.