Morgunblaðið - 31.05.1997, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 31.05.1997, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997 35 FRÁ höfninni í Þórhöfn í Færeyjum. Morgunblaðið/HMA Þorskafli og stærð hrygningarstofns þorsks á Færeyjarmiðum árin 1961 til 1996 120 90 60 30 0 þusund to in -------- Hrygning; irstofn—^ Þorskafli 19 65 19 70 19 75 19 80 1985 1990 1995 Ufsaafli og stærð hrygningarstofns ufsans á Færeyjarmiðum árin 1961 til 1996 1 on QO - .... Hrygningarstc fn 00 Ufsaafli —\ r\ 1965 1970 1975 1980 1985 19Í )0 1995 Osmund Justiniussen, formaður færeyskra togaraútgerðarmanna Aukum ekki afköstin OSMUND Justiniussen er útgerðar- maður í Færeyjum og var fulltrúi togaraútgerðarmanna í nefnd þeirri sem Qaliaði um skipulagningu sóknar- kerfisins í Færeyjum. Hann segir út- gerðarmenn ekki munu auka afkasta- getu skipa sinna í sóknarkerfinu. „Ég er sannfærður um að sóknarkerf- ið kemur sér mun betur fyrir Færey- inga en kvótakerfið. Við Færeyjar eru margar fískitegundir og því reyndist kvótakerfíð okkur illa og í raun gekk það hreinlega ekki upp. Sóknarkerfíð var því það besta í stöðunni, að minnsta kosti hvað varðar togara og línuskip," segir Justiniussen. „Við ákvörðuðum sóknardagana meðal annars út frá stofnstærð og afkastagetu skipanna. Kerfið er að mínu mati gott en vissulega á eftir að koma meiri reynsla á það og sníða af vankanta. Ég tel núverandi kerfi alls ekki leiða til ofveiði, þvert á móti er ég þeirrar skoðunar að kvótakerfið komi sér illa fyrir fiskistofnana. Það leiðir til mun meira brottkasts á afla, auk þess sem nokkuð var um að afla væri landað undir röngu nafni. Með sóknardögum erum við að tryggja að allur fiskur komi að landi, undir réttu nafni,“ segir Justiniussen. Hafa ekki vit á fiskveiðum En hver er skoðun hans á tilmælum Alþjóða hafrannsóknaráðsins (ICES) um 30% niðurskurð sóknardaga á næsta ári? „Það sem ICES hefur sagt um færeyska fisk- veiðistjórnun í gegnum árin hefur ekki staðist. Ég hef því ekki trú á því að farið verði eftir því í einu og öllu sem þeir segja. Þeir meðal annars lögðu til algjört bann við þorskveiði í færeyskri lögsögu á síð- asta ári. í fyrra var metveiði hér við eyjarnar frá upphafí. Ef við hefðum alltaf farið eftir ICES ráðgjöfmni væri engin byggð á Færeyjum í dag. Ég held að þeir viti ekkert um hvað þeir eru að tala. Það kann jafnvel að skýrast af því að þetta eru skriffínnar og hafa takmarkaða þekkingu á fisk- veiðum." Justiniussen segir að alls ekki megi kenna meiri afkastagetu færeyska togaraflotans um nær tvöfalda afla- aukningu á síðasta ári. „Ég hef ekki trú á að við veiðum um 40.000 tonn af þorski á þessu ári, líkt og í fyrra. En aukinn afli á síðasta ári stafar ekki af aukinni afkastagetu flotans, eins og svo margir vilja halda. Togara- fjöldinn er sá sami, við notum sömu veiðarfæri og veiðum á sömu svæðum. Það er einfaldlega meira af físki við Færeyjar en nokkru sinni áður á þess- ari öld. Og ég er þeirrar skoðunnar að þó dögum verði fækkað á næsta ári muni útgerðarmenn ekki bregðast við með því að auka afkastagetu skip- anna. Þó að þorskstofninn sé í góðu ásigkomulagi í dag er ekki þar með sagt að ástand hans geti ekki versn- að. Ég geri mér fulla grein fyrir því að veiðin verður ekki alltaf jafn góð og hún er í dag. En það hefur ekkert að gera með ofveiði eða lélega fisk- veiðistjórnun. Þar koma frekar til náttúrulegar aðstæður í hafinu." Samgangur milli þorskstofna hugsanlegur En hvernig skýra sjómenn og útgerð- armenn aukna þorskgengd á Færeyj- amiðum? „Menn hafa ekki fundið einhlíta skýringu á því og margar tilgátur á lofti. Fram til þessa hefur verið talið Osmund Justiniussen að lítill samgangur sé á milli þorsk- stofnanna við Færeyjar, ísiand, Græn- land og í Baréntshafí. En það hefur sýnt sig að þegar aflabrögð eru góð við Grænland er ekki góð veiði í Bar- entshafi. Eins þegar góð veiði er í Barentshafi er lítii veiði við ísland. Nú hefur hinsvegar dregið úr veiði í Barentshafi og aflabrögð hafa batnað bæði við ísland og Færeyjar. En ég er ekki þar með að segja að þetta sé eina ástæðan fyrir betri veiði, heldur að benda á að þetta þurfi að kanna,“ segir Osmund Justiniussen. Hjalti í Jákupsstovu, for- stóri færeysku Hafrann- sóknastofnunarinnar „Kvótakerfið ekki nægilega sveigjanlegt“ „REYNSLA okkar af sóknarkerfínu er enn sem komið er ekki mikil. Kvóta- kerfið var mjög erfitt í framkvæmd eins og það var uppbyggt og neyddi sjómenn oftar en ekki til ólöglegra aðgerða. Við urðum því að Ieita annarra leiða en hvort sóknar- kerfið er besta lausnin skal ég ekki segja til um Hjalti í og er reyndar í Jákupsstovu nokkrum vafa um það. En núna fara fískveiðarnar löglega fram og við vit- um mun betur hvað er um að vera á miðunum," segir Hjalti í Jákupsstovu, forstjóri færeysku Hafrannsókna- stofnunarinnar. Hjalti segir kvótakerfið ekki hafa verið nægilega sveigjanlegt, því fram- sal aflaheimilda var takmarkað sam- kvæmt lögum. „Fiskveiðilöggjöfín passaði auk þess ekki við þær fískveið- ar sem Færeyingar stunda, meðafli skipanna er mikill og leyfílegt hlut- fall meðafla þarf að vera í réttum tengslum við úthlutaðan kvóta þeirra tegundar sem sóst er eftir, ef ekki er heimilt að kaupa heimildir. Að þessu leyti var kvótakerfið slæmur kostur.“ Markaðssetning erfið Hjalti segir að frá efnahagslegu sjónarmiði verði markaðssetning fær- eyskra sjávarafurða erfíð ef sókn í fiskitegundir verði mjög mismunandi frá ári til árs. „Núverandi kerfi hefur þannig einnig ókosti. Sjómenn og út- gerðarmenn munu einbeita sér að þeim tegundum sem hagkvæmast er að veiða hverju sinni, það fer bæði eftir því hversu mikið þeir geta veitt og hversu hátt verð þeir fá fyrir afl- ann. Þegar verið er reikna úthlutun sóknardaga er nauðsynlegt að vita hvaða stofn verður mest veiddur. Þannig var til dæmis gengið út frá því við úthlutun daga á þessu ári að sóknin yrði mest í þorsk. Þar sem þorskurinn hefur verið fyrir hendi á þessu ári hefur sóknin í hann verið mikil, jafnvel meiri en reiknað var með. En ef annar stofn þarf vemdun- ar við, hvernig á að úthluta sóknar- dögum á þá tegund? Þessari spurn- ingu er enn ósvarað.“ Er þá jafnvel mögulegt að úthlutað verði sóknardögum á hverja tegund fyrir sig? „Nei, ég tel það ekki mögulegt. En nauðsynlegur dagafjöldi til að vernda til dæmis ufsastofninn er mun minni en fyrir þorsk- og ýsustofninn. Þannig að stöndum hér frammi fyrir alvarlegum vanda og okkur vantar enn grunn til að byggja á,“ segir Hjalti. Stofninn gæti verið vanmetinn En hvernig stendur á þessari miklu og skyndilegu þorskgengd við Færeyj- ar núna? „Eg held að við getum útilokað það að þessi þorskur komi frá íslandi. Við höfum ekki getað séð nein tengsl þar á milli, meðal annars vegna merkinga sem hafa átt sér stað í báðum löndum á síðustu árum. Auk þess er hegðun- armynstur stofnanna tveggja mjög ólíkt, til dæmis hvað varðar fæðuval. Skýringin gæti verið sú að á áranum 1992 og 1993, þegar þorskveiði var mjög léleg við Færeyjar, hafí þorskur- inn dreift sér í fæðuleit og þess vegna ekki verið eins veiðanlegur. Þar af leiðandi getur verið að við höfum van- metið stofnstærðina á þessum árum. Ég tel heldur ekki að það séu tengsl á milli þorskstofnanna við Færeyjar og í Barentshafi. Ef þorskurinn við Færeyjar í dag væri úr Barentshafi hefðum við séð annað vaxtarmynstur, því þorskurinn í Barentshafí vex hæg- ar og þroskast mun seinna,“ Aukin afkastageta er varasöm Hafrannsóknastofnun Færeyja skilar tillögum sínum fyrir næsta físk- veiðiár þann 1. júlí nk. Hjalti segir að væntalega verði lagður til meiri niðurskurður en Alþjóða hafrann- sóknastofnunin (ICES) mælti með. „Þessa vinnu er verið að vinna á stofn- uninni í dag. Það má líta á þessi mál frá ýmsum hliðum. Á aðeins að vernda þorskstofninn eða á að vernda ufsa- stofninn? En ég er ekki í vafa um að við leggjum til að minnsta kosti 30% niðurskurð, líkt og ICES lagði til. Ef stjórnvöld eru tilbúin að draga úr afkastagetu flotans þá er sóknar- kerfið ekkert síðra en kvótakerfið. En það er alveg ljóst að draga verður úr afkastagetunni. Reynsla til dæmis íslendinga af kvótakerfi var sú að á fyrstu áram þess gátu útgerðarmenn valið um hvort þeir reru eftir sóknar- kerfí eða kvótakerfi. Staðreyndin er sú að þeir sem völdu sóknarkerfið juku afkastagetu skipa sinna gríðar- lega. Slíka þróun munum við sjá í Færeyjum á næstu árum og við höfum varað við þessari hættu,“ segir Hjalti í Jákupsstovu. Paul Mikkelsen framkvæmdastjóri Faroe Seefood Engin sljórn á fiskveiðunum FISKVEIÐISTJ ÓRNUN Færeyinga einkennist af skiplagsleysi að mati Pauls Mikkelsen, framkvæmdastjóra Foroya fiskisala. Hann segir óstjórnina koma sér mjög illa fyrir sölu og markaðs- setningu sjávaraf- urða. „Fyrir mér skiptir ekki svo miklu máli hvernig fiskveiðistefna er rekin hér í Færeyj- um, hvort veitt er eftir sóknarkerfí eða kvótakerfi. Meginmarkmiðið á að vera að hlúa að fískistofnunum með því að stunda sjálfbærar veiðar, þann- ig að menn tryggi afkomu sína í fram- tíðinni. Fyrir mér eru fískveiðar í Færeyjum í dag ekki undir neinni stjórn, heldur algerlega fijálsar. Það verður að draga úr veiði, hvernig svo sem það verður gert, og það verður að grípa strax til aðgerða áður en það verður of seint,“ segir Mikkelsen. „Það vantar meira skipulag á físk- veiðistjómunina fyrir okkur til að vinna eftir. Við geram að sjálfsögðu okkar áætlanir fram í tímann, því það tekur langan tíma fyrir markaðinn að aðlagast breyttum aðstæðum. í fyrra ákveða færeysk stjórnvöld nán- ast á einni nóttu að breyta fiskveiði- stjórnuninni, úr kvótakerfi í sóknar- kerfí. Þetta kom öllum í opna sköldu, bæði söluaðilum og fískvinnslunni. Það var enginn tilbúinn í þessar breyt- ingar.“ Kemur sér illa fyrir alla að lokum Mikkelsen segir að aukinn fiskafli Færeyinga þýði alls ekki að þar sé unninn meiri fiskur. „Það kemur sér því mjög illa fyrir okkur að vita ekki hver aflinn verður á næsta ári. Þetta á reydnar aðallega við um okkur sem erum að selja tilbúna fiskrétti og frystihúsin sömuleiðis. Fyrir þann sem selur ferskan fisk er þetta ekki eins slæmt því um helmingur aflans er fluttur óunninn úr landi fyrir lítið verð, þannig að í raun tapa allir Fær- eyingar á hinni miklu aflaaukningu, nema sjómenn og útgerðarmenn. En þegar til lengri tíma er litið tel ég að þeir verði sömuleiðis fyrir barðinu á óstjórninni líkt og hinir. Þetta tel ég vera ranga fiskveiðistjórnun,“ segir Paul Mikkelsen. Paul Mikkelsen
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.