Morgunblaðið - 31.05.1997, Síða 39

Morgunblaðið - 31.05.1997, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ LÁUGA’RDÁGUR 31. MAt 1997 39 AÐSEIMDAR GREINAR Veljum Hans Markús til góðra verka í DAG ganga sókn- arbörn í Garðapresta- kalli að kjörborðinu og velja sér prest til þjón: ustu við söfnuðinn. í kjöri eru tveir fram- bjóðendur, sr. Örn Bárður Jónsson og Hans Markús Haf- steinsson, guðfræð- ingur. Eins og svo oft, þegar valið er á milli tveggja hæfra ein- staklinga, hlýtur fólk að skoða stefnumál þeirra og skoða ofan í kjölinn hvernig þeir hyggjast þjóna sínum söfnuði sem best — því allir eru sammála um að góður sóknar- prestur hlýtur að vera þjónn sókn- arbarna sinna; þjónn sem ber hag þeirra fyrir brjósti í blíðu og stríðu. Þannig maður er Hans Markús Hafsteinsson; ungur maður sem býr yfir mikilli reynslu af mannleg- um samskiptum; reynslu sem nýt- ist honum án efa í ábyrgðarmiklu starfi sóknarprests. Hans Markús hefur ekki skipað sér á bekk með ákveðnum „armi“ innan Þjóðkirkjunnar og hefur ekki tekið afstöðu til þeirra deilna sem átt hafa sér stað innan hennar að undan- förnu. Hann elur þá einlægu von í brjósti að friður megi ríkja innan Þjóðkirkjunnar og að allir meðlimir hennar vinni saman. Öflugt samstarf, þar sem innri styrking fjölskyldunnar er höfð í öndvegi með sér- stakri áherslu á ungl- ingastarf og gagn- kvæm samskipti milli prests og allra sóknar- barna, er leið til að ná því marki. í starfi sínu sem lögreglumaður hefur hann séð hvar eldarnir brenna heitast og telur mikið verk óunnið í því að stemma stigu við lífsflótta ungs fólks, lífsflótta sem birtist j neyslu áfengis og fíkni- efna. í starfi sínu sem sóknar- prestur í Garðaprestakalli mun Hans vekja ungt fólk til umhugs- unar um jákvæð lífsviðhorf og andlega og líkamlega uppbygg- ingu sem eru forsendur þess að lifa hamingjusömu lífi. Þar telur hann kirkjuna gegna mikilvægu hlutverki; hlutverki sem hingað Margrét Tómasdóttir Nýtum kosninga- réttinn, segir Margrét Tómasdóttir, styðjum Hans Markús. til hefur ekki verið nýtt til fulls. Hans Markús er forkur til verka, ósérhlífinn og duglegur umsjónar- maður sem sannarlega er vert að veita brautargengi í komandi prestskosningum. I dag gefst sókn- arbörnum Garðasóknar tækifæri til að velja mann sem uppfyllir all- ar kröfur sem hægt er að gera til sóknarprests; mann sem setur málefnin ofar öllu öðru; friðarsinna með ferskar og uppbyggjandi hug- myndir sem bíða þess að komast í framkvæmd; óháðan mann sem tekur ekki afstöðu til deilna eða persónulegra hagsmuna — heldur hefur það eitt markmið að vera þjónn fólksins. Það er því afar mikilvægt að nýta kosningaréttinn og mæta á kjörstað til að tryggja Hans Markúsi Hafsteinssyni kosn- ingu. Við höfum allt að vinna. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Enn um orgelsmíðar og orgelviðgerðir NÚ DRÓ til þess að innflutningur org- ela fór að aukast og bar þá mikið á að org- el væru keypt frá W alkerverksmiðjun- um í Þýskalandi. Jafn- framt þessu minnkaði vinnan hjá okkur við stillingar og viðgerðir því þeir menn sem komu erlendis frá með orgelunum voru fengnir til að stilla og gera við önnur orgel hérlendis í leiðinni og er ég þess fullviss að það var oft mun dýr- ara en að versla við innlenda aðila ásamt því að þessi sértæka verk- þekking héldist síður eða ekki inni í landinu. Menn voru farnir að spyija hvort söngmálastjóri hefði umboðslaun en því var algerlega neitað. Síðar gekk þetta svo langt að farið var að safna saman stillingum og öðr- um viðgerðum fyrir útlendinga og unnu þeir atvinnuleyfislausir hér- lendis og greiddu hvorki söluskatt né aðra skatta af þessum tekjum sínum inn í landið. Síðar þegar Pálmar Árni Sigur- bergsson fór til náms til Walker verksmiðjanna fékk hann það upp- lýst þar að 10% umboðslaun færu til skrifstofu söngmálastjóra. Eftir tvö og hálft ár hjá Walker fór Pálmar Árni til Stenmeyer org- elverksmiðjanna og einnig þar fékk hann staðfest að Stenmeyer hafði greitt einstaklingi á Íslandi sem var þeirra umboðsmaður þar, 10% umboðslaun. Stenmeyer hafði þá selt þijú orgel til íslands. Síðan Haukur Guðlaugsson tók við embætti söngmálastjóra hefur ríkt sama eða svipað fyrirkomulag og hjá fyrirrennara hans nema nú er komin viðurkenning á því að umboðslaun hafi verið greidd og sett í sjóð til að greiða ferðir til útlanda fyrir söngmálastjóra og organista vegna orgelkaupa þar úti. Þetta eru fáránleg vinnubrögð. Hvers vegna að kosta tvo menn eða fleiri til að fara til t.d. 5 landa að leita að góðu orgeli? Það á að skrifa verksmiðjunum, láta þær gera tilboð, sjá hvað hver býður, vinna úr fengnum gögnum og fara síðan að semja. Björgvin! Ég sé ekki betur en þú þurfir að bjóða söngmálastjóra- embættinu 10% um- boðslaun til að fá vinnu hérlendis við þitt fag. Einstök tilvik og vettvangs- ganga „Undir bláhimni“ Nú langar mig til að segja þér nokkrar gamansögur sem eru sannar þótt ótrúlegar séu. Eitt sinn mætti orgelkaupa- nefnd saman í Hallgrímskirkju endur fyrir löngu. Þá var búið að steypa upp alla veggi kirkjunnar en þakið vantaði. Veður var bjart og heiður himinn. Þarna var við þessar aðstæður mældur hljóm- burður kirkjunnar undir berum himni og þótti hann mjög góður. Ekki veit ég hvort hljómburðurinn hefði verið eins góður ef úti hefði verið rigning og slagveður. En samkvæmt mælingunum var áætl- að að það þyrfti 70 til 80 radda orgel í Hallgrímskirkju. Organisti í kirkju úti á landi hafði leikið til margra ára á orgel- harmonium af mjög góðri og þekktri gerð. Hann sendi fyrir- spurnarbréf um hvort þessi verk- smiðja gæti smíðað pípuorgel í kirkju sína. Verksmiðjan tók að sér verkið. Þegar verkinu var lokið og orgelið hafði verið sett upp fór fram vígsluathöfn og í blaðafrétt eftir athöfnina var sagt að þetta væri besta orgel sinnar tegundar á íslandi. En hið rétta var að þetta var besta orgel sinnar tegundar í heiminum því þetta var eina pípu- orgelið sem þeir höfðu framleitt. Erlendis eru orgel ekki gömul fyrr en þau hafa náð um 100 ára aldri, segir Bjarni Pálmarsson, í síðara bréfi sínu til Björgvins Tómassonar. Orgel var smíðað fyrir kirkju í íslenskum kaupstað. Verksmiðjan bað um að fá uppgefið rakastig þar sem orgelið átti að standa. Brugðist var hratt við að afla þess- ara upplýsinga og hringt í Veður- stofuna og fengið uppgefið raka- stig í þessum kaupstað. Veðurstof- an gaf upp 65% meðalraka í því sæla plássi. Orgelið kom á tilsett- um tíma og hafði verið byggt úr viði til að standast þetta rakastig. Eftir aðeins þrjú ár þurfti að fara fram stór viðgerð á orgelinu því rakinn var ekki nema 18 til 20% inni í þessari kirkju. Nú um þessar mundir er verið að skipta um orgel í mörgum kirkj- um. Hjá okkur á íslandi eru orgel gefin eða seld fyrir smáaura þegar þau eru orðin 30 til 40 ára. Erlend- is eru orgel ekki gömul fyrr en þau hafa náð ca 100 ára aldri og eru orðin mjög verðmæt þegar þau ná 400 til 500 ára aldri. Dæmi um orgelviðskipti Starup orgel, 14 radda, ca 35 ára, var selt fyrir 1,2 milljónir kr. Verð á slíku orgeli nýju er um 14 til 16 milljónir. Nýlega var 11 radda Walher orgel um 40 ára selt fyrir 200 þúsund. Verð á nýju um 11 til 12 milljónir. Orgel af Walker gerð um 15 ára va selt á 15 þús. kr. en verð á nýju orgeli er nálægt 5 til 6 milljónir. Eftir lok Vestmannaeyjagossins 1973 var ég spurður hvort ég teldi Bjarni Pálmarsson Samkeppnis- staða, fjárfesting j og skattbyrði i SAMKEPPNI þjóða í milli er um margt misskilið hugtak. Vit- anlega er það öllum þjóðum til góðs ef einni þjóð tekst að bijótast til bjargálna og auka verðmæta- sköpun í heiminum, en við búum í þjóðríkjum og hvert ríki setur þegnum sínum mis- munandi leikreglur sem aftur hafa svo áhrif á möguleika þeirra til auðsköpun- ar. Ef við íslendingar ætlum að geta búið við sömu kjör og aðrar þjóðir, verðum við að búa atvinnuvegunum a.m.k. jafn góða umgjörð og aðrar þjóðir gera. Þetta felur í sér að við verð- um að létta af reglugerða fargan- inu sem nú hvílir á íslensku at- vinnulífi. En góð umgjörð ein og sér er þó ekki nóg. Framleiðniaukning hvílir á fjárfestingu. Menn verða að fá að halda sjálfsaflafé sínu til að geta endurfjárfest það. Tvær gerðir skatta eru því sérstak- lega óheppilegar, það eru hátekjuskattur og fjármagnstekjuskatt- ur. Skoðum fyrst há- tekjuskattinn. Nú virð- ist sumum hann vera réttlátur, en það stenst þó ekki nánari skoðun, því hvers vegna skyldu menn láta hærra hlut- fall af tekjum sínum til ríkisins vegna þess eins að þeir bera meira úr býtum en aðrir? Ef allir greiða sömu möguleika á að gera upp Starup orgel Landakirkju í Vestmannaeyj- um. Taldi ég því ekkert til fyrir- stöðu. Seinna komst ég að því að Pálmar Árni Sigurbergsson hljóð- færasmiður hafi verið spurður að því sama og voru svör hans á sama veg og mitt. Organistar nokkrir komust að annarri niðurstöðu og töldu að pípur orgelsins mundu tærast upp vegna sýrumyndunar i málminum. Orgelið var selt. Kaup- andinn tók það niður, setti það upp heima hjá sér og var þar með orð- inn orgelsmiður í augum söng- málastjóra því hann fékk nýja „orgelsmiðinn" til verkefna. Það gerðist vegna samstöðuleysis hljóðfærasmiða, manna sem lögðu nokkur ár af ævi sinni til þessa náms innanlands og erlendis til að fá réttindi. í dag hafa menn farið til útlanda í 6 mánuði og upp í 2 ár og fengið uppáskrifuð réttindi sem hljóðfæra- smiðir hjá menntamálaráðuneytinu. Niðurlag Hljóðfærasmíði er reyndar mörg fög í dag en vegna fámennis okkar urðum við sem lærðum á árum áður eins og Guðmundur Stefáns- son, Snorri Helgason, Pálmar Árni, Otto Ryel og undirritaður að geta gert við hvað sem var þótt okkar fag væri aðallega píanó, orgel og strengjahljóðfæri. Ábyrgð orgelverksmiðja er 5 til 15 ár á nýjum hljóðfærum með því skilyrði að fagmenn fari yfir orgel- in tvisvar til þrisvar á ári. Þegar ég starfaði sem hljóðfæ- rasmiður í Bretlandi var bók sem fylgdi hverju orgeli, hvort sem um gamalt eða nýtt orgel var að ræða. Þar skrifaði organisti hvað honum fannst að og eftir viðhaldsskoðun og stillingu kvittaði hann fyrir. Ég læt þetta spjall mitt nú enda þótt ég gæti skrifað heila bók um ýmsa hluti af þessari merkilegu starfsgrein sem ég ber mjög fyrir brjósti og mér þykir ákaflega vænt um og sem hefur verið förunautur minn í meira en 50 ár af ævi minni. Þessi hugleiðing mín er aðeins til þess ætluð að sýna hlýjan hug minn í garð þess eða þeirra sem vilja viðhalda sérstæðri verkþekk- ingu inni í landinu en sem jafn- framt þurfa að stríða við mótdræga geldingarstefnu óhollra manna. Vala Ingimarsdóttir skattprósentu eru þeir sem hæstar hafa tekjumar þegar að greiða hæstu skattana því þeir greiða sama skatthlutfall af hærri skatt- stofni. En það er ekki aðeins að hátekjuskattur sé ekki réttlátur, efnahagslegar afleiðingar hans eru einnig mjög slæmar. Það stafar annars vegar af því að stighækk- andi skattar draga úr vinnusemi fólks, og hins vegar af því að þeim mun hærri tekjur sem menn hafa því líklegri eru þeir til að geta sparað og búið þannig í haginn fyrir framleiðniaukningu. Sú arð- semi nýtist ekki þeim einum, því þessi framleiðniaukning skapar störf fyrir aðra. Pólitísku afleiðing- arnar af hátekjuskatti eru einnig slæmar, því hann gerir það að verkum að menn fara að kjósa um skattbyrði hver annars, í stað sam- eiginlegra byrða (við sjáum þetta t.a.m. í umræðunni um auðlinda- Höfundur er h\jóðfærasmiður. Það er þversögn vinstri manna, segir Vala Ingi- marsdóttir, að þeir þykjast kunna að skipta þjóðarkökunni - en am- ast við bakstri hennar. skattinn í dag, þéttbýlisbúar eru upp til hópa hlynntir skatti sem leggst af mestum þunga á lands- byggðina). Hinn skatturinn, fjármagns- tekjuskatturinn, er beinn leki á fjárfestingu, þ.e.a.s. ríkið er að taka úr umferð peninga sem verið er að fjárfesta. Flestir eru þó sam- mála um að ísland þurfi á meiri fjárfestingu að halda. Það er því með ólíkindum að menn skuli ekki mótmæla fjármagnstekjuskattin- um harðar en verið hefur. Sumir hafa meira að segja þvert á móti krafist aukinnar skattlagningar á verðmætasköpun í formi auðlinda-, skatts. Þau atriði sem hér að ofan eru nefnd mæta yfirleitt þokkalegum skilningi manna á meðal, en hafa mætt minnstum skilningi hjá jafn- aðar- eða félagshyggjumönnum. Þeir eru yfirleitt tilbúnir að sam- þykkja hugmyndir um nýja skatta og þvælast fyrir atvinnulífinu og verðmætasköpuninni eins og kost- ur er, þar sem þeir hafa mikla vantrú á að atvinnulífið gangi án afskipta embættis- og stjórnmála- manna. En það er einmitt megin^ þversögn vinstrimanna að þeir hafa allir mjög ákveðnar skoðanir á því hvemig skuli skipta þjóðar- kökunni, en virðast hafa megnustu skömm á bakstri hennar. Höfundur er nemi í sijórnmálafræði og situr í stjórn Heimdallar, f.u.s. Reykjavík. ■ 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.