Morgunblaðið - 31.05.1997, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 31. MAÍ1997 45
manns að íþróttum, og þó enn
meir sem góðs og skemmtilegs fé-
laga.
Blessuð sé minning_ hans.
Rögnvaldur Ólafsson,
formaður GDÍ.
Ég man ennþá glöggt þegar ég
sá Hrein Erlendsson í fyrsta sinn
en síðan eru liðin um það bil 40
ár. Ég var þá ungur að árum áhorf-
andi á íþróttamóti Samhygðar og
Vöku á Þjórsárbökkum. Þangað
komu tveir Biskupstungnamenn og
kepptu sem gestir í 1.500 metra
hlaupinu, þeir Jón H. Sigurðsson
og Hreinn Erlendsson. Man ég hvað
sópaði að Hreini þá, klæddur glæsi-
legum íþróttabúningi með stórt
rautt B saumað á brjóstið.
Leiðir okkar Hreins lágu víða
saman því íþróttir og fræði-
mennska voru báðum hugleikin.
Hreinn var eftirsóttur til dóm-
gæslu á íþróttamótum og jafnvíg-
ur þar á frjálsíþróttir og glímu.
Otaldar voru þær helgar sem
Hreinn var að störfum sem dóm-
ari og hann var sérlega bóngóður
þegar á þurfti að halda. Það var
ómetanlegt að geta leitað til
Hreins því ef hann lofaði að koma,
sem oftast var, mátti treysta því
til fullnustu. Jafn félagslyndur og
hann var og mikill húmoristi var
jafnan létt yfir mannlífi þar sem
Hreinn var staddur og alltaf kom
hann með sögur og athugasemdir
sem voru vel til þess fallnar að
létta geð manna. Slíkt er mikils
virði.
Hreinn var sérvitur nokkuð og
vissi vel af því sjálfur. Hann var
sjálfstæður í skoðunum og sat sig
aldrei úr færi til rökræðna um
flesta hluti miili himins og jarðar.
Það var skemmtun að ræða við
Hrein sem alltaf kunni að koma
orðum að sínum hlut af fullri al-
vöru en þó oft með kímilegum
undirtón því hann var fyrst og
fremst maður jákvæðni og glað-
værðar. Það var gaman að sjá
hvað Hreinn varð skemmtilega
píreygur þegar honum datt í hug
hnyttin athugasemd og brosið lýsti
upp hans prúðmannlegu ásjónu
áður en spekin var kveðin upp í
heyranda hljóði.
Miklar og víðtækar gáfur Hreins
komu vel í ljós þegar hann á fullorð-
insárum gekk menntaveginn og
lauk á sextugsaldri magistersprófi
í sagnfræði með sæmd. Þar var
kominn góður liðsmaður á akur
sunnlenskra fræða sem því miður
átti þar helst til stutta viðdvöl. Eig-
ingirni okkar sem eftir stöndum
gerir að við hörmum að geta ekki
lengur notið hans við fjölmargt
starf á fræða- og íþróttasviðinu þar
sem hann naut sín vel. Hreinn hafði
fyrir nokkru tekið sæti í útgáfu-
nefnd glímusögu og væntum við
góðs af hans starfi þar. Hann hafði
skráð fjölmarga hluti sem hann
taldi skoðunarverða í þeirri sögu
og okkar hlutskipti verður að vinna
úr þeim án hans. Síðasta starf
hans á vegum Glímusambandsins
var að rita þinggerð síðasta glímu-
þings af alkunnri ritfærni og með
þvílíkum dugnaði að hún var fullbú-
in innan þriggja daga frá þinglok-
um. Vil ég fyrir sambandsins hönd
flytja þakkir fyrir frábær störf
hans.
Hreinn var ásatrúarmaður og
var það vel í samræmi við hans
sjálfstæðu lífsskoðun. Ævilok hans
urðu í för á sínar æskustöðvar í
Biskupstungum. Hann féll þar í
valinn að hætti Einherja í fullu lífs-
ins fjöri. Mun honum vel fagnað í
Valhöll. Fallinn er frá helst til
snemma góður liðsmaður íslenskra
fræða og íþrótta.
Jón M. ívarsson.
Kveðja frá Fijálsíþrótta-
sambandi íslands
Það er skammt stórra högga á
milli hjá fijálsíþróttahreyfingunni
og nú er enn einn af hennar helstu
stuðningsmönnum og velunnurum
fallinn frá. Ekki ætla ég að rekja
ættir Hreins hér heldur læt aðra
um það sem betur þekkja til. Ekki
vorum við Hreinn samtíðarmenn
en við vorum í nokkur ár samferða-
menn og kynntumst þá lítillega.
Það fór ekki mikið fyrir Hreini og
ekki var látunum fyrir að fara þar
sem hann var. Hann var rólegheita-
maður og tók hlutunum af jafn-
aðargeði. Þessu tók maður helst
eftir þegar Hreinn var starfsmaður
á fijálsíþróttamótum, en það var
hann oft og iðulega á mótun hjá
sínu héraðssambandi og einnig hjá
fijálsíþróttasambandinu. Ef upp
komu einhver vandamál þar voru
þau leyst í rólegheitum en ekki
með neinum látum. Aldrei var
vandamál að leita til Hreins ef
starfsmann vantaði á mót og verð-
ur skarð fyrir skildi á stærsta fijáls-
íþróttamóti sem haldið hefur verið
hér á landi, þegar Smáþjóðaleikar
fara fram hér á landi næstu vik-
una. Þar ætlaði Hreinn að vera í
fararbroddi starfsmanna FRÍ við
fijálsíþróttakeppni leikanna.
Hreinn átti einnig lengi sæti í
nefndum FRÍ og vann þar verk
sitt vel.
Ég vil að lokum þakka Hreini
fyrir tryggð hans við fijálsíþróttir
á íslandi í gegnum árin og veit
að allir fijálsíþróttamenn taka
undir með mér að hans verður
sárt saknað. Þakka þér fyrir kynni
okkar og hvíl í friði. Fijálsíþrótta-
sambandið vill senda öllum að-
standendum innilegar samúðar-
kveðjur.
Helgi Sigurður Haraldsson,
formaður Frjálsíþróttasam-
bands íslands.
Það var ákveðinn ævintýra-
ljómi yfir vini mínum Hreini Er-
lendssyni. í mínum huga er hann
að mörgu leyti eins og skáld-
sagnapersóna eða kannski öllu
heldur þjóðsagnapersóna - ekki
að öllu leyti mennskur. En þó var
hann mannúðlegri en flestir þeir
sem ég hef hitt á lífsleiðinni. Ég
varð þeirrar gæfu aðnjótandi að
kynnast Hreini Erlendssyni, vera
sveitungi hans og vinkona þau tvö
ár sem ég kenndi við Lýðháskól-
ann í Skálholti. Þess naut dóttir
mín, Valgerður, einnig. Vinátta
okkar var óvenjuleg, nánast barns-
leg.
Við ferðuðumst saman á vit
ævintýra, hurfum inní sögumar
sem hann sagði okkur, inní þjóð-
sagnaveröld sem hann sýndi okkur
þegar við gengum um fjöll og firn-
indi, holt og hæðir. Hver steinn
átti sér sína sögu, hver hóll sitt
ævintýri og sjálfur var sögumaður
samofinn þessari miklu náttúru og
því ævintýri sem henni fylgdi.
Mér fannst eins og ekkert í fari
hans væri tillært, allt hans fas
upprunalegt, einlægt og óum-
breytanlegt - og þó var hann víð-
lesinn lærdómsmaður. En menntun
hans var honum samgróin - sög-
urnar og hann voru eitt.
Trúarafstaða Hreins var þjóðleg,
nánast fom eins og heims- eða lífs-
sýn hans að öðru leyti. Þó virti
hann einlæglega trú okkar hinna
og kom nærfærnislega fram við
okkur á þeim vettvangi. Það kom
glöggt í ljós eitt sinn þegar ég
þurfti að taka verulega á honum
stóra mínum. Þá sagði Hreinn við
mig: „Ég bið þess heitt og innilega
að sá Guð sem þú trúir á og allir
hans englar verði með þér.“
Fyrir skömmu ræddum við
Hreinn saman í sima. Hann lét vel
af sér sem bókavörður á Selfossi.
Ég sagði honum fréttir af okkur
mæðgum - og bauð honum til stúd-
entsveislu dóttur minnar á laugar-
dag. Hann þáði boðið með því skil-
yrði þó að hann þyrfti ekki að skála
í kampavíni. „Helst ekki kampavín
í mitt glas, þakka þér fyrir, en
mysu ef þú átt hana.“ Við mæðgur
minnumst góðvinar okkar, Hreins
Erlendssonar með þökk og virðingu
og skálum fyrir honum í mysu á
laugardag.
Astvinum hans votta ég samúð
mína.
Sigrún Steingrímsdóttir.
+ Sigrún Marta
Jónsdóttir
fæddist í Stóru-
Gröf á Langholti
hinn 10. nóvember
árið 1900. Hún lést
á Sjúkrahúsi Sauð-
árkróks 20. maí síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Jón
Þorsteinsson, verk-
stjóri á Sauðár-
króki, og kona
hans, Jóhanna Guð-
rún Gísladóttir. Jón
var af hinni kunnu
Borgarætt. Jó-
hanna var ættuð úr Laxárdal
ytri. Þau hjón fluttust til Sauð-
árkróks árið 1910. Börn þeirra
auk Sigrúnar Mörtu voru Ragn-
ar Gísli, söngstjóri, f. 29. sept.
1898, d. 1987, Ingvar Haraldur,
húsgagnameistari, f. 21. jan.
1904, og Sigurlaug Ólöf, f. 14.
júlí 1906, d. 1914. Tvö börn
þeirra dóu kornung.
Sigrún giftist 21. júlí 1930
Krisljáni Waldemar Carli
Magnússyni verzlunarmanni, f.
29. ágúst 1900 á Sauðárkróki,
d. 30. júní 1973. Þau hjón voru
barnlaus. Sigrún gekk í barna-
og unglingaskóla á Sauðár-
króki.
Tæprar aldar æviferli er lokið,
æviferli aldamótabarns sem til-
heyrði líklega síðustu íslensku kyn-
slóðinni sem naut þess að lifa í ein-
lægu jafnvægi við nánasta um-
hverfi sitt og náttúru. Lóa kvaddi
um svipað leyti og lóan kom til að
„kveða burt snjóinn" með sumar-
tónum sínum, - dýrðin, dýrðin.
Líklega var Sig-
rún fyrsta skagf-
irzka konan, sem
gerði skrifstofu-
störf að ævistarfi
sínu. Hún var sýslu-
skrifari við sýslu-
mannsembættið á
Sauðárkróki 1927-
1942, og jafnframt
fulltrúi. Að minnsta
kosti tvívegis var
hún settur sýslu-
maður í veikinda-
forföllum sýslu-
manns með bréfi
dómsmálaráðu-
neytisins 29. júní 1931 og aftur
I. júlí 1937. Hún sinnti öllum
störfum sýslumanns nema
dómarastörfum, hélt manntals-
þing og framkvæmdi fógeta-
og notarialgerðir. Hún mun
fyrst íslenzkra kvenna hafa far-
ið með sýsluvöld. Arið 1942 lét
hún af störfum hjá sýslunni og
gerðist gjaldkeri og bókari
Sauðárkrókshrepps, síðar
Sauðárkróksbæjar 1942-1948
og gjaldkeri sjúkrasamlagsins
þar 1942-1968.
Sigrún Marta verður jarð-
sungin frá Sauðárkrókskirkju
í dag og hefst athöfnin klukkan
II.
Sem unglingur naut ég þeirrar
gæfu að dvelja tvö sumur hjá heið-
urshjónunum Kristjáni ömmubróð-
ur mínum og Lóu. Tónlist, bók-
menntir og einstakt blómaskrúð
voru tákn heimilis þeirra og dagleg-
ar umgengnisvenjur einkenndust
af virðingu, væntumþykju, jafnrétti
og glaðværð. „Aðgát skal höfð í
nærveru sálar“ voru þeim ekki að-
eins orð heldur lífsmáti.
Persónutöfrar beggja höfðu mót-
andi áhrif á þroskaferil minn og
lífssýn og samveran við þau voru
meðal þess dýrmætasta sem ungl-
ingsárin veittu mér sem veganesti
fyrir lífíð. Með okkur tókst einlægur
vinskapur þrátt fyrir næstum hálfr-
ar aldar aldursmun.
Lóa var sérstæður persónuleiki.
í mínum huga náði hún að sameina
fortíð og framtíð á sinn hógværa
hátt. Hún var einstakt náttúrubarn
sem hafði yndi af útiveru og nálgað-
ist hesta sína, kindur og blóm eins
og börn sín. Jafnframt gegndi hún
ábyrgðarmiklum störfum sem með-
al hennar kynslóðar voru frekar
talin karla- en kvennastörf.
Minningar um Lóu í Skajgafirðin-
um eru mér mikils virði. A göngu-
ferðum á Tindastól eða Molduxann
var sungið, farið með vísur og kvæði
og gróðurinn grandskoðaður. í
hjólaferðum á Jónsmessunótt út í
Hegranes luktist upp heimur álfa-
borga og dansandi sólar. Hestaferð-
ir til grasa út á Skaga í dagrenn-
ingu voru fullar af dulúð. „Smala-
ferðin“ 17. júní, er við Lóa fórum
á þrúgum í leit að fé sem hafði
snjóað í kaf fyrir ofan Krókinn,
gleymist aldrei. Sláturgerðin með
Rannveigu og Lóu í kjallaranum á
Suðurgötunni var yndisleg blanda
af verklegum lærdómi, sagnfræði,
kvennafræði og dillandi hlátri.
Grannarnir á Suðurgötunni voru
mikilvægir hlekkir í lífskeðjunni
rétt eins og orgelspil Kristjáns og
útvarpsmessan á sunnudögum.
Lönd og höf voru oft milli okkar
Lóu síðustu áratugi er ég dvaldi
erlendis við nám og störf en með
bréfaskriftum og seinna símtölum
náðum við samt að flétta Iíf okkar
saman. Fyrir það trygglyndi er ég
afar þakklát og fyrir samverustund-
ir sem voru gulls ígildi.
Fríður Ólafsdóttir.
SIGRÚN MARTA
JÓNSDÓTTIR
IflÍ
Það er alltaf vandi að velja réttu tölvuna og
sérstaklega þegar þú ætlar að kaupa 40 stykki.
Eftir mikla athugun varð Hyundai Pentium ATX
tölvan frá Tæknivali fyrir valinu
og við erum alsæl:
Pentium ATX 3.5 FD
með intel CPU 586DX
133MHz 32MB EDQ
innra minni 2110MB
harðurdiskur 16X BTX
geisladrif 100 MBT intel
netspjald 15 tommu
SVGA súperskjár
Hjá xnet.is færðu aðgang að bestu fáanlegum tölvum og
fylgibúnaði fyrir aðeins 400 krónur á tímann.
Úrval hugbúnaðar á hverri
opnunartilboðin koma þér skemmtif
<k>
C_
Opid all
ffrá morgni til
xnet. 18 Ncatúni 17 - sími 562 9030