Morgunblaðið - 31.05.1997, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 31. MAÍ1997 47
-
.
MINNINGAR
ÞORSTEINN
SIG URÐSSON
+ Þorsteinn Sig-
urjón Sigurðs-
son fæddist á Útn-
yrðingsstöðum i
Vallahreppi 15. maí
1914. Hann lést í
Sjúkrahúsinu á Eg-
ilsstöðum 18. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Sigurður
Jónsson frá Vík-
ingsstöðum í Valla-
hreppi og Anna S.
Jónsdóttir frá Útn-
yrðingsstöðum, þar
sem þau hjón
bjuggu. Systkini Þorsteins, sem
upp komust, voru: Ólína, d.
1924, Guðlaug, d. 1993, Jónína,
d. 1926, og Sigríður, d. 1996.
Kona Þorsteins var Friðbjörg
Sigurðardóttir frá Neskaup-
stað, f. 23. október 1918, d. 28.
apríl 1986. Synir þeirra eru:
1) ívar Sigurður, f. 7. desem-
ber 1944, rafmagnsverkfræð-
ingur. Kona hans er Sesselja
Þórðardóttir, f. 26. nóvember
1947. Synir þeirra eru: Þórður,
Þorsteinn (d. 31. janúar 1988)
og Eyþór. 2) Þórhallur, f. 24.
júní 1948, verkstjóri. Sambýlis-
kona hans er Dagný Pálsdóttir,
f. 26. maí 1941. Dætur Þór-
halls: með Sigríði Bragadóttur,
f. 7. mars 1954, Steinunn Björg
og Eyrún Hlökk, og með Rut
Sigurgeirsdóttur, f. 24. mars
1954, Þórdís Eva. 3) Jón Sigurð-
ur, f. 5. september 1954, vél-
fræðingur. Böm hans með Guð-
rúnu Guðjónsdóttur, f. 1. októ-
Sérfræðingar
í blómaskivvlingum
við óll lækifæri
SkólavörOuslig 12.
u horni IkTgsluðaslrætis.
sími 551 9090
ber 1956, em: Dagr-
ún, Sigurður Oli,
Friðbjörn Þór og
Dýrleif Halla. 4)
Þorsteinn Hróar, f.
11. júlí 1958, bygg-
ingarverkfræðing-
ur, búsettur í Dan-
mörku. Sambýlis-
kona hans er Berith
Nielsen, f. 29. júlí
1962. Böm þeirra
em: Símon og
Kristina. 5) Finnur,
f. 4. mars 1961,
__________ meistari í bifvéla-
virlqun. Sambýlis-
kona hans er Hrefna Björns-
dóttir, f. 28. nóvember 1962.
Dóttir þeirra er Bríet.
Þorsteinn lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum á Akur-
eyri 1938 ogprófi í læknisfræði
frá Háskóla Islands 1948. Hann
var héraðslæknir á Djúpavogi
árin 1948 til 1954 og héraðs-
læknir á Egilsstöðum og Borg-
arfirði eystra árin 1954 til 1985.
Þorsteinn var ötull baráttumað-
ur fyrir stofnun læknamið-
stöðva sem þróuðust í að verða
heilsugæslustöðvar, eins og við
þekkjum þær í dag, en með til-
komu þeirra varð bylting á
starfsháttum og starfsaðstöðu
lækna á landsbyggðinni og víð-
ar. Þorsteinn var mikill áhuga-
maður um skógrækt og var
formaður Skógræktarfélags
Austurlands um árabil.
Útför Þorsteins fer fram frá
Egilsstaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Þorsteinn Sigurðsson læknir á
Egilsstöðum er nú allur. Með honum
er genginn einn af bestu sonum
Fljótsdalshéraðs og heiðursfélagi
Læknafélags Austurlands.
Þorsteinn var bóndasonur frá
Útnyrðingsstöðum á Völlum. Hann
var í æsku laginn og listfengur en
svo ófjárglöggur að sýnt var að fjár-
búskapur yrði trauðla hans ævi-
starf. Hann fór því til Akureyrar
að áeggjan frænda síns Þorsteins
M. Jónssonar skólastjóra, í fyrstu
til þess að nema útskurð en úr varð
að hann hóf nám í Menntaskólanum
á Akureyri. Þaðan lá leiðin í lækna-
deild HI. Að loknu kandidatsnámi
hóf Þorsteinn störf á Djúpavogi
1948, þá kvæntur Friðbjörgu Sig-
urðardóttir frá Neskaupstað. Þau
fluttust til Egilsstaða 1954 og þar
starfaði Þorsteinn síðan allan sinn
starfsaldur uns hann lét af störfum
1985 sjötugur að aldri.
Við Þorsteinn vorum samstarfs-
menn frá árinu 1976 og stendur
okkur Helgu enn fyrir hugskots-
sjónum hversu hlýlega þau hjónin
Þorsteinn og Friðbjörg tóku á móti
okkur er við fluttum austur. A starf-
sævi sinni upplifði Þorsteinn mikla
breytingu og þróun í læknisstarf-
inu. Hann kynntist því að starfa
einn og einangraður frá annarri
hjálp og þurfti oft að beita þeirri
lagni og útsjónarsemi sem honum
var gefin í ríkum mæli. Hann var
af þeirri kynslóð lækna sem upp-
lifðu hinar byltingarkenndu breyt-
ingar sem urðu í starfí lækna upp
úr miðri öldinni með komu nýrra
lyfja og síðar þegar læknamiðstöðv-
ar og heilsugæslustöðvar sköpuðu
læknum samstarfsvettvang og
bætta aðstöðu. Þorsteinn átti drjúg-
an þátt í því að læknamiðstöðvarn-
ar komust á laggirnar um 1970.
Þar áður hafði hann oft staðið vakt-
ina einn á stóru landsvæði og þurfti
að leggja á sig ferðalög og vökur
hvernig sem á stóð fyrir honum.
Þessum kjörum deildi Friðbjörg með
Þosteini og stóð þétt að baki honum
meðan hennar naut við. Þorsteinn
hafði þá seiglu og þrautseigju til
að bera sem þurfti til þess að halda
út þegar læknaskortur var sem
mestur úti á landi. Það verður seint
metið að verðleikum né fullþakkað.
í samstarfí var Þorsteinn hið
mesta ljúfmenni, léttur í skapi og
óspar á spaugsyrði og bjó yfír góðri
frásagnargáfu. Það vakti oft undrun
mína hve auðvelt hann átti með að
aðlagast þeim breytingum sem urðu
á læknisstarfmu á starfsævi hans
og gat hann kennt okkur sem yngri
vorum margt sem að gagni kom.
Þegar Þorsteinn hætti störfum hóf
hann að smíða borðplötur úr skraut-
steinum sem sumar hveijar eru lista-
smíð en fyrr á ævinni fékkst hann
við frímerkjasöfnun og var alla ævi
mikill áhugamaður um skógrækt
sem sér víða stað. Margt er ósagt
um þann merka mann Þorstein Sig-
urðsson. Við hjónin eigum honum
og Friðbjörgu gott að gjalda og
kveðjum hinn aldna vin með sökn-
uði. Sonum hans og ættingjum send-
um við samúðarkveðjur okkar.
Stefán Þórarinsson.
Það eru nákvæmlega 20 ár síðan
Þorsteinn Sigurðsson, héraðslækn-
ir, hætti rekstri lyfsölu og seldi mér
í hendur lager og búnað, sem þar
með varð visir að Egilsstaðaapó-
teki. Það voru einföld og átakalaus
viðskipti.
í tvo áratugi vorum við nágrann-
ar og áttum dagleg samskipti, sem
leiddu til náinna kynna og vináttu,
sem aldrei bar skugga á. Það er
mikil gæfa og lærdómsríkt að hafa
átt þess kost að kynnast manni eins
og Þorsteini lækni. Hann var ger-
kunnugur á héraði. Hann miðlaði
mér af þekkingu sinni og gaf mér
innsýn í daglegt líf og störf fólksins
sem við þjónuðum. Ég minnist hans
með þakklæti og hlýju.
Þorsteinn læknir var heiðursfé-
lagi í Rótarýklúbbi Héraðsbúa.
Hann ásamt frænda sínum, Þor-
steini M. Jónssyni, lagði grunninn
að Rótarýklúbbi Hérðasbúa árið
1965 og var fyrsti ritari klúbbsins.
Áhugi Þorsteins læknis á starfi
klúbbsins var óbilandi til hinstu
stundar. Hann var virkur félagi og
þrátt fyrir mikið annríki við læknis-
störfin gaf hann sér alltaf tíma til
að mæta á fund ef mögulegt var.
Þorsteinn var frábær sögumaður,
hafði mikla kímnigáfu og átti auð-
velt með að sjá broslegar hliðar á
hversdagslegustu atburðum. Marg-
ar skemmtilegar sögur átti hann í
fórum sínum og laumaði að okkur
á rótarýfundum. Erindi Þorsteins á
rótarýfundum um frímerki, bækur,
skógrækt, grjót og steina eða önnur
áhugamál eru minnisstæð þeim sem
á hlýddu.
Þorsteinn var alltaf yfirvegaður
og prúður og það var notalegt að
vera í návist hans. Félagar í Rótarý-
klúbbi Héraðsbúa minnast hans
sem góðs félaga og vinar og þakka
honum langt og gott samstarf.
Fjölskyldu hans sendum við okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
F.h. Rótarýklúbbs Héraðsbúa,
Hjálmar A. Jóelsson.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og virðingu við andlát og
útför
PÁLS ÞÓRÐARSONAR,
Egilsbraut 9,
Þorlákshöfn.
Aðstandendur.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við
fráfall
LÁRU GUÐNADÓTTUR.
Valgarður Stefánsson, Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir,
Ásdts Sigurjónsdóttir,
Guðlaugur Valgarðsson, Guðrún H. Stefánsdóttir,
Lárus Valgarðsson, Sesselja Ólafsdóttir,
Valgerður R. Valgarðsdóttir.
RIKHARÐ OSKAR
JÓNSSON
+ Ríkharð Óskar Jónsson
fæddist á Akureyri 28.
október 1924. Hann lést á
Landspítalanum 15. mai síðast-
liðinn og fór útför hans fram
frá Hallgrímskirkju 23. maí.
Fallinn er frá góður vinur og
félagi, Ríkharð Jónsson. Okkar
kynni hófust 1969 þegar Ríkharð
tók við framkvæmdastjórastöðu
hjá Meitlinum hf. í Þorlákshöfn.
Ríkharð var þá að hætta sem skip-
stjóri á m/s Hamrafelli, stærsta
skipi íslendinga í þá daga. Sumir
efuðust verulega um að fraktskip-
stjóri gæti orðið farsæll fram-
kvæmdastjóri hjá útgerðar- og
fiskvinnslufyrirtæki eins og þeim
atvinnuvegi var háttað í þá daga
og er kannski enn. En Ríkharð
sannaði það að þar fór mannkosta-
maður og góður stjómandi sem
hafði gott lag á að fá fólk til sam-
starfs. Á þessu sviði varð hans
starfsvettvangur meðan heilsa
leyfði, fyrst hjá Meitlinum hf., síð-
an hjá Kirkjusandi hf. og síðast
hjá Utvegsfélagi samvinnumanna
þar sem hann var í stjórn ýmissa
fyrirtækja í sjávarútvegi. Ég starf-
aði hjá Meitlinum hf. undir stjóm
Ríkharðs í nokkur ár og var það
mjög ánægjulegur tími. Flotinn var
endurnýjaður að stórum hluta og
við urðum samkeppnishæfari til
að takast á við framtíðina og
byggja upp ungt sjávarpláss. Síðan
áttum við félagar í Auðbjörgu hf.
í viðskiptum við Meitilinn hf. í þau
ár sem Ríkharð var framkvæmda-
stjóri. Það voru ánægjuleg og
skemmtileg viðskipti, allir samn-
ingar gerðir munnlega þó um heilu
úthöldin væri að ræða og aldrei
kom upp ágreiningur. Orð voru
látin standa og gert heiðursmanna-
samkomulag.
Ríkharð fluttist með íjöskyldu
sína til Þorlákshafnar fljótlega eft-
ir að hann hóf störf hjá Meitlinum
hf. Hann bjó þar til dauðadags
þótt starfsvettvangur hans væri
víðar en á heimaslóð. Ríkharð var
mikill félagsmálamaður og dug-
mikill samningamaður ef á þurfti
að halda, hann sat m.a. í sveitar-
stjórn Ölfushrepps í nokkur ár en
sökum anna í öðrum störfum gaf
hann ekki kost á sér lengur til
sveitarstjórnarstarfa þó eftir væri
leitað. Kiwanismaður var hann ein-
lægur og var fyrsti forseti Kiwan-
isklúbbsins Ölvers í Þorlákshöfn
sem stofnaður var fyrir 22 árum.
Hann var leiðtogi sem við Kiwanis-
menn söknum allir.
Það er sárt að horfa á eftir góð-
um félaga sem ætlar að tylla sér
niður og eiga rólegt ævikvöld eftir
langa og erfíða starfsævi en þá
er heilsan búin. Við Helga sendum
Aniju, börnum og barnabörnum og
ættingjum öllum innilegustu sam-
úðarkveðjur okkar.
Einar Sigurðsson.
MAGNEA DAGMAR
GUNNLA UGSDÓTTIR
+ Magnea Dagmar Gunn-
laugsdóttir fæddist í
Reykjavík 25. júní 1930. Hún
lést 16. apríl síðastliðinn og fór
útför hennar fram frá Bú-
staðakirkju 25. apríl.
í fáum orðum langar mig til að
minnast Dagmarar, sem nú er
kvödd. Ég átti því láni að fagna
að starfa með henni í kvenfélagi
Bústaðasóknar. Dagmar var sér-
stök persóna, það sópaði af henni
bæði í orði og verki, og því engin
lognmolla í kringum hana. Hún
virtist vera gædd einstökum vilja-
krafti í öllu sem hún tókst á við.
Dagmar var formaður Kvenfé-
lags Bústaðasóknar í nokkur ár.
Ekki get ég neitað því, að ég óttað-
ist, að það yrði ekki vandalaust
að vinna með henni í stjóm, en
þar sýndi hún og sannaði hvaða
persónu hún hafði að geyma.
Dagmar brást því ekki vonum mín-
um við nánari kynni.
Sterkust verður sú mynd í huga
mér af Dagmar þar sem hún geng-
ur hrarreist inn kirkjugólfíð í sinni
kæru Bústaðakirkju og flytur bæn-
ina í upphafí messu.
Þannig vil ég muna hana. Að-
standendum Dagmarar votta ég
samúð mína. Blessuð sé minning
hennar.
Ellen Svava Stefánsdóttir.
t
Innilegar þakkir, fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og jarðarför móður minnar
ömmu og langömmu.
SVÖVU SVEINSDÓTTUR,
Dunhaga 15,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki heima-
hjúkrunar og á deild 1A Landakotsspítala.
Ingunn Þórðardóttir,
Svava Þóra Þórðardóttir,
Ingunn Guðrún Einarsdóttir,
Þórður Einarsson,
Helgi Einarsson.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
HALLDÓRU JÓSEFSDÓTTUR
frá Arnarholti,
Biskupstungum.
Guð blessi ykkur öll.
Gunnlaug Gunnlaugsdóttir, Theódóra Ingvarsdóttir,
Indriði Ingvarsson, Ragnheiður Magnúsdóttir.
barnabörn og barnabarnaböm.