Morgunblaðið - 31.05.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 31.05.1997, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Eggert Ólafs- son var fæddur á Þorvaldseyri 29. júní 1913. Hann lést á heimili sínu að morgni 24. maí síð- astliðins. Foreldrar hans voru Ólafur Pálsson frá Svín- haga á Rangárvöll- um og Sigríður Ól- afsdóttir frá Lága- felli í Landeyjum. Þau hjón festu kaup á Þorvaldseyrinni árið 1906 og bjuggu þar síðan. Eggert var næst yngstur fjögurra systkina. Eftirlifandi systir hans er Guðmunda, bú- sett i Vestmannaeyjum. Látnar eru Ingibjörg, sem bjó í Arabæ- jarleigu i Flóa og síðar Reykja- vík, og Vilborg, sem bjó í Skarðshlið undir Austur-Eyja- fjöllum. Fóstursvstkini Eggerts eru Sigurður Ölafur Sveinsson, sem alla tíð hefur átt heimili á Þor- valdseyri, og Unnur Ólafsdótt- ir, búsett í Kópavogi. Eggert kvæntist 29. júní árið 1950 Ingibjörgu Nyhagen, f. 9.8 1926, frá Volbu í Valdres í Noregi. Foreldrar hennar voru Ólafur Pálsson frá Svínahaga á Rangárvöllum og Sigríður Ólafs- dóttir frá Lágafelli í Landeyjum hófu búskap á Þorvaldseyri árið 1906 ung að árum og með fram- farahvöt nýrrar aldar. Býlið gaf fögur fyrirheit og þó má enn um það segja að veldur hver á heldur. Allar götur síðan, í tíð þriggja kyn- slóða sömu ættar, hefur heimilið á Þorvaldseyri verið sveitarsómi og raunar þjóðarsómi því ótaldir eru þeir útlendingar sem sótt hafa það heim á liðnum árum og litið augum það sem best fer í íslenskum land- búnaði frá ári til árs. Austur-Eyja- Qöllum er það vegsemd að eiga slíkt heimili innan vébanda sinna. Vel man ég Ólaf á Þorvaldseyri, hinn dugmikla og velvirka bónda með fagurt hýrubros á vör, jafnbú- inn til þess að ræða um framför aldarinnar og fortíð þjóðarinnar. Með honum fór margur góður fróð- leikur í gröf. Sigríður kona hans er mér að sama skapi minnisstæð, búin ráðdeild og dugnaði svo að ekki varð betur á kosið, í öllu vel verki farin og samhuga manni sín- um í því að vera vel mönnum og málleysingium. EggertÓlafsson tók við ættaróð- ali sínu árið 1947. í tíð hans hafa stórvirki verið unnin á Þorvaldseyri í ræktun og byggingum. Þar er nú einna best hýst bújörð á Suður- landi, býli sem dylst engum sem fara um þjóðbraut undir Eyjafjöll- um. Merkilegt brautryðjendaverk hefur verið unnið þar í komrækt á undanfömum áratugum. Um- gengni öll utan húsa og innan er til fyrirmyndar. Ómælt starf vann Eggert í þágu sunnlenskra bænda í forystu Búnaðarsambands Suður- lands, Mjólkurbús Flóamanna og Mjólkursamsölunnar. Þar var jafn- an horft fram á veg með áræði og öruggri fyrirhyggju. Eggert á Þorvaldseyri gekk ung- ur á hönd ungmennafélagi sveitar sinnar. Kirkju sinni unni hann heils- hugar og sæti hans og konu hans var þar sjaldan autt á messudögum. Hann náði háum aldri og naut þeirrar hamingju að verða í raun aldrei gamall maður hvorki hvað varðaði aldur eða andans styrk. Alltaf var jafn notalegt að hitta hann að máli og manna best kunnu hann og kona hans til þess að fagna gestum. Lífíð gaf Eggerti margar góðar gjafir en tvímælalaust var besta gjöfin konan sem hann sótti „aust- ur um hyldýpis haf,“ Ingibjörg Nyhagen frá Valdres í Noregi. I Julie og Thorleif Nyhagen. Eggert og Ingi- björg eignuðust fjögur börn sem eru: 1) Jórunn, f. 2. júní 1950, gift Sveini Tyrfings- syni, bónda, Lækj- artúni, Ásahreppi. Þeirra börn eru Ingibjörg, Kristin Margrét, Guðrún Lára, Tyrfingur og Eggert Þeyr. 2) Ólafur, f. 17. júlí 1952, kvæntur Guðnýju A. Valberg úr Reykja- vík, en þau búa á Þorvaldseyrí. Þeirra börn eru Páll Eggert, Þuríður Vala, Inga Júlía og Sigríður. 3) Þorleifur, f. 22. maí 1955, verslunarmaður í Reykjavík, kvæntur Þorbjörgu Böðvarsdóttur frá Skaftárdal. Þeirra börn eru Hulda Mjöll, Guðlaug og Fiosi. 4) Sigur- sveinn, bóndi Ási, Mýrdal, f. 8. feb. 1958, kvæntur Bryndísi Emilsdóttur úr Reykjavík. Þeirra börn eru Emil, Eggert, Birkir og Berglind. Útför Eggerts verður gerð frá Eyvindarhólakirkju i dag og hefst athöfnin klukkan 14. huga vina hennar hér í byggð er hún fyrir löngu orðin íslendingur en þó fer henni víst sjaldan með öllu úr huga æskubyggðin fagra í Valdres með ökrum, skógum, vötn- um og fjöllum, að maður gleymi ekki selstöðunni þar sem hún átti sér sumaryndi í umgengni við bús- mala og fólk. Sannmæli er að hún er í senn góður íslendingur og góð- ur Norðmaður og ætt hennar mun lengi lifa hér í góðum niðjum. Að leiðarlokum hef ég ríka ástæðu til að þakka Eggerti og Ingibjörgu fyrir allt sem þau hafa verið mér öll árin sem ég hefi átt heimili í Skógum. Frá þeim hefur starf mitt notið skilnings og áhuga og einstakir hlutir í Skógasafni munu til framtíðar minna á völund- inn Eggert á Þorvaldseyri. Fáir Eyfellingar hafa stutt mig umfram þau í því að koma upp minjasafns- kirkju í Skógum. Allt þetta geymi ég nú í hlýjum huga. Gott er til þess að vita að Þorvaldseyri heldur áfram að hafa forystu hér í byggð í farsælum höndum sómafólksins Ólafs Eggertssonar og konu hans Guðnýjar J. Valberg. Ingibjörgu á Þorvaldseyri, böm- um hennar og ástvinum öllum, svo og systur Eggerts og uppeldis- systkinum, sendi ég samúðarkveðj- ur frá mér og mínum. Þórður Tómasson. Undir háum hlíðum Eyjafjall- anna í miðri sveit, stendur bærinn Þorvaldseyri. Flestir íslendingar kannast við þennan bæ og ekki síður bóndann þar, Eggert ólafsson, sem við kveðjum í dag með söknuði og virð- ingu fyrir frábær störf að félags- málum og fyrir afburðastarf sem bóndi. Bærinn Þorvaldseyri er vel hýst stórbýli, sem ber vitni um fram- sækna fjölskyldu undir handleiðslu góðs heimilisföður. Það er bær, sem gjaman er sýndur innlendum og eriendum ferðamönnum og tekið er á móti öllum með mikilli alúð og gestrisni. Eg kynntist fyrst Eggerti Ólafs- syni, þegar ég ungur og nýútskrif- aður búfræðikandídat, réðst til starfa hjá Búnaðarsambandi Suðurlands. Hann var í stjórn Bún- aðarsambandsins og hafði verið það um alllangt skeið. Hann tók mér afburða vel og var mér hollur og góður ráðgjafí og mikið lærði ég i hvert skipti, sem ég kom að Þor- valdseyri. Það var gaman að ganga um staðinn með Eggerti og sjá fénað og ræktunarstörf og koma svo í kaffi hjá Ingibjörgu og fjöl- skyldunni og ræðast við. Aldrei sagði Eggert að þetta eða hitt væri rétt eða rangt, en sagði aðeins með sinni miklu hógværð „við höf- um þetta svona“. Eggert sat í stjórn Búnaðarsam- bands Suðurlands frá 1949—1979. Ég kom til starfa hjá búnaðarsam- bandinu 1957 og höfðum við mjög náið samstarf í 22 ár. Á þeim árum voru ráðunautar búnaðarsam- bandsins fáir og sátum við flesta stjórnarfundi. Ég bjó frá upphafi í Sólheimahjáleigu og ferðuðumst við alltaf saman til fundanna. Milli heimila okkar voru aðeins 30 km svo_ við hittumst oft. Ég held að fáir utan fjölskyldunn- ar hafi þekkt Eggert betur en ég. Það var mikill mannauður að kynn- asat þessum góða manni og hann var góður ráðgjafi, ungum og óreyndum búfræðingi. Mér fannst Eggert Ólafsson vera frábær stjóm- armaður og átti hann sinn ríka þátt í að móta búnaðarsambandið og gera það að því öfluga félagsmála- fyrirtæki, sem það er í dag. Hann var mér, sem ungum ráðunaut, mjög velviljaður og alltaf minnist ég ferðanna, sem við ókum saman til stjómarfunda og alla jafnan var áhugamál okkar bíeggja, landbún- aðurinn, umræðuefni. Eggert Ólafsson var um langt skeið í stjóm Mjólkurbús Flóa- manna og formaður um árabil. Það var á því tímabili að starfsvæði þess var stækkað til austurs, fyrst Mýrdalur og síðar sveitir austan- sands, komu með inn í félagssvæð- ið. Eggert studdi öll mál, sem vora til framfara fyrir Vestur-Skaftfell- inga, mjög drengilega og á það hérað honum mikið að þakka. Þegar uppbyggingin var mest á blómaskeiði landbúnaðarins eftir 1950, vora stofnuð jarðræktarsam- bönd með miklum vélakosti til framræslu og jarðræktarstarfa. Á þessum áram var jarðræktarsam- band fyrir Eyjafjöll og Mýrdal. Eggert veitti þessu sambandi for- ystu um langt árabil og var á þeim áram unnið stórvirki í framræslu og ræktun, sem sveitirnar búa enn að. Eggert gegndi ótal fleiri trún- aðarstörfum, sat m.a. á búnaðar- þingi um stund og gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir sveit og sýslu. Þegar litið er til æviferils Egg- erts má segja að það sé ótrúlegt hvað stórt framlag hans var til félagsmála og til að vinna að fram- föram og velgengni þess samfé- lags, sem hann lifði í, þess ber að minnast og þakka á kveðjustundu. Eggert tók við búi af föður sín- um, Ólafí Pálssyni, árið 1947. ólaf- ur var mjög þekktur bóndi og bætti jörð og bústofn eins og best mátti vera. Það má því segja að Eggert tæki við góðu búi, en hann kunni líka vel með að fara. Eggert vann framan af búskaparáram að því að ræsa mikið af landi jarðarinnar fram og heppnaðst sú framkvæmd mjög vel svo á jörðinni var n\jög mikið af úrvalslandi til túnræktar og akuryrkju. Þeir Eggert og síðar Ólafur sonur hans, hafa ræktað kom á fjórða áratug. Þeir lyftu upp merki Klemensar á Sámsstöðum í ræktun korns, sem hefur orðið að landshreyfíngu. Bændur í Austur- Landeyjum komu inn í þetta starf, sem öflugir stuðningsaðilar. Nú má segja að um umtalsverða bú- grein sé að ræða á landsvísu með á annað þúsund hektara ræktun. Á þessum hartnær fjöratíu áram hef- ur korn þroskast allvel á Þorvalds- eyri. Á þessu sviði unnu Eggert og synir hans mikið brautryðjenda- starf, sem búnaðarsaga landsins mun geyma. Eggert og synir hans byggðu upp öll útihús af miklum glæsibrag svo nú þegar Eggert kveður og hefur afhent bú og jörð í hendur Ólafi syni sínum, er jörð og húsa- kostur glæsilegri en nokkum tím- ann fyrr. Eggert var mikill hamingjumað- ur í lífinu, hann giftist norskri konu, Ingibjörgu, fæddri Nyhagen, frá Valdres í Noregi. Þau giftu sig á afmælisdegi hans 29. júní 1950. Það var mikill hamingjudagur í lífí hans því Ingibjörg stóð vel að því að gera garðinn frægan. Ingibjörg hefur náð svo góðum tökum á ís- lensku máli að ekki er hægt að heyra neinn erlendan hreim. Eggert og Ingibjörg eignuðust fjögur börn, eina dóttur og þijá syni. Það var mikil gifta og lán fyrir Eggert og Ingibjörgu að hjá þeim hefur dvalið uppeldisbróðir Eggerts, Sigurður Sveinsson, og hefur Sigurður alla tíð verið hinn trausti, góði vinur fjölskyldunnar, sem treysta mátti á hvetju sem gekk. Eggert Ólafsson var hæfileika- maður til fleira en félagsmála og búskapar. Hann var úrvalssmiður, ekki síst hafði hann gaman af jám- smíði og undi sér vel við rennibekk- inn. Eggert lést á heimili sínu á Þorvaldseyri 24. maí sl. eftir nokk- urra mánaða erfið veikindi, á 84. aldursári. Útför hans fer fram frá Eyvind- arhólakirkju í dag. Eggert er kvaddur með hlýhug og virðingu fjölskyldu og vina. Elsku Ingibjörg og Qölskylda, mínar hugheilu samúðarkveðjur á sorgarstund, megi blessun Guðs veita ykkur styrk. Blessuð sé minning Eggerts Ól- afssonar á Þorvaldseyri. Einar Þorsteinsson. Vorið er tími akuryrkjumanns- ins. Þá heldur hann út á akurinn til þess að plægja og sá. Síðan fylgj- ast með vexti og viðgangi akursins og bíða uppskerannar. I landi þar sem veður geta orðið válynd jafnt á miðju sumri sem vetri er ræktun- in áhættusöm og störfin verða að ákveðinni listgrein sem bóndinn iðkar. Því er ekki að undra þótt íslenskir bændur hafi verið tregir til þess að hefja akuryrkju sem lengi var aðeins talin möguleg á heitari landsvæðum. Engu að síður hefur þessi búgrein náð að festa rætur í íslenskum landbúnaði þar sem fleiri og fleiri feta í fótspor framkvöðlanna sem trúðu á gróð- urvonina og landið. Trúðu að akur- yrkjan væri möguleg til hagsbóta fyrir íslenska bændur. Einn þeirra var Eggert Ólafsson, bóndi á Þor- valdseyri. Raunar var trú hans á landið og framfarir svo sterk og lífsstarf hans það mikið að tæpast verður uppbyggingar í landbúnaði á liðnum áram minnst án þess að hans verði getið. Eggert tók við búi af foreldrum sínum árið 1947 og lét oft að því liggja að hann hafi tekið við góðu búi. Þá þegar hafði jörðin verið rafvædd sem ekki var algengt um sveitabæi á þeim tíma en ber glöggt vitni þeirri framsýni og fram- kvæmdavilja sem hann ólst upp við. Hann ákvað einnig að láta ekki deigan síga en feta í fótspor fyrri kynslóðar. Sem dæmi um það má nefna að hann trúði staðfast- lega að jarðhita væri að finna í landi Þorvaldseyrar. Hann hafði mikinn áhuga á að nýta þá auðlind í þágu búskaparins og ákvað að láta bora eftir vatni á þeim stað sem hann taldi að það væri að finna. Borunin heppnaðist og ég minnist þess morguns vel þegar hann hringdi til mín og sagði að komið væri upp um 65° heitt vatn er duga myndi til þess að hita öll hús á Þorvaldseyri, súgþurrka hey, þurrka kom og jafnvel meira en það. Með þessu hafði honum öðra fremur tekist að efna heit sitt um að skila jörðinni betri en hann hafði tekið við henni. Þótt Eggert væri ræktunarmaður og framkvöðull þess að innleiða akuryrkju í íslensk- an landbúnað vann hann einnig að öðram framförum. Hann var verk- laginn með afbrigðum svo að ætla mátti að verkfræðiþekking hafi verið honum í blóð borin. Þess sér stað heima á Þorvaldseyri sem að öðrum stöðum ólöstuðum verður að teljast ein best byggða jörð landsins. En framfaraáhugi Eg- EGGERT ÓLAFSSON gerts einskorðaðist ekki við eigið bú. Hann var félagsmálamaður og lét til sín taka á þeim vettvangi. Hann tók sæti í stjóm Mjólkur- bús Flóamanna árið 1947, og átti þar sæti til ársins 1989. Við for- mennsku stjórnar tók hann árið 1973 og gegndi því starfí í tæp 17 ár. Á þeim vettvangi lágu leiðir okkar Éggerts saman, vissulega er margs að minnast frá þeim tíma, einkum þó hins brennandi áhuga hans á málefnum bænda og mjólk- urbúsins. Ég minnist margra funda og ekki síður samtala í gegnum síma því Eggert hringdi oft til að sjoyija frétta og fylgjast með. Áhugi hans á hinum verklegu þátt- um kom þá einnig oft fram og naut sín vel. Hann var vel heima varðandi allan rekstur mjólkurbús- ins, var tillögugóður og þægilegur í öllu samstarfi, en var ekki og vildi ekki vera aftursætisbílstjóri varð- andi daglegan rekstur eins og hann orðaði það sjálfur. Þótt margir bændur hafi sýnt rekstri -mjólkur- búsins mikinn áhuga og borið hag þess fyrir bijósti verður hlutverks Eggerts á Þorvaldseyri ætíð minnst. Oft hafa menn ólíkar skoðanir á mönnum og málefnum. Slíkt er eðlilegt og á við um landbúnað og rekstur mjólkurbúa eins og aðra þætti mannlegs samfélags. Þannig hafa oft verið skiptar skoðanir um nýjungar í mjólkuriðnaði og rekstri Mjólkurbús Flóamanna og sumir talið að stundum væri of geyst far- ið. Ekkert var Eggert fjarlægra en úrtölur og hann var ætíð tilbúinn að beita sér fyrir því sem til bóta mátti verða og hikaði þá ekki við að miðla öðram af þeirri þekkingu og reynslu sem hann hafði aflað sér. Þeirra eiginleika hans fékk Mjólkurbú Flóamanna að njóta ekki síður en önnur svið þar sem hann lét til sín taka. í störfum mínum fyrir mjólkur- búið naut ég samskipta við Eggert og þess að hafa samráð við hann og tel það hafa verið mikla gæfu fyrir mig að hafa mátt kynnast slíkum manni. Vorið er tími akur- yrkjumannsins. Á þessu vori hefur Eggert á Þorvaldseyri lokið störf- um og haldið út á aðrar lendur þar sem nýir akrar munu bíða hans. Um leið og ég þakka ánægjulega samfylgd viljum við Ragnheiður senda Ingibjörgu eftirlifandi konu hans og afkomendum þeirra bestu kveðjur. Birgir Guðmundsson. Enginn árstími er jafnheillandi bóndanum og íslenska vorið. Hlý skúr, fuglasöngur, björt nótt og nýtt ævintýri, allt vaknar til lífsins í rfki náttúrannar á ný. Hvergi er jafn vorfagurt og undir Eyjafjöll- um, hlíðin græn og grösin bifast í blænum á eggsléttum túnum og kornið skýtur rótum í fijórri gróð- urmold. Ómur kirkjuklukkna kallar vini og samferðamenn til kirkju. Aldur- hniginn bóndi sem markaði spor og veitti leiðsögn með elju og fram- sýni er kvaddur hinstu kveðju með þökk og virðingu. Eggert á Þorvaldseyri er geng- inn til feðra sinna. Hann lifði lang- an hamingjudag á mestu framfara- öld íslendinga. Höfuðbólið Þor- valdseyri vitnar um störf hans og ættmenna hans á þessari öld. Greinarhöfundur þakkar margar stundir sem hann átti með höfðingj- anum einum og eða í fylgd annarra og þau mörgu heilræði og fróðleik sem Eggert lét jafnan í té við þau tækifæri. Það er uppörvandi að koma að Þorvaldseyri og sjá hvað vilji og áræði fá orkað þegar at- hafnafrelsi duglegrar íjölskyldu fær að njóta sín. Eggert Ólafsson var miklum hæfileikum búinn og yfírburðamað- ur í mörgu. Hann var maður nýrra tíma í landbúnaði, fylgdi nýjum straumum í búskap og skildi öðram mönnum betur að betra er vit en strit. Þótt hann skildi og dáði þann rnátt sem býr í eðli einstaklingsins var hann maður skipulagshyggju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.