Morgunblaðið - 31.05.1997, Síða 54

Morgunblaðið - 31.05.1997, Síða 54
54 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TTL BLAÐSINS v Dýraglens Grettir mmm m m Ljóska Þú þarna í öftustu röðinni... viltu ekki taka ofan húfuna? Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Austur-Tímorbúar vildu sjálfir sameinast Indónesíu Athugasemd vegna greinar um Austur-Tímor Frá Mohamad Kamal: GREIN um Austur-Tímor („Sjálf- stæði Austur-Tímor bíður fráfalls Suhartos"), sem var birt í Morgun- blaðinu 15. apríl, er áhugaverð fyrir þá, sem vita ekkert eða mjög lítið um ástandið á Austur-Tímor, og vi- llandi ef menn vilja vera vel að sér um staðreyndirnar og þróunina nú um stundir. Fyrirsögn greinarinnar gerir stefnu Indónesíu í Austur-Tímormál- inu tortryggilega. Sameining Aust- ur-Tímor og Indónesíu varð endan- leg þegar leiðtogar eylandsins völdu það hlutskipti árið 1976 að vera hluti af Indónesíu og sendinefnd indónes- íska þingsins, sem rannsakaði málið, staðfesti þá niðurstöðu þeirra að það væri einlægur vilji Austur-Tímorbúa að sameinast Indónesíu, en við svo búið iýsti þingið því yfir formlega að Austur-Tímor væri 27. stjórn- sýslueining Indónesíu. Þess vegna er Austur-Tímor ekki háð uppgangi eða falli einstaklinga á Indónesíu. Morgunblaðið lætur hjá líða að skýra frá ábyrgðarleysi Portúgala, sem hlupust frá svæðinu án þess að búa í haginn fyrir afnám nýlendu- stjómarinnar með tilhlýðilegum hætti, þrátt fyrir fjölda áskorana og beiðna Indónesa og nágrannaríkj- anna um að Portúgalar gerðu viðhlít- andi ráðstafanir til að binda enda á 400 ára vægðarlausa nýlendustjórn. Það voru Portúgalar sem vopnuðu stjórnmálaflokk Ramos Horta, Fre- tilin, sem hvatti minnihlutaflokk hans til að lýsa einhliða yfir sjálf- stæði Austur-Tímor og virða aðra stjórnmálaflokka (meirihlutann á Austur-Tímor) að vettugi. Fretilin heijaði á pólitíska andstæðinga sína af mikilli grimmd og varð þúsundum manna að bana. Það hefur aldrei verið hagsmuna- mál fyrir Indónesíu að Austur-Tímor verði hluti af ríkinu. Það er söguleg staðreynd, sem menn geta greiðlega gengið úr skugga um, að Indónesar hvöttu ítrekað til þess að Austur- Tímormálið yrði leyst, jafnvel fyrir flótta portúgölsku nýlenduherranna frá Austur-Tímor. Horta hefur verið einn um að hagræða staðreyndunum til að villa um fyrir þjóðum heims, lýst sér sem baráttumanni í þágu frelsis meðan þúsundir Austur-Tímorbúa, sem lifa enn, hafa orðið vitni að grimmdar- verkum Fretilin. Horta hefur verið einn af leiðtogum Fretilin. Þar sem Morgunblaðið er trúverð- ugt, virt og ábyrgt dagblað er ég viss um að það mun sjá sér fært að birta þetta bréf og gefa þannig les- endum sínum kost á frásögn og skoðun, sem gefur réttari mynd af staðreyndunum. Vilji blaðið eða lesendur þess fá frekari upplýsingar um Austur- Tímormálið geta menn haft samband við mig. MOHAMAD KAMAL upplýsingadeild sendiráðs Indónesíu í Ósló. Opið bréf til áhuga- fólks um hljóðfærasafn Frá Tryggva V. Líndal: VÖNTUN er á vísi að einhveiju því hljóðfærasafni, sem væri skilgreint á landsgrundvelli. Er þar efiaust fyrst og frernst um að kenna að- stöðuleysi. Útkoman er þó sú, að aðeins eru til: persónuleg hljóðfæra- söfn í eigu einstaklinga, safn gam- alla hljóðfæra hjá Þjóðminjasafninu, og söfn hjá tónlistarskólum og hljómsveitum, sem og hljóðfæri inn- an um aðra safngripi hjá stofnunum og fyrirtækjum. Hugmynd mín er að setja ’nér með í gang vísi að slíku Hljóðfærasafni íslands, til að frekari þátttaka geti þannig kannski vafið upp á sig. Til að slíkur vísir sé með minnsta og hagkvæmasta móti, býðst ég til að halda utan um trompetdeild slíks safns, sem varðveiti og skrái aðsend trompetmunnstykki, og að sýna þá gripi sem eru í minni vörslu, er eft- ir því er leitað. Þessi byijun er ekki svo fráleit: Trompetið er með algengustu hljóð- færunum hérlendis: hvort heldur sem er í hljómsveitum, tónlistarskól- um eða meðal einstaklinga. Tromp- etið á sér langa sögu; í djassi, klas- sík, poppi og þjóðlögum, og er af ýmsum tegundum og stærðum. Safn af slíkum munnstykkjum gæti og lengi rúmast í einni tösku. Nú er því mögulegt fyrir alla tón- listarhópa í landinu að gefa munn- stykki í safnið, og að skilgreina sig um leið sem gjafafélaga að þessu safni. Um leið geta einhveijir aðrir tekið að sér að safna með sama hætti öðrum hljóðfærum eða hljóð- færahlutum, í samráði við mig. Að lokum yrði svo vonandi hægt að vista safnið í opinberri byggingu; helst fyrr heldur en seinna. Einnig mætti tengja hópinn við samtök safnara, og við söfn er varð- veita og flokka gögn um tónlistar- sögu Islands, svo sem þjóðdeild fjóð- arbókhlöðu og íslensku tónverkam- iðstöðina. Að ekki sé talað um kynn- ingarstarf í skólum og á öðrum vett- vangi tónlistar og menningarmála. Ég læt þessi hvatningarorð nægja í bili, og vonast til að þetta örsmáa frumhlaup mitt geti orðið hvati til skipulagðrar sóknar í þess- um vanrækta safnageira okkar landsmanna allra. Með sumarkveðju, TRYGGVIV. LÍNDAL, Skeggjagötu 3, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.