Morgunblaðið - 31.05.1997, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 31.05.1997, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997 65 ( ( ( ( I ( I i I i i I ( MYIMDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP Raunasaga 18. aldar konu Moll Flanders_________________ (Moll Flanders) D r a m a ★ ★ ★ Framleiðendandi: John Watson, Richard B. Levis og Pen Densham. Leikstjóri: Pen Densham. Handrits- höfundur: Pen Densham. Kvik- myndataka: David Tattersall. Tón- list: Mark Mancia. Aðalhlutverk: Robin Wright, Morgan Freeman, Stockard Channing, John Lynch. 118 mín. Bandaríkin. Sam Mynd- bönd 1997. Útgáfudagur: 12 Maí. Myndin er bönnuð bömum innan 12 ára. „Moll Flanders" er lauslega byggð á bók Daniel Defoe, sem er án efa frægastur fyrir Róbinson Krúsó. Þetta er gífurlega um- fangsmikil saga, sem segir frá lífs- hlaupi Moll Flanders (Robin Wright), sem missir móður sína rétt eftir fæðingu og er alin upp í klaustri. Þaðan strýkur hún og lendir í ýmsum hrakningum, t.d. þarf hún að stunda vændi, þangað til hún fínnur hamingjuna í formi málara nokk- ums (John Lynch), en hamingjan varir stutt við og Moll þarf að beij- ast fyrir lífi sínu í hinum miskunn- arlausa heimi Lundúnarborgar. Rammi sögunar er sagan af dótt- ur Moll, Floru, sem hlustar á vin móður sinnar (Morgan Freeman) lesa minningar hennar á leiðinni frá Englandi til nýja heimsins, þar sem dularfullur velgjörðarmaður bíður Floru. Þessi rammi virkar í upphafi myndarinnar en smám saman verð- ur hann einungis sögunni til traf- ala, og stærsti gallinn við þetta afbragðsgóða búningadrama. Andi Charles Dickens svífur yfir þessu kvikmyndaverki, því eins og í „Oli- ver Twist“ lendir hin hreina og tæra persóna Moll í öllum þeim slæmu aðstæðum sem hugsast get- ur og er myndin með nokkrum und- antekningum afskaplega mikil böl- sýnismynd. Öll umgjörð myndarinn- ar er til fyrirmyndar og sérstaklega kvikmyndatakan, þó nokkuð af glæsileik hennar glatist á sjón- varpskjánum. Robin Wright skilar hinu vandasama hlutverki Moll vel af hendi og Stockard Channing, sem ég tel eina vanmetnustu leik- konu Bandaríkjanna, er frábær í hlutverki frú Allworthy. Það eina sem ég er ósáttur við er hlutverk Morgan Freeman, en þessi ágæti leikari fær aldrei að njóta sín. Þessi mikilfenglega mynd nýtur sín mun betur á stærra tjaldi, en þeir sem misstu af henni í bíó ættu hiklaust að leigja hana. Ottó Geir Borg Vingjamleg vofa Draugurlnn Susle__________ (Susie Q) Gamanmynd ★ 'Á Framleiðendandi: James Shavick. Leikstjóri: John Grant Weil. Hand- ritshöfundur: Douglas J. Sloan og Shuky Levy. Kvikmyndataka: Rob- ert Fresco. Tónlist: Shuky Levy. Aðalhlutverk: Justin Whalin, Amy Jo Johnson og Shelley Long. 95 mín. Bandarikin. Bergvík 1997. Útgáfudagur: 21. mai. Myndin er öllum leyfð. ZACK (Justin Whalin) átti fram- tíðina fyrir sér í körfuboltaheimin- um, en hryggilegur atburður olli því að hann hætti algerlega að spila. Þegar hann, systir hans og móðir flytja í smábæ nokkum til þess að byija nýtt líf, sækja draug- ar fortíðar að honum og einnig Susie Q. Brátt kemst Zack að því að ekki er allt með felldu í bænum og með aðstoð Susie reynir hann að bjarga málunum. Justin Whalin sem leikur Zack er hvorki líklegur til stórafreka í kvikmyndaheim- inum né á sviði íþrótta. Þessi ofuráhersla leik- stjórans á hina ósýnilegu per- sónutöfra Whalin skemmir mikið fyrir annars ósköp sætri lítilli gamanmynd. Aðrir leik- arar verða sér ekki eins mikið til skammar og Whalin, en Amy Jo Johnson sleppur best frá þessu, hún túlkar persónu Susie af mátu- legu kæruleysi og frískleika, þó hún sýni aldrei neinn stjömuleik. Öll tæknivinnsla í myndinni er undir meðallagi, þá sérstaklega kvikmyndatakan sem er oft á tíð- um skammarleg. Þessi mynd rétt sleppur fyrir þá áhorfendur sem minnstar kröfur hafa til kvik- mynda. Ottó Geir Borg Kvikmynd um Otis Redding ^ CUBA Gooding yngri sést væntanlega bráð- lega á hvíta tjaldinu í mynd um Otis Redding, sem ber titilinn „Blaze of Glory“. Það er enginn annar en Joe Eszterhas sem skrifar handritið fyrir ævisögumyndina. Eszterhas heldur því fram að þegar hann var blaðamaður þjá Rolling Stones hafi hann verið sá síðasti er tók viðtal við söngvarann fyrir dauða hans. Breski leikstjórinn Iain Softley ætlar að stjórna verkinu. Hann hefur m.a. leikstýrt „Backbeat" sem fjallaði „BLAZE of Glory“ fjallar um Otis Redding. um Bítlana áður en þeir náðu heimsfrægð. LAUGARDAGSMYIMDIR SJONVARPSSTOÐVANNA Sjónvarpið ^21.05 - Sjá umfjöll- un hér til hliðar. Sjónvarpið ►22.45 Leikstjórinn Jeannot Szwarc er fæddur í Frakk- landi en hefur starfað mest í Holly- wood og skilað þar frambærilegri fagvinnu (Jaws 2, Somewhere in Time o.fl.) en ekki sérstökum afrek- um. í spennumyndinni Svik á svik ofan (SchrecklicherVerdacht, 1995) dúkkar Szwarc hins vegar upp í Þýskalandi, þar sem er saga af hremmingum leyniþjónustukonu að njósna um hryðjuverkahóp innanfrá. Umsagnir liggja ekki fyrir en í aðal- hlutverkinu er Susanne Schaefer. Stöð 2 ►l 5.00 Þijúbíóið er sem oftast áður bandarísk fjölskyldu- mynd. Strákapör (Sandlot, 1993) er fyrsta leikstjómarverkefni Davids Mickey Evans, ósköp snotur lítil æskusaga um það hvemig nýi strák- urinn kemst smám saman í horna- boltaliðið. Strákarnir og samtölin eru skemmtilega stíluð. Aðalhlutverk Tom Guiry og Mike Vitar. ★ ★ 'h Stöð 2 þ>21.05 Franskagaman- myndin Indíáni f stórborginni (Un indien dans la ville, 1994) sló ræki- lega í gegn í heimalandi sínu - og reyndar víðar, svo rækilega að nú er búið að endurgera hana í Holly- wood með Tim Allen í aðalhlutverk- inu. Kaupsýslumaður leitar eigin- konu sína uppi í frumskógum Venezuela til að ganga frá skilnaðar- pappírum en kemst að því að hann á þar son sem orðinn er hálfur indí- áni og þegar hann feijar hann með sér til Parísar er fjandinn laus. Vin- sældir þessarar klossuðu myndar eru mér hulin ráðgáta. Aðalhlutverk Thierry Lhermitte. Leikstjóri Herve Palud. ★ Stöð 2 ►22.45 Kvennapólitísk spennumynd með dulrænu ívafi var The Stepford Wives (1975) um sér- Hálfur milli Á ÁRUNUM kringum 1980 leit út fyrir að breski grínistinn Dudley Moore gæti orðið arftaki Peters Sellers með blöndu af fágaðri kómík og ærslaleik. Þessa ályktun mátti draga af leik hans í „10“ eftir Blake Edwards (1979) og svo Arthur (1981, Sjónvarpið ►21.05), en báðar þessar gaman- myndir náðu miklum vin- sældum. í hlutverki titil- persónunnar, fordekraðs drukkins milljónamærings, átti Mo- ore ýmis bráðfyndin tilþrif. Sagan af togstreitunni milli þarfar Arthurs fyrir meiri peninga og ástir gengii- beinunnar Liza Minelli verður í seinni hlutan- um heldur vemmileg en brandarar eru næg- ir þangað til og John Guilgud fer á Oscars- verðlaunuðum kostum í hlutverki einkaþjóns- ins. Arthur var fyrsta og eina mynd Steves Gordon leikstjóra og handritshöfundar sem lést 1982. En Dudley Moore átti eftir að gera fjöldann allan af gamanmyndum sem urðu því miður slappari og slappari og gerðu að engu þær vonir sem getið var um hér í upphafi. ★ ★ ★ má fífil kennilegt samfélag í bænum Stepford í Connecticut, byggð á sögu Ira Le- vin. Þessi saga og mynd gátu af sér tvær mun lélegri sjónvarpsmyndir og nú er sú þricija komin, Eiginmenn- irnir í Stepford (The Stepford Hus- bands, 1996), þar sem aðkomuhjón í Stepford komast að þvi að þar ger- ast enn skrýtnir atburðir í hjónalíf- inu. Umsagnir liggja ekki fýrir, en leikstjórinn, Fred Walton, hefurgert nokkrar frambærilegar spennumynd- ir. Aðalhlutverk Donna Mills og Mic- hael Ontkean. Stöð 2 ►0.15 Ein umdeildasta sakamálamynd seinni ára er Ógnar- eðli (Basic Instinct, 1992), þar sem Michael Douglas rannsóknarlögga á ystu nöf leitar að morðingja - og leitar mest að honum í klofinu á Sharon Stone. Útlitið er óaðfinnan- legt hjá Paul Verhoeven leikstjóra, spennan töluverð, erótíkin líka, en Joe Eszterhaas handritshöfund hefði átt að senda heim með endalokin. ★ ★ ★ Sýn ^21.00 Sylvester Stallone tekst ekki að skemma pottþéttan hasarinn í Á ystu nöf (Cliffhanger, 1993), þótt ævinlega sé ömurlegt að verða vitni að tilraunum hans til að leika með andlitinu sem er eins og sprunginn fótbolti. Renny Harlin leikstjóri kýlir blessunarlega á hraða atburðarás og stórfenglegar svið- setningar í veikbyggðri sögufléttu um tilraunir Sylvesters til að bjarga kærustunni sinni úr klóm glæpahysk- is undir forystu Johns Lithgow. Fín afþreying. ★ ★ ★ Árni Þórarinsson C xa.tSllFURKO'iT aM,S k A,7'J0 -veitir ótakmarkaðan tölvuaðgang út júní -þegar töivur eru iausar JHHn Tölvunámskeið í boði næstu vikur Mánudaqur Þriðjudagur Miðvikudagui ■ Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur kl. 13 Grunnur Grunnur Grunnur Grunnur Grunnur Grunnur M. 15 Internet Internet Internet Intemet Intemet Intemet M. 17 Grunnur Word Intemet Unglinganámskeið í boði hem dag kl. 13.00-15.00 fyrir byrjendur og lærðari. Erum nú að safna áhugasömu fólki á fjögur námskeið í heimasíðugerð. Látið skrá ykkur og kennarinn mun hafa samband. Við höldum námskeið í hverju sem er fyrir lágmark þrjá nemendur. Tilvalið fyrir fyrirtækí og hópa. Tveggja tíma námskeið aðeins 1.400 krónur. Meira en 30 námskeíð í boðí í hverri viku við þitt hæfi. Hámark 9 nemendur á hverju námskeiði - nettengdir við tölvu kennara. Frábærir kennarar frá Töivuskóla Reykjavikur einfalda málin. KEPPNISMÓT Í QUAKE NETLEIK '-- á sunnudaginn kl. 12.00 til að velja 15 manna landslið islands sem leikur landsleiki Keppt verður á þreföldu landsleiksborði í 30 nettengdum tölvum. Öllúi skráning er hafin hjá xnet r xuet. Opið alia daga frá morgni Nóatúni 17 - sími 562 9030 -
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.