Morgunblaðið - 04.06.1997, Page 15

Morgunblaðið - 04.06.1997, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNl 1997 15 LANDIÐ Morgunblaðið/Jóhann Guðni Reynisson GEIRI Péturs á strandstað í Húsavíkurhöfn sl. sunnudag. A myndinni sést hvar báturinn Guðrún Björg reynir að draga hann á flot. Ófremdarástand í höfninni á Húsavík Geiri Péturs strand- aði á sandrifi ÓFREMDARASTAND er í hafnar- málum Húsvíkinga, að mati Stef- áns Stefánssonar hafnarvarðar, sem var um borð í Geira Péturs sem strandaði í höfninni á sjó- mannadaginn. Um 150 manns voru um borð í skipinu þegar það tók niðri á sandrifi en ætlunin var að fara í skemmtisiglingu í tilefni dagsins. Báturinn Guðrún Björg togaði í skipið en það losnaði síðan af sjálfsdáðum á flóði um tveimur tímum síðar. Segir Stefán að ekki hafi orðið vart við skemmdir á skip- inu. „Það er ófremdarástand í höfn- inni og það verður að dýpka hana talsvert. í fyrra var dýpi innri hafn- arinnar mælt, þar sem fiskiskip leggja að, og kom í ljós að dýpið var rúmir fimm metrar en ætti að vera yfir sex metrar. Ef það verður ekki gripið í taumana strax koma bátar ekki hingað inn til þess að landa,“ sagði Stefán. Kostnaður 20-30 milljónir kr. Hafnarnefndarfundur var á mánudag á Húsavík og sat hann m.a. fulltrúi Siglingastofnunar. Þar var ákveðið að reyna að fá tæki til þess að grafa úr höfninni. Stefán segir að það þurfi að sprengja í höfninni því móhella sé þar. Rætt er um að kostnaður við framkvæmdirnar sé á bilinu 20-30 milljónir kr. Fengist hefur leyfi til þess að flýta þessum framkvæmd- um en Húsavíkurhöfn þarf að fjár- magna framkvæmdirnar þar til fjármunir fást frá hinu opinbera til verksins. Vandamálið mun hins vegar það að engin tæki eru til í landinu til þess að vinna verkið. Þau tæki sem hægt væri að nota til verksins eru í notkun í Grinda- vík og við holræsaframkvæmdir í Reykjavík. „Okkur er sagt að það liggi fyr- ir að fara í dýpkunarframkvæmdir í Vestmannaeyjum og á Djúpavogi og nú þarf að fá tæki til landsins.“ Um er að ræða pramma með skóflu og segir Stefán að stjórn- völd þyrftu að stuðla að því að slík tæki væru fengin til landsins. „Það á að byggja hér gijótgarð í haust og fram á næsta ár en það er ekk- ert vit í því að veija höfnina ef enginn bátur kemst hvort eð er inn í hana. Nú er búið að kaupa hingað Pétur Jónsson og ætli það verði ekki að landa úr honum með þyrlu. Hann fer ekki hingað inn nema á flóði og þá aðeins að Norðurgarðin- um og þá þarf að stilla komu hans upp á hafskipakomurnar því hér er ekki pláss fyrir alla,“ sagði Stef- án. Sjúkrahús Siglufjarðar Engar umsóknir um læknisstöður Siglufirði - Útlit er fyrir að læknis- laust verði á Siglufirði frá og með 1. ágúst nk. takist ekki að ráða nýja lækna fyrir þann tíma. Þegar hefur verið auglýst eftir læknum í þær þijár stöður sem lausar eru við sjúkrahús og Heilsugæslustöð Sigluljarðar en án árangurs enn sem komið er. Jón Sigurbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Sjúkrahúss og Heilsugæslustöðvar Sigluijarðar segir að vel sé búið að læknum á Siglufirði. „Þessir þrír læknar koma til með að skipta jafnt með sér vökt- um og vegna samreksturs sjúkra- húss og heilsugæslu er vaktþjón- ustu lækna mjög stillt í hóf og því mjög hentugt starfsumhverfi fyrir samrýnda lækna. Hér eru þrír mjög vel búnir læknisbústaðir sem bíða nýrra ábúenda og ég tel að læknar hljóti að sjá að hér er gott tæki- færi til að skipta um umhverfi og kynnast lífinu á landsbyggðinni og því sem það hefur upp á að bjóða. Þetta er tækifæri sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara og því er ég ekki enn mjög áhyggjufuliur út af læknisleysi og bíð bara vongóður eftir upphringingu frá góðum lækn- um.“ Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Annatími hjá sauðfj árbændum Hrunamannahreppi - Sauðburð- ur er nú víðast langt kominn og sumsstaðar eru flestar ær born- ar. Frjósemi er alls staðar mik- il. Þetta er mikill annatími hjá sauðfjárbændum en ærnar bera nánast alls staðar inni og er lit- ið eftir þeim dag og nótt. Hér er Eiríkur Kristofersson á Grafarbakka að marka lamb og nýtur aðstoðar Hauks sonar síns. Morgunblaðið/Líney KRAKKARNIR í grillveislu við grunnskólann. Hjóladagur í grunnskól- anum á Þórshöfn Þórshöfn - Vorið er tími hjólanna og því var haldinn sérstakur hjóla- dagur í grunnskólanum hér á Þórs- höfn í samvinnu við lögregluna. Nemendurnir mættu á reiðhjólum í skólann og þar fór lögreglan yfir hjólin og búnað þeirra, athugaði hjálma en síðan var farið í hjóla- túr út fyrir þorpið. Hjá flestum reyndust hjólin í lagi en annað mjög mikilvægt var í megnasta ólagi. Hjálmanotkun er ekki eins almenn og hún ætti að vera og þurfa margir að taka sig verulega á varðandi það mál, að sögn lögreglu. Þrátt fyrir að mýmörg dæmi sanna það að notkun reiðhjóla- lijálma hafi oft komið í veg fyrir alvarlega höfuðáverka þá eru allt- af einhverjir sem ekki hirða um höfuðið og hjóla um hjálmlausir - of margir hér á Þórshöfn. Grillaðar pylsur voru á boðstól- um við grunnskólann þegar nem- endur komu úr hjólaferðinni og allir borðuðu úti í veðurblíðunni, sem loksins gerir vart við sig á norðausturlandi. Skólaslit eru framundan og sumarfrí tekur við hjá þeim yngri en unglingarnir fara flestir í vinnu, því að í sjávarplássum eins og hér eru unglingar hluti af atvinnulíf- inu. Fræðslufundur Sögu- félags Amesinga Eyrarbakka - Sögufélag Árnesinga hélt fjölsóttan fræðslufund um far- manninn Bjarna Heijólfsson sem lagði frá landi á Eyrarbakka fyrir um það bil 1000 árum og hélt til Ameríku. Páll Bergþórsson veðurfræðingur flutti framsöguerindi og svaraði spurningum heimamanna varðandi siglingu Bjarna. Gerðu menn góðan róm að máli Páls. Fundargestir komu víða að úr Ámessýslu. Eyrarbakka- hreppur bauð fundargestum kaffl- veitingar. Þessi fundur var partur af afmælishaldi Eyrbekkinga vegna 100 ára afmælis sveitarfélagsins. Sýningin Saga bátanna er nú tekin við af skjalasýningu að Stað. Selur í túni Borgarnesi - Þeim brá í brún Borgnesingunum sem voru að bera áburð á tún sitt ofan við Borgarnes er þeir gengu fram á dauðan sel á miðju túninu um 700 metra frá sjó. Þarna var um fullorðinn sel að ræða sem líklegast hefur leitað upp á land í stærsta straumi. Hann hefur líklegast baksast upp frá sjónum eftir framræsluskurð- um um 700 metra veg áður en hann komst upp á fyrrgreint tún þar sem hann gaf síðan upp önd- ina. Eftir að áhugasamir Borgnes- ingar á ýmsum aldri höfðu fengið að skoðað selinn var honum tekin gröf á miðju túninu og hann jarð- settur. Að sögn fróðra manna eru fleiri dæmi um að gamlir selir leiti nokkuð langt upp á land til þess eins að bera beinin. Morgunblaðið/Theodór STRÁKARNIR Heiðar Lind Hansson og Bjarki Kristjánsson athuga hvort selurinn sé ekki örugglega dauður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.