Morgunblaðið - 04.06.1997, Side 18

Morgunblaðið - 04.06.1997, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1997 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Tóbaksiðnaður segir verðstríð einu leiðina Brussel. Reuter. EVRÓPSKIR tóbaksframleiðend- ur, -seljendur og -verkamenn hafa vísað á bug gagnrýni heilbrigðis- stjóra Evrópubandalagsins og segja verðlækkun eina ráðið til að auka söluna. Padraig Flynn heilbrigðisstjóri fordæmdi nýtt tóbaksverðstríð, sem hann kallaði brellu til að fjölga reykingamönnum og fara í kring- um bann við tóbaksauglýsingum. „Flynn hefur sagt tóbaksiðnað- inum stríð á hendur,“ sagði Ro- bert Toet, formaður sambands vindlingaframleiðenda í Efna- hagssambandinu (CECC). „Ýmsir vilja tóbaksiðnaðinn feigan," sagði hann í yfirlýsingu og benti á tilraunir til að koma í veg fyrir að tóbaksfyrirtæki kosti íþróttaviðburði og tilraunir til að afnema styrki til tóbaksbænda. Toet sagði þetta á blaðamanna- fundi til að kynna rannsókn, sem sýnir að tóbaksiðnaðurinn gegni mikilvægu hlutverki með því að útvega fólki atvinnu og greiða rík- inu háa skatta. Hann sagði að Vísar gagnrýni heilbrigðisstjóra ESB á bug verðlækkun væri eina ráð fyrir- tækja úr því sem komið væri til að keppa um viðskipti. „Verðstríð skelfilegt" Remy Tritschler, forseti Evr- ópusambands tóbaksseljenda (CEDT), sagði að leyfa ætti vindl- ingaverzluninni að njóta meiri sveigjanleika. „Verðstríð er skelfilegt og þungbært," sagði hann. Reyking- ar veita ánægju og eftirspurn mun halda áfram.“ í Evrópusambandinu reykja rúmlega 95 milljónir manna, þriðj- ungur allra fullorðinna. Samkvæmt rannsókninni á tób- aksiðnaðinum starfa 1,42 milljónir manna í tóbaksiðnaðinum, aðal- lega í Grikklandi og á Ítalíu, og þeir greiða skatta upp á um 51 milljarð ecu eða 58 milljarða doll- ara. Tæplega 75% af kostnaði síg- arettu er skattur sem reykinga- menn greiða. í yfirlýsingu í tilefni alþjóða- dags gegn reykingum sagði Flynn að 30% allra tegunda krabbameins tengdust tóbaki, að reykingar yllu þremur milljónum dauðsfalla á ári í heiminum og að sex meiriháttar rannsóknir hefðu leitt í Ijós að óvirkar reykingar ykju hættu á lungnakrabba, hjartasjúkdómum og asma meðal barna. Að gagnrýninni á verðstríðið meðtalinni hefur hinn írski heil- brigðisstjóri ESB ráðizt fjórum sinnum á tóbaksfyrirtæki á tveim- ur árum. Gagnrýnin verður rædd á fundi heilbrigðisráðherra ESB í vikunni. Tóbaksframleiðendur gera lítið með fyrirætlanir nýrrar stjórnar Verkamannaflokksins í Bretlandi um bann við tóbaksauglýsingum og kostun íþróttaviðburða. Samvinnusjóður íslands hf. Almennt hlatafjárútboð Utgefandi: Sölutímabil: Samvinnusjóður íslands hf. 4. júní - 31. júlí 1997. Forkaupsréttur: Félagið sendir þeim hluthöfum forkaupsréttareyðublöð, sem skráðir voru hjá hluthafaskrá félagsins 17. mars 1997, á aðalfundardegi. Hluthafar hafa forkaupsrétt að hlutabréfum félagsins á tímabilinu 4. til 18. júní 1997. Þau hlutabréf sem óseld kunna að verða að loknu forkaupsréttartímabili mun félagið selja á almennum markaði frá 23. júní 1997. Nafnverð hlutabréfa: Krónur 200.000.000 að nafnverði, sem er allt nýtt hlutafé. Sölugengi: Sölugengi til forkaupsréttarhafa er 2,50, en 2,70 í upphafi almennrar sölu. Gengið getur breyst eftir að almenn sala hefst. Skilmálar: Skilmálar almennrar sölu eru eftirfarandi: Hlutabréf skulu staðgreidd við kaup. Lágmarksupphæð er kr. 10.000 að nafnverði. Allt að kr. 30.000.000 að nafnverði verða seldar með þeim hætti að hámarkskaup hvers kaupanda verða kr. 100.000 að nafnverði. Sú upphæð sem óseld kann að verða að loknum forkaupsrétti umfram það sem að framan greinir verður seld án hámarks á hvem kaupanda. Söluaðilar: Kaupþing hf. og Kaupþing Norðurlands hf. Skráning: Áður útgefin hlutabréf Samvinnusjóðs íslands hf. eru á Opna tilboðsmarkaðnum. Óskað er eftir skráningu hlutabréfa félagsins á Verðbréfaþing íslands að útboði loknu, að því gefnu að markmið um tilskilinn hluthafafjölda náist. Umsjónaraðili útboðs: Kaupþing hf. Útboðs- og skráningarlýsing liggur frammi hjá söluaðilum og útgefanda. KAUPÞING HF löggilt verðbréfafyrirtœki Ármúla 13a, 108 Reykjavík - Sími 515-1500, fax 515-1509 Heildarvelta 333 í verslunargreinum janúar til febrúar 1996 og 1997 (í millj.kr., án vsk., á verðlagi hvers árs) jan.-feb. jan.-feb. Veltu- Heildsöludreifing áfengis 1996 1997 breyting og tóbaks, smásala áfengis *) Heildsölu- og smásöludreifing 1.312,0 1.303,3 j -0,7% á bensíni og olíum 3.579,5 4.456,9 24,5% Byggingavöruverslun 1.402,1 1.607,6 14,7% Sala á bílum og bílavörum 2.689,5 3.131,0 16,4% Önnur heildverslun 13.488,0 15.105,1 11,7% Heildverslun samtals: 22.471,1 25.603,9 12,5f§g! Fiskverslun 143,8 134,1 -6,7% Kjöt- og nýlenduvöruverslun, mjólkur- og brauðsala 4.363,5 4.777,8 9,5% Sala tóbaks, sælgætis og gosdrykkja 1.244,0 1.092,9 1-12,1% Blómaverslun 199,2 199,4 0,1% Sala vefnaðar- og fatavöru 842,8 879,7 | 9,4% Skófatnaður 105,3 97,7 § -7,2% Bækur og ritföng 550,4 630,5 14,6% Lyf og hjúkrunarvara 724,1 740,1 12,2% Búsáhöld, heimilis- tæki, húsgögn 1.427,2 1.450,7 1,6% Úr, skartgripir, Ijós- myndavörur, sjóntæki 151,3 152,4 0,7% Snyrti- og hreinlætisvörur 88,2 171,7 94,7% KB Önnur sérverslun, s.s. sportvörur, leikföng, minjagripir, frímerki o. fl. 562,8 489,7 -13,0% Blönduð verslun 4.205,1 4.315,1 |2,6% Smásöluverslun samtals: 14.607,7 15.132,0 3,6% VERSLUN SAMTALS: 37.078,8 40.735,9 9,9°/i *) Tölur milli ára eru vart samanburðarhæfar vegna breytts fyrirkomulags á innflutningi og dreifingu áfengis Heimild: Þjóðhagsstofnun, skv. virðisaukaskattsskýrslum NÝJAR Massey Ferguson 4200-dráttarvélarnar voru kynntar um helgina hjá Ingvari Helgasyni hf. Ný kynslóð Massey Ferguson dráttarvéla INGVAR Helgason hf. kynnti um síðustu helgi nýja kynslóð af dráttarvélum af gerðinni Massey Ferguson. Nýju drátt- arvélarnar bera heitið Massey Ferguson 4200 og leysa af hólmi vélar af 300-gerðinni sem verið hafa í notkun hér á landi á und- anförnum árum. Nýju dráttarvélarnar eru framleiddar í Coventry í Eng- landi, þar sem verksmiðju fyrir- tækisins hefur hefur verið gjör- breytt til að takast á við þetta nýja verkefni. Meginbreytingin er á útliti dráttarvélanna, þar sem hinar nýju vélar eru með stærra hús með góðri yfirsýn og auknu rými. Öll stjórntæki eru hægra megin við ökumann- inn, en svonefndum vendigír er þó haldið vinstra megin við stýr- ið, að því er fram kemur í frétt. Rafgeymum hefur verið komið fyrir frammi í vélarhlíf og hrá- olíutankurinn er nú undir öku- mannshúsi. Þetta auðveldar í senn viðhald og áfyllingu. Enn- fremur hafa verið gerðar breyt- ingar á framöxli, beislisbúnaði og vökvakerfi sem auka dráttar- og lyftigetu. Massey Ferguson hefur verið í notkun hér á Iandi í 50 ár og nú eru fáanlegar allt frá 16 til 250 hestafla dráttar- vélar af þessari gerð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.