Morgunblaðið - 04.06.1997, Side 21

Morgunblaðið - 04.06.1997, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1997 21 I I ) ) I ingu hægriflokkanna París. Morgunblaðið. NÝR forsætisráðherra Frakklands, Lionel Jospin, birtir væntanlega ráðherralista sinn í dag eða á morg- un. Hann kvaðst í gær leggja áherslu á að ráðherrar sínir hefðu hreinan skjöld og tengdust engum hneykslismálum eða öðru er gæti veikt stöðu þeirra. Jospin vildi ekki staðfesta neinar vangaveltar um það hveijir munu hljóta ráðherrastóla en Ijóst er að Jacques Delors, fyrrum forseti framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, verður ekki utanríkisráð- herra, þar sem dóttir hans, Martine Aubry, er líklegt ráðherraefni. Del- ors gæti hins vegar orðið sérlegur fulltrúi Frakklands í myntbanda- lagsmálum. Næsta víst er að Laur- ent Fabius, fyrrum forsætisráð- herra, verði þingforseti en þingkon- an Ségolene Royal sækist einnig opinberlega eftir embættinu. Ljóst er að stjórnarritarinn, pólitískt skip- aður embættismaður í forsætis- ráðuneytinu, verður lögfræðingur- inn Olivier Schrameck, sem verið hefur aðalritari stjórnlagaráðsins frá árinu 1993. Valdaskiptin í Matiognon, aðsetri forsætisráðherrans, gengu fljótt fyrir sig í gærmorgun. Athöfnin stóð í aðeins fimmtán mínútur. Jospin verður að birta málefnalista stjórnar sinnar innan fimmtán daga og búist er við að lagðar verði fram breytingartillögur við fjárlög ekki síðar en í næsta mánuði. Þögn Jacques Chiracs forseta hefur vakið athygli fjölmiðla. Dag- blaðið Parisien sagði í fyrirsögn á forsíðu í gær: „Chirac verður að tjá sig“. Blaðið sagði þjóðina vilja vita hug hans til væntanlegs samstarfs við vinstristjórn. Óvissa væri óþol- andi. Sameining hægriaflanna? Sumir talsmenn gamla stjórnar- meirihlutans hafa í kjölfar úrslit- anna viðrað hugmyndir um sam- runa flokka á hægrivængnum. Dag- blaðið Le Monde bendir á að hægri- flokkarnir, að Þjóðarfylkingunni meðtalinni, hafi stuðning meirihluta Frakka. Vinstrimenn hafi náð að sigra vegna þess að atkvæðin skipt- ust á þijá vegu í síðari umferðinni, Talebanar endurheimta mikilvæg landsvæði Pul-i-khumri í Afghanistan. Reuter. HERSVEITIR Taleban-hreyfingar múslima í Afganistan náðu í gær á sitt vald bænum Jabal os-Siraj, norður af höfuðborginni Kabúl. Fréttastofan Afghan Islamic Press í Pakistan greindi frá þessu í gær. Bærinn stendur við helsta þjóð- veginn frá Kabúl til norðurhluta Afganistan, þar sem andstaða við stjórn Talebana, sem ráða um tveim þriðju hlutum landsins, er sterkust. Er bærinn því hernaðarlega mikil- vægur. Ennfremur greindi upplýsinga- málaráðherra stjórnar Talebana frá því í gær að hersveitir stjórnarinnar hefðu náð á sitt vald bænum Golba- har og hluta nærliggjandi bæjar úr höndum liðsmanna stjórnarand- stæðingsins Ahmad Shah Masood. Ekki hefur fengist staðfest af óhlut- drægum aðilum hvort Golbahar hafi fallið. Liðsmenn Mashoods tóku báða þessa bæi herskildi í síðustu viku og hröktu Talebana á brott frá þeim. á hægriflokkana, vinstriflokkana og Þjóðarfylkinguna. Talsmenn íjóðarfylkingarinnar sögðu við Le Monde í gær að þeir vildu taka þátt í að endurmóta og styrkja samband hægriflokka. Einn þingmanna flokks nýgaullista (RPR) sagði sameiningu einungis fræðilegan möguleika. Dagblaðið Le Figaro sagði í forsíðugrein í gær að nú skipti öllu fyrir hægrimenn að sameina krafta sína. Frakkar væru í raun flestir hægrisinnaðir, líkt og forseti þeirra. Höfundur greinarinnar, Alain Peyrefitte, minnti á að kommúnistar, sem áður þóttu álíka hættulegir og Þjóðar- fylkingin nú, hafi átt aðild að ríkis- stjórn í forsetatíð Francois Mitter- rands. Georges Marchais, fyrrum formaður Kommúnistaflokksins, hafi samt verið stalínisti en núver- andi formaður, Robert Hue, væri mun hófsamari. Hann gaf þannig í skyn að Þjóðarfylkingin gæti brátt átt betri samleið með hinum hóf- samari hægriflokkum. Formanns- skipti væru fyrirsjáanleg. Reuter FRÁFARANDI forsætisráðherra, Alain Juppé, heilsar Lionel Jospin sem tók við lyklavöldum í Matignon í gær. a eignast tarspil... ...meö Jóni Arnari Magnússyni og Snœfinni snjókarli. Nú er kjöriö tœkifœri að gerast félagi íÆskulínu Búnaöarbankans. Félagar sem leggja inn á Stjörnubók Æskulínunnar í júnífá Tugþrautarspiliö aögjöf. Snœfinnur snjókarl lukkudýr Smáþjóöaleikanna í Reykjavík 2. - 7. júní. Beðið eftir ráðherralista Jospins Kröfur um samein-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.