Morgunblaðið - 04.06.1997, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
-1
LISTIR
Balling gerir bíómynd
Danski kvikmyndaleikstjórinn Erik Balling
tengdist íslenskri kvikmyndagerð þegar hann
leikstýrði 79 af stöðinni fyrir 35 árum. Hann
leikstýrði hinum sívinsælu sjónvarpsþáttum
Matador, gerði fyrstu dönsku litmyndina,
var fyrsti Daninn sem útnefndur var til
Óskarsverðlauna og er nú að undirbúa enn
nýja mynd um Olsengengið, 72 ára gamall,
eftir 14 ára hlé frá kvikmyndunum, að sögn
Arnalds Indriðasonar.
STAÐIR sem maður þekkti ekki, leik-
ara sem maður þekkti ekki og mál sem
maður skildi ekki; Erik Balling, 72 ára,
ætlar að gera eina Olsenmyndina enn.
IGAMLA daga fór Erik Balling
til Parísar ásamt handritshöf-
undinum Henning Bahs þegar
þeir sömdu handritin að gamanmynd-
unum um Olsengengið. I tvær vikur
lokuðu þeir sig inni á Prousthótelinu
og komu saman handritinu. A nótt-
unni fengu þeir sendan bjór og epla-
kökur upp á herbergi og á hótelinu
gátu þeir borðað morgunmat og
kvöldmat hvenær sem var sóiar-
hringsins. Nú hefur hótelið verið
fært í nútímalegra horf og nafninu
hefur verið breytt í Caravelle en
Balling og Bahs stefna til Parísar
eina ferðina enn að gera handrit'að
nýrri gamanmynd um Olsengengið.
Það segir sig sjálft að gamla gengið
verður komið á elliheimili í nýju
myndinni.
Nafn Bailings hefur ekki
heyrst oft hin síðari ár í
danska kvikmyndaheimin-
um. Kappar eins og Lars von Trier
og Bille August hafa tekið við af
honum. En á sinni tíð var Balling á
hvers manns vörum og er nú kallað-
ur af löndum sinum „den store
mand“ í danskri kvikmyndagerð.
Hann er dáður mjög fyrir myndir
sínar um Olsengengið og ekki síður
fyrir leikstjórn sína á sjónvarpsþátt-
unum Matador. Danir fullyrða að
þetta tvennt sé vinsælasta skemmti-
efni sem gert hefur verið í danskri
kvikmynda- og sjónvarpssögu. En
Balling var einnig fyrsti danski leik-
stjórinn til að gera litmynd. Hún
hét„Kispus“ og hann gerði hana
árið 1956. Hann var fyrsti danski
leikstjórinn sem útnefndur var til
Óskarsverðlauna fyrir bestu erlendu
myndina. Hún hét „Qivitoq". Hann
gerði hana einnig árið 1956 en
myndin gerist á Grænlandi, sem er
athyglisvert nú þegar sagan um
Smillu, Lesið í snjóinn, hefur verið
kvikmynduð af Bille August, að því
er virðist með afleitum árangri.
Arið 1962, fyrir réttum 35
árum, kom Balling svo hing-
að til lands og leikstýrði 79
af stöðinni eftir kvikmyndahandriti
Guðlaugs Rósinkranz, þáverandi
þjóðleikhússtjóra. Þannig tengist
Balling íslenskri kvikmyndasögu með
mjög beinum hætti. Hann skrifaði
síðar um veru sína hér og gerð mynd-
arinnar og var fullur aðdáunar á
tungumálinu, landinu og ekki síst
leikurunum sínum. Hann er nú 72
ára gamall og hefur ekki gert bíó-
mynd síðan hann stýrði Kim Larsen
í „Midt om natten“ árið 1983. Nýlega
kom hann fram í danska sjónvarpinu
ásamt þremur gömlu meðlimum 01-
sengengisins. Þar kom fram hug-
myndin um enn frekara samstarf og
allir urðu þeir spenntir við tilhugsun-
ina um að gera saman enn eina 01-
senmynd. Þannig fór hinn sögufrægi
Balling aftur í gang sem leikstjóri.
„Við hættum að gera Olsenmynd-
irnar þegar Kirsten Walther lést
vegna þess að hlutverk Yvonne var
þýðingarmeira en menn gerðu sér
almennt grein fyrir. Við Bahs hófum
alltaf okkar handritsgerð á því að
ímynda okkur hvernig Yvonne hafði
það. En nú höfum við fengið þessa
hugmynd um elliheimilið og hver
veit nema þar sé að finna myndar-
lega forstöðukonu sem tekur við
skyldum Yvonne," segir Balling í
nýlegu viðtali í Berlingske Tidende.
Hann vill hafa söguna í lagi áður
en hann fer að tala um ieikstjórn.
„Hitchcock hafði það þannig að hann
gat næstum tekið sér frí þegar hand-
ritið var í höfn. Hitt er aðeins spurn-
ing um að fara á fætur á morgnana."
Balling er með skrifstofu í
húsakynnum Nordisk Films
í Valby. Þegar hann kom
hingað til lands að beiðni Guðlaugs
Rósinkranz var hann forstjóri þessa
sögufræga danska kvikmyndafyrir-
tækis og lánaði 160.000 danskar
krónur til kvikmyndagerðarinnar.
Með honum í för voru
nokkrir samstarfsmenn við
fyrirtækið. Þeir luku verk-
inu á mettíma, einum mán-
uði, og þremur mánuðum
eftir að þeir komu hingað
var myndin frumsýnd. Fyrir
Balling var myndin ögrun.
„Verkefnið var að taka
meðallanga leikkvikmynd
bæði úti og inni án þess að
hafa kvikmyndaver eða
önnur venjuleg hjálpar-
gögn, taka hana á stöðum,
sem maður þekkti ekki, með
leikurum, sem maður þekkti
ekki heldur og á máli, sem
maður skildi ekki,“ skrifaði
hann síðar. Hann sagðist
hafa hitt fyrir dugandi leik-
ara sem beittu nýtískuleg-
um afslöppuðum leikstíl og
tungumálið heillaði hann
upp úr skónum. Balling
sagði frá því að marga
næturstund hefðu menn
hans velt fyrir sér tali
myndarinnar: „Maður hlust-
aði eins og eyrun leyfðu á
götum, veitingahúsum og í
sölubúðum til þess að finna
réttan hljómblæ, hljómfall
og tilbrigði - og smátt og
smátt opnaðist málið fyrir
mér - hið fegursta og hreinasta allra
norrænna mála - opnaðist með
hljómi og þýðingu í orðum, sem okk-
ar eigin tunga á aðeins veikan óm
af.“
Sama ár og hann gerði 79 af stöð-
inni leikstýrði hann gamanmynd-
inni„„Den kære familie" og á næstu
árum komu myndir eins og „Somm-
er i Tyrol“ og „Landsmandsliv". Á
þessum tíma varð Balling fremsti
og vinsælasti gamanmyndaleikstjóri
Dana. Hann gerði alþýðlegar og
ekkert alltof metnaðarfullar gaman-
myndir, sem gátu höfðað til allra,
og þær nutu mikilla vinsælda í Dan-
mörku. Árið 1968 gerði hann fyrstu
myndina um Olsengengið í samvinnu
við Bahs og níu aðrar fylgdu á eftir
næsta áratuginn. Eru það vinsæl-
ustu myndir sem gerðar hafa verið
í danskri kvikmyndasögu.
Balling nýtti sér reynslu sína og
hæfileika sem alþýðlegur gaman-
myndaleikstjóri þegar hann stýrði
Matador í danska sjónvarpinu og
gerði þættina ógleymanlega öllum
Dönum og jafnvel nokkrum Islend-
ingum líka, en þættirnir hafa verið
sýndir í heild sinni hér á landi í tví-
gang. Þegar hann leikstýrði Matador
hófst vinnan klukkan hálf sjö á
morgnana því hann hafði ekki leikar-
ana nema til hádegis vegna þess
þeir léku einnig í dönsku leikhúsun-
um. „Við hin höfðum þá eftirmiðdag-
inn til að skipuleggja mjög nákvæm-
lega tökurnar næsta morgun og ég
lagði mig fram um að sú áætlun
héldi. Ég fór sjálfur í gegnum atrið-
in sem fyrir lágu, settist í sætin og
taldi skrefin og sá um að allt gengi
upp.“ Góð skipulagning var nauð-
synleg. Balling hafði aðeins tíu til
tólf mínútur fyrir hveija töku en
„samt var aldrei neinn sérstakur
flýtir á okkur því allir komu vel
undirbúnir og við bjuggum til um-
hverfi þar sem hlutirnir eins og
gengu af sjálfu sér.“ Aldrei kom það
fyrir að þurfti að bíða eftir leikara
eða hann kynni ekki textann. Hvern-
ig fór Balling að þessu? „Þetta er
nokkuð sem verður til þegar níu af
hverjum tíu líkar fyrirkomulagið. Þá
er ekkert gaman að vera sá tíundi.
Ég þarf ekki einu sinni að hafa fyr-
ir því að reka hann því honum líður
illa og hann lætur sig hverfa. Svo
einfalt er það nú.“
Söngvarinn Kim Larsen segir frá
því í bók, sem Karen Thisted
hefur skrifað um leikstjórann
og heitir einfaldlega Erik Balling, að
hann hafi kynnst því þegar hann lék
undir stjórn hans við gerð „Midt om
natten“, að menn vildu fyrir alla
muni gæta þess að bregðast ekki
Erik Balling. „Larsen var ótrúlega
nákvæmur og skipulagður," segir
leikstjórinn. „Hann var svolítið óör-
uggur vegna þess að hann var enginn
atvinnumaður í kvikmyndagerð og
þegar hann var ekki með í atriðunum
æfði hann sig vandlega."
Það besta við leikstjórastarfið,
fyrir utan að loka sig inni á hótelher-
bergi með Bahs og skrifa handrit,
segir Balling vera að undirbúa atriði
og fá það til að lifna við. Ástæðan
fyrir því að hann hefur ekki gert
bíómynd síðan 1983 eru sérkennileg
veikindi. „Ég fór í alvarlega skurðað-
gerð og svæfingin hafði áhrif á minni
mitt. Það er ekki fyrr en nú hin síð-
ustu ár sem ég er að ná mér lítillega
og ég get munað hvað ég gerði í
gær - og það er algert skilyrði ef
þú ætlar að gera bíómynd. Én svo
á maður ekki að puða of mikið.
Maður á að gæta þess að frá manni
geisli meira af ljósi en skugga."
Samtök uppboðsmarkaða (SUM):
Málþing um gæðamál
fiskmai'kafianna
Samtök uppboðsmarkaða gangast fyrir málþingi um gæðamál fiskmarkaða í Félagsheimili
Kópavogs, Fannborg 2, á morgun, fimmtudaginn 5. júní n.k. kl. 13:30. Til þingsins er boðið
útgerðarmönnum, fiskverkendum, starfsmönnum fiskmarkaða og fleiri.
Dagskrá:
Inngangur: Ólafur Þór Jóhannsson, formaður Samtaka uppboðsmarkaða
Framsögumenn: Árni Ólason, framkvæmdastjóri fiskvinnslu KEA, Hrísey
Egill Jón Kristjánsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Hornafjarðar
Hjörtur Grétarsson, Granda hf, Reykjavík
Hjörtur Eiriksson, fiskverkandi á Suðurnesjum.
Pallbordsumrædur: Ásamt framsögumönnum taka þátt fulltrúar stóru
fiskútflutningsfyrlrtækjanna þriggja:
Friðrik Blomsterberg, deildarstjóri skoðunarstofu IS,
■ Margeir Gissurarson, deildarstjóri gæðamála hjá SH,
Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík, stjórnarmaður í SIE
s
Kaffiveitingar
Umræðunum stjórnar Páll Benediktsson, fréttamaður
Glára
sýnir í
Kringlunni
í JÚNÍMÁNUÐI verður mynd-
listarkonan Guðrún Lára Halldórs-
dóttir „Glára“ með sýningu verk-
um sínum í nýjum sýningarsal „Á
hæðinni" á efri hæð verslunarinnar
Jóns Indíafara í Kringlunni.
Sýning Gláru nefnist „Áhrif
vorsins" og um, er að ræða vatns-
litamyndir. Eins og fram kemur í
þema frá listamanninum sýna
verkin ljóðið ræktað manni, litum,
Qalli, fuglasöng, fossi og hljómi
undir áhrifum ljóss og skugga á
þríhyrndu horni hörku, fegurðar
og mildi. Straumar og strokur
pensilsins endurspegla náttúruna
með mannlegu ívafi í blendnum
draumkenndum veruleika, segir í
fréttatilkynningu.
GLÁRA við tvö verka sinna.
Sýningin stendur allan júnímán-
uð og er opin á hefðbundum versl-
unartíma. Listakonan tileinkar
sýninguna kærleika og minningu
föður síns.
- kjarni málsins!