Morgunblaðið - 04.06.1997, Síða 28

Morgunblaðið - 04.06.1997, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1997 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SKIPULAG MIÐ- HÁLENDISINS TILLÖGUR að svæðisskipulagi miðhálendisins, sem sam- vinnunefnd 12 sýslna, sem eiga land að hálendinu, hefur unnið, liggja nú frammi til sýnis í öllum sýslum landsins, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagi ríkisins, en einnig er tillög- urnar að finna á heimasíðu Skipulagsins. Menn geta gert at- hugasemdir við tillögurnar fyrir 10. október. í þeim er margt athyglivert að finna sem áhugavert er fyrir fólk að ígrunda. Miðhálendið er eitt þeirra svæða, sem enn hafa ekki verið skipulögð. Þar eru þó ýmis mannvirki og alls um 400 hús. Á síðari árum hefur hins vegar mikill áhugi vaknað, bæði meðal íslendinga og útlendinga að fara um þessa auðn og skoða þau fjölmörgu náttúruundur, 'sem hún býr yfir. Um leið og ferða- mannafjöldi hefur aukizt hefur mönnum smám saman lærzt að auðnin er auðlind, sem gefur af sér mikla fjármuni. Til þess að varðveita hana fyrir óbornar kynslóðir, er nauðsynlegt að ganga vel um hana og gera engin þau mistök, sem ekki verða aftur tekin. Því var sú nefnd, sem nú skilar tillögum, skipuð fyrir fjórum árum. Tilgangurinn er auðvitað að vernda þá náttúruperlu, sem miðhálendið er. Auðlindin er ekki bara vatnsbúskapur til raforkufram- leiðslu, jarðhiti til upphitunar húsa og framleiðslu raforku. Þar eru einnig sandar, hraun, jöklar, jökulminjar, gosminjar, jarðhitaminjar, söguminjar og yfirleitt allt sem nöfnum tjáir að nefna, náttúruperla, sem er afskaplega viðkvæm fyrir umgangi manna, sem því þurfa að nálgast hana af ýtrustu varfærni og tillitssemi. Samkvæmt tillögunum á hún að vera öllum opin, en menn verða að minnast þess að sérhver planta á þessu svæði heyr harða lífsbaráttu fyrir tilvist sinni og þess vegna verður mannshöndin fremur að hlú að henni en sýna henni afskiptaleysi. Allt er þetta lífsmynstur hálendisins áhuga- vert og þess vegna streymir líka fjöldi ferðamanna inn á svæðið. Samkvæmt tillögíinum er hálendið flokkað í nokkur svæði. Náttúruverndarsvæðin ná yfir mikilvægustu og merkustu nátt- úruminjar hálendisins og undir þann flokk falla öll friðlýst svæði og flest svæði á náttúruminjaskrá. Svæðin ná yfir stór- ar lar.dslagsheildir og óröskuð víðerni, svo sem stóra samfellda hluta gosminja á gosbeltum og víðfeðm votlendissvæði. Undir flokkinn verndarsvæði falla svæði sem hafa alhliða verndar- gildi vegna náttúruminja, þjóðminja og mikilvægra linda- svæða. Einnig mikilvæg útivistarsvæði, þar á meðal jaðar- svæði að byggð. Miðhálendið er víðfeðmt og stórt. Nauðsynlegt er að ná sátt um skipulag þess, sem nú hafa verið gerðar tillögur um. Því þurfa menn að kynna sér þær gaumgæfilega og gera at- hugasemdir, ef þeir eru ósáttir við eitthvað í þeim. Betur sjá augu en auga. AUKINN OG ENDUR- GJALDSLAUS KVÓTI FYRIR skömmu voru tillögur Hafrannsóknastofnunar um kvóta úr einstökum fiskistofnum kynntar. Samkvæmt þeim tillögum verður þorskkvótinn aukinn um 32 þúsund tonn og rækjukvótinn um 15 þúsund tonn. Þessum kvóta er skipt niður á fiskiskipin eftir ákveðnum reglum en grundvallarregl- an er sú, að þau fá kvótaaukninguna fyrir ekki neitt en geta leigt hana eða selt ef þeim sýnist svo. I Morgunblaðinu í gær birtist grein eftir Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóra Járnblendifélagsins á Grundartanga. Hann segir m.a.: „Ritari þessarar greinar hefur fregnir af kvótaeig- anda, sem sannarlega hefur þá iðju að aðalstarfi. Hann á ein- hver 200 tonn af þorskkvóta, en hefur ekki gert út árum sam- an, heldur leigir kvótann árlega. Af því hefur hann 15-19 milljónir króna í tekjur á ári. Til að komast fram hjá reglum um, að ekki megi leigja kvóta af skipi nema tvö ár án þess að missa hann, selur hann skipið og kaupir nýtt eftir tvö ár og færir kvótann milli skipa. Síðan heldur hann áfram iðju sinni og lifir æðigóðu lífi við það eitt að aka í jeppanum sín- um. Endurgjaldslaus úthlutun viðbótarþorskkvóta núna mundi bæta svo sem þremur milljónum króna við árlegar tekjur þessa sægreifa. Þetta gengur ekki.“ Það blöskrar fleirum en Jóni Sigurðssyni á Grundartanga að einu sinni enn skuli aukið við fiskikvótana án þess að stíga fyrsta skrefið til þess að taka upp gjald fyrir veiðileyfin. Yfir- gnæfandi meirihluti þjóðarinnar er honum sammála samkvæmt skoðanakönnunum. Þetta finna bæði útgerðarmenn og stjórn- málamenn. Það er enn tími og tækifæri til þess að komast að sann- gjarnri málamiðlun í þessu máli. Komist hins vegar engin hreyf- ing á það á næstu mánuðum er fyrirsjáanlegt að kvótinn og veiðileyfagjaldið verða aoalmál þingkosnfnganna vorið 1999. IBM skuldar ma kyninu nýtt eiir Heimsmeistarinn í skák, Garrí Kasparov, ritar grein í tímaritið Time um skákeinvígi sitt við ofur- tölvuna Dimmblá. Hann skorar á tölvuna í annað einvígi og segist reiðubú- inn að leggja allt undir. IGREIN sem ég skrifaði fyrir Time í fyrra, eftir að hafa borið sigurorð af Dimmblárri, ofurtölvu IBM, í einvígi í Fíladelfíu, lét ég í ljós undrun mína og furðu yfir því að hafa kynnst nýrri tegund greindar. Ég vísaði til fyrstu skákarinnar, þar sem ákvörð- un tölvunnar, eingöngu byggð á útreikningum hennar, um að fórna peði var í samræmi við það sem menn hefðu gert með því að beita mannlegri rökvísi. Því hóf ég um- ræðu um það hvort gervigreind þyrfti að vera nákvæm eftirlíking af hugsunaraðferðum manna eða hvort við ættum að dæma greindina af árangrinum þegar upp væri stað- ið. Ég leit því á einvígið við bætta gerð Dimmblárrar sem tækifæri til að kanna þetta nánar - og auðvitað að fara með sigur af hólmi í skák- keppni. Því miður byggði ég undirbúning einvígisins, sem var háð fyrir tveim- ur vikum í New York-borg, á við- teknum vísdómsráðum um það hvað fælist í góðri leikáætlun gegn tölv- um. Þessi vísdómsráð eru - eða voru þar til einvíginu lauk - að menn skyldu varast átök til að byija með, tefla hægar skákir, reyna að beita snjallari herbrögðum en tölv- an, knýja fram stöðumistök og síð- an, þegar skákin nær hámarki, reyna að halda fullri einbeitingu og varast mistök. Illu heilli heppnaðist þessi leiká- ætlun fullkomlega í fyrstu skákinni - en aldrei aftur það sem eftir var af einvíginu. Þegar einvígið var hálfnað fannst mér ég ekki vera undir það búinn að takast á við þessa nýju tegund af vitsmunalegri áskorun. Önnur skákin réð úrslitum í ein- víginu, en hún skildi eftir ör í minni mínu og hindraði að ég næði al- gjörri einbeitingu eins og ég er vanur í næstu skákum. I annarri skák Dimblárrar sáum við nokkuð sem var framar villtustu vonum um það hversu vel tölva gæti séð fyrir langtímaafleiðingar ákvarðana sinna. Tölvan vildi ekki byggja upp stöðu sem hafði ótvíræðan skamm- tímaávinning - og sýndi þar mjög mannlega tilfinningu fyr- ir hættum. Ég tel að þetta geti verið til marks um byltingu í tölvuvísindum er geti fært IBM og sveit Dimmblárrar nóbelsverð- laun. Jafnvel núna, vikum síðar, hefur engin önnur skáktölva í heim- inum getað metið rétt afleiðingarn- ar af stöðu Dimmblárrar. Önnur skákin fékk einnig mjög óheppilegan endi. Dimmblá var með unna stöðu en henni urðu á mistök, sem hefðu gert mér kleift að sleppa á undraverðan hátt ef ég fórnaði manni. Ég treysti hins vegar út- reikningum tölvunnar, taldi að henni myndi ekki sjást yfir slíkt framhald og gaf skákina. Önnur skákin var mér hulin ráð- gáta. Ráðgáta sem ég leysti ekki og jafnaði mig ekki á. Það er von mín að IBM opinberi leyndarmálin á bak það hvernig tókst að ná þess- um ótrúlega árangri við forritun skáktölvu. Starfsmenn IBM halda því fram að þróaður hafi verið fram hugbúnaður sem geri tölvunni kleift að breyta skákstíl forritsins í miðju einvígi sem og getu tölvunnar til skákgreiningar milli skáka. Þetta er ekki síður byltingarkenndur árangur. Yfirleitt krefjast allar breytingar á tölvum margra vikna prófana til að útiloka hugsanlega galla. Ég áttaði mig á að ég væri að tefla við andstæðing er væri sveigj- anlegur og breytilegur og gæti reiknað út leiki langt fram í tímann til að koma í veg fyrir mistök. Að auki bjó andstæðingur minn yfir jafnaðargeði. Hann átti hvorki við sálræn vandamál að stríða né hafði áhyggjur af því sem fram fór í kringum okkur. Síðast en ekki síst þá gerði Dimmblá svo gott sem engin dæmigerð tölvu- mistök. Tölvan er þó ekki ósigrandi og ég er enn sannfærður um að ég hafi átt möguleika á sigri, sér- stakega ef ég hefði átt kost á viðeig- andi undirbúningi, fyrir þetta einvígi sem var mjög frábrugðið fyrsta ein- víginu í Fíladelfíu. Ég gerði mér grein fyrir því strax á blaðamannafundinum, sem hald- inn var við upphaf einvígisins, að IBM liti ekki einungis á þetta ein- vígi sem vísindalega tilraun. Sam- keppnin var orðin vísindunum yfir- sterkari. Einvígið snerist um að vinna eða tapa. Lið IBM var allt í senn, þátttakandi, skipuleggjandi, ákvörðunar- og fjármögnunaraðili og dró það úr möguleikum mínum. Hvort sem það var ætlun þeirra eða ekki þá sköpuðu aðstandendur Dimmblárrar fjandsamlegt and- rúmsloft sem hafði slæm áhrif á mig. Það lá eitthvað neikvætt í loft- inu. Þetta var sýning Dimmblárrar og Dimmblá varð að sigra. Alger stjórnun IBM jafnt á svæð- inu sem öllum aðstæðum ___________ dró fram veikleika hins mennska keppenda. Ég . var eini keppandinn sem '1 var viðkvæmur fyrir elsve fjandsamlegu andrúms- lofti. Að mínu mati hafði það mjög neikvæð áhrif hversu treg IBM- sveitin var við að opinbera hugsana- ferli tölvunnar. (Enn þann dag í dag hef ég ekki fengið allar þær útprentanir sem ég fór fram á). Mörg smærri atriði má einnig nefna. Salurinn var eingöngu hann- aður í samræmi við þarfir tölvunn- ar. Loftræstingarkerfi og tugir að- stoðarmanna voru til staðar tölv- unnar vegna en ekki vegna leik- mannsins. Ég vil ekki að neinn haldi að ég sé að leita að afsökunum. Þetta var Fjandsamlegt andrúmsloft á keppnisstað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.