Morgunblaðið - 26.06.1997, Síða 1

Morgunblaðið - 26.06.1997, Síða 1
80 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 141. TBL. 85. ÁRG. FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Hverfult „BRÁÐNUN" heitir þetta íslista- verk, sera bandarísk umhverfís- verndarsamtök komu upp fyrir ut- an byggingu Sameinuðu þjóðanna í New York en þar er nú haldin um- hverfisráðstefna samtakanna. Á verkið að minna á vaxandi mengun listaverk og gróðurhúsaáhrif, aukinn hita á jörðinni, af völdum hennar. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, flyt- ur ræðu á ráðstefnunni í dag en í gær ritaði hann nafn sitt uudir lög, sem kveða á um stórhertar aðgerð- ir gegn loftmengun. Eyríkin óttast að sökkva í sæ New York. Reuter. LÍTIL eyríki hafa lagt fram hjálpar- beiðni á Umhverfisráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna í New York, þar sem segir að ríkin óttist að verða fyrstu fórnarlömb gróðurhúsaáhrif- anna og hverfa undir vatn, verði ekkert að gert. Sendiherra Vestur-Samóa og for- maður samtaka eyríkja, Tuiloma Neroni Slade, sagði í gær að gróður- húsaáhrifin væru greinileg. „Fólkið veit að breytingar eru að verða. Það upplifir óvenjumiklar rigningar og háan lofthita. í mínum heimshluta gerist þetta óvenjulega oft,“ sagði Slade. Eyríki á borð við Maldives-eyjar á Indlandshafi, Kýpur, eyjar í Karíba- hafi og Kyrrahafi, segja framtíð sína undir þvi komna að dregið verði úr útblæstri koltvísýrings og annarra loftegunda sem valda gróðurhúsaá- hrifum, en stærstur hluti þeirra berst upp í himinhvolfið frá iðn- væddum ríkjum. Fulltrúar eyríkj- anna segja vísindamenn spá því að yfirborð sjávar muni hækka um 30- 100 sentimetra á næstu öld vegna hærri lofthita verði ekki dregið úr útblæstri. Ástæðan er sú að hitinn bræðir æ meira af ís á norður- og suðurpóln- um. Fullyrða fulltrúar eyríkjanna að nú þegar verði þess vart að yfirborð sjávar hafi hækkað. Forseti Míkró- nesíu sagði að íbúar hefðu þegar þurft að yfirgefa nokkur kóralrif. Iðnríkin hafa ekki komið sér sam- an um nýjar takmarkanir við út- blæstri koltvísýrings fyrir sérstaka loftslagsráðstefnu sem haldin verður í Japan í desember. Evrópuríki vilja að dregið verði úr útblæstri um 15% fyrir árið 2010 en Bandaríkin, Kanada og Japan hafa ekki fallist á þetta. Eyríkin vilja að markið verði hækkað upp í 20%. Jacques Cousteau geng- inn á vit feðranna París. Reuter. HAFKÖNNUÐURINN Jacques-Yves Cousteau, sem Jacques Chirac Frakklandsforseti heldur fram að sé þekktari Frakki en nokkur annar fyrr og síðar, lést í gær 87 ára að aldri. Cousteau færði almenn- ingi víða um veröld undur og töfra hafheima inn í stofu með vinsælum sjón- varpsþáttum en einnig liggur eftir hann fjöldi bóka og margverðlaun- aðra kvikmynda um náttúru- og umhverfismál. Hann helgaði sig umhverfisvernd, sérstak- lega verndun heimshaf- anna. Cousteau lést úr hjartaslagi á heimili sínu í fyrrinótt en hann var að jafna sig eftir nokkurra ára sjúkrahússvist vegna önd- unarsjúkdóma. Var hann andlega hress til hinstu stundar og hafði nýlokið nýrri bók þar sem hann dregur saman árangur rannsókna sinna. ■ Kafteinn Cousteau/26 Cousteau Whitewater- rannsóknin Snýst um kvenna- mál Bill Clintons STARFSMENN bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, og aðstoðarmenn Kenneth W. Starrs, óháðs saksóknara í Whitewater-málinu, hafa á síð- ustu mánuðum yfirheyrt tvo lögreglumenn í Arkansas til að komast að því hvort Bill Clint- on, forseti Bandaríkjanna, hafi haldið framhjá konu sinni þeg- ar hann var ríkisstjóri þar. Kemur þetta fram í frétt í The Washington Post eftir hinn kunna Watergate-fréttamann Bob Woodward. Auk lögreglumannanna hafa ýmsar konur verið spurðar spjönmum úr og er haft eftir heimildum, að tilgangurinn hjá Starr sé að finna einhvern, sem Clinton hafi treyst og geti veitt upplýsingar um sann- leiksgildi framburðar hans í Whitewater-málinu. Þessar yfirheyrslur vekja nokkra furðu en hingað til hef- ur Whitewater-rannsóknin ein- göngu snúist um hugsanlegt misferli í sambandi við sam- nefnd fasteignaviðskipti, ekki um kvennamál forsetans. Segj- ast lögreglumennirnir tveir, sem voru yfirheyrðir og spurð- ir mjög náinna spurninga um einkalíf Clintons, hafa fengið það á tilfinninguna, að sak- sóknararnir vildu fá það fram, að forsetinn væri til alls vís í kvennamálum. Árekstur Mír-geimstöðvarinnar og flutningaflaugar Vandræði með orku og lítinn loftþrýsting Koroyov. Reuter. ÁHÖFNIN um borð í rússneska geimfarinu Mír átti í gær í vand- ræðum með raforkuna eftir að kom- ið hafði til áreksturs milli geimfars- ins og ómannaðrar flutningaflaugar. Er áhöfnin ekki talin í yfirvofandi hættu og talsmenn NASA, banda- rísku geimferðastofnunarinnar, segja, að reynist það nauðsynlegt, geti hún forðað sér í þriggja manna Soyuz-geimfari til jarðar. Vladímír Lobatsjov, yfirmaður rússnesku stjórnstöðvarinnar í Koroljov, sagði í gær, að árekstur- inn við Progress-flutningaflaugina væri mjög alvarlegt slys, sem hugs- anlega hefði stafað af bilun í tækni- búnaði. Rakst flaugin á Spektr, vís- inda- eða rannsóknastofu, sem er áföst aðalhluta Mír-stöðvarinnar, og olli því, að loftþrýstingur lækkaði verulega. Hafði Lobatsjov eftir áhöfninni, Ef þörf er á getur áhöfnin getur forðað sér í Soyuz-geimfari tveimur Rússum og einum Banda- ríkjamanni, að raforka á geymum stöðvarinnar hefði minnkað og við áreksturinn hefði komið gat á Spektr, sem þeir vissu ekki hvað væri stórt. Flutningaflaugin fjar- lægist nú Mír og er búist við, að hún falli til jarðar 1 Kyrrahafi á morgun. Joel Wells, talsmaður NASA, að kæmi til þess, gæti áhöfnin komist til jarðar á einum degi í Soyuz- geimfari áföstu Mír og því þyrfti ekki að senda bandaríska geimferju henni til bjargar. Atlantis á ekki að fara til Mír fyrr en í september og Columbia, sem fer á loft á þriðju- dag, er ekki búin til að tengjast henni. Krafíst öryggisúttektar James Sensenbrenner, formaður vísindanefndar bandarísku fulltrúa- deildarinnar, skoraði í gær á NASA að krefjast tafarlausrar úttektar á öryggi Mír-stöðvarinnar og senda ekki fleiri Bandaríkjamenn þangað fyrr en hún hefði farið fram. Sagði hann, að hvert óhappið ræki annað í Mír og gæti endað með stórslysi. Talið er, að minni raforka muni hafa áhrif á ýmis kerfi um borð og gera áhöfninni lífið leitt. Verði talið nauðsynlegt að yfirgefa Mír mun stöðin falla til jarðar eftir fjögur eða fimm ár en braut hennar liggur yfir mjög þéttbýl svæði á jörðu. Er lík- legt, að Bandaríkjamenn yrðu að koma til hjálpar og taka hana sundur í geimnum. Reuter Kosið í Albaníu ÞINGKOSNINGAR verða í Albaníu á sunnudag og þá verður einnig kann- að hvort landsmenn vilji endurvekja kon- ungdæmið í landinu. Þessir tveir menn voru f gær að hengja upp myndir af fyrr- verandi konungi, Leka I, við aðaltorg- ið í Tirana, höfuð- borginni. Mikil deila stendur nú á milli Sali Berisha, forseta Albaníu, og ríkis- stjórnarinnar en hún sakar hann um að hafa breytt laga- frumvarpi, sem ætl- að er að koma iögum yfír „píramítafyrir- tækin“ svokölluðu. Mestallt sparifé Iandsmanna hvarf inn í það brask og leiddi það til upp- reisnar á síðasta ári.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.