Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Fjölmenni í Grímsey um sólstöður Grímsey. Morgunblaðið. ÞAÐ var mikið um að vera á flug- vellinum í Grímsey sl. föstudag en þá komu með flugi alls um 150 farþegar til eyjarinnar, sem er met. A föstudagskvöld voru 10 flugvélar á flugvellinum í Grímsey í einu og með þeim 101 farþegi. Við höfnina í Grímsey var einn- ig mikið um að vera en á laugar- dag kom hvalaskoðunarskipið Moby Dick með 75 farþega frá Húsavík. Þar var á ferðinni fólk á vegum starfsmannafélags Kaup félags Þingeyinga og dvaldi í Grímsey í sólarhring. Þá komu 30 skagfirskar konur til Grímseyjar á laugardag á vegum Sjóferða á Dalvík og með skipi félagsins til lands fór hópur fólks á vegum Kaupþings Norðurlands. Um sumarsólstöður er alltaf mikið um ferðafólk í eynni en fjöl- skrúðugt fuglalíf og kvöldsólin laðar ferðafólk að. Islandsbærinn risin Sýningu Ein- ars Garibalda að ljúka EINAR Garibaldi Eiríksson sýnir í Listasafninu á Akureyri. Sýningin ber yfirskriftina „Frá Reykjavík“ og er þar að sjá nýleg verk eftir Einar sem eru sérstök að því leyti að þau eru „fundin“, að því er fram kemur í tilkynningu. Einar hefur ekki málað mynd- irnar sjálfur, heldur hefur hann valið nokkur verkfæri eða „skapa- lón“ sem gatnamálastjórinn í Reykjavík hefur notað við umferð- armerkingar á göturnar í höfuð- borginni. Sýningunni lýkur nú um helg- ina. FJÖGURRA bursta torfbær sem restur hefur verið við veitinga- og gróðrarskálann Vin í Eyja- fjarðarsveit hefur verið form- lega vígður. Torfbærinn hefur hlotið nafnið íslandsbærinn og er 140 fermetrar að stærð og býður upp á fjölmarga mögu- Ieika til hvers konar veisluhalda en daglega er þar kaffisala. íslandsbærinn er talinn verða mikil lyftistöng fyrir ferðaþjón- ustu í sveitarfélaginu og við Eyjafjörð en gera má ráð fyrir að þúsundir gesta komi til með að heimsækja bæinn ár hvert. Framkvæmdir við íslandsbæinn hófust í ágúst í fyrra en hann er byggður úr torfi og gijóti og er tréþiljaður. Engin sérstök fyr- irmynd er af bænum en horft til byggingahefða sambærilegra bæja á liðnum öldum. Hreiðar Hreiðarsson hannaði útlit bæjarins, var yfirsmiður og þeir vínarfeðgar ásamt Hannesi Blandon skáru torf og hlóðu ásamt því að standa að smíðun- um. Þröstur Sigurðsson teiknaði burðarvirki. Byggingarnefni var berg úr nágrenninu og torf úr Staðarbyggðarmýrum. Islandsbærinn er opinn gestum daglega í sumar frá kl. 13.-17. Boðið verður upp á kaffiveiting- ar og ýmsa þjóðlega rétti auk þess sem gestum býðst að kaupa islenska handverksmuni. ----------------------------- , Héraðsdómur Norðurlands eystra j Þrír menn dæmdir til : fangavistar HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt þrjá menn frá Ólafsfirði í 6, 7 og 15 mánaða fangelsi óskilorðsbundið. Þá var einn mannanna dæmdur til að greiða 40.000 krónur i sekt til rík- issjóðs og þremenningunum er gert að greiða allan sakarkostnað samtals 100.000 krónur og mál- svarnarlaun samtals 250.000 krónur. í ákæru ríkissaksóknara er tveimur mannanna gefið að sök að hafa brotist inn í bókabúðina Eddu á Akureyri í nóvember á síðasta ári og stolið vörum og skiptimynt að verðmæti 420.000 krónur. Öllum mönnunum þremur var gefið að sök að hafa brotist inn í vöruafgreiðlsu Sveins Stef- j ánssonar í Ólafsfirði í sama mán- « uði og stolið 5 póstpökkum. Einnig tók ákæra ríkissaksókn- ' ara til líkamsárásar og nauðungar í Ólafsfirði aðfaranótt 1. desember á síðasta ári og tengdist mönnun- um þremur. Þá ákærði sýslumaðurinn í Ól- afsfirði einn mannanna fyrir að hafa smyglað til landsins bjór og áfengi, höggsverði, boga, örvum og örvaroddum og kasthnífum. Morgunblaðið/Björn Gislason | ——— --------------------------------------I > r Rósa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Asprents/POB á Akureyri Okkar framtíð er á Reykjavíkur- markaði PRENTSMIÐJAN Ásprent/POB ehf. á Akureyri hefur nýlega lokið við stærsta einstaka verk sem fyrirtækið hefur tekið að sér til þessa. Um er að ræða prentun á fjög- urra lita handbók um vátryggingar, fyrir Sjóvá-Almennar, sem prentuð var í 66.000 eintökum. Einnig var prentað á umslög utan um handbókina og starfsmenn hinna vernduðu vinnustaða Iðjulundar og Bjargs tóku að sér að setja handbókina í umslag og límmiða á. Rósa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Ásprents/POB, segir að verkefni sem þetta hafí oftast verið unnin í Reykjavík. Hins veg- ar sé hennar fyrirtæki alltaf með eitthvað af verkefnum frá Reykjavík og sæki frekar á en hitt. „Okkar framtíð er á þeim markaði. Fyrir- tækið er orðið það stórt og bókbandið öflugt," segir Rósa. Um 50 starfsmenn Ásprent, sem er í eigu hjónanna Kára Þórð- arsonar og Rósu, og sona þeirra Þórðar, Ól- afs og Alexanders, keypti prentsmiðjuna POB fyrir tveimur árum og sameinaði reksturinn. Hjá fyrirtækinu starfa nú um 50 manns, sem eru um 15 fleiri en störfuðu samtals í báðum fyrirtækjum fyrir sameingu. Umsvifin hafa því aukist jafnt og þétt en um leið og sameing- in varð tók fyrirtækið í notkun nýja og öfluga íjögurra lita prentvél. „Sameiningin hefur reynst mjög farsæl, það sýna aukin umsvif og fjölgun starfsfólks. Árið gengur þó í bylgjum en okkar bestu tímabil eru í júní og október. Við erum alltaf með 1-2 stór verkefni með þeim smærri. Fjögurra lita prentvélin gerir gæfumuninn og hún hefur verið keyrð meira og minna á vöktum frá því við keyptum hana.“ Gífurleg tæknibylting Ásprent/POB hefur fy'árfest töluvert í vélum og tækjum síðustu ár og einnig í húsnæði en fyrirtækið hefur keypt alla fyrstu hæð hús- næðisins sem Efnaverksmiðjan Söfn átti við Glerárgötu, alls um 1.600 fermetra. „Við ætl- uðum að kaupa alla hæðina fyrir 10 árum en áttum þess ekki kost þá, en höfum nú eign- ast hana í 5 áföngum," segir Rósa. Hún segir að fyrirtækið hafi alla tíð verið rekið með hagnaði en hins vegar hafi ekki verið mikill afgangur. „Tæknibyltingin í prent- iðnaðinum er gífurleg og við höfum eytt mikl- um fjármunum í kaup á vélum á tækjum. Um þessar mundir er verið að endurnýja allar tölv- ur í hönnunardeild fyrirtækisins, því komið hefur í Ijós að þær tölvur sem við erum með eru hreinlega of hægvirkar fyrir vinnsluna. Fyrir valinu urðu 2 Apple Mcintosh, 9600 og 7300, og 4 nýjar UMÁX Aegis töívur. Þær vélar keyra bæði á PC- og Macintosh-forrit- um, sem auðveldar öll samskipti við auglýs- ingastofur, sem vinna mest í PC-umhverfi.“ Ásprent/POB er með mörg járn í eldinum og Rósa segist aldrei hafa séð jafn mikla fram- tíð í þessari grein og einmitt nú. „Við erum vel tækjum búin, með úrvals starfsfólk og samstaðan innan fyrirtækisins er góð. Hér leggjast allir á eitt og ábyrgðin á góðu verki hvflir á öllum þeim sem hér vinna.“ Samstarf við breska aðila Fyrirtækið er í samstarfi við breska aðila sem tekið hafa að sér útgáfu á vönduðum auglýsingabæklingum fyrir 6-8 hafnir og eru ætlaðir erlendum mörkuðum. Prentun á slíkum bæklingi fyrir Reykjavíkurhöfn er lokið í Ás- Morgunblað;o/Bjöm Gíslason ROSA Guðmundsdóttir framkvæmda- stjóri Ásprents/POB segist aldrei hafa séð jafn mikla frumtíð í prentiðnaðin- um og einmitt ui. Hún segir þó nauð- synlegt að komið verði upp prentdeild innan Verkmenntaskólans, enda mikill skortur á bókbindurum. prenti/POB og prentun á bæklingi fyrir Akur- eyrarhöfn að hefjast og einnig prentun á þjón- ustubók fyrir útgerð og fiskvinnslu. Tölvupappírsdeild er keyrð á vöktum og er tölvupappír fyrirtækisins seldur um allt land. Þá hefur fyrirtækið sérhæft sig í prentun á vörufylgibréfum jafnt fyrir loft-, sjó- eða land- flutninga og selur framleiðslu sína um land allt. Árni Sverrisson prentari stofnaði Ásprent árið 1977 og hóf útgáfu á 8 síðna auglýs- inga- og sjónvarpsdagskrá í bænum. Rósa og Kári hafa rekið fyrirtækið frá árinu 1979 og hefur útgáfa Dagskrárinnar aukist jafnt og þétt. í dag er Dagskrá 80 síður í fjórlit og gefin út í 8.700 eintökum í viku hverri. í hveiju blaði eru um 700 litgreiningar en vinnslu- tíminn er þó aðeins 2 dagar. „Það eru mjög margir sem auglýsa í Dagskránni og það er virkilega skemmtilegur mórall í kringum aug- lýsingaöflun og vinnslu blaðsins," Rósa. Fimm bókartitlar á mánuði Árið 1985 hófsf útgáfa í bókaflokknum Rauðu seríunni og gefin var út ein ástarsaga í þeim flokki í upphafi. „Það var mikið hlegið er við hófum bókaútgáfuna og almennt höfðu menn ekki mikla trú á þeirri framkvæmd. Amtsbókasafnið vildi ekki einu sinni taka þær bækur inn í sínar hillur og þar var sagt að þær myndu bara detta í sundur. Annað hefur komið á daginn og nú gefum við út fimm titla í hveijum mánuði og bækurnar er ekki síður vinsælar á bókasöfnunum. Við höfum einnig gefið út söguna „Jurasic Park“ í íslenskri þýðingu og erum að hefja vinnslu á „Jurasic Park 2.“ Rósa segir orðið mjög aðkallandi að sett verði upp prentdeild við Verkmenntaskólann á Akureyri og það sé hreint landsbyggðar- mál. Þegar iðnskóli var starfræktur á Akur- eyri var hægt að stunda prentnám fyrir norð- an. „Hjá mér starfa um 10 manns sem hafa mikinn áhuga á að fara í skóla. Ég: hef leitað logandi ljósi að bókbindara en slíkir iðnaðar- menn liggja ekki á lausu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.