Morgunblaðið - 26.06.1997, Síða 21

Morgunblaðið - 26.06.1997, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1997 21 Um fimmtíu þúsund ný reiðhjól flutt til landsins síðustu þijú ár Höfuðáverkar vegna reiðhjóla- slysa algengir UNDANFARIN ár hefur hjólreiða- notkun aukist mikið. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu íslands voru á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs flutt tii landsins 10.806 reiðhjól. Sé litið til síðustu þriggja ára er ekki fjarri lagi að álykta að um fimmtíu þúsund hjól hafi bæst við hjólaeign landsmanna á þeim tíma. Herdís Storgaard, barnaslysa- varnarfulltrúi Slysavarnafélags ís- lands, segir að samfara aukinni reiðhjólanotkun hafi slysum íjölgað. „Um helmingur allra slysa á slysa- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur þar sem höfuðáverkar koma við sögu eru vegna hjólreiða", segir hún. „Það er því aldrei of varlega far- ið því aðstaða til hjólreiða er ekki sú ákjósanlegasta. Það er lítið um hjólreiðarstíga og fólk er því oft að hjóla í mikilli umferð. Það er átak- anlegt að horfa á fjölskyldu vera að hjóla og börnin með hjálma en ekki foreldrarnir. Hvað eiga börnin að gera verði foreldrarnir fyrir slysi? í auknum mæli verð ég vör við það hér á höfuðborgarsvæðinu að for- eldrarnir eru með hjálma. Því miður er ekki sömu sögu að segja af lands- byggðinni." Velja sæti með DS gæðastimpli — En hvað með aðbúnað ung- barna sem eru aftan á hjólum? „Ég ráðlegg fólki 'eindregið að bytja ekki að hjóla með börn fyrr en þau eru orðin níu mánaða. Fram að þeim tíma er mjög erfitt fyrir bömin að halda jafn- vægi og þau sitja ekki al- mennilega í sætinu. Þegar velja á sæti fyrir barnið mælum við eindregið með gæðastimpli sem kallast DS staðall. Það er eini staðallinn sem við ráðleggjum. Hann er danskur og sá strangasti í heiminum. Stað- allinn gerir ráð fyrir tvöföldu festingarkerfi." Herdís segir að ekki sé nóg að huga að góðu sæti fyrir barnið, hjólið þurfi líka að vera í lagi. „Bremsurnar þurfa að vera samtengdar þannig að bremsist á báðum hjólum í einu og síðan þarf að vera öruggt að hjólið þoli þetta auka- álag.“ Ef stóllinn er þannig útbúinn að hann á að festast á bögglabera þarf hann einnig að þola álagið. Þá bendir Herdís á að fólk eigi endilega að fara eftir leiðbeiningum um festingar sætisins á hjólið. „Þá ætti fólk að hafa hugfast að alltaf þarf að fara yfir uppherðingarnar því þegar verið er að hjóla vilja festingarnar losna aðeins. Það hafa orðið slys hérlendis og börnin dottið úr sætinu aftur fyrir sig vegna þessa. í þeim tilfellum fá börnin högg á bak og höfuð. Á hinn bóg- inn er jákvætt að upplýsa að í þeim tilfellum, sem ég hef upplýsingar um slys af þessum toga, voru börn- in með hjálma og fór ekki mjög illa. Það er oft erfitt að hjóla með börn eftir að þau hafa náð tuttugu kílóa þyngd enda eru stólar oft ekki ætlaðir börnum sem eru þyngri. Síðan er gott að hafa hug- fast að þó fólki sé heitt á ferðinni þá getur börnunum verið kalt. Þau sitja hreyfingarlaus aftan á hjól- inu.“ Ungbarnahjálmar og teinahlífar Það eru til sérstakir ungbarna- hjálmar sem eru hannaðir fyrir börn frá níu mánaða aldri. Annað sem Herdís talar um er að æskilegt sé að stóllinn sé með góðu plássi fyrir fæturna. Hann þarf að hafa bak og hálsstuðning. „Öryggisútbúnað- ur sem ég vil benda sérstaklega á er grind eða skermur sem skellt er í brettið að aftan og hindrar að barnið fari með tærnar milli teinanna. Þau eiga til losa sig og ef barnið er það langt að hnén eru bogin þarf að huga að þessu. Þetta er aukaöryggisatriði en ákaf- lega mikilvægt. Það hefur verið komið með börn á slysadeildina eft- ir að þau hafa fest tærnar í teinum og þetta eru ljót slys þar sem bæði barnið og sá sem hjólar slasast illa. Allir hjálmar með CE merkingu Herdís bendir á að hjálmar eiga að vera með CE merkingu annars eru þeir ólöglegir. Hún segist vilja brýna fyrir foreldrum að láta börn ekki vera með húfu undir hjálmi Afurðamarkaður Suðurlands Sala 24. júní 1997 Vörutegund Lágmarks verð Hámarks verð Svínaskrokkar, heilir 1A 240 Svínaskrokkar, heilir 1A J 205 Svínahnakki 315 Æ 321 Svínasíða 204 Svínalundir f 929 Svínaskankar 35 I í TÖFLUNNI er að finna upplýsingar frá vikulegu uppboði Afurðamarkaðar Suðurlands sem haldinn er á þriðjudögum. ÞAÐ er gaman þegar fjölskyldan getur öll farið saman í hjól- reiðatúr en þá þarf að huga að öryggi allra. Litlu börnin, sem eru aftan á hjá mömmu eða pabba, þurfa að vera í öruggu sæti, hjálmurinn þarf að passa og gott að hafa teinahlífar líka. í fyrra segir Herdís að barn hafi dottið aftur fyrir sig af sæti sem var samkvæmt þýskum staðli. „Við höfðum samband við innflytjendur og í framhaldi voru allir þessir stól- ar teknir úr sölu.“ Fimmtán ára mega reiða Að gefnu tilefni segist Herdís vilja benda á að börn og unglingar megi alls ekki reiða annað barn nema þau séu orðin fimmtán ára. heldur með þunna lambhúshettu. Húfur draga úr öryggi hjálmsins. — Hvernig er úrvalið af sætum á hjól fyrir börn? „Úrvalið er nokkuð fjölbreytt og yfirleitt koma þau frá viðurkennd- um stórum fyrirtækjum. Þó hafa stungið upp kolli sæti sem eru fram- leidd samkvæmt þýskum staðli. Sá staðall er hins vegar alls ekki nógu góður og við gerð evrópsks staðals, sem verið er að semja, er þessi danski hafður til hliðsjónar." NöRMMAMI Útsölustaðir: BRÁ Laugavegi, HYGEA Kringlunni og Austurstræti, LAUGAVEGSAPÓTEK, SNYRTIVÖRUVERSLUNIN Glæsibæ, NANA Hólagarði, SANDRA Hafnarfirði, EVITA Borgarkringlunni, HILMA Húsavík og SPES Háaleitisbraut. r||Y i]i j§ HAGKAUP HÚSASMIÐJAN Shellstöðvarnar FLUGLEIDIR BIFREIÐASKOOUN HF Tæknival HANsFtmíEN FLUGFÉLAO ÍSLANDS ® TOYOTA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.