Morgunblaðið - 26.06.1997, Side 22

Morgunblaðið - 26.06.1997, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Tjaldað við strönd og fjöll í Mýrdal MYRDALUR byrjar á sandi og endar á sandi. Hann afmarkast af Jökulsá á Sólheimasandi í vestri og Blautukvísl á Mýrdalssandi í austri en þrátt fyrir þetta er að finna í Mýrdalnum ótrúlega mörg sýnishorn af fjölbreytileika ís- lenskrar náttúru t.d. Dyrhólaey, Reynisdranga, Hjörleifshöfða og Höfðabrekkuafrétt sem á fáa sína líka með djúpum giljum svo eitt- hvað sé nefnt. Eftirtektarverðast við Mýrdal- inn er hvað fjöllin eru gróin upp á fjallsbrúnir og hjálpast þar að að veðurfar er frekar milt og fjöllin eru yfirleitt úr móbergi. Þá er mik- ið fuglalíf í öllum hömrum og gilj- um, víðast má sjá fýlinn sem er eitt af táknum Mýrdalsins. Eitt af stærri kríuvörpum lands- ins er í miðju iðnaðarhverfinu í Vík í Mýrdal. Mýrdalurinn er land- búnaðarhérað með Mýrdalsjökul sem skrauthúfu í bakgrunninn þar sem Katla, ógnvaldur héraðsins, sefur, hún hefur ekki gosið síðan 1918. í suðri er ein af 10 fegurstu ströndum heims með brimið gjálfr- andi í fjöruborðinu, mjög sjaldgæft er að sjá sjóinn alveg kyrran. Úrval gistimöguleika í Mýrdalnum er mikið og fjöl- breytt úrval af gistimöguleikum, allt frá tjaldstæðum til gistingar í svefnpokaplássum eða á fyrsta flokks hótelum með öllum þægind- um. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson TJALDSTÆÐIÐ í Vík í Mýrdal er búið flestum þægindum sem í boði eru á tjaldstæðum. ta eignast utarspil... ...meö JóniAmari Magnússyni og Snœfinni snjókarli. Nú er kjöriö tœkifæri aö gerast félagi í Æskulínu Búnaöarbankans. Félagar sem leggja inn á Stjömubók Æskutínunnar í júní fá Tugþrautarspiliö aögjöf. Snœfinnur snjókarl lukkudyr Smdþjóöaleikanna í Reykjavík 2. - 7. júní. BUNAÐARBANKINN -Traustur banki Ferðafélag íslands Afmælis- ferð í Þórsmörk YFIR sumartímann og fram á haust býður Ferðafélag íslands skipulagðar ferðir í Þórsmörk um hverja helgi. í júlí og ágúst er einn- ig boðið uppá ferðir þangað á mið- vikudögum og ennfremur eru dagsferðir flesta sunnudaga og miðvikudaga í sumar. Á morgun verður lagt af stað í afmælisferð félagsins sem er 70 ára um þessar mundir. Ferðin nefnist fjölskylduhelgi en á dag- skrá eru meðal annars léttar gönguferðir, ratleikir, grill og kvöldvökur. Á sunnudagsmorgni gefst einnig kostur á léttri göngu- ferð í Strákagil en á heimleið verð- ur stoppað við risasteininn Jóhann- es og gengið yfir nýju göngubrýrn- ar á Steinholtsá og Jökulsá. Á dagskrá laugardagsins verður m.a. þjóðsöguganga þar sem koma við sögu útlaginn Snorri í hellinum Snorraríki, Fjallbúinn í Húsadal og tröllskessan við Sóttarhelli. ----» ♦ ♦---- Lónkot 1 Sléttuhlíð Tónleikar í tjaldi galdra- mannsins HÁLFDÁNARHRINGUR, tjald galdramannsins, er nýtt mannvirki sem stendur við Lónkot í Sléttu- hlíð, skammt norður af Hofsósi í Skagafirði. Um er að ræða 700 fermetra stórt tjald sem er I senn sýningargripur og skemmtistaður m.a. fyrir tónleika, leikverk og ættarmót. Hringurinn er kenndur við sr. Hálfdán Narfason að Felli í Sléttu- hlíð en hann var galdramaður uppi á 16. öld. Hlaðnir veggir úr sjávar- gijóti setja svip sinn á tjaldið inn- anvert en grasivaxnir jarðhryggir mynda útveggi þessa mannvirkis. Næstkomandi laugardag, þann 28. júní, heldur Hermann Jónsson harmonikuleikari þar tónleika. Þeir hefjast kl. 23.00 og standa til kl. 3.00 um nóttina. Eitt blað fyrir alla! - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.