Morgunblaðið - 26.06.1997, Page 26

Morgunblaðið - 26.06.1997, Page 26
26 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Valdhafar í Hong Kong hrósa happi Hong Kong. Reuter. VERÐANDI valdhafar Hong Kong hrósuðu tvöföldu happi í gær er annars vegar var samþykkt á Bandaríkjaþingi að framlengja bestu viðskiptakjör handa Kína eitt ár til viðbótar og hins vegar er til- raunir Breta til þess að fá þjóðir heims til að hundsa valdatöku nýrra valdhafa í bresku nýlendunni fyrr- verandi virtust ætla að fara út um þúfur. Kínveijar héldu vildarstöðu sinni í viðskiptum er tillaga um að af- nema hana var felld með 259 at- kvæðum gegn 173 í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í fyrradag. Bill Clinton forseti fagnaði niðurstöð- unni en þingmenn sem rýra vildu kjör Kínvetja sögðu réttara að refsa þeim vegna mannréttinda- brota, afstöðu þeirra til Tævans og vegna þess hversu óhagstæð viðskipti landanna væru Banda- ríkjunum. Með samþykktinni lendir hin nýja stjóm Hong Kong, sem lifir á viðskiptum við Kína, ekki mitt á milli í viðskiptastríði stórveldanna tveggja. Þá tilkynntu bandarísk stjórn- völd að ræðismaður þeirra í Hong Kong, Richard Boucher, yrði við- staddur er nýir valdhafar í Hong Kong sveija embættiseiða skömmu eftir að breskum yfirráðum lýkur á miðnætti næstkomandi mánudags- kvöld. Madeleine Albright utanrík- isráðherra ítrekaði hins vegar að hún myndi hvergi koma nærri há- tíðahöldunum í Hong Kong. Bretar hafa reynt að mynda samstöðu vestrænna ríkja um að taka ekki þátt í þeim og er ákvörðunin um að bandaríski ræðismaðurinn verði viðstaddur því túlkuð sem áfall fyr- ir þá. Talsmaður breska utanríkis- ráðuneytisins vísaði því á bug að breska stjómin hefði gefist upp og ákveðið að senda tvo embættis- menn til athafnar í tilefni embættis- tökunnar. í því fælist engin stefnu- breyting eða viðurkenning á hinni sérútvöldu löggjafarsamkundu er við tæki í Hong Kong. Reuter LÚÐRASVEITIR breska hersins léku hinsta sinni opinberlega í Hong Kong í gær. Fylgdust um 30.000 manns með og tók skarinn undir er sveitin spilaði God Save the Queen. Náttúruleg sýklavörn húðarinnar London. Reuter. HÚÐ manna framleiðir náttúrulega sýklavörn, sem ver líkamann árásum gerla, að sögn þýskra vísindamanna, sem starfa við háskólann í Kiel. Telja þeir uppgötvun sína geta orðið grunn að nýju sýklalyfi, að því er segir í nýjasta hefti vísindaritsins Nature. Vísindamennirnir líkja sýklavörn- inni, human beta-defensin-2 (hBD-2), við efnahjúp. Þegar hann sé rofinn, líkt og gerist hjá fólki með cystic fibrosis, sjúkdóm sem lýsir sér einkum í truflunum á starf- semi lungna og meltingarfæra, verði vart sýkingar í húð. Vísindamennirn- ir uppgötvuðu sýklavörnina þegar þeir rannsökuðu hvers vegna fólk með húðsjúkdóminn psoriasis fái sjaldan sýkingu, þrátt fyrir að húðin flagni sökum sjúkdómsins. I ljós kom að sýklavörn húðarinn- ar vinnur vel á gerlum á borð við E-coli, sem veldur matareitrun, og gersveppnum Candida albicans, sem veldur sýkingum. Sýklavörnin vinn- ur hins vegar ekki eins vel á stap- hylococcus-gerlinum, sem er oftast að finna á húðinni sjálfri og getur valdið lífshættulegum sýkingum. Vitað er um aðra náttúrulega sýklavörn, sem kallast hBD-1, en hana er að finna í þvagblöðrunni, kynfærum og lungum. Engar geimverur í Roswell Washington. Reuter. BANDARÍSKI flugherinn segir í skýrslu, sem gefin var út í fyrra- dag, að „geimverurnar", sem fundust í eyðimörk Nýju Mexíkó fyrir 50 árum, hafi aðeins verið brúður, sem látnar voru svífa úr mikilli hæð til jarðar í fallhlífum. I skýrslunni, sem er 231 síða og er ætlað að binda enda á ára- tuga vangaveltur um svokallað Roswell-atvik, er því með öllu hafnað að bandaríski herinn hafi fundið lík áhafna fljúgandi diska sem brotlent hafi skammt frá bænum 7. júll 1947 ogreyntað hylma yfir það allar götur síðan. Grunsemdir um að eitthvað óeðlilegt væri á sveimi vöknuðu er herinn vann að því skammt frá Roswell að ná niður belgjum sem sendir höfðu verið á loft til há- loftarannsókna. Lík meintra geimvera, sem sjónarvottar sögð- ust hafa séð í eyðimörkinni, voru brúður sem látnar voru falla til jarðar í fallhlífum úr mikilli hæð um sama leyti og unnið var að björgun belgjanna. Sagan um geimverurnar hefur reynst lífseig og búist er við, að allt að hundrað þúsund manns, sem trúa því að geimverur séu til, komi til Roswell í næstu viku í tilefni 50 ára afmælis hinnar meintu geimskipslendingar. Til að auka á óvissuna kveðst blaða- fulltrúi hersins, Walter Haut, sem sendi út fréttina um diskinn fljúg- andi, enn trúa því að hún hafi í raun verið rétt. Myndin hér til hliðar fylgir skýrslu flughersins. Hún er af Viking-rannsóknafari, sem tekin var 1972 þar sem farið hafði hrapað til jarðar í eyðimörk- inni í Nýju Mexíkó. Með slíku myndefni vill herinn sanna að „Roswell-geimskipið" hafi aðeins verið tilraunaloftfar flughersins. Reuter Franskí haffræðingurinn Jacques-Yves Cousteau látinn á 88. aldursári Kafteínnínn sem sýndi undur undirdjúpanna Reuter JACQUES Yves Cousteau ásamt seinni konu sinni, Francine. París. Reuter. FRANSKI haffræðingurinn Jacqu- es-Yves Cousteau, sem lést í gær á 88. aldursári, miðlaði leynd- ardómum hafanna til almennings um veröld víða með margverðlaun- uðum kvikmyndum og sjónvarps- þáttum. Jacques Chirac Frakk- landsforseti lýsti hryggð frönsku þjóðarinnar við fráfall hans og sagði Cousteau hafa verið heillandi mann og líklega þekktari meðal þjóða heims en nokkur annar Frakki. Stofnun, sem kennd var við Co- usteau, skýrði frá andláti hans í gærmorgun en greindi ekki frá dánarorsök. Hann fæddist 11. júní 1910 í vínhéraðinu Bordeaux en ólst upp í París og New York. Síð- ar lá leið hans í háskóla franska flotans í Brest. Að frátöldum árum sem hann tók þátt í aðgerðum frönsku andspyrnuhreyfingarinnar gegn nasistum á stríðsárunum þjónaði Cousteau í franska flotan- um 1930 til 1950. Sagði hann sig úr flotanum það ár til þess að hefja haffræðirannsóknir sínar á Calypso. Undur hafdjúpanna höfðu heillað hann löngu áður, eða allt frá því hann sem ungur flotaforingi í Indókína fylgdist með kínverskum sjómanni kafa án súrefnistækja og veiða físk með höndunum einum. Leiddi það til þess að árið 1943 smíðaði hann ásamt frönskum verkfræðingi, Emile Gagnan, fyrsta nothæfa froskköfunarbún- aðinn. Kafteinn Cousteau, eins og hann var jafnan nefndur, ritaði ijölda bóka og stjórnaði gerð kvikmynda um athuganir sínar á heimshöfun- um, Amazon-svæðinu og á Suður- skautslandi. Fyrir þær vann hann meðal annars þrisvar Oskarsverð- laun og þtjár æðstu viðurkenningar kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. Kunnastur er hann þó líklega fyrir sjónvarpsþættina „Hafheimar Jacques-Yves Cousteau", sem sýn- ingar hófust á 1965. Cousteau naut ekki 'aðeins virð- ingar og vinsælda á alþjóðavísu heldur var hann margsinnis kosinn vinsælasti maður ársins í Frakk- landi. Hann sat í frönsku vísinda- akademíunni frá 1988. Hann lét umhverfisvernd mjög til sín taka en ákafast beitti hann sér þó gegn mengun hafanna. Sagði hann ný- verið, að losun óniðurbijótanlegra eiturefna væri mesta hætta sem steðjaði að heimshöfunum á næst- unni. „Við höfum ekkert leyfi til þess að fleygja þessum efnum inn í vatnsrásina. Með því stuðlum við að útrýmingu seinna meir,“ sagði hann. Tók hann m.a. þátt í mót- mælum í Suður-Kyrrahafí 1995 gegn kjarnorkutilraunum sem stjórn Chiracs stóð fyrir þar um slóðir. Þá varði hann 900 þúsund dollur- um, jafnvirði 63 milljóna króna, árið 1978 til þess að rannsaka hversu mengað Miðjarðarhafið væri af eiturefnaúrgangi. Um það leyti sagðist hann vera hættur að synda í sjónum við Mónakó vegna mengunar en þar hafði hann synt hvern dag 20 árum áður. „Ég hef ekki tíma til þess að sigla 20 kíló- metra á haf út til að komast í hrein- an sjó.“ Við rannsóknir sínar á heimshöf- unum sigldi Cousteau á skipi sínu Calypso, gömlum breskum tundur- duflaslæðara, sem hann hafði breytt í fljótandi rannsóknarstofu. Mikla eftirtekt hlaut það afrek Cousteau er hann setti upp neðan- sjávarstöð á Iandgrunnsbrúninni undan Marseille í Frakklandi árið 1962. Var það í fyrsta sinn sem menn dvöldust langdvölum neðan- sjávar en tveir menn höfðust við í stöðinni, Díógenesi, í röska viku. Vindknúið skip Nýjasta uppfynding hans var vindknúið skip. Farkostur sá var búinn háum rörum, sem minntu á skorsteina, en inn um þau sogaðist loft er beint var um vindgöng og túður til þess að knýja farkostinn áfram. Fyrsta ferðin á hinni 42 tonna „vindmyllu“ varð þó enda- slepp. Komst skipið út á mitt Atl- antshaf í október 1983 en tommaði ekki áfram mót miklu hvassviðri. Gafst hann ekki upp og í maí 1985 lagði hann úr höfn öðru sinni, að þessu sinni á helmingi stærri og endurbættum farkosti, Alcyone, sem sigldi um heimshöfin í hálft þriðja ár. Að því búnu hélt Coust- eau því fram að aflbúnaður hans, þar sem hvorki eru brúkuð segl né eldsneyti, gæti valdið byltingu í sjóflutningum framtíðarinnar og dregið úr olíunotkun um a.m.k. 40%. A1 Gore, varaforseti Bandaríkj- anna, sagði Cousteau hafa verið hetju í sínum huga og kvaðst hann hafa lært „reiðinnar ósköp" af hon- um. „Hann var stórmenni, risi, hvernig sem á það er litið,“ sagði Gore.e.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.