Morgunblaðið - 26.06.1997, Side 28

Morgunblaðið - 26.06.1997, Side 28
28 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SINFÓNÍUHUÓMSVEIT ís- lands og Sinfóníuhljóm- sveit Norðurlands stilla saman strengi sína í kvöld og óhætt er að segja að góðrar skipulagningar á fermetra sé þörf með tilliti til minnkandi olnboga- rýmis. Systrakærleikur hljómsveit- anna svífur þó yfir vötnunum enda segir Guðmundur Óli Gunnarsson aðalstjórnandi þeirrar síðarnefndu að samkomulagið hafi alltaf verið mjög gott. Ekki er langt síðan sú hugmynd kviknaði að hljómsveitimar stigju saman á svið og þegar Guðmundur Óli er spurður hvaða tilgangi það þjóni að stefna eitthundrað hljóð- færaleikurum í risahljómsveit sam- an byijar hann svar sitt með sögu- legum skírskotunum. „Síðróman- tísk verk krefjast stórra strengja- sveita og mjög stórra blásarasveita og Sinfóníuhljómsveit íslands hefur ekki stærstu gerð“, segir hann. Á efnisskránni eru einmitt síðróman- tísk verk frá 19. öld þar sem hljóm- sveitirnar munu flytja Sinfóníu nr. 1 eftir Mahler og píanókonsert nr. 2 eftir Rachmaninoff. „Efnisvalið ræðst af þessari stærð og þarna verða í heildina fjórföld tréblásara- sveit og átta hornleikarar," heldur Guðmundur Óli áfram. Hann segir að hugmyndin hafi komið að norðan og að hann fagni tækifærinu til að vinna með eldri og reyndari hljóð- færaleikurum. „Sá er aðalvinning- urinn fyrir okkur, en fyrir Sinfóníu- hljómsveit íslands er ávinningurinn sá að við norðanmenn komum með þijátíu hljóðfæraleikara til móts við þá sjötíu sem fyrir eru svo að við erum bara hálfdrættingar miðað við þá.“ Sinfónía nr. 1 eftir Mahler var frumflutt árið 1889 og urðu viðtökumar á tvo vegu. Fíl- harmóníuhljómsveitin í Búdapest frumflutti verkið og voru hljóðfæraleikararnir hrifnir af verk- inu, en áhorfendur og gagnrýnendur síður ánægðir. Þetta varð til þess að Mahler endurskoðaði verkið og stjórnaði flutningi þess nokkrum árum seinna í breyttri mynd og hana fáum við að heyra í kvöld. „I upp- hafi voru þættirnir fimm en Mahler fækkaði þeim niður í fjóra,“ segir Guðmundur Óli. „Hann skrifaði lýs- ingu á verkinu í efnisskrána en hætti fljótlega að nota hana að öðru leyti en því að hann hélt eftir nafn- inu „Títan“, hvað sem það merkir.“ Fyrsti kaflinn endurspeglar vorkom- una og i öðrum kafla bregður útaf vana því hann er gáskafullur. „Á milli fyrsta og annars kafla var Morgunblaðið/Arnaldur SJÖTÍU hljóðfæraleikarar eru frá Sinfóníuhljómsveit íslands og þrjátíu frá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Fylling framar öllu • • Sérstæður viðburður er í nánd á sviði flutn- í Háskólabíói í kvöld. Örlygur Steinn Sigur- ings klassískrar tónlistar hér á landi. Tvær jónsson ræddi við hljómsveitarstjórann íslenskar sinfóníuhljómsveitir með hundrað hljóðfæraleikara eru á leiðinni inn á sviðið * Guðmund Ola Gunnarsson og einleikarann Richard Simm af þessu tilefni. RICHARD Simm einleikari hélt í fyrstu að hann þyrfti magn- ara til að hafa í fullu tré við hina stóru hljómsveit, en sá þó fljótt að píanóleikurinn komst vel til skila. HUNDRAÐ manna hljómsveit er gefur einkum fyrirheit um dýpt og fyllri tón frekar en mikinn hávaða að mati Guðmundar Óla Gunnarssonar stjórnanda sem hér sést. Opin sýning MYNPLIST Nýlistasafnið SAMSÝNING 75 MYNDHÖFUNDAR Opið alla daga frá kl. 14-18. Lokað mánudaga. Til 29. júní. Aðgangur ókeypis. „ÖLLUM boðið að sýna“ meðan húsrúm leyfir er inntak sýningar í samanlögðum húsakynnum Ný- listasafnsins, að setustofunni und- anskilinni, þar sem fer fram kynn- ing á list og listferli Ásgerðar Búa- dóttur. Kallið kom frá stjórn safns- ins og hefur borist víða, því mikill fjöldi gjörsamlega óþekkts fólks er hér á meðal, en um leið einnig nokk- ur misjafnlega hátt skrifuð nöfn. Flestir eiga eitt verk á sýningunni, en örfáir fleiri, og sem vænta má kennir margra grasa í öllu þessu kraðaki. Ekki veit rýnirinn hvort allt hafi komist upp af innsendum verkum, en sýningargleði fólks á sér víðast engin takmörk um þessar mundir eins og kunnugt er, þannig komast einungis örfá prósent inn- sendra verka á opnar haust- og vorsýningar erlendis. Ekki er fram- kvæmdin alveg ný hérlendis, því minna má á að öllum var heimilt að senda inn á haustsýningar FÍM, hér á árum áður. Eins og gengur um slíkar framkvæmdir, er yfir- gnæfandi meirihluti myndanna al- vörulaust flipp og léttvægur tilbún- ingur á myndfleti. Og þó er fróð- legt að reika um sali safnsins og virða árangurinn fyrir sér, jafn- framt reyna að lesa í hugarheim fólksins, sem er á öllum aldri, þótt unga kynslóðin sé fjölmennust svo sem vænta má. Jafnframt er það dijúgur lærdómur að bera árangur- inn saman við myndir Ásgerðar á Pallinum, því ljóst má vera að obb- inn af gerendunum þyrfti að leggja á sig ómælda vinnu, klífa þrítugan hamarinn, til þess eins að ná með tærnar þar sem valkyijan hefur hælana. Handverkið hefur að sjálf- sögðu sett hrikalega niður, þótt þeir séu líka til meðal ungra sem sætta sig ekki við þá staðreynd, en lítið ber á þeim að sinni, sýningar og áberuþörf þeim ekki sáluhjálpar- atriði. Framkvæmdin á þó hvernig sem á málið er litið fullan rétt á sér, en án vafa má skipuleggja slíka uppá- komu betur jafnvel þótt gæðamat sé ekkert, núll og nix. En allt er fyrst eins og sagt er og aðstandend- ur gerningsins uppskera vafalítið dijúga reynslu. Þetta er fjölþætt sýning og að- skiljanlegar pælingar eiga sér stað á tæknisviði, eins og það heitir, en þó ber mest á ýmiss konar kroti og dauflegum myndrænum skila- boðum er hvorki áreita né grípa skoðandann. Og ósköp er þetta keimlíkt skyldum uppákomum í út- landinu, jafnvel sér þarna í smokk- inn ómissandi í einu horni SÚM salar, (efni; örþunn gagnsæ gúm- himna), innihald ókennilegt, höf- undur óþekktur. Skilur hér á milli, því útlendir nota síður nafnleynd á slík meint, en i þessari sviðsetningu hálf glötuð sniðugheit. Bragi Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.