Morgunblaðið - 26.06.1997, Side 38

Morgunblaðið - 26.06.1997, Side 38
38 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1997 AÐSEIMDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Markaðsvæðing viðbótarkvótans Laumukommi svarar fyrir sig A DOGUNUM eyddi ég einni kvöld- stund mér til afþrey- ingar við að skrifa litla grein í Morgun- blaðið um að nú eigi að bjóða upp á mark- v aði til leigu viðbótar þorsk- og rækjukvóta. Af þessu litla tilefni uppgötva ég svo í Morgunblaðinu 19. júní, að háskólakenn- ari nokkur hefur al- gerlega hrokkið upp af standinum við lest- ur greinarinnar. Birg- ir Þór Runólfsson heitir maðurinn, sem fyrir þessum ósköpum varð. Hann titlar mig ríkisforstjóra í virðingarskyni. Ég hlýt því að titla hann ríkisdósent við Háskólann. Þeim til upprifjun- ar, sem ekki muna, er maðurinn annar þeirra hirðfræðimanna sjáv- arútvegsráðherra og sæaðalsins, sem létu hafa sig til að gefa áróðurskongress ráð- herrans á Akureyri á dögunum fræðilegra yfirbragð. Háskóla- rektor sá þá ástæðu til að afneita vinnu- brögðunum. Þessi grein Birgis Þórs bar þess glöggan vott, að hann er í mikl- um sálarháska vegna þjóðhættulegra skoð- ana minna og kallar mig sósíalista, fólki til varnaðar. Það er svo sem ekki vonum seinna, að upp komist, að ég sé laumukommi, rétt eins og búið er að bera upp á fleiri. Með fleiri jafnvondum greinum og þeirri, sem Birgir býð- ur upp á, gæti fjölgað í þeirri sellu. Hugmynd Birgis um að við beij- Jón Sigurðsson umst fyrir Sovét-íslandi er fijórri en svo, að mér hafi komið hún til hugar. Hún verður að sjálfsögðu rædd á næsta sellufundi. Grein Birgis er ekki einungis vond fyrir þá vanstillingu, sem hún ber með sér, og upphrópanir, sem þar er að finna. Hún er ekki síður vond af því að höfundurinn hrærir saman og kynnir sem staðreyndir fáeinar slíkar í bland við skoðanir hans sjálfs, sem margar hveijar eru pólitískt trúarbragðarugl, sem ekkert á skylt við staðreyndir. Það er afarvond fræðimennska og ekki bjóðandi því fólki, sem les Morgun- blaðið í leit að málefnalegri um- ræðu um þjóðmál. Mér, sem valdið hef öllu þessu uppistandi hjá manninum, kemur ekki síst spánskt fyrir sjónir, að meginhluti þess efnis, sem þó er að finna í grein hans, er vörn fyr- ir kvótakerfið. Það setti ég ekki út á í minni grein og skil því illa samhengið. Ég tel hins vegar gjaf- aúthlutun kvóta til frambúðar óveijandi, af því að eigandi auð- lindarinnar fær ekkert í sinn hlut af því markaðsverðmæti, sem hún hefur fengið í viðskiptum milli útgerða. Eg hef engar forsendur til að draga í efa staðhæfingar Birgis um, að fyrirkomulagið hafi í einhveijum efnum leitt til aukinn- ar hagkvæmni í útgerðinni. Hótel Loftleiðum, þingsal nr. 5, föstudaginn 27. júní 1997 kl. 13:30 - 17:00 Setning Halldór Blöndal, samgönguráðherra Famtídarstefna í markaðsmálum til ársins 2005 Steinn Logi Björnsson kynnir niðurstöður starfshóps Samgönguráðuneytisins Erindi um einstök markaðssvæði Einar Gústavsson Bandaríkin Anton Antonsson Bretland. og Ítalía Gtmnar Rafn Birgisson Norðurlöndin og Japan Magnús Ásgeirsson Frakkland og Spánn Ómar Benediktsson ÞýskalancL, Austurríki og Sviss Ármann Kr. Ólafsson Niðurstöður í samkeppni um slagorðJyrir ísland semferðamannaland Magnús Oddsson Möguleikar íslands Ráðstefnustjóri Hildur Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fjallað verður um markaðsmál íslenskrar ferðaþjónustu á erlendum mörkuðum til ársins 2005 í framhaldi af stefnumótun Samgönguráðuneytisins í ferðamálum. Ráðstefnan er æduð þeim sem vinna að markaðsmálum ferðaþjónustunnar og öðru áhugafólki um ferðaþjónustu. Ekkert ráðstefnugjald. Ferðamálaráð íslands Samgönguráðuneytið Inn í næstu öld Ráðstefna um markaðssetningu ferðaþjónustunnar á vegum Samgönguráðuneytisins og Ferðamálaráðs Þetta gengur ekki leng- ur, segir Jón Sigurðs- son. Viðbótarkvótann í þorski og rækju verður að bjóða út til leigu. Það var mikil hagkvæmni í því fólgin fyrir plantekrueigendur vestan hafs að hafa þræla til að vinna sykurreyr og tína baðmull. Þessi hagkvæmni var svo mikil, að það kostaði blóðuga styrjöld að afnema hana. Forréttindafólk lætur sín forréttindi ekki af hendi nema nauðugt. Það er með sama hætti afar hagkvæmt fyrir kvótaeigendur að geta haft þræla til að kaupa af sér þorskkílóið í kvóta fyrir 70-95 kr., næstum jafnmikið og þrælarn- ir fá fyrir fiskinn á markaði eftir að þeir hafa haft fyrir því og kost- að til að veiða hann. Það er m.a. þetta þrælahald, sem ég vil bijóta upp með því að bjóða út til leigu viðbótarþorskkvótann. Markaðs- framboðið mundi sjá til þess, að það kæmi lægra og vitlegra verð- lag á kvótann í stað þess einokun- arverðs, sem útgerðarmenn núna geta haldið uppi gagnvart þeim félögum sínum, sem fremur vilja freista þess að stunda ærlegar veiðar en braska með kvótann, og haldið er í þrældómi ásamt sjó- mönnum á skipum þeirra. Hug- myndin gæti líka opnað smábáta- sjómönnum leið til að halda áfram að vera til í sínum byggðarlögum eftir að núgildandi fótboltareglur hafa fært sóknardaga þeirra niður í 18 á ári. Þetta væri í mínum huga aðeins fyrsta skrefið til að markaðsvæða kvótaúthlutunina. Endanlega, eft- ir hæfilega mörg ár, næðist það markmið, sem háskólakennarinn aðhyllist, að þeir gætu keypt kvót- ann, sem best gera út, og allir gætu keppt á jafnréttisgrundvelli um að afla kvótans með lægstum tilkostnaði fyrir þjóðarbúið. Nú- verandi fyrirkomulag gerir það ekki. Það verðlaunar hins vegar þá, sem eru útsjónarsamastir við braskið með kvótann. Ég ítreka að lokum lykilorðin í minni síðustu grein: Þetta gengur ekki lengur! Viðbótarkvótann í þorski og rækju verður að bjóða út til leigu. Og á næsta ári á síldar- kvótinn að fara sömu leiöina. Höfundur er framkvæmdastjóri. Ennum atkvæðisrétt VEGNA greinar Magnúsar L. Sveins- sonar formanns Versl- unarmannafélags Reykjavíkur í Mbl. 24. júní sl. vil ég taka fram eftirfarandi. Tilgangur minn með grein minni sem birtist í Mbl. 11. júní sl. og ijallaði um skerðingu á atkvæðis- rétti félagsmanna í stéttarfélögum var sá að ég vildi vekja at- hygli á þeim samningi sem gerður hafði verið fyrir starfsfólk Hag- kaupa á Eiðistorgi og Það var ekki og er ekki ætlun mín að standa í ritdeilum við Magnús L. Sveinsson, segir Lára V. Júlíusdóttir, enda á ég ekkert sökótt við Magnús. afgreiðslu kjarasamn- inga. Ég taldi jafn- framt að skerðingin stæðist ekki að lögum og vildi fá skýringar á því á hvaða lagastoð mismunandi vægi at- kvæða byggist. Fyrri þátturinn virð- ist hafa komist vel til skila, ef marka má við- brögðin sem ég hef fengið við greininni. Varðandi síðari þáttinn er það að segja að eng- ar skýringar fást við því á hvaða lagastoð þessi réttindaskerðing byggist. Eftir stendur því að lögmæti skerðingarinnar ork- ar að minnsta kosti tvímælis. Jafn- vel þótt hægt sé að finna því dönsk fordæmi. Það var ekki og er ekki ætlun mín að standa í ritdeilum við Magn- ús L. Sveinsson enda á ég ekkert sökótt við Magnús. Á hann í raun allt annað skilið af mér en að ég standi í deilum við hann. Eins og reyndar kemur fram í grein hans hefur samstarf okkar alltaf verið með ágætum og vænti ég þess að svo verði áfram. Lára V. Júlíusdóttir vara við því að sú leið að skerða Höfundur er vægi atkvæða yrði farin áfram við héraðsdómslögmaður. IIIIFHEII "ZeWiJe/t SÍÐUMÚLI 4 - SÍMI 553 8775 HAFNARSTRÆTI 21 - SÍMI 551 3336 SUMARTILBOÐ Qluggatjaldaefni 20% afsláttur Z-BRAUTIR OG GLUGGATJÖLD, FAXAFENI I4, SÍMI 533 5333.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.