Morgunblaðið - 26.06.1997, Page 43

Morgunblaðið - 26.06.1997, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1997 43 + Aðalsteinn H. Vígmundsson fæddist í Alfsnesi á Kjalarnesi 17. mars 1920. Hann lést á Landspítalanum 16. júni síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þórunn Jóns- dóttir frá Laug í Biskupstungum og Vígmundur Pálsson frá Eiði í Mosfells- sveit. Aðalsteinn var alinn upp hjá föðurforeldrum sínum, þeim Maríu Sigurðardóttur og Páli Gests- syni. Aðalsteinn átti tvö systk- ini samfeðra, þau eru Ingunn Vígmundsdóttir og Pálmar Vigmundsson. Einnig átti hann tvo uppeldisbræður þá Karl G. Pálsson og Einar Pálsson, þeir eru báðir látnir. Systkini hans sammæðra eru Katrín Ketils- dóttir, Sigríður Ketilsdóttir, Greipur Ketilsson, látin eru Hrefna Ketilsdóttir, Valdimar Ketilsson og Bergur Ólafsson. Hinn 17. maí 1941 kvæntist Aðalsteinn Betu Guðjónsdóttur, f. 11. september 1920, d. 5. apríl 1964. Börn þeirra: 1) Örn Pálmi, f. 30. mars 1941, d. 2. júlí 1993. Fyrri kona Arnars var Ólöf Stefánsdóttir, f. 15. Núna ertu horfinn yfir til annars heims, elsku afi minn. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki átt líflegar samræður við þig um heima og geima eins og vaninn var hjá okkur, og finna kaffiilminn um leið og ég vaknaði á morgnana þar sem þú hafðir alltaf heitt á könnunni fyrir okkur, og við spjölluðum á meðan þú beiðst eftir að fá Kolla í pössun. Þegar ég var lítill gutti byijaði þessi siður hjá okkur þar sem þú bjóst fyrir neðan okkur. Snemma á morgnana vaknaði ég og fór niður til þín þegar þú varst að fá þér morgunmat og fékk mjólk með kaffi í. Síðan eftir því sem ég varð eldri þá minnkaði mjólkin og kaffið jókst. Þú vannst alla þína tíð sem mjólkur- bílstjóri og fékk ég oft að fara með þér á mjólkurbílnum til Keflavíkur og síðan, þegar ég var orðinn nógu gamall, útvegaðir þú mér vinnu í Mjólkursamsölunni og við vorum saman á bíl þijú sumur þar sem við kynntumst á annan hátt og urðum mjög góðir vinir. Síðan fluttu mamma og pabbi upp í Árbæ og þá var mjög gott að geta komið til þín í Eskihlíðina meðan ég var í eyðu í skólanum og spjalla við þig. Þegar þú fékkst síðan hjartaáfall- ið fyrir tveimur árum spurðir þú mig hvort ég væri til í að flytja niður- eftir til þín í Eskihlíðina öryggisins vegna, og fá aftur gamla herbergið sem ég átti þegar ég bjó í Eskihlíð- inni. Það var nú minnsta málið að gera það og því flutti ég til þín. Þetta kom okkur báðum vel þar sem það varð styttra fyrir mig í skólann og síðan var gaman fyrir þig að hafa einhvern hjá þér. Það voru nú margir sem sögðu að þetta myndi nú ekki endast lengi þar sem við værum báðir með ákveðnar skoðanir á hlutunum en fyrir bragðið gerði það umræður okkar skemmtilegri °g þegar aðrir voru í heimsókn byij- uðum við að atast í fólkinu þannig að það hélt að himinn og jörð væru að farast, en síðan hlógum við að þessu þegar gestirnir voru farnir. Þegar strákarnir komu svo í heim- sókn fannst þér mjög gaman að tala við þá og fíflast í þeim þannig að það var eins og þú værir í raun einn af þeim. Þar sem við vorum tveir var það nú líka þannig að við skellt- um okkur að borða í Múlakaffi eða október 1942, þau slitu samvistir. Börn þeirra eru: Arndís, sambýlis- maður hennar er Eyjólfur Þ. Eyjólfs- son eiga þau þijú börn; Stefán, sam- býliskona hans er Laufey Nabye, eiga þau tvö börn. Eftir- lifandi eiginkona Arnar er Kristín Waage, f. 28. nóv- ember 1939. Börn þeirra eru: Elísabet og Helga. Sljúpsyn- ir Arnar eru Matthías Waage, sambýliskona hans er Bryndís Sigmundsdóttir, eiga þau tvö börn. Yngvi Árnason, á hann tvö börn. Anna María, f. 3. mai 1950, gift Jóhanni Gunnarssyni, f. 15. apríl 1948. Börn þeirra Aðalsteinn, sambýliskona hans er Harpa Sif Jóhannsdóttir, og Gerður Beta, unnusti hennar er Hilmar Örn Þórlindsson. Aðalsteinn starfaði í 56 ár hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík, lengst af sem bif- reiðarstjóri á Suðurnesin. Hann sat lengi í trúnaðarmannaráði Dagsbrúnar. Útför Aðalsteins fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13:30. eitthvað annað, og þú kaust nú held- ur það hefðbundna þar til þú fékkst til að smakka hitt og varðst að viður- kenna að það væri nú ekki svo slæmt. Síðan kynntist ég Hörpu og hún flutti inn til okkar og var það sennilega það besta sem gat komið fyrir því þegar ég fór á sjóinn sem vélstjóri þá hafðir þú einhvern til að vera hjá þér og spjalla við. Síðan komuð þið Harpa og Kolur að sækja mig þegar ég kom í land. Og það var sama sagan þegar Harpa fór út til Saudi sem flugfreyja, þá fórum við að sækja hana þegar hún kom heim. Þetta var mjög gott því þegar ég var á sjónum og Harpa úti í lönd- um komst þú skilaboðum á milli til okkar. En síðan fékkst þú annað hjarta- áfall og heilablóðfall og varðst að fara á spítala. Þangað komum við að heimsækja þig og þú varst allur að hressast þannig að við fórum fram á gang og fórum í kapp á hjóla- stólunum þar sem Harpa ýtti þér og ég fór í annan hjólastól og þið unnuð. En síðan nokkrum dögum seinna fékkst þú sýkingu sem varð til þess að þú fórst, en við vorum öll þar hjá þér þegar það gerðist, það er eins og þú hafir vitað að þú værir að fara þar sem þú vildir ekki fara að sofa fyrr en allir voru komn- ir til þín þó að við sæjum að þú værir mjög kvalinn, en þegar allir voru komnir róaðist þú og hvarfst yfir móðuna miklu til ömmu og Össa sonar þíns. En við sitjum eftir hér og þú munt lifa í minningunni um alla tíð hjá okkur öllum. Eg veit að þú munt vaka yfir okkur og vernda alla tíð. Guð blessi þig. Þinn Steini. Það eru ekki allir svo lánsamir að eiga afa sem þeir geta talað við eins og einn af sínum bestu vinum. Við afi erátum t.alað um allt. milli himins og jarðar, enda var hann ungur í anda og sýndi áhugamálum mínum mikinn áhuga. þrátt fyrir að hann væri mikill Framari lét hann sig hafa það að mæta á leiki hjá Val og hvetja okkur áfram. Enda held ég að hann hafi verið orðinn Valsari inn við beinið. Það eru ótal- margar góðar minningar sem rifjast upp á þessari stundu. Það var alltaf gott að geta komið til afa í Eskihlíð- ina, hann tók alltaf svo vel á móti mér. Eftir að ég flutti í Árbæinn átti ég þar alltaf samastað. Mér fínnst það lýsa afa vel að hann hringdi í mig einn daginn og spurði hvort mig langaði ekki í hund, því hann væri búinn að finna einn handa mér. Ástæðan fyrir því var að hann sjálfan langaði í hund. Daginn eftir fórum við og sóttum Kol og urðu þeir hinir mestu mátar. Það var ósjaldan sem við fórum í bíltúra um bæinn eða á kaffihús því afi var alltaf tilbúinn að gera eitthvað skemmtilegt með mér. Elsku afi minn. Ég vil þakka þér fyrir allar þær stundir sem við átt- um saman. Minningin um þig mun ylja mér um alia framtíð. Guð blessi þig- Þín Gerður Beta. Elsku Alli minn, mig langar til þess að kveðja þig með örfáum orð- um. Ég man þegar ég vaknaði í fyrsta skiptið í Eskihlíðinni, þá fór ég fram í eldhús og kynnti mig fyr- ir þér. Þú tókst fram einn bolla úr sparistellinu og bauðst mér upp á kaffi. Við byijuðum að spjalla saman og þegar Steini kom fram stuttu seinna sá ég að hann var dálítið hissa. Seinna um daginn sagði hann mér að þú byðir ekki hverjum sem er upp á kaffi úr sparistellinu. Þetta var upphaf mjög sérstakrar vináttu sem þróaðist milli okkar. Þegar ég síðan flutti inn til ykkar í Eskihlíðina þurfti ég nokkra daga til að átta mig á ykkur tveimur. Þið höfðuð alveg einstaklega gaman að því að espa hvor annan upp í þykjustudeil- ur. Þá var ég áhorfandinn og þið settuð á svið hálfgert leikrit, þar sem þið þóttust vera að deila voða mikið um hluti sem skiptu nánast engu máli. Þetta var alveg snilldarlega gert hjá ykkur og var þetta daglegt brauð í Eskihlíðinni. Ég hafði alveg yndislega gaman af, enda sakna ég þessara stunda mjög. Haustið 96 ákvað ég svo að drífa mig í Háskóla íslands. Þegar við Steini vöknuðum í skólann á morgn- ana varst þú alltaf kominn á fætur löngu á undan okkur, enda kom maður alltaf inn í notalega heitt eld- húsið snemma á morgnana þar sem ilmurinn af nýlagaða kaffinu tók á móti manni. Þú varst fljótari að læra stundatöfluna mína utan að heldur en ég sjálf. Því alltaf þegar ég kom heim úr skólanum varstu nýbúinn að hella upp á og jafnvel kaupa handa okkur eitthvað úr bakaríinu og við gátum setið inni í eldhúsi heilu stundimar og spjallað og spjall- að. Mér fannst einhvern veginn eins og ég hefði eignast nýjan afa. Okk- ur þremur kom vel saman á alveg einstakan hátt. Á góðviðrisdögum fórum við í skemmtilega bíltúra nið- ur að höfn og um gamla bæinn og þú sýndir okkur æskustöðvarnar þin- ar. Manstu þegar Steini keypti handa þér trúðaísinn? Mér finnst ég, þegar ég hugsa til baka, hafa þekkt þig frá því ég var lítil teipa, en ekki í rúmt eitt og hálft ár. Elsku AIli minn, ég þakka þér fyrir allar þær góðu og skemmti- legu en alltof fáu stundir sem við áttum saman. Guð geymi þig. Harpa Sif Jóhannsdóttir. Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró íslensk framleiðsla AÐALSTEINNH. VÍGMUNDSSON þá að við fórum og fengum okkur kjúklingabita „löpp“ þar sem venjan var að ef ég eldaði eitthvað, þá varð ég að elda tvöfalt þar sem þér leist nú ekki alltaf á það hvernig ég gat breytt venjulegum íslenskum mat í Sendum MOSAIK myndalista Hamarshöfði 4 - Reykjavik simi: 5871960 -fax: 5871986 + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fóstur- faðir, sonur, tengdasonur og bróðir, ÁGÚST KARL GUÐMUNDSSON, til heimilis á Leynisbraut 6, Grindavík, lést af slysförum þriðjudaginn 24. júní sl. Þórdís Gunnarsdóttir, Kristín Karlsdóttir, Bára Karlsdóttir, Jenný Lovísa Arnardóttir, Guðfinna Óskarsdóttir, Guðmundur fvarsson, Þórdís Þorbergsdóttir, Gunnar P. Guðjónsson, og systkini. + Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, JÓHANN GEORG MÖLLER, Laugarvegi 25, Siglufirði, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miövikudaginn 25. júní. Helena Sigtryggsdóttir, Ingibjörg Möller, Alda Möller, Jóna Möller, Kristján L. Möller, Alma D. Möller. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ÁSGERÐUR BJARNADÓTTIR, Giljalandi 33, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að kvöldi mánudagsins 23. júní. Þorsteinn Jakobsson, Unnur Þorsteinsdóttir, Bjöm L. örvar, Bjarni Þorsteinsson, Annetta A. Ingimundardóttir, Haraldur S. Þorsteinsson, Ingunn Hansdóttir, Jakob F. Þorsteinsson, Vanda Sigurgeirsdóttir og barnabörn. t Sambýlismaður minn, faðir okkar og fóstur- faðir, EINAR JAKOB ÓLAFSSON múrarameistari frá Sigiufirði, Snælandi 3, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstu- daginn 27. júní kl. 10.30. Þeim, sem viljast minnast hans, er vinsamlegast bent á Heimahjúkrun Krabbameinsfélagsins. Fyrir hönd tengdabarna, barnbarna og barnabamabarna, Helga Sigtryggsdóttir, Ólafur Óskar Einarsson, Sigríður Einarsdóttir, Garðar Einarsson, Sigurður Stefánsson. t Elskulegur eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLUR HERMANNSSON, Dvergabakka 36, Reykjavlk, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstu- daginn 27. júní kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlega bent á Landssamtök hjartasjúklinga. Sigurveig Halldórsdóttir, Haukur Hallsson, Stefán Skaftason, Halldór Skaftason, Gyða Thorsteinsson, Rósa Thorsteinsson, Elín Ragnarsdóttir, Sigrlður R. Hermóðsdóttir, fna Gissurardóttir, Sveinn Þorláksson, Ámi Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.