Morgunblaðið - 26.06.1997, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1997 49
FRETTIR
Búnaðarbankinn úthlutar
12 námsstyrkjum
FREMSTA röð: Sveinn Jónsson frá Búnaðarbankanum, Þórður
Kristleifsson frá BÍSN, Sveinbjörn Björnsson rektor HÍ, Aðal-
steinn Leifsson frá SÍNE og Haraldur Eiðsson frá SHI. Mið-
röð: Ásdís Hermannsdóttir f.h. Áslaugar S. Árnadóttur, Agnes
Agnarsdóttir, Sjöfn Gunnarsdóttir, Rósa Jónasardóttir, Katrín
María Þormar, Karen Júlía Júlíusdóttir og Björg Pjetursdóttir.
Efsta röð: Aðalbjörn Þórólfsson, Einar Gunnar Guðmundsson,
Gunnlaugur Karlsson, Einar Jónsson og Erlingur Erlingsson.
AFHENDING námsstyrkjatil félaga
í Námsmannalínu Búnaðarbankans
fór fram 16. júní sl. Er þetta í sjö-
unda sinn sem slík úthlutun fer fram.
Að þessu sinni voru veittir 12 styrk-
ir, hver að upphæð 125.000 kr.
Veittir eru útskriftarstyrkir til nema
við Háskóla íslands og íslenska sér-
skóla, auk námsstyrkja til náms-
manna erlendis.
Námsstyrki hlutu eftirfarandi:
Einar Gunnar Guðmundsson sem
lauk BS-prófi í líffræði frá Háskóla
íslands. Hann hefur einnig lagt
stund á tónlistarnám hér heima og
erlendis.
Karen Júlía Júlíusdóttir sem lauk
námi í hjúkrunarfræði frá Háskóla
Islands.
Katrín María Þormar útskrifaðist
úr læknisfræði frá Háskóla ísiands.
Samhliða námi í læknisfræði tók hún
B.Sc.-próf í rannsóknarverkefni
tengdu erfðafræði kransæðasjúk-
dóma.
Rósa Jónasardóttir sem lýkur
námi í viðskiptafræch til Cand.Oec-
on.-prófs frá Háskóla íslands í haust.
Kjörsvið hennar eru fjármál og við-
skiptatungumál.
Sjöfn Gunnarsdóttir en hún lauk
námi í kennslufræði til kennslurétt-
inda frá Háskóla íslands en á sl. ári
lauk hún BS-prófi í lífefnafræði. Hún
hefur fengið inngöngu í University
of Wisconsin - Madison þar sem hún
stefnir á Ph.D.-gráðu í eiturefna-
fræði.
Björg Pjetursdóttir sem lauk BA-
prófi úr textíldeild Myndlista- og
handíðaskóla ísiands. Björg hefur
tekið þátt í ijölda sýninga og sam-
keppna í textíliðnaðinum.
Gunnlaugur Karlsson lauk í vor
BS-námi í útflutningsmarkaðsfræði
frá Tækniskóla íslands. Áður hafði
Gunnlaugur lokið iðnrekstrarfræði
af markaðssviði frá sama skóla.
Aðalbjörn Þórólfsson sem lauk
DEA-námi í plasmaeðlisfræði frá
Université Pierre et Marie Curie í
París. Áður hafði hann lokið meist-
aranámi í eðlisfræði við sama skóla.
Hann stundar nú doktorsnám í
plasmaeðlisfræði í París. Agnes
Agnarsdóttir sem er á lokaári í dokt-
Umhverfis-
mál og mál-
efni fatlaðra
á fræðslu-
dögum í Sól-
heimum
EFNT var til fræðsludaga á Sólheim-
um í gær og í dag. I gær kynnti
Linda Joseph, ráðgjafi í málefnum
vistrænna byggðahverfa, Manitou-
stofnunina, Colorado, Bandaríkjun-
um.
Linda Joseph er framkvæmda-
stjóri Manitou-sjóðsins og Manitou-
stofnunarinnar í Colorado-fylki í
Bandaríkjunum. Hún er ráðgjafi á
Crestone/Baca-svæðinu þar sem um
600 manns búa og hafa fengið út-
hlutað landsvæði til að hefja lífræna
ræktun, vinna með endurnýjanleg-
um orkugjafa og forma lífsstíl sem
fellur að hringrásum náttúrunnar.
Manitou-stofnunin er aðili að al-
þjóðasamtökunum Global Eco-vill-
age Network.
í dag kl. 17 mun dr. Ernestine
E. Cormany kynna skipulag málefna
fatlaðra (þroskaheftra) í Bandaríkj-
unum.
Ernestine lauk doktorsnámi við
Nove Southeastern-háskólann í Fort
Lauderdale, Flórída, og fjallaði rit-
gerð hennar um „Enhancing Servic-
es for Toddlers with Disabilities: A
Reverse Mainstreaming Inclusion
Approach". Ernestine hefur undanf-
arin ár starfað sem „Vice-President
orsnámi í meðferðar- og ráðgefandi
sálfræði í University of Surrey í
Englandi. Áður hafði hún lokið
M.Sc.-prófi í heilsusálfræði frá sama
skója.
Áslaug S. Árnadóttir sem stundar
nám í arkitektúr í Arkitektskolen í
Árósum, með aðaláherslu á varð-
veislu og endurbyggingu húsa ásamt
skipulagi og bæjarbyggingu.
Einar Jónsson en hann hóf mast-
ersnám í hljóðfæraleik og útsetning-
um fyrir biásara við Purchase College
í New York fylki í Bandaríkjunum
sl. haust. Hann útskrifaðist frá Tón-
listarskólanum í Reykjavík úr einieik-
aradeild og blásarakennaradeild.
Erlingur Erlingsson sem stundar
tvöfalt BA-nám við Suffolk Univers-
ity í Boston í Bandaríkjunum. Ann-
ars vegar BA-próf í hagnýtum hlið-
um blaðamennsku, og hins vegar
BA-próf í sagnfræði með áherslu á
evrópska sögu.
Styrkveitinganefnd skipuðu þeir
of Operations" hjá ARC (Association
for Retarded Citizens) í Flórída og
haft með höndum skipulag starfsemi
fyrir þroskahefta, s.s. þjónustu við
börn, kennsluáætlanir fyrir full-
orðna, heimilisþjónustu og félags-
þjónustu fatlaðra. Undanfarin ár
hefur Ernestine starfað fyrir banda-
ríska ráðgjafarfyrirtækið SAIC (Sci-
ence Application International Corp-
oration).
Norræn tungn-
málaumræða
Norðurlanda-
ráðs
HRINGBORÐSUMRÆÐAN, Nor-
rænt málatorg - staða vestnor-
rænna tungumála í norrænni sam-
vinnu, fer fram á vegum Norður-
landanefndar ráðsins föstudaginn
27. júní nk. kl. 9-11 í Ráðhúsi
Reykjavíkur, borgarstjórnarsal.
Á meðal þátttakenda eru Björn
Bjarnason, menntamálaráðherra og
norski þingmaðurinn Kjell Magne
Bondevik sem jafnframt er formaður
Norðurlandanefndar. Þingmennirnir
Sigríður A. Þórðardóttir og Stein-
grímur J. Sigfússon sem eru í nefnd-
inni verða einnig viðstaddir.
Umræðan fer fram á milli ráð-
herra, þingmanna, sérfræðinga og
fulltrúa bókaforlaga frá ísiandi,
Færeyjum og Grænlandi. Meðal ann-
ars verður fjallað um eftirfarandi
spurningar: Hver er staða lítilla
málsvæða í aukinni alþjóðavæðingu?
Á framþróun íslenskunnar, færeys-
kunnar og grænlenskunnar að vera
helsta viðfangsefni norrænnar
Sveinbjörn Björnsson rektor Háskóla
íslands, Haraldur Eiðsson formaður
stúdentaráðs Háskóla íslands, Aðal-
steinn Leifsson formaður SÍNE,
Þórður Kristleifsson formaður BÍSN
og Jón Adólf Guðjónsson banka-
stjóri Búnaðarbankans.
„Nefndarmenn hafa verið á einu
máli um að líta ekki á þessa styrki
sem viðbótarstyrki við þá vísinda-
og skólastyrki sem hafa námsárang-
ur nánast að öllu leyti sem viðmið-
un. Að sjálfsögðu hefur námsárang-
ur sitt að segja en önnur atriði sem
máli skipta eru meðal annars þátt-
taka umsækjenda í félagsstarfi, fjöl-
skylduhagir, framtíðaráform og svo
hvernig umsóknin sjálf er sett fram,“
segir í fréttatilkynningu frá Búnað-
arbankanum.
Námsmannalína Búnaðarbankans
var stofnuð haustið 1990. Viðamesti
þáttur þjónustunnar er vegna af-
greiðslu lána hjá Lánasjóði íslenskra
námsmanna.
menningarsamvinnu? Hvernig má
auka gagnkvæma tungumálakunn-
áttu á Norðurlöndum? Hvernig er
unnt að stuðla að fleiri og betri þýð-
ingum á bókmenntum nágranna-
þjóðanna?
Hringborðsumræðan er fyrsti
áfangi í umfjöllun nefndarinnar um
stöðu norrænna tungumála; næsta
skref verður að fjalla um stöðu
skandinavísku og finnskunnar í nor-
rænni samvinnu.
Nýrri skýrslu „Mellan sjálvförtro-
ende och osakerhet" eftir Charlottu
Friborg verður dreift við hringborðs-
umræðuna.
Fj ór ðungsmótið
á Kaldármelum
hefst í dag
FJÓRÐUNGSMÓT Vesturlands
hefst á Kaldármelum í dag, fimmtu-
daginn 26. júní, og stendurtil sunnu-
dagsins 27. júní. Á mótinu verður
bryddað upp á nýjungum því fyrir-
huguð er opin stóðhestakeppni í A-
og B-flokki gæðinga en hún var
sett á stofn til að forðast „eigenda-
skipti“ á þekktum hestum fyrir mót-
ið.
Á fjórðungsmótinu verður keppt
í hefðbundum greinum, s.s. gæð-
ingaflokkum, barna-, unglinga- og
ungmennaflokkum, töltkeppni úr-
valstöltara og sýning ræktunarbúa.
Auk þessa verða dansleikir með
Geirmundi Valtýssyni haldnir utan
svæðisins og er þá ódýrara inn á
þá fyrir mótsgesti.
Úrslit í gæðingakeppni fara fram
á sunnudag og efstu kynbótahrossin
sýnd og verðlaunuð.
Vatnaskógnr um
helgina
Fjölbreytt dag-
skrá á móti
Kristniboðs-
sambandsins
SAMBAND íslenskra kristniboðsfé-
laga stendur um næstu helgi fyrir
almennu kristilegu móti í Vatnaskógi
sem þar hefur verið haldið um ára-
bil. Á dagskrá er talað orð og söng-
ur, m.a. kemur norski tónlistarmað-
urinn Hans-Inge Fagervik I heim-
sókn á mótið.
Yfirskrift mótsins í Vatnaskógi er:
„Verið þar sem ég er.“ Mótið hefst
næstkomandi föstudagskvöld klukk-
an 21. Á laugardagsmorgni verða
Biblíulestrar á dagskrá og fjallað um
ýmis efni í nokkrum hópum og eftir
hádegi verður útidagskrá. Þá verða
samkomur kl. 16.30, 20.30 og 23
og á sunnudag hefst dagskrá með
guðsþjónustu klukkan 10 en mótinu
lýkur með kristniboðssamkomu kl.
14. Þar koma m.a. fram kristniboð-
arnir Helgi Hróbjartsson og hjónin
Valgerður Gísladóttir og Guðlaugur
Gunnarsson en þau hafa starfað í
Eþíópíu um árabil.
Þátttakendur í mótinu geta gist í
tjöldum sínum eða fengið svefnpoka-
pláss í húsnæði sumarbúðanna. Þar
verða einnig seldar veitingar.
Skógarganga
í kvöld
SJÖTTA skógarganga skógræktar-
félaganna, Ferðafélags íslands og
Búnaðarbankans um „Græna trefil-
inn“ hefst í dag fimmtudaginn 26.
júní á vegum Skógræktarfélags
Reykjavíkur. Mæting og rútuferð
(500 kr.) verður frá Mörkinni 6,
húsi Ferðafélagsins kl. 20 eða við
gatnamót Heiðarvegar og Hjalla-
brautar á Heiðmörk kl. 20.30.
Gengið verður eftir skógarstígnum
í Elliðavatnsheiðinni, eldri hluta
Heiðmerkur. Þar bíður rúta (200
kr.) sem ekur göngumönnum til baka
í bílana við gatnamót Heiðarvegar
og Hjallabrautar, Staðkunnir leið-
sögumenn frá skógræktarfélögunum
og Ferðafélaginu verða með í för og
segja frá því sem fyrir ber. Mælst
er til þess að göngufólk hafi með sér
nesti.
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi:
„í ljósi umræðu fjölmiðla að undan-
förnu um tengsl Alþýðubandalagsins
í gegnum Tilsjá ehf. við útgáfufélag
Helgarpóstsins, vilja formaður AI-
þýðubandalagsins og stjórnarfor-
maður Tilsjár taka eftirfarandi fram:
Alþýðubandalagið hefur ekki á
nokkurn hátt komið að ritstjórn
Helgarpóstsins né reynt að hafa
áhrif á ritstjórnarstefnu þess blaðs.
Næsta ganga verður fimmtudag-
inn 3. júlí og verður mæting við
áningarstaðinn við Helluvatn.
Mannrækt
undir jökli
ÞRIÐJA starfsár Mannræktarmið-
stöðvar Snæfellsáss samfélagsins á
Brekkubæ, Hellnum, hefst um næstu
helgi. Enn sem fyrr er í boði fjöl-
breytt dagskrá allt sumarið fyrir þá
sem vilja dvelja í orku jökulsins í
skemmri en lengri tíma. Byijað verð-
ur með þemahelginni Frá konu til
konu, segir í fréttatilkynningu frá
Snæfellsási.
Jafnramt segir: „Helgin 27.-29.
júní er sérstaklega ætluð konum á
öllum aldri og þema hennar er gleði,
næring og sjálfsheilun. í gengum fyrir-
lestra, helgiathafnir, hugleiðslu, heil-
un, nudd, dans og ýmsilegt fleira verða
kynntar aðferðir til að auka gleðina
og lögð áhersla á leiðir sem konur
geta farið til að næra sig og heila.“
Nýjung í starfseminni
„Helsta nýjungin er að nú er hægt
að koma til fímm daga dvalar og
hefjast fyrstu dvalardagarnir 29. júní
til 4. júlí og eru svo með ákveðnu
millibili til ioka ágúst. Á dvalardög-
unum er fjallað um mikilvægi þess
að vinna með alla fjóra þætti manns-
ins, þann líkamlega, huglæga, til-
finningalega og andlega til að ná
heildrænni heilun. Þá gefst tækifæri
til að upplifa fræðslu, útiveru og
tengsl við náttúruna, sjálfrækt, hvíld
og heilun í magnaðri orku jökulsins.
Yfir dvalardagana er stunduð slökun,
hugleiðsla, iðkaðar léttar líkamsæf-
ingar, borðað heilnæmt fæði, fræðst
um leiðir til betri heilsu, allir fá nudd
eða heilun og lesið er í spil fyrir
dvalargesti, annaðhvort Merlin-tarot
eða Víkingakortin.
Á kvöldin eru léttar og skemmti-
legar kvöldvökur þvi sjálfsrækt ber
mestan árangur þegar hún er unnin
í gleði og jákvæðni. Innifalið í dvöl-
inni er fullt fæði með grænmetis-
og fiskréttum, uppábúin rúm og öll
námsgögn.“
LEIÐRÉTT
Nafn misritaðist
í FRÉTT um leikhópinn Augnablik
í Morgunblaðinu í gær misritaðist
nafn Einars Kristjáns Einarssonar
gítarleikara. Beðizt er afsökunar á
þeim mistökum.
Því hefur verið haldið fram í fjöl-
miðlum að formaður Alþýðubanda-
lagsins hafi stýrt fréttaflutningi
Helgarpóstsins um Jón Ólafsson,
forstjóra íslenska útvarpsfélagsins,
í krafti eignarhlutar Tilsjár í út-
gáfufélagi Helgarpóstsins. Hvorki
formaður, útgáfufélagið Tilsjá né
stofnanir Alþýðubandalagsins eiga
nokkuð sökótt við Jón Ólafsson og
hafa eins og áður segir ekkert með
ritstjórn Helgarpóstsins að gera.“
Hafa ekkert með rit-
stjórn HP að gera