Morgunblaðið - 26.06.1997, Síða 53

Morgunblaðið - 26.06.1997, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1997 53 I DAG Árnað heilla Eygló og Reynir Ann og Randolf TVÖFALT BRÚÐKAUPSAFMÆLI. Hjónin Eygló Þorgeirsdóttir og Reynir Pálma- son og hjónin Ann og Randolf Paulsen frá Bergen í Noregi, eiga í dag tuttugu og sex ára brúðkaupsafmæli. Randolf og Ann eru stödd hér á landi vegna nýafstaðins kóra- móts norrænna strætisvagnafyrirtækja. íslensku og norsku hjónin kynntust á kóramóti í Bergen árið 1983. Ári síðar heimsóttu Randolf og Ann, Reyni og Eygló á íslandi. Þá kom í ljós að þau höfðu gengið í hjónaband sama dag og ár, og á sömu stundu höfðu þau gengið upp að altarinu. íslensku hjónin giftu sig kl. 14 en þau norsku kl. 16, sem er sami tími vegna tímamismunar í löndunum. Það er einstök tilviljun að af 300 manna hóp skyldu einmitt þessi pör taka upp vinskap. Vinir og ættingjar samfögnuðu þeim í morgun, vöktu þau kl. 6 með lúðrablæstri og söng. Útihurðin var skreytt með stórum myndum sem fylltu út í dyrnar, silfurbrúðkaupslagið var sungið af þekktu kórafólki úr ýmsum áttum. Síðan var öllum boðið í morgunkaffi með tilheyrandi áður en fólk hélt til vinnu. Brúðhjónin vpru síðan keyrð á Snyrti- og nuddstofuna Eygló, þar sem dekrað verður við þau í dag. í kvöld munu þau snæða kvöldverð í Perlunni. BRIDS Umsjón Guómundur l'áll Arnarson KÍNVERSKI leiðtoginn, Deng Xiaoping, var ástríðufullur bridsspilari. Þessi bridsáhugi hans reyndist honum dýrkeyptur á dögum menningarbylt- ingarinnar, því í kommún- istalöndum hefur einhverra hluta vegna verið litið á brids sem kapitalíska íþrótt, ósæmandi sönnum byltingarsinnum - kannski vegna þess að aðallinn er hin ríkjandi stétt spila- stokksins. Hvað sem því líður eru tímanir breyttir og þess verður sennilega ekki langt að bíða að Kín- veijar láti verulega að sér kveða í bridsheiminum. Hér að neðan er spil með Deng frá árinu 1983. Hann er með hundana í suður, en makker hans er Kathie Wei-Sender, fyrrum eigin- kona Charles Wei, sem hannaði fyrstu kynslóð Precision-kerfisins. Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♦ ÁD952 V Á ♦ ÁK108 ♦ Á42 Vestur Austur ♦ G743 ♦ K108 ¥ D1097 IIIIH V KG85 ♦ 6 111111 ♦ D9 ♦ D875 + K1063 Suður ♦ 6 f 6432 ♦ G87542 ♦ G9 Vestur Norður Austur Suður Pass 1 lauf Pass 1 tígull Pass 2 spaðar Pass 2 grönd Pass 3 tíglar Pass 4 tíglar Pass 6 tíglar Allir pass Kerfið er að sjálfsögðu Precision og eftir að hafa afmeldað tvisvar, varð Deng sagnhafi í sex tíglum. Út kom hjarta. Deng tók strax spaðaás og stakk spaða. Tók svo ÁK í tígli og felldi spaðakónginn með trompun. Þrettán auðveldir slagir; „Ef ég get unnið sjö, hefðirðu betur sagt átta,“ sagði Deng við makker sinn eftir spilið. inn 26. júní, Kristrún Steinunn Benediktsdóttir, Hafnargötu 115a, Bol- ungarvík. _ Eiginmaður hennar var Ásgeir Guð- mundsson, sem lést í jan- úar sl. Kristrún verður að heiman á afmælisdaginn. Ljósm.st. MYND Hafnarfirði BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 10. maí í Hafnar- íjarðarkirkju af sr. Sigurði Helga Guðmundssyni Brynhildur Ingibjörg Hauksdóttir og Guð- mundur Ingvar Sveins- son. Heimili þeirra er í Brautarlandi 19, Reykjavík. Í*/\ÁRA afmæli. Sex- Ovltugur er í dag, fimmtudaginn 26. júní Daníel Benjaminsson, fyrrverandi knattspyrnu- og handknattleiksdóm- ari, nú búsettur í vistheim- ilinu Víðinesi, Kjalarnesi. Ljósm.st. MYND Hafnarfirði BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. maí í Víðistaða- kirkju af sr. Sigurði Helga Guðmundssyni Helena Erl- ingsdóttir og Þóroddur Ottesen Arnarson. Heimili þeirra er í Lækjarsmára 64, Kópavogi. HOGNIIIREKKVÍSI // 7JAUN ELSkAK LYFTUTÚNLIST. STJÖRNUSPÁ cftir Krances Drakc KRABBI Afmælisbarn dagsins: Þú ert tilfmningaríkur, drífandi og ákveðinn og gefurþig allan íþaðsem þú tekur þér fyrir hendur. Hrútur (21. mars - 19. aprfl) Ef þú hefur eytt of miklu í sjálfan þig af sameiginlegri bankainnistæðu, skaltu nota kvöldið í að iðrast og bæta fyrir mistök þín. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú ert uppfullur af góðum hugmyndum, en skalt bíða með að láta nokkuð uppi- skátt um þær. Koma tímar, koma ráð. Tvíburar (21. maí- 20. júní) Þú vilt miklu frekar skemmta þér með vinum þín- um og taka lífinu létt, heídur en hugsa um alvarleg mál. Láttu það eftir þér. Krabbi (21. júní — 22. júlí) >"$£ Þér berast nokkur tilboð á næstunni og þarft að velja á milli. Veldu það sem hefur mest að segja fyrir framtíð þína. Ljón (23. júlf — 22. ágúst) Þú þráir það mjög að kom- ast í frí, en mátt ekki gleyma að þú hefur skyldum að gegna. Taktu ekkert að þér, sem er þér ofviða. Meyja (23. ágúst - 22. september) $£ Þú átt eitthvað erfitt með að taka ákvörðun varðandi innkaupin. Varastu bara að eyða of miklu og ekki kaupa fánýta hluti. Vog (23. sept. - 22. október) 2^5 Þú skalt sýna aðgæslu varð- andi einhvern i vinahópi þín- um, sem er ekki allur þar sem hann er séður. Sporddreki (23. okt. - 21. nóvember) Þér hættir til að láta of mik- ið eftir þér í mat og drykk, og þarft að takast á við það og hugsa um heilsuna. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) m Þú færð óvænta gesti, sem raskar áætlunum þínum eitt- hvað. Reyndu að gera það besta úr því sem komið er. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ætlirðu þér að afkasta miklu í dag, skaltu byija daginn snemma. I kvöld skaltu fara út og hitta fólk. Vatnsberi (20. janúar- 18. febrúar) ðh Þú ert pirraður á vini þínum, sem lofar ævinlega meiru en hann getur staðið við. Láttu það ekki slá þig út af laginu, fáðu annan til að vinna fyrir þig- Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Vertu ekki að æsa þig yfir því, þó einhver í fjölskyld- unni sé alltaf á síðustu stundu. Hann hefur sínar ástæður. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Hjartans þakkir til allra ættingja og vina, sem heiðruðu okkur með skeytum, blómum, gjöfum og nærveru sinni á gullbrúðkaupsdegi okkar 21. júní sl. Valgerður Jóhannesdóttir og Helgi Vilhjálmsson, Stórholti 28, Reykjavík. A Att þú rétt á endurgreiðslu vegna tannréttinga? Þeir sem voru yngri en 21 árs þegar tannréttinga- meðferð með spöngum eða teinum hófst, geta átt rétt á endurgreiðslu hluta kostnaðar sem hér segir: Ef meðferð hófst eftir 1. janúar 1997 greiðir Tryggingastofnun allt að 70.000 kr. styrk. Ef meðferð hófst á árunum 1995-1996 greiðir Tryggingastofnun hluta styrks upp í kostnað meðferðar á þessu ári, hafí umsækjandi ekki áður fengið endurgreiðslu vegna tannréttinga. Umsóknarfrestur rennur út 1. júlí 1997 Athygli er vakin á því að umsóknarfrestur rennur út þann 1. júlí nk. fyrir þá sem hófu meðferð á árunum ‘95 og ‘96. Sækja þarf um á sérstökum eyðublöðum til tannlæknadeildar Tryggingastofnunar, Tryggvagötu 26, Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir tannlæknadeildin. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS STEINAR WAAGE SKOVERSLUN Mikið úrval af sumarskóm frá Verð: 5.995., Litur: Hvítir Stærðir: 36-41 Tegund:57376 Ath: Með loftbólstruðum sóla 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR PÓSTSENDUM SAMDÆGURS STEINAR WAAGE . SKÓVERSLUN ^ SÍMI 551 8519 ^ STEINAR WAAGE SKOVERSLUN SÍMI 568 9212 ^ Sýning um samsfæður og andstæður Norðmanna og íslendinga á miðöldum. Þ/óðmínjasafn íslands - kjarni málvins! Pennavinir í 510 löndum. International Pen Friends. Sími 881 8181.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.