Morgunblaðið - 04.07.1997, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ummæli um Miðhúsahjónin í bréfi til dr. Campbells
©©
Vilhjálmur Om og Þjóð-
minjasafn dæmd til
greiðslu miskabóta
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær Vilhjálm Örn Vilhjálms-
son fornleifafræðing og Þjóðminja-
safn íslands til að greiða Eddu Kr.
Björnsdóttur og Hlyn Halldórssyni á
Miðhúsum 200 þúsund krónur auk
vaxta í miskabætur vegna ummæla,
sem Vilhjálmur Örn, þá starfsmaður
Þjóðminjasafnsins, ritaði í bréfi með
bréfhaus Þjóðminjasafnsins til dr.
James Grahams Campbells við Inst-
itute of Archaeology í University
College í London. Sjö af átta um-
mælum sem stefnt var út af voru
dæmd dauð og ómerk. Vilhjálmur
Örn og Þjóðminjasafnið voru einnig
dæmd til að greiða 250.000 kr. í
málskostnað.
Bréfið var dagsett 27. febrúar
1994 og í því var leitað til dr. Camp-
bells um rannsókn á silfursjóði þeim
sem hjónin á Miðhúsum, Edda og
Hlynur, fundu í ágúst 1980.
Ummælin sem dæmd voru dauð
og ómerk eru eftirfarandi:
„Auðvitað dreg ég allar þessar
útskýringar, sem hjónin eru nú að
færa fram, mjög í efa, einkum þar
sem konan sagði að fundur silfur-
sjóðs á íslandi væri, að mati Krist-
jáns Eldjáms, ekki sérstaklega
merkilegur.“
„Ég minntist aldrei á mögulega
fölsun við þau, en hún nefnir hana
í bréfi sínu.“
„Sá kafli í bréfi hennar sem mesta
furðu vekur er þar sem hún segist
aðeins hafa fengið greitt 10.000 kr.
fyrir fundinn og ætli eindregið ekki
að ráðleggja öðrum, sem kynnu að
finna sjóð, að afhenda hann.“
„Ég hef einnig safnað öllum upp-
lýsingum um fundinn úr fjölmiðlum.
Sérstaklega athyglisvert er sjón-
varpsviðtal sem RÚV tók við finn-
endurna. Auðveldara er að sannfæra
þá, sem hafa horft oftar en einu sinni
á viðtalið, um að eitthvað sé að. í
viðtalinu reyna hjónin að leyna þeirri
staðreynd að maðurinn er lærður
silfursmiður."
„Ýmis atriði varðandi fundinn eru
vægast sagt einkennileg og lýsing
Miðhúsahjónanna gerir þau enn ein-
kennilegri. Þegar konan hringdi í
mig sagðist hún hafa beðið um hríð
áður en hún greindi Þjóðminjasafn-
inu frá þessu, en (sic) Eftir að hafa
talað við einhvern hafi hún ákveðið
að hringja í Þór Magnússon. Árið
1980 var greint öðruvísi frá. Þá
sögðu þau blöðunum að þau hefðu
hringt í Þór sama kvöldið og þau
fundu sjóðinn, og að Kristján Éld-
járn og Þór hefðu komið daginn eft-
ir. Kristján var í fríi á Egilsstöðum,
þorpi um 2 km frá Miðhúsum -
þvílík tilviljun!"
„Maðurinn sem fann silfrið er silf-
ursmiður og á fyrirtæki (Eik-Þjóð-
legt handverk/Oaknational hand-
icraft) sem er sérhæft í málmsmíði."
„Faðir hans, sem einnig býr í
Miðhúsum, var lista- og hand-
menntakennari við framhaldsskóla á
Austurlandi. Sem slíkur fékk hann
skólann til að kaupa öll tæki og tól
sem þyrfti til fínsmíða. Þegar hann
hætti hjá skólanum tók hann öll tól
og tæki með þeim (sic). Þeir í Mið-
húsum eru sennilega að nota þau
enn.“
Ekki var tekin til greina krafa
um fjártjón og kröfu um greiðslu
kostnaðar af birtingu dóms var h_afn-
að. Dóminn kvað upp Eggert Ósk-
arsson héraðsdómari.
Morgunblaðið/Halldór Bachmann
Þrastarungi
í fóstri
ÞRASTARUNGINN var nær
dauða en lífi þegar Sigurður
Sigurðsson á Patreksfirði fann
hann og skaut skjólshúsi yfir
hann. Síðan hefur unginn
braggast mikið og fer nú brátt
að hugsa sér til hreyfings út í
hinn stóra heim. Á myndinni
má sjá þrastarungann silja á
hönd lífgjafa síns, Sigurðar Sig-
urðssonar.
Umboðsmaður Alþingis gagnrýnir gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur
GERÐAR eru athugasemdir við
framkvæmd gjaldtöku fyrir meng-
unar- og heilbrigðiseftirlit í Reykja-
vík og jafnframt er fundið að stjórn-
sýslu umhverfisráðuneytisins í áliti
sem umboðsmaður Alþingis sendi
frá sér 30. júní sl.
Tekið er undir þau sjónarmið
Vinnuveitendasambands íslands og
Verslunarráðs íslands að gjaldtökur
samkvæmt gjaldskrá fyrir mengun-
ar- og heilbrigðiseftirlit í Reykjavík
hafi ekki verið undirbúnar á viðhlít-
andi hátt á grundvelli réttra laga-
sjónarmiða og traustra útreikninga
á kostnaði við þá þjónustu, sem
gjaldtökuheimildin nær til.
Lagaheimild fábrotin
í áliti umboðsmanns Alþingis
kemur fram að sveitarfélög hafí
ótvíræða heimild til töku eftirlits-
gjalda. Löggjafínn hafi ekki mælt
fyrir um fjárhæð gjaldanna og feli
ákvæðið því í sér valdframsal til
sveitarstjórna til ákvörðunar fjár-
hæðarinnar.
Lagaheimildin til gjaldtökunnar
sé hins vegar mjög fábrotin og sé
engin afstaða tekin til þess hvaða
kostnaðarliðir verð5 felldir undir
gjaidtökuna. Segist umboðsmaður
telja að sá heildarkostnaður, sem
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafí
tilgreint vegna gjaldskyldrar starf-
semi, fái ekki staðist.
Þá hafi ekki verið nægilega vand-
að til ákvörðunar fastra gjalda,
hvorki starfsleyfisgjalda né árlegra
Heildarkostn-
aður fær
ekki staðist
gjalda. Jafnframt hefði þurft að
afmarka betur gjaldtöku vegna
starfsleyfa og árlegra eftirlits-
gjalda. Ennfremur hefði skipting
gjaldskyldra aðila í flokka ekki ver-
ið nægilega markviss, þótt ekkert
væri við slíka flokkaskiptingu að
athuga ef hún væri byggð á traust-
um grunni.
Umhverfísráðuneyti gagnrýnt
Umboðsmaður Alþingis vekur
athygli á því að ekki sé að finna
sérstaka heimild í lögum til að haga
gjaldtöku með þeim hætti að jafna
eftirlitskostnaði niður yfir lengra
tímabil, þ.e. þegar eftirlit fari fram
með lengra millibili en einu ári.
Hann vill þó ekki útiloka að slík
tilhögun fái staðist að uppfylltum
ákveðnum skilyrðum.
Að endingu gagnrýnir umboðs-
maður Alþingis staðfestingu um-
hverfisráðuneytisins á gjaldskrá
Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
Hann segist telja að ráðuneytið
hafi ekki sinnt á fullnægjandi hátt
þeirri endurskoðunar- og eftirlits-
skyldu, sem leiði af staðfestingar-
hlutverki þess.
Gjöld atvinnulífsins 2
milljarðar á ári
„Forsaga málsins er sú að við
höfum verið að kvarta verulega
undan eftirlitsgjöldum hins opin-
bera á öllum stigum," segir Óskar
Maríusson, forstöðumaður um-
hverfismáladeildar Vinnuveitenda-
sambandsins.
„Samkvæmt okkar útreikningum
greiðir atvinnulífið hart nær tvo
milljarða á ári í alls konar eftirlits-
og þjónustugjöld. Við teljum að
þama sé töluvert yfir markið skot-
ið. Við erum hlynntir nauðsynlegu
eftirliti og viljum gjarnan greiða
fyrir það, en hljótum að setja það
skilyrði að eftirlitið sé skilvirkt og
að við greiðum eingöngu þann
kostnað sem af því hlýst.“
Óskar segir að þegar ný gjald-
skrá hafi komið út frá Heilbrigðis-
eftirliti Reykjavíkurborgar árið
1995 hafi hún verið kærð fyrir
umboðsmanni Alþingis. Kæran hafí
verið byggð á því að það vantaði
rökstuðning fyrir galdtökunni hvað
upphæð snerti, skiptingu fyrirtækja
í gjaldflokka og eins í sambandi við
árlegt gjald sem lagt var á fyrir-
tæki burtséð frá því hvort eftirlit
færi fram á því ári eða ekki. „Við
töldum ekki eðlilegt að greitt væri
fyrir þjónustu óháð því hvort hún
væri innt af hendi,“ segir hanp.
„Við sjáum ekki betur en um-
boðsmaður Alþingis hafí tekið und-
ir okkar sjónarmið. Ég tel því full-
víst að þessir eftirlitsaðilar muni
endurskoða afstöðu sína og fínna
leiðir sem eru ásættanlegar. Sam-
tök atvinnurekenda eru fús til að
leggja sitt af mörkum til iausnar
málsins, þannig að markmiðin ná-
ist, þ.e. skilvirkt eftirlit og gjaldtaka
í samræmi við þann kostnað sem
af þjónustunni hlýst.“
Að sögn Óskars eru umrædd lög
í skoðun hjá umhverfisráðuneyt-
inu. „Þar er tekið á mörgum af
þessum rnálurn," segir hann.
„Breytingarnar taka sjálfsagt ekki
gildi fyrr en á næsta ári, en engu
að síður er þegar komin allveruleg
hreyfing á þessi mál. Menn eru
farnir að gera sér grein fyrir því
að stjórnvöld, sem hafa heimild til
að taka gjald fyrir þjónustu sína,
geta ekki lagt hvaða gjald sem er
á atvinnuvegina. Allt það sem er
fram yfir rökstuddan kostnað í
tengslum við þjónustuna er skattur
og þessi lög heimila ekki á nokk-
urn hátt skattlagningu."
Reykjavíkurborg endurgreiði
fyrirtækjum kostnaðinn
„Niðurstaðan er sú að framkvæmd
gjaldtökunnar er ólögmæt," segir
Jónas Friðrik Jónsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Verslunarráðs.
„Við teljum þess vegna að ýmis
fyrirtæki kunni að eiga endurkröfu-
rétt og að Reykjavíkurborg eigi að
hafa forgöngu um að endurgreiða
þeim þar sem kostnaðurinn var
sannarlega oftekinn, svo ekki þurfi
að koma til málaferla.
Við teljum jafnframt að þessi
úrskurður hafi víðtækt fordæmis-
gildi. Við og Vinnuveitendasam-
bandið munum skoða það, ásamt
einstökum fyrirtækjum og starfs-
greinasamtökum, hvað þetta þýðir
nákvæmlega varðandi ýmiskonar
þjónustugjöld.
Við væntum þess að umhverfis-
ráðuneytið muni verða reiðubúið til
samstarfs í því efni, því umboðs-
maður gerir mjög alvarlegar at-
hugasemdir við þeirra eftirlits-
skyldu, að henni hafi ekki verið
sinnt. Þeir hafi í raun verið gagn-
rýnislaus stimpill, sem er ekki í
samræmi við þeirra hlutverk, því
staðfestingin hefur ekkert gildi ef
þeir meta ekki það sem þeir eru
að staðfesta."
Enn tafir
við af-
greiðslu í
bönkum
ÞAÐ var ekki fyrr en líða tók
á daginn i gær að afgreiðsla
í bönkum fór að ganga að
mestu vandræðalaust vegna
mikils álags, sem verið hefur
á tölvukerfi Reiknistofu bank-
anna undanfarna daga.
Að sögn Helga H. Stein-
grímssonar, forstjóra Reikni-
stofu bankanna, voru vanda-
málin í gær meðal annars
vegna útskrifta. „Útibúin hafa
stöðu reikninganna og eiga að
geta afgreitt á grundvelli
þeirra,“ sagði hann. „Við
reiknum fastlega með því að
þetta verði í lagi í fyrramálið
en auðvitað hafa þetta verið
óþægindi.“
Sagði hann að fyrst og
fremst hafi vantað tíma til að
keyra upp hálfsársuppgjör
bankastofnana og mætti líkja
ástandinu við það þegar áætl-
anir í flugi raskast. Þá tæki
tíma að koma málum í samt
lag aftur.
Verkstjórar
hjá Reykja-
víkurborg
boða verkfall
VERKSTJÓRAR hjá Reykja-
víkurborg hafa boðað verkfall
frá næstkomandi föstudegi.
Samningafundir hafa verið
fáir fram til þessa en Óskar
A. Mar, framkvæmdastjóri
Verkstjórasambandsins, telur
að nú sé að komast hreyfing
á málin.
Verkstjórasambandið hefur
þegar samið við VSÍ og ríkið
en verkstjórar hjá Reykjavík-
urborg er þriðji stóri hópurinn
sem sambandið semur fyrir.
Óskar segir að viðræður hafi
gengið hægt en fundur var í
gær og næsti fundur er boðað-
ur klukkan 15 á þriðjudag hjá
ríkissáttasemjara. Segir hann
að eftir samninga við iðnaðar-
menn hjá borginni árið 1995
telji verkstjórar sig þurfa að
minnka bilið milli sín og þeirra.
Aðrir hópar sem funduðu
hjá ríkissáttasemjara í gær
voru meinatæknar, röntgen-
tæknar, náttúrufræðingar,
fulltrúar frá Verkamannasam-
bandinu vegna starfsmanna
hjá Pósti og síma og sjúkralið-
ar en næsti fundur þeirra síð-
asttöldu átti að hefjast klukk-
an 9 í morgun.