Morgunblaðið - 04.07.1997, Page 8

Morgunblaðið - 04.07.1997, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ NEI góði, pabbi minn er sko miklu sterkari en pabbi þinn . . . íslenska grœnmetið er alveg grillað Ábendingar útvegs- bænda um Cantat 3 Frekari færsla ekki rædd FREKARI færsla sæstrengsins Cantat 3, sem síðar í þessum mán- uði verður færður af Kötluhrygg, eins og sagt var frá í blaðinu í gær, hefur, að sögn Páls Jónsson- ar, forstöðumanns langlínudeildar Pósts & síma, ekki verið rædd af eigendum strengsins. Útvegsbændur í Vestmannaeyj- um líta svo á að færsla strengsins af Kötluhrygg sé aðeins áfangasig- ur. Þeir segjast nú ætla að beijast fyrir því að ná fram breytingu á legu hans yfir Sneiðina, suður af Heimaey, sem þeir segja mikilvæga togslóð, og fyrir breyttri legu hans í Rósagarðinum, sem er þriðja tog- slóðin rétt við 200 mílna mörkin. Páll segist ekkert geta sagt um möguleika á slíku vegna þess að málið hafi ekkert verið rætt af eig- endum strengsins en þeir eru 24, beggja vegna Atlantshafsins. ------------ Skipaður for- sljóri Fangelsis- málastofnunar i i ÍSLENSK GARÐYRKJA iuittu/ [iæ/i/ ÍaÁo/ PlnrfmnMiiWlí - kjarni málsins! DÓMS- og kirkjumálaráðherra hef- ur skipað Þorstein A. Jónsson, sett- an forstjóra Fangelsismálastofnun- ar ríkisins, til að vera forstjóri Fangelsismálastofnunar ríkisins frá 1. júlí að telja. -------♦ ♦ ♦------- Nýtt prests- embætti BISKUP íslands hefur auglýst laust til umsóknar embætti aðstoðar- prests í Grafarvogsprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Hér er um að ræða nýtt embætti. Embættið er veitt af dóms- og kirkjumálaráðherra til ársloka 1998. Umsóknarfrestur er til 28. júlí 1997. Landsmót UMFI í Borgarnesi Er dellukarl og sé drauminn rætast Ingimundur Ingimundarson NGIMUNDUR Ingi- mundarson er formaður landsmótsnefndar og hann hafði í nógu að snú- ast í gærmorgun þegar Morgunblaðið náði að króa hann af úti í horni í nokkr- ar mínútur. Ingimundur var rólegur þrátt fyrir eril- inn og sagði að hann væri búinn að vinna að því að fá landsmótið í Borgarnes frá því 1987. „Hugmyndin kviknaði árið 1987 og það má segja að ég sé búinn að vinna við þetta síðan, hafi að minnsta kosti verið með hugann við mótið síðan. Ég er dellukarl og þó svo það hafi verið mikið að gera þá hefur þetta ekki verið kvöð á mér, miklu frekar má segja að draum- ur sé að rætast hjá mér. Auðvitað er búið að vera mikið að gera við að undirbúa mótið en ég tók þá stefnu í upphafi að dreifa starfinu á margar hendur þannig að ég er ekkert að vasast í öllu. Þetta hefur auðvitað þann galla að ég hef ekki yfirsýn yfir allt sem gerist, en ég held þetta sé betra svona, margar hendur vinna létt verk. Það var nú reyndar hlegið að mér í upphafi þegar ég var alltaf að hugsa um það sem margir kalla smáatriðin varðandi mótið. En ég hef aldrei haft áhyggjur af keppn- inni sjálfri, við erum með fagfólk í öllum greinum sem kann vel til verka. Hins vegar hef ég oft sagt að smáatriðin verði að vera í lagi, smáatriðin sem enginn tekur eftir ef þau eru í lagi en allir kvarta séu þau ekki í lagi.“ Veður skiptir miklu máii á Landsmóti, ekki satt? „Jú. Ég vonast auðvitað eftir að veðrið verði gott, en er ekkert állt of bjartsýnn. Eftir að ákveðið var að hafa mótið hér hefur mað- ur fylgst með veðrinu og það hef- ur alltaf verið gott veður fyrstu helgina í júlí og gamall maður hér í sveit segir að ekki hafi rignt fyrstu helgina í júlí í fjölda ára. Mér skilst hins vegar að það eigi að vera frekar leiðinlegt veður á laugardaginn og síðan gott á sunnudaginn. Landsmót verða miklu skemmtilegri í alla staði sé veðrið gott, en við ráðum ekki við það og tökum því sem að höndum ber,“ sagði Ingimundur, sem sagð- ist búast við að í Borgarnesi yrðu um 10.000 manns landsmótshelg- ina. Hvað hefur þú verið viðstaddur mörg Landsmót? „Þetta er tólfta landsmótið mitt. Ég keppti fyrst á Laugum árið 1961, í sundi í tjörninni þar, sem var 14 gráða heit,“ segir hann og greinilegt að minningam- ar ylja honum. „Síðan keppti ég í ýmsum greinum sem ég var að gutla í og hef meðal annars orðið í þriðja sæti bæði í hástökki og 800 metra skriðsundi þannig að ég hef komið víða við og það má í raun segja að ég hafi gutlað í öllu, eða ansi mörgu." Hafa ekki orðið mikiar breyt- ingar á mótshaldinu í gegnum tíð- ina? „Jú, gífurlegar. Á Laugum 1961 þótti aðstaða fyrir frjálsíþróttir og aðrar greinar nokkuð góð, en sundið þannig að við syntum í tjörninni, eins og ég sagði áðan. Þar supu margir hveljur og gáfust upp á að keppa fyrsta daginn vegna kulda. Ég hygg að aðstaðan fyrir fijálsar og sund hafi aldrei Þ- INGIMUNDUR Ingimund- arson fæddist 29. janúar 1944 á Svanshóli í Bjarnarfirði á Ströndum og bjó þar fram yfir fermingu. Ingimundur útskrif- aðist sem íþróttakennari frá Laugarvatni 1964 og fór síðan í undirbúningsdeild sérnáms í Kennaraskólanum. Hann starf- aði í átta ár sem þjálfari og framkvæmdastjóri UMSS í Skagafirði en flutti 1974 í Borg- arfjörð og hefur meira eða minna lifað og hrærst í borg- firsku íþróttalífi síðan. Ingi- mundur er forstöðumaður íþróttamannvirkja í Borgar- nesi. Eiginkona hans er Ragn- heiður Elín Jónsdóttir og eiga þau tvö börn, Ingimund og Guðbjörgu Hörpu. verið glæsilegri en hér nú. íþrótta- salurinn okkar er reyndar svolítið þröngur og því fer riðlakeppni í blaki og körfubolta fram á Ákra- nesi líka.“ Kröfur um góða aðstöðu virðast orðnar miklar. Er nokkuð hægt að halda mótið nema á ákveðnum stöðum í framtíðinni? „Nei og persónulega held ég að ekki ætti að halda mótið nema á fjórum stöðum á landinu, á einum stað í hveijum fjórðungi.“ Nú er aðstæðan orðin glæsileg íBorgarnesi, en þetta hefurkostað mikið fé, ekki satt? „Já, enda voru óneitanlega margir ekki mjög bjartsýnir. Töldu að ekki væri rétt að fara út í þess- ar framkvæmdir. Þær hafa kostað peninga en gefa okkur líka margt; nú er bærinn í stakk búinn til að taka á móti verulega stórum mótum í sundi, fijálsum, knattleikjum og öðru slíku. En þetta hlýtur líka að auka að- streymi í bæinn." Nú þegar landsmótið er hafið getur þá formaður landsmóts- nefndar leyft sér að halia sér aftur í stólinn og setja fæturna uppá borð? „Nei, ekki er það nú alveg. Hins vegar er allt tilbúið en auðvitað koma alltaf upp einhver smámál sem þarf að bjarga á síðustu stundu. Við gleymdum til dæmis að útbúa hvíta og rauða fána sem nota á til að gefa merki um hvort tilraun keppenda sé gild eða ekki og svo er ýmislegt smávægilegt sem kemur uppá. Við höfum það fyrir reglu hér að vandamálin eru til að glíma við og leysa og það gerum við eins fljótt og við get- um,“ sagði Ingimundur og var þar með rokinn því í nógu var að snú- ast. Alltaf gott veður fyrstu helgiíjúlí

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.