Morgunblaðið - 04.07.1997, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.07.1997, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1997 9 Doktor í sameinda- erfðafræði •EINAR Mantyla varði 13. febr- úar sl. doktorsritgerð í sameinda- erfðafræði við Sameindaerfða- fræðideild Sænska landbúnaðar- háskólans (SLU) í Uppsölum. Rit- gerðin er skrifuð á ensku og ber heitið „Molecular Mechanisms of Cold Acclimation and Drought Tolerance in Plants“. Leiðbeinandi Einars var prófessor Tapio Palva en andmælandi prófessor Jas Singh frá Eastern Cereal and Oilseed Centre í Kanada. Rannsóknin beindist að aðlögun plantna að kulda og þurrki. Við- brögð plantna við lækkandi hita- stigi í umhverfinu leiða til kulda- herðingar þar sem plönturnar spana upp aukið frostþol sem ger- ir þeim kleift að lifa af kuldaköst meðan á vaxtarferli þeirra stend- ur. Þessi eiginleiki til kuldaherð- ingar ræðst af samspili nokkurra erfðaþátta og hefur á stundum glatast við kynbætur matjurta. Við rannsóknir á sameindaerfða- fræði, lífefnafræði og lífeðlisfræði kuldaherðingar hefur Einar að mestu leyti notast við vorskriðna- blóm (Arabidopsis thaliana) sem, auk þess að búa yfir eiginleikan- um, er slíkum kostum gætt til erfðafræðirannsókna að því er beitt sem einkennislífveru fyrir plönturíkið við erfðafræðirann- sóknir um heim allan. Rannsóknir, m.a. með stökkbrigðum, sýndu fram á nauðsyn plöntuhormónsins abskissínsýru (ABA) fyrir kulda- herðinguna og að þurrkur hafði sömu áhrif og lágt hitastig til mögnunar frostþols. Aberandi hluti þeirra erfðaþátta sem virkjast við kuldaherðinguna reyndust tilheyra genafjölskyldu, sem einnig virkjast við vatnsskort og seltu í umhverfinu, en eiginlegt hlutverk þessara gena hefur reynst mönnum ráðgáta. Niður- stöður Einars og samstarfsmanna hans á hlutverki nokkurra gen- afurðanna leiddu í ljós sterka málmbindieiginleika þessara pró- teina sem kunna að gegna veigam- iklu hlutverki fyrir afkomu plöntu- fruma við þurrk af völdum frosts og vatnsskorts. Með erfðatækni voru erfðaþætt- ir fyrir þurrkþolseiginleika ger- svepps (sbr. þurrger) færðir yfir í plöntur og tókst með þessu að auka þurrkþol plantna til muna. Var þetta með fyrstu dæmum í heiminum um árangursríka beit- ingu erfðatækni til að auka þurrk- þol plantna. Einar er fæddur 1963 í Hels- inki, Finnlandi en fluttist búferlum til íslands 1971 ásamt foreldrum sínum Kristínu Þórarinsdóttur Mantylá og Jyrki Mántylá (lát- inn). Eiginkona Einars er Sigríður Valgeirsdóttir líffræðingur er stundar doktorsnám í frumulíf- fræði krabbameina en börn þeirra eru þau Valgeir og Kristín. Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvclli og Rábhústorginu -kjarni málsins! Nú færbu herrabuxur á frábæru verði - abeins 2.874- Vorum að fá sendingu af þessum bómullarbuxum í tveimur gerðum, með og án fellinga. Litir: Blátt, svart og kaki (drapplitaðar). Stærðir 29-36 (nokkrar buxur eru til i stærðum 38 og 40) SENDUM UM ALLT LAND. Grandagarði 2, Rvík, sími 552-8855. Opið virka daga 8-18 og laugardaga 10-14 almost makeup léttasti farpin af þeim öllurauu t 1 1 a u ) u fjLJ Z) O i i mwmm ..** u ) o Bnmial u Faröi með náttúrulegum eiginleika. Almost Makeup nýjasti farðinn frá Clinique sem gefur léttan, gegnsæjan og silkimjúkan blæ. Árangurinn? Fullkomlega eðlilegur (í rauninni eðlilegri). Amost Makeup gefur ekkí bara fallegan litablæ heldur sefar húðina, mýkir og veitir raka. Ver Almost Makeup 45 ml kr. 1.860 Ráðgjafi frá Clinique verður í versluninni dagana 4. og 5. júlí. Ath. lækkað verð á öllum Clinique snyrtivörum vegna niðurfellingar á vörugjaldi. húðina gegn skaðlegum geislum sólar (með sólarvörn SPF15). Vatnsheld, olíulaus samsetning sem endist og endist. Almost Makeup er fáanlegt í fjórum fallegum litum sem hentar öllum húðgerðum, öllum aldri, alla daga. CLINIQUt 100% ilmefnalaust H Y G E A jnyrlivöruverslun Laugavegi 23, sími 511 4533 Nýkomið Tökum gamla Maxi Cosi stóla á kr. 2.000 upp í nýja MAXI COSI PLUS 0-10 kg. Léttur og rúmgóður. Kr. 10.900 ALLT FYRIR BORNIN Klapparstíg 27, s. 552 2522. Opið laugardag frá kl. 10-14 MAXI COSI PRIORI 9-18 kg. Þægilegur, stillanlegur stóll. Kr. 14.900 Pottar í Gullnámunni 26. júní - 2. júlí 1997: Gullpottur: Dags. Staður Upphæð kr. 1. júlí Rauða Ljónið...................15.973.610 Silfurpottar: 26. júní Rauða Ljónið...................... 84.276 26. júní Rauða Ljónið...................... 51.431 26. júní Háspenna, Laugavegi............... 61.333 26. júní Háspenna, Laugavegi............... 64.871 26. júní Háspenna, Laugavegi............... 74.547 26. júní Háspenna, Laugavegi............... 87.303 | 26. júní Háspenna, Hafnarstræti............ 80.010 sj < 26. júní Háspenna, Hafnarstræti............ 84.323 g 27. júní Háspenna, Laugavegi.............. 234.837 28. júní Catalína, Kópavogi............... 199.352 28. júní Háspenna, Laugavegi............... 50.928 29. júní Ölver............................ 160.745 29. júní Háspenna, Hafnarstræti........... 107.376 30. júní Kringlukráin..................... 149.015 30. júní Háspenna, Hafnarstræti............ 75.475 1. júlí Háspenna, Laugavegi.............. 325.195 1. júlí Háspenna, Hafnarstræti............ 66.014 2. júlí Mónaco............................ 50.456 2. júlí Valensía, Dalvík.................. 67.183 2. júlí Háspenna, Laugavegi............... 60.546 2. júlí Háspenna, Laugavegi............... 92.485 2. júlí Háspenna, Hafnarstræti............ 58.894 2. júlí Videomarkaðurinn, Kópavogi..... 287.532 Staða Gullpottsins 3. júlí kl. 8.00 var 2.200.000 kr. Silfurpottarnir byrja alltaf í 50.000 kr. og Gullpottarnir í 2.000.000 kr. og hækka síðan jafnt og þétt þar til þeir detta. -kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.