Morgunblaðið - 04.07.1997, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 4 JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Norskur sérfræðingur um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga
Allt of fáir
fá meðferð
við hæfi
hér á landi
Almennt er talið á Vesturlöndum að á bilinu
2% til 5% bama og unglinga verði fyrir alvar-
legu kynferðislegu ofbeldi, en með kynferðis-
legu ofbeldi er hér átt við að kynfærí komi
á einhvem hátt við sögu. Anne Kirsti Ruud,
norskur sérfræðingur, segir í samtali við
•• ■
Ornu Schram frá mikilvægi þess að geðheil-
brigðisþjónustan geti boðið bömum og ungl-
ingum, sem hafa orðið fyrir slíku ofbeldi,
upp á fagleg og fjölbreytt meðferðarúrræði.
ANNE Kirsti Ruud hefur að baki
viðamikla menntun og reynslu sem
tengist meðferð á börnum og ungl-
ingum er liafa orðið fyrir kynferðis-
legri misnotkun. Hún hefur m.a.
lagt stund á klínískt nám á bama-
geðdeildum og hefur hlotið þriggja
ára þjálfun í meðferð á börnum sem
hafa verið beitt kynferðislegu of-
beldi. Anne starfar nú hjá Nic Va-
als Institutt í Ósló, sem er ein af
aðalstofnunum Norðmanna í barna-
geðlækningum og hélt hún nýlega
tveggja daga námskeið fyrir starfs-
fólk Unglinga-og barna-
geðdeildar Landspítalans
um þjónustu og meðferð
fyrir börn og unglinga
sem hafa verið misnotuð
kynferðislega.
Almennt er talið að sá
skaði sem börn og ungl-
ingar verða fyrir eftir að
hafa verið beitt kynferðislegu of-
beldi sé djúpstæður og flókinn og
að afleiðingamar geti hugsanlega
verið alvarlegri en við flest önnur
áföll. Anne nefnir sem dæmi að
5% barna
þarnast sér-
hæfðrar geð-
heilbrigðis-
þjónustu
afleiðingarnar geti komið fram í
vanmáttarkennd og truflunum á
samskiptum við annað fólk, þar
með talið að bindast öðrum tilfínn-
ingalega. Þá segir hún að verði
drengir fyrir grófu kynferðislegu
ofbeldi hafi þeir tilhneigingu til að
beita samskonar ofbeldi síðar meir,
fái þeir ekki meðferð við hæfi.
Fjölbreytni í meðferð
mikilvæg
Að sögn Anne þurfa ekki öil böm
sem hafa verið beitt kynferðislegu
ofbeldi sérstaka með-
höndlun innan geðheil-
brigðisþjónustunnar, sum
geti lifað eðlilegu lífí án
þess að fara í meðferð.
Hún leggur hins vegar
áherslu á að þau börn
sem fari í slíka meðferð
þurfi á mjög góðri þjón-
ustu að halda og að sá aðili sem
veiti þessa meðferð þurfí mikla
þjálfun og þekkingu til að hjálpa
börnum að komast í gegnum slíkt
áfall. „Ég tel afar mikilvægt að sá
ferð fyrir böm, m.a. vegna þess að
þar hitti þau fyrir önnur börn sem
hafi upplifað það sama. í því sam-
bandi bendir hún hins vegar á að
mikill munur sé á hópmeðferð þar
sem þjálfaður meðferðaraðili stjómi
ferðinni og svokallaðri sjálfshjálpar-
meðferð, þar sem fólk hittist til að
styrkja og styðja hvert annað. En
síðarnefndi hópurinn komi alls ekki
til greina fyrir börn, því börn geti
aldrei hjálpað hvert öðm, heldur sé
það fullorðinna að hjálpa og vernda
börn.
Morgunblaðið/Jim Smart
ANNE Kirst Ruud, norskur sérfræðingur í meðferðarþjónustu
fyrir börn og unglinga sem beitt hafa verið kynferðislegu ofbeldi.
aðili sem vinni að síkri meðferð
hafi innsýn í það sálfræðilega þró-
unarferli sem eigi sér stað hjá þeirri
manneskju sem hafí verið beitt kyn-
ferðislegu ofbeldi. En auk þess þarf
meðferðaraðilinn að þekkja fórnar-
lambið vel og aðstæður þess. Það
er því ekki á færi hvers sem er að
sinna þessu starfi, því það er flókið
og krefst mikillar þjálfunar," segir
hún. „Meðferðaraðilinn þarf til
dæmis að vita hvenær fórnarlambið
er í stakk búið til að horfast í augu
við það ofbeldi sem það hefur orðið
fyrir og hvenær það er til dæmis
tilbúið til að deila þeirri reynslu
með öðrum í hópmeðferð. Ef með-
ferðaraðili hefur þetta ekki á hreinu
getur það haft mjög slæmar afleið-
ingar. Til dæmis getur verið beinlin-
is rangt að setja barn í meðferðar-
hóp og láta það tala út um reynslu
sína, án þess að vera i raun tilbúið
til þess tilfinningalega. Hvað þá ef
það er bara látið tala, en ekki hjálp-
að fram á veginn.“
Þegar grunur leikur á að bam
hafi orðið fyrir kynferðislegu of-
beldi er því jafnan vísað til barna-
geðlæknis sem gerir úttekt á barn-
inu og metur það hvort meðferðar
sé þörf og þá hvernig. Anne segir
að við mat á því hvaða meðferð
eigi við, skipti ýmis atriði máli, eins
og til dæmis það á hvaða aldri barn-
ið var þegar misnotkunin átti sér
stað og hve langan tíma hún hafi
varað. í starfi sínu kveðst Anne
leggja áherslu á þrjú meðferðar-
form, en þau skiptast í einstaklings-
meðferð, hópmeðferð og f|'ölskyldu-
meðferð. Telur hún jafnframt brýnt
að öll þessi meðferðarúr-
ræði standi til boða.
„Markmið meðferðarinn-
ar er að styrkja sjálfs-
traust barnsins, bijóta
niður þá múra sem það
hefur hlaðið í kringnm
sig og hjálpa því að kom-
ast yfir þessa reynslu,
halda fram á veginn þannig að það
geti notað krafta sína í venjulega
hluti,“ segir hún.
Til þess að ná þessu marki legg-
ur Anne ekki síst áherslu á hópmeð-
Sjálfshjálpar-
hópur kemur
alls ekki til
greina fyrir
börn
Nauðsynlegt að geta fylgt
börnunum áfram
Anne segir að mikil rækt hafí
verið lögð við þessi málefni á undan-
förnum árum í Noregi og að árið
1988 hafi stjórnvöld sett fram eins
konar framkvæmdaáætlun í heil-
brigðismálum, sem miði að því að
bæta geðheilbrigðisþjónustu fyrir
börn.
Að sögn Anne er nú talað um
að 5% bama þurfí á sérhæfðri geð-
heilbrigðisþjónustu að halda, en hún
segir jafnframt að barna- og ungl-
ingageðdeildin sem hún starfi á nái
nú að sinna um 2% barna og ungl-
inga á sínu svæði. Hún segir það
að mörgu leyti gott en alls ekki
viðunandi. Þó segir Anne það kost
hve auðvelt það sé að komast að í
viðtal hjá stofnuninni. „Hafi for-
eldrar grun um að börn þeirra hafí
verið beitt einhvers konar ofbeldi
eða hafi aðrar áhyggjur af þeim,
komast þau fljótt í viðtal hjá sér-
fræðingi,“ segir hún. „Komi síðan
í ljós við úttekt að börn hafi verið
beitt kynferðislegu ofbeldi, er í
beinu framhaldi af því boðið upp á
viðeigandi meðferð. Lengd og eðli
meðferðarinnar er mismunandi eftir
þörfum hvers barns og fjölskyldu
þess, en við höfum upp á að bjóða
einstaklings-, hóp- og íjölskyldu-
meðferð," segir hún. „Þá erum við
í nánu samstarfi við aðrar stofnan-
ir og meðferðar- og barnaheimili
því við teljum það nauðsynlegt að
geta leitt barnið áfram út í þær
stofnanir eftir eða samhliða hefð-
bundinni meðferð."
Aðspurð um álit sitt á geðheil-
brigðisþjónustu barna og unglinga
á Islandi segir Anne að hér sé
greinilega mun minna umfang með-
ferðarúrræða samanborið við önnur
lönd í Evrópu, þ.e. ekki séu nógu
fjölbreytt meðferðarúr-
ræði í boði og að allt of
fá böm og unglingar fái
meðferð við hæfi þegar
þess gerist þörf. Þá segir
hún að svo virðist sem
meðferðaraðilar hér á
landi hafi litla möguleika
á því að fylgja eftir mál-
efnum barna til annarra stofnana,
til dæmis leikskóla, skóla og með-
ferðarheimila, til að tryggja að sú
vinna sem unnin hafi verið fylgi
börnunum út í samfélagið.
Fulltrúi Alþjóðasambands flutningaverkamanna
Athugasemdir við pappíra
í kínversku skipi
FULLTRÚI Alþjóðasambands
flutningaverkamanna gerði i gær
athugasemd við skipstjóra kín-
versks flutningaskips í Straumsvík
þar sem engir samningar eru fyrir
hendi við skipshöfnina og engar
skýrslur gerðar um vinnutíma.
Borgþór S. Kjærnested fulltrúi sam-
bandsins segir að bæti skipafélagið
ekki úr því megi búast við að Al-
þjóðasambandið álíti Kína vera að
gera út hentifánaskip og að ferðir
þeirra verði ef til vill truflaðar.
Skipið flutti súrál frá Ástralíu til
ÍSAL í Straumsvík. Er hér um að
ræða 40 þúsund tonna skip með
36 manna kínverskri áhöfn og heit-
ir það Tai Hua Hai. Alusuisse leig-
ir skipið en Eimskip sér um þjón-
ustu þess í höfn, m.a. útvegun á
kosti.
Borgþór S. Kjærnested tjáði
Morgunblaðinu í gær að hann hefði
gert skrifstofu Alþjóðasambands
flutningaverkamanna viðvart um
að kínverska skipið, Tai Hua Hai,
væri statt hérlendis og var hann
beðinn að fara um borð og kanna
hvernig háttað væri samningum við
skipshöfnina. Kom í ljós að laun
háseta voru kringum 100 banda-
ríkjadalir á mánuði sem Borgþór
segir verjandi væri skipið í flutning-
um fyrir Kínveija en ekki í sam-
keppni í alþjóðaflutningum. Þá voru
ekki fyrir hendi ráðningarsamning-
ar eða skráning á yfírvinnutímum
sem Borgþór segir varða öryggis-
mál. Kvaðst hann undrandi á að
fulltrúi Siglingamálastofnunar
skyldi ekki hafa gert athugasemdir
við það atriði en hann hafði heim-
sótt skipið í fyrradag.
Mótmælum komið
á framfæri
I framhaldi af þessu kom Borg-
þór á framfæri við kínverska sendi-
ráðið mótmælum fyrir hönd Al-
þjóðasambandsins, þess efnis að
yrði ekki hægt að framvísa nauð-
Morgunblaðið/Arnaldur
KÍNVERSKA skipið Tai Hua Hai í höfninni í Straumsvík.
synlegum pappírum varðandi skips-
höfnina myndi Kína verða lýst
hentifánaríki sem þýddi að það setti
verulega niður í flutningastarfsemi.
Mætti og búast við því að skip þeirra
kæmust ekki óhindruð með farm
sinn. Slíkt verði þó ákveðið af yfir-
stjórn Alþjóðasambandsins eftir að
það hefur fengið skýrslu Borgþórs
um málið.